Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1986, Side 1
DAGBLAÐIÐ - VÍSIR 180. TBL. - 76. og 12. ÁRG. - ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 1986.
Fjölmargir Vestfirðingar skoða nú hug sinn:
Taka upp olíu-
kyndingu á ný
- upph'rtun með olíu talsvert ódýrari en fjarvamiaveitan - sjá baksíðu
DV-myndir Ægir
Húsið er mikið skemmt eftir eldinn. A innfelldu myndinni eru hjónin, Jóhann Long og Kristjana Halldórsdóttir.
Húsbiuni á Hellissandi
„Eldstrókar út úr
öllum gluggum“
Hafeteiim Jónssan, DV, HeHissandi;
Eldur kom upp í einbýlishúsi á
Hellissandi aðfaranótt sl. mánudags
eins og greint var frá í DV í gær.
Þrennt var í húsinu, hjón með eitt
bam og björguðust þau. Húsið er
mjög illa farið af völdum eldsins.
Það var um hálfþrjú um nóttina
að húsbóndinn, Jóhann Long, vakn-
aði upp við sprengingu. Þegar hann
opnaði svefhherbergisdymar gaus á
móti honum mikill reykur. Hann
skellti þá hurðinni strax aftur, vakti
konu sína, Kristjönu Halldórsdóttur,
og soninn sem bæði voru í fasta-
svefni. Þá tók Jóhann þríhjól, sem
var á gólfinu, og henti því í gegnum
svefnherbergisgluggann. Kristjana
fór síðan út um gluggann, Jóhann
rétti henni drenginn og skreið loks
sjálfur út. Kristjana flýtti sér yfir í
næsta hús og bað um að hringt yrði
á slökkviliðið en Jóhann fylgdist
með bmnanum á meðan: „Þá stóðu
eldstrókar út úr öllum gluggum í
stofunni og eldhúsinu," sagði hann.
Þegar slökkviliðið kom á vettvang
virtist svo sem eldurinn væri að
mestu kafnaður en húsið er stór-
skemmt. Eldsupptök era ókunn en
menn frá Brunamálastofriun vinna
nú að rannsókn málsins.
Reyndir
fjölmiðiamenn
á nýju
útvarpsstöðina
- sjá bls. 3
Verðlaunafárí |
Víðidalnum
- sjá bls. 4 |
100% umfram-
hækkun á !
kartöflum
- sjá bls. 6
Tannlæknar
nota ekki
gjaldskrá
ráðhena
- sjá bls. 3
Hafa stefnt
hrepps-
nefndinni
- sjá bls. 2
Janus leikur
ekki meira
í sumar
- sjá bls. 16
Gagn-
eldffauga-
keifi byggt á
sljómustríði
- sjá bls. 10
Þjóðaibók-
hlaðan lekur
- sjá Ms. 6
Tímarita-
sprenging
-sjábls. 7