Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1986, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 1986.
13
Einföldun sannleikans eða
sannleikur einfeldninnar
Eitt grundvallaratriði skoðana-
skipta í dagblöðum er að ekki líði
of langur tími milli greinar og at-
hugasemdar. Þessa reglu neyðist ég
til að brjóta og bið menn að virða
mér til vorkunnar að íslensk blöð
eru lengi á leiðinni að bökkum Vikt-
oríuvatns. Ég tel mér hins vegar
skylt að halda áfram að gera at-
hugasemdir við skrif Hannesar H.
Gissurarsonar um þróunaraðstoð og
leiðir fátækra þjóða til bjargálna.
Samkvæmt boðskap fijálshyggju-
mannsins er það einfalt mál að
tryggja efnahagslega þróun í hvaða
landi heims sem er: Hinar fátæku
þjóðir „geta útvegað sér fjármagn
á frjálsum markaði, greitt fyrir
það eðlilegt verð og síðan nýtt
það skynsamlega.“ Undarlegt að
allir skuli ekki átta sig á svo ein-
földum sannleika og síðan fylgja
honum fram til sigurs. Eða gleymist
kannski eitt og annað þegar þessi
glansmynd er þrykkt?
Útvega sér fjármagn
Það er þá fyrst þetta með að „út-
vega sér fjármagn“. Þar eiga þjóðir
þriðja heimsins nær undantekning-
arlaust undir vestræna banka að
sækja (eða vestræna fjölþjóðahringa
til beinna fjárfestinga). Hveijum þeir
lána er hins vegar háð fjölmörgum
skilyrðum, efiiahagslegum sem pólit-
ískum. Það er þannig engin tilviljun
að ríki hliðholl Bandaríkjunum hafa
átt greiðari aðgang að lánsfjármörk-
uðum en önnur.
Einnig eiga ríki sem ekki hafa vilj-
að beygja sig undir afskipti og
yfirráð Álþjóðagjaldeyrissjóðsins í
efnahagsmálum erfitt með að afla
lánsfjár. Lánsfé til handa þróunar-
löndum liggur þvi ekki á lausu og
er oftast bundið skilyrðum um efna-
hagsstefhu og aðra pólitík, sem
hugnast vesturveldum.
Greiða fyrir eðlilegt verð
Vaxtaástand undanfarinna ára
hefúr síðan verið þannig að fjár-
magnskostnaður hefúr verið tölu-
vert umfram það sem nefna mætti
„eðlilegt verð“. Arðsemi fjárfestinga
hefúr þannig þurft að vera hærri en
ella til að standa undir fjármagns-
kostnaðinum. Sem betur fer virðist
sem eðlilegra vaxtaástand sé fram-
undan, en það fer reyndar saman við
þrengri fjármagnsmarkað í takt við
minnkandi fjármagnsafgang OPEC
ríkja, og þá minni lánamöguleika
þróunarlanda.
Fjölmörg þróunarlönd búa við
mikið útstreymi fjármagns, m.a.
vegna hárra vaxta. Vanskil og
greiðsluþrot þróunarlanda er orðið
að meiriháttar vandamáli.
Mörg þróunarlönd hafa notið hag-
stæðari lána en almennra viðskipt-
alána. Þau lán eru hins vegar hluti
af „þróunaraðstoð", sem er vond að
mati HHG, en ekki hluti af „fijálsum
markaði", sem er góður að mati
sama.
Formúlan um að útvega sér fjár-
Kjallaiiim
Engilbert
Guðmundsson
hagfræðingur
á Akranesi
magn á fijálsum markaði og greiða
fyrir eðhlegt verð er þannig engin
töfralausn. Fáar þjóðir hafa „fijáls-
an“ aðgang að fjármagni, og sem
stendur gerast vestrænir bankar
varkárari í lánum til þróunarlanda,
auk þess sem uppsveiflan í efnahags-
lífi Vesturlanda kallar á aukið
fjármagn. Þau lönd, sem hafa haft
aðgang að lánsfénu, hafa fundið að
alþjóðleg lán á fullum Reagan-vöxt-
um eru beiskur kaleikur. Argentína,
Bólivía, Brasilía, Mexíkó, Perú o.fl.
eru bundin í báða skó og eiga engra
kosta völ utan að skerða kjör al-
mennings stórlega, samkvæmt
kröfúm Alþjóðagjaldeyrissjóðsins,
en um hann er oft sagt að hann
skammti sjúklingum meðöl sem eru
verri en sjúkdómurinn.
Nýtt það skynsamlega
Lykilundankomuleið HHG í rök-
semdafærslunni um blessun hins
óhefta markaðar fyrir þróunarlönd
er fólgin í setningunni um að þau
eigi að nýta lánsféð „skynsamlega".
Þetta er góður vamagli. Að honum
slegnum má nefnilega útskýra erfið-
leika þeirra þróunarlanda, sem hafa
fylgt pólitík af því tagi sem HHG
ráðleggur, með því að þau hafi ekki
nýtt lánsféð „skynsamlega".
Satt að segja er oft harla erfitt fyr-
ir þróunarlönd að finna þá valkosti,
sem kallast geti „skynsamlegir",
miðað við fjármagnskostnað og
ástand á alþjóðamörkuðum.
Þess má geta, í upphafi, að stór
hluti af lánum sem streyma til þró-
unarlanda er bundinn við kaup á
vörum frá ákveðnum iðnríkjum,
yfirleitt þeim sem lánin veita. Því
er hið „skynsamlega" val ekki í
höndum valdhafa eða fyrirtækja í
þróunarlandinu, heldur í iðnríkinu.
Iðnríkin eru þannig alveg jafnábyrg
og þróunarlönd um fjárfestingarmi-
stök í þriðja heiminum.
Það er nánast sama inn á hvaða
markað þróunarlönd hætta sér með
nýjum fjárfestingum, þau þurfa alls
staðar að keppa á yfirfullum mörk-
uðum. Þau þurfa að eiga við tolla,
kvóta, styrki og undirboð.
Hin fátækari þróunarlönd eiga
þess helst kost að auka framleiðslu
sína á sviði landbúnaðarvara ein-
hvers konar. Sem fyrr segir er það
yfirfullur markaður. Flestöll iðnríki
búa við offramleiðslu á landbúnað-
arvörum. Verðinu á þeim er haldið
í skefjum með niðurgreiðslum, sem
oft nema stærstum hluta verðsins,
t.d. á sykri. Umframframleiðslan á
sumum landbúnaðarvörum er síðan
seld á undirverði til þróunarlanda,
en það kippir fótunum undan hugs-
anlegum heimamarkaði í þróunarl-
öndunum. Þetta gildir t.d. um
komvörur flestar. Enn aðrar vörur
eru svo bundnar af alþjóðlegum
kvótasamningum, sem reyndar em
þróunarlöndunum oft til hagsbóta
en hindra hins vegar nýja aðila í að
komast inn á markaðinn. Þetta á
t.d. við um kaffi.
Sum þróunarlönd hafa reynt að
komast til bjargálna með því að
byggja upp vefnaðariðnað. Flest
þessi lönd hafa reyndar byggt á alda-
gamalli vefiiaðarhefð Suðaustur-
Asíu. Um tíma gekk þetta harla vel,
og má nefria þar til sögunnar Hong
Kong, Singapore, Taiwan, Sri Lanka
o.fl. En þegar ljóst varð að þessi
framþróun gæti ógnað vefriaðariðn-
aði og fatagerð á Vesturlöndum kom
auðvitað til vemdarstefria á Vesturl-
öndum. Kvótasamningar em þvi
ríkjandi um flest það sem máli skipt-
ir á þessu sviði (t.d. svonefnd
Multifiber Agreement.)
Auðvitað em ekki öll sund lokuð
fyrir þróunarlönd varðandi efiia-
hagslega framþróun. En það er
afskaplega mikil einföldun á sann-
leikanum að láta eins og það sé
ekkert mál að finna „skynsamlega“
valkosti til að fjárfesta í. Og fyrir
þróunarlönd mun þeim möguleikum
satt að segja fara fækkandi, allt þar
til iðnríkin láta af vemdarpólitík
sinni og niðurgreiðslum og opna
markaði sína fyrir vörum þróunar-
landa. Því þar er ég sammála HHG
er hann segir að við getum stuðlað
að þróun með „eindregnum stuðn-
ingi við viðskiptafrelsi á alþjóða-
markaði". Vandamálið er bara að
þeir sem prédika hvað fjálglegast um
viðskiptafrelsið í orði em oftlega
mestir andstæðingar þess á borði.
þorski og öðm hollmeti góðs lands
og við bjuggum við þokkalegt heil-
brigði. Við nutum auðvitað góðs af
menningarlegum skyldleika við ríkj-
andi þjóðir. En líklega er þó mikil-
vægasti munurinn sá, að við þurftum
ekki að brjótast inn á yfirfúlla mark-
aði. Allt þetta gerir gæfumun sem
ekki er ástæða til að gera lítið úr.
Svipuð einföldun er fólgin í því að
bera saman svæði á borð við Hong
Kong og Papúa Nýju Guineu og
segja sem svo að það sé bara meiri
dugnaður Hong Kong búa og svo
auðvitað „fijáls viðskipti11 sem gert
hafi Hong Kong svo miklu betur
stæða heldur en flest þróunarlönd.
Við skulmn nú ekki gleyma að taka
með í dæmið að Hong Kong var
stofnsett sem sérstök bresk „krún-
unýlenda" (Crown colony) og naut
viðskiptalegra fríðinda bæði í Kína
og Bretlandi. Auk þess em aldagöm-
ul kínversk verk- og viðskiptamenn-
ing hafði sitt að segja. Hrár
samanburður á svæðum eins og
Hong Kong og einhveijum almenn-
um þróunarlöndum, t.d. Papúa Nýju
Guineu, það er að mínu mati álíka
og að bera saman Fríhöfnina á
Kelfavíkurvelli og Kaupfélag
„Samkvæmt boðskap frjálshyggjumanns-
ins er það einfalt mál að tryggja efnahags-
lega þróun í hvaða landi heims sem er..
Og má þar til nefna aðila allt fiá
forsetum Bandaríkjanna til forystu-
manna íslenskra iðnrekenda.
Einfaldaður samanburður
Hannes þykir mér einnig fara of-
fari i samanburði þegar hann leggur
að jöfnu kringumstæður Islendinga
upp úr síðustu aldamótum og fátæk-
ustu þróunarlandanna nú. „Við
bjuggum þá sem nú við sömu
skilyðri og margar þjóðir þróun-
arlandanna,“ segir hann. Islend-
ingar höfðu nú um margt miklu betri
forsendur til stórra stökkva fram á
við. Við vorum þjóð með miklu meiri
og almennari menntun en gengur
og gerist í fátækum þróunarlöndum,
jafnvel í dag. Við vorum, þrátt fyrir
allt, ekki vannærð þjóð, þökk .sé
Króksfjarðar og álykta út frá veltu
og arðsemi að Fríhöfiiin sé miklu
betur rekin.
Að lokum: Á heimavettvangi eru
flestir Islendingar þeirrar skoðunar
að tilfærsla fjár frá þeim sem betur
mega sín til hinna sem búa við erfið-
ari kjörin sé sjálfsagt réttlætismál.
Þróunaraðstoð er eðlilegt framhald
þessarar hugsunar á tímum þegar
fjölmiðlar og samskiptatækni hafa
smækkað jörðina niður í „heims-
þorpið". Þróunaraðstoð er engin
töfralækning, frekar en tekjutil-
færsla í formi ellilífeyris, bamabóta
og annars viðlíka. En hún gegnir
mikilvægu hlutverki og án hennar
væri veröldin enn verri en hún þó er
í dag.
Engilbert Guðmundsson
Staðgreiðslu - hvað?
„Er ekki ósamræmi í því að ætla
að taka upp staðgreiðslukerfi skatta
og afnema tekjuskattinn?“ spurði
kunningi minn sem leit við hjá mér
í vikunni. Tilefrii spumingarinnar
var vitaskuld sú yfirlýsing Þorsteins
Pálssonar í tilefni af seinustu
skattaálögum að eina ráðið til þess
að ná sanngjamari skattbyrði væri
að taka upp staðgreiðslu skatta og
nú skyldi það athugað.
„Hvemig getur álagning á skatti,
sem búið er að samþykkja að af-
nema, orðið tilefni til þess að taka-
upp staðgreiðslu á þessum skatti?"
spurði kunningi minn. „Ég fæ þessa
röksemdafærslu ekki til þess að
ganga upp,“ bætti hann við af hóg-
værð. - Ég varð að játa að þessu gat
ég ekki mótmælt. Þetta var svo ein-
falt. Mér flaug í hug saga H.C.
Andersens af baminu og nýju fötum
keisarans: „Hann er ekki í neinu,“
en ég stillti mig. Mér flaug líka í hug
textinn sem fór eins og eldur í sinu
um landið hér um árið: Jóla - hvað?
Eða: Staðgreiðslu - hvað? Ég sagði
það samt ekki heldur en spumingin:
„Staðgreiðslu - hvað?‘ er hins vegar
áleitin.
Kjállaiinn
Kjartan Jóhannsson
þingmaður fyrir
Alþýðuflokkinn
Staðgreiðslan
Ég skal játa að staðgreiðsla skatta
hefur lengi verið mér hugleikin.
Skýringin er væntanlega ekki síst
sú að fyrir nær fjórum áratugum
fékk faðir minr. áhuga á stað-
greiðslukerfinu og ritaði m.a. um það
grein í Sveitarstjómarmál sem mun
vera meðal þess fyrsta sem um málið
var ritað. Hann lýsti fyrirkomulag-
inu fyrir forvitnum syni og áhugi
minn á kerfinu hefur enst mér alla
tíð síðan. Hvað sem því líður er
umræðan um staðgreiðslu skatta
ekki ný. I hátt í fjóra áratugi hafa
menn rætt málið, athugað það og
nokkrum sinnum eins og núna
ákveðið að reyna að koma stað-
greiðslunni á eftir næstu kosningar.
Hingað til hefúr þó ekkert gerst eft-
ir þær hinar sömu kosningar.
Afnám tekjuskatts
Umræðan um afriám tekjuskatts-
ins er heldur ekki ný. Það er um það
bil hálfur annar áratugur síðan Gylfi
Þ. Gíslason flutti þingsályktun um
málið á Alþingi. Tillagan vakti þá
þegar mikla athygli og hugmyndinni
hefúr oft síðan verið hreyft í tillögum
á Alþingi.
Það var einmitt í kjölfar slíks til-
löguflutnings sem Alþingi gerði loks
samþykkt í málinu fyrir tveimur
árum síðan. Á þinginu 1983-84 flutt-
um við þingmenn Alþýðuflokksins á
þingskjali 512 þingsályktim um af-
nám tekjuskatts af launatekjum.
Skömmu síðar fluttu sjö þingmenn
Sjálfstasðisflokksins á þingskjali 516
ályktun um skipun nefndar til að
gera tillögur um afnám tekjuskatts
af almennum launatekjum. Sú nefrid
Alþingis sem hafði málið til vunfjöll-
unar sameinaði tillögumar í eina
um afnám skattsins í áföngum og
að fylgja staðgreiðsla útsvars. Út-
svarið er einfalt í álagningu og fellur
vel að staðgreiðslukerfinu.
Þannig er það að ég tel að sú skatt-
kerfisbreyting sem verður að koma
fljótlega eigi að fela í sér m.a. afhám
„Tekjuskattsálagningin nú verður mér
ekki tilefni til þess að sækjast eftir stað-
greiðslu skatta.“
hún var samþykkt. Þetta töldum við
flutningsmenn verulegan sigur. Um
framkvæmdina þarf ekki að fjölyrða,
hún er alþekkt.
Ósamrýmanlegt?
Tekjuskattsálagningin nú verður
mér ekki tilefni til þess að sækjast
eftir staðgreiðslu skatta. Tekjuskatt-
inn af launatekjum tel ég að eigi að
afnema. Hann er flókinn og óréttlát-
ur og leggst með ósanngjömum
hætti á launafólk. Hins vegar tel ég
að með afnámi tekjuskattsins eigi
tekjuskatts af launatekjum og stað-
greiðslu útsvars.
Afnám tekjuskatts af launatekjum
og staðgreiðslukerfi em því eftir allt
saman ekki ósamrýmanleg markmið
þvi að útsvarið stendur eftfr. Afnám
tekjuskattsins mundi meira að segja
greiða fyrir því að staðgreiðslukerfi
komist á og þá vegna útsvarsins.
Sannleikurinn er nefhilega sá að
innleiðing staðgreiðslukerfisins hef-
ur ævinlega strandað á því hve
tekjuskattskerfið er flókið.
Kjartan Jóhannsson