Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1986, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 1986.
25
dv Sandkorn
Það er fjör í fótboltanum.
Glaður
Valsari
Áhangendur Fram urðu
hroðalega svekktir eftir leik-
inn í íslandsmótinu í fyrra-
kvöld. Þá sigraði Valur
Framarana með eins marks
mun og skilur nú aðeins eitt
stig liðin að í baráttunni.
Eins og nærri má geta urðu
sannir Valsaðdáendur ofsa-
kátir og réðu sér ekki á leið-
inni heim. Það gerðist til
dæmis á Reykjaveginum að
lögreglan tók ökumann einn
fyrir of hraðan akstur eftir
leikinn. Sá hentist áfram á
blússandi ferð, rétt eins og
hann væri að sækja ljósmóð-
ur, þegar löggan tók í taum-
ana. Og skýringin sem
maðurinn gaf á þessu aksturs-
lagi var allra góðra gjalda
verð:
„Ég varð bara svo ofsaglað-
ur þegar Valur vann Fram að
ég gaf rækilega í.“
Svo það var kannski eins
gott að markamunurinn í
leiknum varð ekki meiri.
Hrækti
réttindunum
Úr því að verið er að fjasa
um fótbolta er ekki úr vegi að
minnast aðeins á leik Reynis
í Sandgerði og Stjömunnar
úr Garðabæ sem fram fór á
dögunum í Sandgerði.
Þegar dómarinn blés til
leiksloka gekk einn fylgdar-
manna Stjömunnar að öðrum
línuverði leiksins og hafði
uppi athugasemdir um ákveð-
in atriði í leiknum. Línuvörð-
urinn sagði að honum kæmi
þetta hreint ekki við. Þá varð
maðurinn, sem nýlega erkom-
inn með dómararéttindi, svo
illur að hann skyrpti framan
í línuvörðinn. Hafa þessir
mannasiðir dómarans unga
verið færðir á skýrslu og á
hann nú yfir höfði sér svipt-
ingu. Það má því segja að
hann hafi hrækt réttindunum
í þess orðs fyllstu merkingu.
Skotinn Angus Rollo er hrlf-
Inn afíslenska „bjórnum
ÚFF-veiði-
félagið
í nýútkominni Viku er
skondið viðtal við Skotann
Angus Rollo sem skemmt hef-
ur gestum veitingahússins
Fógetans nokkrum sinnum.
Rollo þessi kveðst hafa tekið
ástfóstri við Island. Þá munu
einhverjir íslendingar hafa
tekið ástfóstri við hann því
hann hefur meðal annars ver-
ið tekinn inn í „það allra
helgasta, Útgerðarfélag Fó-
getans, sem er veiðiklúbbur
nokkurra félaga.“
Til þess að komast inn í
umræddan veiðiklúbb verða
útvaldir að ganga í gegnum
leynilegar seremóníur, svona
eins og tíðkast hjá frímúrur-
um og fleiri gildum samtökum.
Ekki vildi Skotinn segja frá
seremóníunum hjá ÚFF þrátt
fyrir suðið í blaðamanninum
en viðtalinu lauk hann með
þessum orðum:
„Ég elska þjórinn hér - já,
líklega er það hann sem ég
heillast mest af í sambandi við
landið."
Og manninum var fúlasta
alvara...
Menn geta hæglega ruglast
á bílum hafl þelr verlð elns
og þeytispjöld um al/an bæ
i' hellan dag.
Skiptum
númer
Það gengur sjaldnast
þrautalaust að koma bíl í
gegnum skoðun, svo ekki sé
nú talað um ef þarf að umskrá
hann í leiðinni.
Þetta fékk roskinn Reyk-
víkingur að reyna á dögunum.
Hann hafði fest kaup á hörku-
góðum bíl með S-númeri. Og
nú þurfti að umskrá vagninn
og láta bifreiðaeftirlitið leggja
blessun sína yfir hann. En
þegar bíleigandinn fór að
kynna sér málið kom í ljós að
þetta var meira verk en hann
hugði í fyrstu. Það þurfti að
sendast eftirskjölum og
pappírum út og suður og fljótt
á litið virtist sú söfnun vera
að minnsta kosti dagsverk.
Okkar maður lét þó ekki
deigan síga en spanaði fram
og til baka um bæinn eftir
plöggunum. Þegar því var
loks lokið var þotið upp í bif-
reiðaeftirlittil að umskrá. Þar
var bíleigandanum tilkynnt
að hann þyrfti sjálfur að
skrúfa númerin af bíl sínum
og skila þeim inn. Hann rauk
út, klyfjaður verkfærum og
kolruglaður orðinn af snatt-
inu og fór að naga númerin
af bílnum. Eftirlanga mæðu
' tókst honum að ná númera-
plötunni af að framan og sneri
sér þá strax að númerinu að
aftan. Þá bar að annan mann
sem hafði skotist inn í bif-
reiðaeftirlit einhverra erinda
og hann spurði okkar mann
hæversklega:
„Hvað ert þú að gera, maður
minn?“
„Ég er að skrúfa númerin
af bílnum og umskrá hann.“
„Ne-ei,“ sagði hinn þá með
enn meiri hægð, „þó ekki
minn bíl.“
Miklibær
Vestmannaeyingar eru
frægir fyrir að uppnefna hver
annan. Oft eru nafngiftimar
skringilega skemmtilegar en
meiða engan.
En það em fleiri en Eyjabú-
ar sem geta sýnt á sér þessa
hlið. Keflvikingar hafa nú
tekið upp á því að kalla Vog-
ana Miklabæ. Er þessi nafn-
gift til komin vegna þess að
V ogabúar þy kj a duglegir við
framkvæmdir i plássinu og
mun harðari í þeim efnum en
nágrannasveitarfélögin.
Oddvitinn í Vogunum fær
líka sinn skerf af kímnigáfu
Keflvíkinga. Hann gengur
nefnilega undir nafninu „Odd-
uríMiklabæ."
Umsjón:
Jóhanna S. Slgþórsdóttlr
Dræm veiði
á grásleppu
Regína Thorarensen, DV, Gjögii
Grásleppuveiði var lítil hjá smátrill-
um í Ámeshreppi. Að sögn Gurrn-
steins, kaupfélagsstjóra hjá Kaupfé-
lagi Strandamanna, Norðurfirði, fékk
kaupfélagið 180 tunnur í fyrra en að-
eins 40 í vor. Það sjá allir hversu mikið
áfall og tekjumissir þetta er fyrir
bændur og búalið á þessum afskekkta
stað.
Á Gjögri eru tveir menn á sinni trill-
unni hvor. Þeir verka sín hrogn sjálfir
og selja Steinavör. Þeir fengu núna
10-12 tunnur hvor. í fyrra fengu þeir
38-40.
Væri ekki heillaráð að ungu menn-
imir á Gjögri keyptu nú 20 tonna bát
eins og Lýður Hallbergsson Djúpuvík
sem á einn slíkan og fékk 85 tunnur
af fullverkuðum hrognum í vor því
stærri bátamir geta sótt lengra. Lýður
er með tvo menn á bátnum með sér
og verkuðu þeir hrognin og allt sjálfir.
Trillueigendur í Ameshreppi kenna
veðráttu um litla veiði. Og svo var
ísinn hér í algleymingi og netin fyllt-
ust af þara jafnóðum og þau komust
í sjó og eyðilögðust mörg þeirra. En
Ólafur Axelsson missti net undir ís,
eina trossu.
Hér er dásamlegt veður og hefúr
verið síðustu daga. Þar áður var drep-
andi kuldi enda ís allsráðandi og þoka
í marga daga.
Sytvain
Barrette
(Dómkirkjan i Reykjavík, 10. ágúst kl. 17.
00: Sylvain Barrette lék orgelverk eftir
Muffat, Bach, Brahms, Franck og Buxte-
hude)
Kanadamaðurinn Barrette tók
fyrstu einkunn bæði í orgel- og sem-
balleik frá konservatoríinu í Quebec,
nam einnig við Concordia Univers-
ity í Montreal, og hefúr nýlokið prófi
ftú Tónlistarháskólanum í Vín.
Það er áreiðanlega meinhollt að
leika bæði á orgel og sembal. Sem-
ballinn hefur skýra snertingu (ly-
klamir smella niður) og getur gefið
mönnum skýrara slag á orgelið, því
óákveðin snerting orgelhljómborðs-
ins getur leitt til nokkurs óskýrleika
í leiknum. Þá hafa bæði hljóðfærin
svipaðar aðferðir til áherslu og setn-
ingamyndana. Hvorugt getur
mismunað nótum með missterku
slagi, allar nótur em jafiiar að styrk.
Til að fá skýrar útlínur í tónlistina
verður því að beita svokölluðum
agógískum, eða lagrænum, áhersl-
um. Þeim er til dæmis náð með
örlítilli lengingu áherslunótna, með
öndunarhiki, með því að hraða eða
hægj a á hendingum o.s.frv. Allt þetta
verður þó að vera svo vel gert að
það ýti undir, en trufli ekki eðlilegt
flæði tónlistarinnar.
Hjá Barrette fengu menn að heyra
hvemig hægt er að leika af miklum
tilfinningahita án þess að skýrleik-
anum sé nokkum tíma fómað, og
lagrænar áherslur vom afbragðsvel
unnar, einkum í barrokkverkunum
þar sem þær em helst notaðar. Er
skemmst frá því að segja að tónleik-
amir vom hinir ánægjulegustu,
mikil tónlist, mikið líf. Efnisskráin
var vel valin, með markvissa stíg-
andi, og mér virtist gætt að tónteg-
undarsambandi verkanna, sem er
ágætt þegar ekki er klappað ó milli
verka.
Fyrst lék hann Tokkötu efitir Muf-
fat, en flestir orgeltónleikar byrja á
tokkötu. Hún spennti á manni eyrun
fyrir hlustun Tríósónötu f G-dúr
(BWV530) eftir Bach. Tríósónatan
var líflega leikin í hröðu köflunum,
og ekki veigraði Barrette sér við
hörðum hendingum í fótspilinu. I
hinum fræga Lento kafla heyrðist
túlkun sem virðist vera að komast í
Tónlist
Atli Ingólfsson
tísku í leik barrokkverka, en ég
heyrði fyrst hjá sellóleikaranum
Anner Bylshmer. Til að vera í jafri-
vægi þarf tónlist að anda, og venju-
lega gera menn málhvíldir,
misjafnlega langar, eftir hendingar.
Téð túlkun byggist hins vegar á því
að láta hvert frum anda, þ.e. því
andaktuga andartaki sem venjulega
er á milli setninga er dreift yfir setn-
ingamar sjáKar. Áhrifin em ekki
meiri slökun, heldur upphafning
hinna smáu byggingarþátta sem em
og skýrt kveðnir. Þegar leikurinn
tekst vel er hlustunin óviðjafnanleg
reynsla, einkum í hægum köflum,
eins og Lentoinu. (Ég hefði viljað
þakka Anton Webem það að við
gerðum okkur þannig grein fyrir
mætti þagnarinnar.)
í rómantík Jóhannesar Brahms
víkur öðmvísi við um hendingamót-
un. Hljómræni þátturinn er þar
orðinn svo ríkur að ekki er viðeig-
andi að draga lagfrumin fram sem
meginstoðir verkanna. Enda söðlaði
okkar maður bara um og sýndi á sér
allt aðra hlið í kóralforspilunum
þremur eftir Brahms.
César Franck samdi þrjá kórala
fyrir orgel dánarár sitt, 1890. Bar-
rette lék þann fyrsta, í E-dúr. Bæði
hjá Brahms og Franck heyrist hvað
barrokkættuð form eins og kórallinn
henta vel til rómantísks spuna.
Franck notar kóralhugmyndina sem
einskonar þrástef sem gengur gegn-
um alls kyns ummyndanir. Menn
hafa sagt um Franck að stundum
gefi hann ódýr svör við erfiðum
spumingum, það finnst mér ekki í
kóralnum. Barrette lék hann á þaul-
hugsaðan en mjög rómantískan hátt.
Styrkleikar voru vandlega skipu-
lagðir og hápunkturinn í lokin
sannfærandi.
Kóralpartítu Dietrichs Buxtehu-
des hefði ef til vill mátt leika með
meiri ró, hún rann framhjá sprikl-
andi af lífi. Síðast lék Barrette
Prelúdíu í fís moll eftir sama. Það
var glæsilegur endir, og í fyrsta
skipti heyrði ég klukkuslátt orgels-
ins, sem hófst í síðustu töktum
verksins og hringdi það út.
Því setti ég nafii þessa unga orgel-
leikara í fyrirsögn að þannig kann
nafíiið að verða mönnum minnis-
stæðara. Það er ekki ótrúlegt að
þeir sem fylgjast með orgeltónlist
eigi eftir að heyra það síðar, kannski
í glæstu samhengi.
Styttist óðum
í afmælið
Óðum styttist í afmæli Reykjavikurborgar þann 18. ágúst. Víða um borgina
eru framkvæmdir fyrir afmælið og ekki síst við Amarhól þar sem sjálf hátiðar-
dagskráin fer fram. Handan Kalkofnsvegar, beint á móti hólnum hans Ingólfs,
er verið að smíða gríðarlega stórt svið sem á að vera vettvangur hátiðardag-
skrárinnar á hólnum, auk þess sem þar verða rokktónleikar og djasstónleikar.
-JFJ
Mikil ánægja með
kirkjutónleika
Regína Hiorarensen, DV, Gjögri:
Ég hef ferðast talsvert um hreppinn
hér og hitt þar af leiðandi fólk að
máli. Állir þeir sem fóru í Ámeskirkju
3. ágúst sl. og hafa vit á tónlist em
mjög ánægðir yfir komu listafólksins
Guðmundar H. Guðmundssonar org-
anista og hjónanna Guðnýjar
Guðmundsdóttur fiðluleikara og
Gunnars Kvaran sellóleikara. Lista-
fólkið spilaði við fjölmenna messu í
Ámeskirkju 3. ágúst eins og áður
sagði. Því fannst mikið til um að leika
í hinni 136 ára gömlu kirkju sem er
með elstu timburkirkjum landsins. Að
sögn Guðnýjar er hljómburðurinn þar
alveg frábær þótt lágt sé undir loft og
stutt á milli veggja. Er þó listakonan
vön stórum kirkjum úti í hinum stóra
heimi þar sem hún hefur leikið á fiðlu
sína. Fólkið var alveg heillað af því
að hlusta á listafólkið. Segjast þeir sem
ekkert vit hafa á hinni tilkomumiklu
list hafa fengið hellu fyrir eyrun og
séu með hana enn.
Organistinn var Guðmundur H.
Guðmundsson fiá Kjörvogi hér í
hreppi en hann er nú organisti í Vest-
mannaeyjum. Listahjónin dvöldust í
flottum sumarbústað sem Kjörvogs-
systkinin eiga hér í hreppi. Hólmfríður
Guimarsdóttir var ein af fjölmörgum
gestum í kirkjunni þegar umræddir
tónleikar fóru fram. Skrýddi hún
kirkjuna með villtum blómum sem
kirkjugestir voru einnig mjög hrifnii
af.
Nýr svertarstjóri í Skútustaðahreppi
Rnnur Balduisscn, DV, Mývaínssveit
Jón Pétur Líndal, skrifstofiistjóri
Blönduóshrepps, hefiir verið ráðinn
sveitarstjóri í Skútustaðahreppi. Hann
mun taka við af Amaldi Bjamasyni
sem gengt hefur starfinu í um það bil
6 ár. Þá hefúr Úlfar Sæmundsson ve-
rið ráðinn hreppsráðsmaður en það
er starfsmaður áhaldahúss hreppsins,
umsjónarmaður hitaveitu og fleira.
Hann mun taka við af Kristni Gunn-
arssyni. Skiptin munu fara fram um
næstu mánaðarmót.