Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1986, Qupperneq 29
MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1986.
29
Sviðsljós
Lúðrasveitin lék fyrir utan bankann, vegfarendum til ómældrar ánægju.
Boðið var upp á forláta feitmeti, svonefnt konfekt.
þennan dag. Ekki skemmdi veðrið
heldur fyrir því það var hið besta
og voru veðurguðimir þannig
einnig í hátíðarskapi. Landsbank-
inn á eflaust eftir að standa í a.m.k.
önnur hundrað ár og er vonandi
að þegar haldið verður upp á þau
tímamót verði það gert á jafn-
skemmtilegan hátt og nú þar sem
allir hrífast með.
Vaknað við fótatak
Ýmislegt er dæmalaust í henni veröld og sí og æ er verið að finna upp hin
mestu þurftartól, öllum í hag. Að utan berast þær fregnir að til séu þeir
menn sem hreinlega hafi myndað mótefni gegn hinum ýmsu hringingum sem
vekjaraklukkur láta út úr sér. Þessi manngerð vaknar því ekki við venju-
lega vekjara og er því hættara en öðrum að sofa yfir sig. Nú hafa mætir
menn úti í heimi fundið upp hjálpartæki þeim til handa. Þetta eru vekjara-
klukkur sem stappa niður fótunum, já fótunum, á tilsettum tíma. Leikur
víst allt á reiðiskjálfi og ef menn sofa það af sér þá þarf jarðskjálfta til að
koma þeim á lappir. Klukkumar seljast víst vel því margir virðast álíta þær
betri tímagæslutæki heldur en þessar hefðbundnu vekjaraklukkur. Fyrir þá
sem hafa áhuga skal tekið fram að útsöluverð mun nema um 1.400 krónum.
Vekjaraklukkan sem vekur þiq með fótataki.
Hraðamet í
húsbyggingum?
Hveragerði hefur löngum verið
þekkt fyrir heitt vatn, grænmeti,
apa og Tívolí. Staðurinn hefúr ve-
rið vinsæll viðkomustaður hjá
íjölskyldum í sunnudagsbíltúmum
og ávallt hefur verið þar mikið um
ferðamenn. Þrátt fyrir að stöðugur
straumur ferðamanna hafi löngum
legið til Hveragerðis mun hann að
öllum líkindum stóraukast á næst-
unni. Þar hefur verið reist hið
glæsilegasta hótel, Hótel Örk, sem
rúmar 120 gesti. Eigandi „Arkar-
innar“ er Helgi Þór Jónsson og er
hótelið hið nýtískulegasta. Þar eru
ráðstefnusalir, kaffitería og heilsu-
ræktaraðstaða, bæði innanhúss og
utan. Samt sem áður em ekki allir
möguleikar fullnýttir því enn hefur
ekki að fullu verið gengið frá bygg-
ingunni né landsvæðinu í kring.
Bygging hússins hefur sennilega
verið hraðamet því ekki var hafist
handa við bygginguna fyrr en á
haustmánuðum 1985. Er greinilegt
að ekki hefur verið kastað til hönd-
unum og má búast við að enn meira
líf færist í Hveragerði í framtíðinni.
Helgi Þór Jónsson og eiginkona hans, Sólveig Sigurgeirsdóttir, aðstoða
dóttur sina, Ágústu, við að klippa á vígsluborðann.
Eitt hinna vistlegu hótelherberja „Arkarinnar".
Fjöldi gesta var við opnunina en þrátt fyrir þaö var „hátt til lofts og vitt
tii veggja".
Ólyginn
sagði..
Catherine
Oxenberg,
leikkona og fyrrverandi fyrirsæta,
er mjög fegin að hún fékk hlut-
verk Amöndu í Dynasty þáttun-
um. Telur hún feril sinn sem
leikkona hafa bjargað sér úr fyrir-
sætubransanum. Fer hún ekki
leynt með skoðun sína á þeim
bransa og segir að sem Ijós-
myndafyrirsæta sértu ekkert
annað en kjötbiti sem Ijósmyndar-
arnir ráðskist með af vild.
Diana
Ross
gekk nýlega frá samningi við
bandariska sjónvarpsfyrirtækið
ABC. Á Diana að sjá um tvo
þætti sem hvor um sig á að standa
1 eina klukkustund. Diana er gest-
gjafinn og fær að velja gesti og
viðmælendur sína sjálf. Fyrir þetta
smáviðvik fær söngkonan aðeins
80 milljónir króna eða litlar 40
milljónir á tímann.
Don
Johnson
er nú staddur í Florida í góðu yfir-
læti. Hann heldur til í bát sinum
sem hann fékk gefins frá framleið-
anda bátanna. Ástæðan fyrir
þessari höfðinglegu gjöf er sú að
þátur sem þessi er notaður í hin-
um geysivinsælu sjónvarpsþátt-
um „Miami Vice". Eftir að
þættirnir hófu göngu sína hefur
salan á bátunum margfaldast og
er þetta því einungis þakklætis-
vottur til Johnsons fyrir óbeina
auglýsingu, eða þannig.