Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1986, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1986, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 1986. Fréttir Olil Amble, sigurvegari í töitkeppninni, fyrst knapa til að taka á móti töltbikarnum tvisvar sinnum. Hafliði Gíslason mótsstjóri brosir út í bæði. DV-myndir ej. Sigurbjöm Bárðarson, stigahæsti knapi mótsins, með hluta verðlaunanna. Verðlauna- fár í Víðidalnum Islandsmót í hestaíþróttum var hald- ið um síðustu helgi í Víðidal í Reykja- vík. Eins og svo oft áður einkenndist mótshald af veðrinu sem var rysjótt. Mikið var um skráningar á íslands- mótinu að þessu sinni en einnig mikið um forföll. Til dæmis mætti ekki nema 21 knapi af 40 skráðum í keppni í fjór- um gangtegundum. Keppendur voru skráðir frá 16 íþróttadeildum, þar af var einn fulltrúi frá nokkrum félögum. Flestir kepp- endanna voru frá Suður- og Suð-vest- urlandi, einn keppandi frá Norður- landi en enginn frá Austurlandi frekar en fyrri daginn. Mótið gekk vel og var framkvæmd mótsins í höndum íþróttadeildar Fáks, sem stóð sig vel. Það sama er ekki hægt að segja um dómara sem mættu seint og illa. Setti það ljótan blett á mótið. Bitnaði dómaraleysið mest á bömum og unglingum eins og vana- lega. Fyrri dag keppninnar mættu dómarar klukkutíma of seint og það sama var uppi á teningnum síðari dag- inn í úrslitakeppninni. Bömin fóm flest snemma á fætur til að hita klár- ana sína upp og hímdu í rigningunni og biðu eftir dómurunum. Dómarar ættu að athuga það að ætlast er til að böm og unglingar læri fullkomleik- ann af fullorðnum. Það væri gaman að vita hvað keppendur í bama- og unglingaflokki hugsa eftir þetta mót. En þetta á eingöngu við um þá dóm- ara sem áttu að dæma bama- og unglingaflokk. Dómarar mættu auð- vitað á réttum tíma til að dæma fúllorðna. Börn og unglingar Keppendur í bama- og unghnga- flokki mættu snemma til leiks á laugardaginn tilbúnir í slaginn, en engir vom dómaramir eins og fyrr er sagt. En brátt hófst keppni. Eins og vant er vom ýmsir einstaklingar dug- legri við að safha að sér verðlaunapen- ingum en aðrir. Veitt vom verðlaun fyrir fimm efstu sæti í bama- og ungl- ingaflokki. Hörður Haraldsson var iðinn við verðlaunapeningasöfnun í unglingaflokki. Hann fékk fjögur gull og eitt silfur. Hákon Pétursson keppti í bamaflokki og fékk þrjú gullverð- laun og eitt silfúr. Annars urðu úrsht þessi í bamaflokki. í töltkeppninni sigraði Hjömý Snorradóttir (Fáki) í annað skipti á íslandsmóti, fékk 76,00 stig og keppti á Kasmír. Hákon Pét> ursson (Sörla) varð annar á Limbó með 72,27 stig. Sigurður Matthíasson (Fáki) varð þriðji á Gassa með 68,27 stig, Katrín Sigurðardóttir (Geysi) fjórða á Tvisti með 64,53 stig og Magn- ús Benediktsson (Geysi) fimmti á Hörpu með 68,80 stig. Hákon Péturs- son (Sörla) sigraði í fjórum gangteg- undum á Limbó með 44,37 stig. Katrín Sigurðardóttir (Geysi) varð önnur á Tvisti með 45,56 stig. Magnús Bened- iktsson (Geysi) þriðji á Hörpu með 42,84 stig, Gísli Geir Gylfason (Fáki) fjórði á Móra með 42,67 stig og Edda Sólveig Gísladóttir (Fáki) fimmta á Grána með 41,48 stig. Hákon Péturs- son varð einnig stigahæstur knapa í bamaflokki með 123,83 stig og sigraði í íslenskri tvíkeppni með 116,63 stig. I unglingaflokki í töltkeppninni sigraði Borghildur Kristinsdóttir (Geysi) á gamla íslandsmeistaranum, Fleyg, með 81,87 stig sem hefði gilt sem sjötta sæti í flokki fúllorðinna. Hörður Har- aldsson (Fáki) varð annar á Háfi með 79,47 stig, Guðrún Edda Bragadóttir (Fáki) þriðja á Erh með 67,20 stig, Berglind Ragnarsdóttir (Andvara) fjórða á Freyju með 72,27 stig og Ama Kristjánsdóttir (Fáki) fimmta á Gim- steini með 69,33 stig. Hörður Haralds- son (Fáki) sigraði í keppni í fjómm gangtegundum á Háfi með 52,36 stig, Guðrún Edda Bragadóttir (Fáki) varð önnur á Erli með 43,52 stig, Bjami Sigurðsson (Sörla) þriðji á Ljósfara I dag mælir Dagfari Amerísk náttúravemd Okkur hefur verið sagt að vamar- hanistan, bardögunum í Nicaragua Ennþá virðast Bandaríkjamenn ekki hafa sagt sitt síðasta orð í hvalamálinu. Enn er þessi Baldridge viðskiptaráðherra að lýsa yfir von- brigðum sínum með þá ákvörðun íslendinga að þeir hyggist éta hval- kjötið sjálfir. Enn er óvíst um viðbrögð Japana af ótta við við- skiptaþvinganir Ameríkana. Sumir hafa verið að fúrða sig á því hvemig Bandaríkjamenn geti verið að skipta sér af hvalveiðum Islend- inga, enda sé það í valdi hverrar þjóðar hvemig hún sækir sjóinn. Ekki erum við íslendingar að skipta okkur af höfrungadrápinu í Kyrra- hafinu eða gróðureyðingunni í Miðríkjunum eða skógarhögginu í Virginíu. Ekki hefur Stangveiðifélag Reykjavíkur verið að skipta sér af því að allar laxveiðiár fyrir vestan em uppumar vegna ofveiði og ágangs. Með öðrum orðum, hver þjóð hlýtur að ráða því sjálf hvemig hún umgengst sína náttúm. Islend- ingar háðu meira að segja harða baráttu fyrir fiskveiðilandhelgi sinni í þeim tilgangi að vemda þorskstofii- inn og þurftu í því skyni að berjast gegn herskipum hennar hátignar til að ná fram þeirri náttúmvemd. Bandaríkjamenn þóttust ekki vilja hafa afekipti af þeirri deilu, vegna þess að hún væri milliríkjamál Breta og íslendinga. En Bandaríkjamenn hafa sína skilgreiningu á þessum afekiptum. Þeir segjast hafa sett lög í sínu landi um náttúmvemd og aðrar þjóðir verða að gjöra svo vel að fara eftir þeim lögum. Annars hafi þær verra af. Dagfari er að vísu ekki stúderað- ur í jús en honum leyfist að spyria eins og hveijum öðrum fáfróðum fe- lendingi hvort Alþingi geti sett lög sem banni Bandaríkjamönnum að skjóta fugla í Arkansas eða banna stangaveiði í vötnunum í Michigan? Og hóta viðskiptabanni eða efna- hagsþvingunum ef óbreyttir borgar- ar vestur í Bandaríkjunum gegna ekki þessum íslensku lögum? Nú er heldur ekki nóg með það að Bandaríkjamenn hóti öllu illu, ef við höldum áfram að veiða hval- inn. Nú em þeir famir að hafa í hótunum ef við étum hvalinn. Þó hafa engin lög verið sett um mata- ræði, hvorki fyrir vestan haf eða austan, að minnsta kosti ekki svo vitað sé. Fer nú að verða vandlifað í heimi hér, ef vesæl þjóð uppi á norðurhjara veraldar verður að biðj- ast leyfis hjá amerískum náttúm- vemdarsamtökum um hvað hún megi hafa sér til matar. liðið á Miðnesheiði hafi verið hér í aldarfjórðung til að vemda okkur frá vondum Rússum. En kannski heíúr það íarið framhjá okkur að hlutverk vamarliðsins hafi breyst og gangi nú út á það að vemda hvalinn fyrir okkur en ekki okkur fyrir Rússum. Allavega skifet manni að vestur í Bandaríkjunum hafi hinir sjálfekip- uðu lögreglumenn friðar og frelsis meiri áhyggjur af drápshug og mat- arsmekk islensku þjóðarinnar heldur en heijum Sovétmanna í Afg- eða mannréttindabrotum stjómar- irrnar í Suður-Afríku gagnvart svertingjum þar í landi. Rússamir em boðnir velkomnir á fína ftmdi með Reagan, drápssveitimar í Mið- Ameríku fá senda milljarða í fjár- stuðning til að halda áfram skæruhemaðinum og ekki kemur til mála hjá þeim í Washington að beita stjómina í Pretoríu eínahagsþving- unum, þótt hún svipti svarta kyn- stofninn lágmarksmannréttindum ár eftir ár. | Nei, það er þessi íslenska þjóð sem I fremur það ódæðisverk sem er öllum glæpum verra. Drepur hvalina sér til matar. Það er stóra dauðasyndin í augunum á blessuðum vemdurun- um. Islendingar ætla að hætta að éta lambakjöt en éta hvalkjöt í staðinn. Þetta þykir þeim slæmur kostur vestur í Ameríku sem bera hag smælingjanna fyrir bijósti. Þó hefur það verið útbreidd skoðun, jafnvel hér á landi, að blessuð lömbin væm ólíkt manneskjulegri og aumkunar- verðari heldur en búrhvelin í sjón- um. Hvað mundi eiginlega gerast ef Bandaríkjamenn uppgötvuðu ís- lenska lambið og áttuðu sig á því að það hefur verið drepið og étið í stærri stíl en nokkur skepna fyrr eða síðar í sögu íslandsbyggðar? Eða þorskurinn! Það væri laglegt ef Bandaríkjamenn tækju upp á því að vemda þorskinn og selja lög um að ekki mætti veiða hann. Við værum skák og mát. Hvemig væri það ef Alþingi setti lög sem kveða á um það að vamar- hðið á Keflavíkurflugvelh verndi okkur fyrir erlendum lögum sem banna okkur að éta það sem okkur sýnist? Bandaríkjastjóm hlýtur að taka mark á slíkum lögum. Hún er svo löghlýðin, ekki satt!? Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.