Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1986, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 1986.
27
Sviðsljós
Siávarmaxíms vatni ausið
Fyrir nokkru birtist hér á Sviðs-
ljóssíðum frósögn af heimsókn hins
fljótandi Maxím’s Pierre Cardins til
Vesturheims vegna endurgerðar
Frelsisstyttunnar. Rétt fyrir þó ferð
var skipið vatni ausið - eða réttara
sagt kampavíni - og um þá athöfn
sá Stefanía prinsessa af Mónakó.
Mónakóhöfn var pökkuð skipum og
bátum þegar athöfnin fór fram og
áhorfendur flykktust að úr öllum
áttum. Á hárréttum tíma kom Stef-
anía prinsessa að á sportbílnum
sínum íklædd hvítum bleiserjakka,
gallabuxum og röndóttum bol,
smellti flöskunni fagmannlega í
skipsskrokkinn og viðstaddir fögn-
uðu ákaft.
Mónakóprinsessan er enginn við-
vaningur í faginu og segja jóakimar
í innsta hring að furstaíjölskyldan
verði að teljast ein verðmætasta fast-
eign ríkisins. Frægð þeirra og
athafnir laðar til sín ótalda ferða-
menn og eignir á staðnum stórhækka
í verði - ár frá ári. Jettsettið kaupir
íbúðir og hús þarna í stórum stíl og
haft er eftir einum þeirra að almenn
velmegun hafi leitt til þess að þeir
Stefania skirir haffarið Maxim’s - væntaniega með maximskampavíni.
riku og frægu geta óhræddir skreytt að eiga árásir á hættu. Og því íjölgar bankamönnum og gömlum Mónakó-
sig gullmálmi og eðalsteinum án þess óðum íjáðum íbúum á staðnum, aðli til óblandinnar ánægju.
Snill-
ingur
með
stál-
taugar
Frökenin á meðfylgjandi
mynd er aðeins fjórtán ára,
heitir Midori og þykir upprenn-
andi fiðlusnillingur með ein-
stakar stáltaugar. Hún var að
spila Serenade Leonard Bern-
steins með Boston Symphony
Orchestra fyrir nokkrum vikum
þegar e - strengurinn í fiðlunni
brast. Það haggaði Midori ekki
hið minnsta, heldur sneri hún
sér rólega til stjórnandans -
sem var Bernstein sjálfur - og
fékk Stradivariusinn hans lán-
aðan á staðnum. Þegar e -
strengur þeirrar fiðlu fór líka
fékk hún lánaðan Guadaganini
og lauk verkinu á þriðju fiðl-
unni. „ Þetta var farið að ganga
svo vel hjá mér,“ sagði Mido. i
eftir leikinn. „ Mér líkar þetta
verk sérlega vel og ég vildi alls
ekki hætta leiknum og eyði-
leggja þannig allt saman.“
Diönudoppur á Ascot
Ný bóla hefur gripið um sig meðal
heldra liðsins í Bretaveldi og breiðist
óðfluga út meðal almennings. Allt
kemur þetta til af klæðaburði Diönu
prinsessu sem mætti alsett doppum á
nokkrar opinberar athafnir. Nú er
svo komið að enginn sem teljast vill
maður með mönnum þorir að láta sjá
sig doppulausan ó almannafæri.
Meðíylgjandi myndir sýna gesti á
síðustu Ascotveðreiðum og þar gætti
eðla liðið þess á hárfínan máta að
falla inn í myndina á alla vegu.
Haftarnir eru æfíð áberandi á Ascotveðreiðunum og núna bættust doppur
i hópinn.
Kjólarnir voru meira og minna doppóttir.
Elísabet drottning gætir hófs á öllum sviðum. Hún mætti fremur
dröfnótt en doppótt.
* •*
. * . • * ♦ - - . * /
Mismunandi stærðir og litir en áþekkt yfirbragð.
Fergie lét sig ekki vanta og var vendilega doppuð.
Ólyginn
sagði...
Reza Pahlavi
sem telur sjálfan sig sjálfgef-
inn ríkisarfa í íran og hinn
eina löglega þjóöhöfðingja
eftir lát föður síns gekk í
hjónaband á dögunum. Hin
væntanlega keisaraynja í ír-
an er Yasmine Etemade
Amini og þau hittust fyrst á
flugvellinum í Washington.
Vegna ástandsins á heima-
vígstöðvum brúðgumans
var fyrirhugaðri hjónavígslu
haldið vandlega leyndri af
ótta við hryðjuverkamenn.
Gordon
Thomson
á Dynastyþáttunum líf sitt
að launa. Hann hafði ákveð-
ið að svipta sig lífi vegna
þess að ekkert gekk honum
í haginn - enginn hafði
minnsta áhuga á honum
sem leikara árum saman.
Gordon keypti líftryggingu,
gerði erfðaskrá þar sem
hann arfleiddi móður sína
og kærustuna síðustu tutt-
ugu árin að góssinu til
helminga eftir sinn dag og
tók síðan til við að velja á
milli hinna ýmsu aðferða við
síðasta handverkið. Af rælni
varð honum litið yfir smáa
letrið í líftryggingarskilmál-
unum og sá þar að hann
varð að tóra minnst tvö ár í
viðbót til þess að einhverjir
aurar fengjust greiddir eftir
andlátið. Til þess að hafa
eitthvað fyrir stafni þessi tvö
ár gekkst hann undir
reynslutökur í næstu kvik-
myndaverum og stóð
skyndilega uppi með hlut-
verk Adams Carrington í
Dynasty. Nú hellist yfir Gor-
don frægð og auðæfi og
hann hefur ekkert á móti því
að lesa vandlega smáa letrið
í öllum þeim samningum
sem að honum verða réttir í
framtíðinni.