Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1986, Side 10
10
ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 1986.
Úflönd_________________________________n
Evrópskt gagneldflaugakerfi
byggt á stjömustríðstækni
Natóríki vilja draga úr ógn af völdum skammdrægra eidflauga Sovétmanna
Sérfræðingar Atlantshaísbanda-
lagsins kanna nú tillögur um
gagneldflaugakerfi er staðsett yrði í
Evrópu og að miklu leyti grundvall-
að á tækniþekkingu er þróast hefin-
við undirbúning geimvamaáætlunar
Bandaríkjamanna, svonefhdrar
stjömustríðsáætlunar.
Haft er eftir stjómarerindrekum í
höíuðstöðvum Atlantshafsbanda-
lagsins í Brussel að töluverður
ágreiningur ríki um nauðsyn áætl-
unarinnar á meðal aðildarríkja
bandalagsins, er telji sum að Atl-
antshafsbandalaginu stafi ekki nógu
mikil ógn af skammdrægum eld-
flaugum Sovétmanna, er vopnaðar
em hefðbundnum sprengjuoddum,
til að réttlæta umfang og kostnað
af slíku gagneldflaugakerfi.
Vestur-Þjóðverjar áhuga-
samir
Haft er eftir stjómarerindrekunum
að mestur áhugi ríki um nýju áætl-
unina á meðal Vestur-Þjóðverja.
Vestur-Þýskaland, er yrði helsti
vettvangur stríðsátaka í hefðbundnu
stríði austurs og vesturs, heftir að
undanfómu lagt aukna áherslu á
þróun gagneldflaugakerfis á meðal
ríkja Atlantshafsbandalagsins, er
myndi meðal annars verða vöm
gegn skammdrægum eldflaugum
Sovétmanna af gerðunum SS-21,
SS-22 og SS-23, sem nú em staðsettar
í Austur-Þýskalandi og Tékkóslóv-
akíu.
Hemaðarsérfræðingar telja einnig
að sérfræðingar á sviði geimvamaá-
ætlunar Bandaríkjanna sjái ávinn-
ing í því að auka áhuga og þátttöku
Evrópuríkja á þeirri hátækni er
geimvamaáætlun Bandaríkjanna
byggist á.
Evrópsk fyrirtæki á sviði hátækni-
iðnaðar hafa staðið í eigin rann-
sóknum á tækninýjungum er
tengjast geimvamaáætluninni og
hafa þau sýnt mikinn áhuga á hug-
myndum um þróun evrópsks gagn-
eldflaugakerfis.
Enginn vafi leikur heldur á afetöðu
hershöfðingja Atlantshafebanda-
lagsins, er ekki em í neinum vafa
um ógnina af sovéskum eldflaugum
í Evrópu og sýnt hafa mikinn áhuga,
á hugmyndum um evrópst gagneld-
flaugakerfi.
Rogers og Woerner sammála
Bemard Rogers, yfirhershöfðingi
Atlantshafebandalagsins í Evrópu,
segir að hemaðarsérfræðingar í
áætlunamefnd NATÓ muni brátt
leggja fram tillögur um langtímaá-
ætlanir á sviði eldflaugavama fyrir
herfræðinefiid bandalagsins.
Ennfremur er hafi; eftir stjómarer-
indrekum innan höfuðstöðva Atl-
antshafebandalagsins í Brussel að
Bemard Rogers og Manfred Woem-
er, vamarmálaráðherra Vestur-
Þýskalands, séu sammála um að í
umræðunni um staðsetningu meðal-
drægra kjamorkuflauga Sovét-
manna í Evrópu hafi hættunni af
skammdrægum eldflaugum Sovét-
manna, sem beint er að Vestur-
Evrópu, verið of lítill gaumur gefinn.
Talsmenn Atlantshafebandalags-
ins segja að skammdrægar flaugar
Sovétmanna geti borið sprengiodda,
með kjamorkusprengjum, efnavopn-
um eða hefðbundnum sprengihleðsl-
um og að eitt af meginmarkmiðum
bandalagsins á næstunni sé að auka
vamarmátt Vestur-Evrópuríkja
gegn slíkri hugsanlegri alkheijar
eldflaugaárás, er beint yrði gegn lyk-
ikkotmörkum í Evrópu og ætlað að
lama vamir Atlantshafebandalags-
ins fyrir innrás hersveita Varsjár-
bandalagsins.
Yfirherstjóm Atlantshafebanda-
lagsins í Evrópu hefur þegar lagt til
að undirbúningur verði hafinn að
gagneldflaugakerfi í álfunni er
hannað yrði á grundvelli þeirrar
tækniþekkingar er þegar hefur verið
þróuð við undirbúning geimvamaá-
ætlunar Bandaríkjastjómar.
örar tækniframfarir
í tillögum yfirherstjómarinnar er
gert ráð fyrir að gagneldflaugakerfið
verði byggt upp á nýjungum á sviði
Umsjón:
Hannes Heimisson
leysigeklavopna, en framfarir í þró-
un slíkra vopna hafa tekið stökk-
breytingum undanfarin ár.
Tengsl hinnar fyrirhuguðu vam-
aráætlunar við geimvamaáætlun
Bandaríkjanna hafa gefið henni
nafiigiftir eins og geimvamaáætlun
Evrópu eða evrópska stjörnustríðsá-
ætlunin, þrátt fyrir að í drögum
gagneldflaugakerfisins sé hvergi
gert ráð fyrir neinum vamarbúnaði
í geimnum. Árásarflaugar þær, sem
gagneldflaugakerfinu er ætlað að
veijast, fara að auki aðeins að htlu
Ieyti út fyrir gufuhvolfið á ferli sín-
um frá skotstað til áætlaðs skot-
marks.
Fjölmörg evrópsk fyrirtæki á sviði
hátækni hafa þegar hafið harðvítuga
samkeppni sín á milli um samninga
við stjómvöld um þátttöku í upp-
byggingu gagneldflaugakerfisins.
Má þar meðal annars nefiia frönsku
fyrirtækin Aerospatiale, Thomson
og Matra, auk breskra fyrirtækja og
vestur-þýskra.
Ágreiningur um mikilvægi
En iðnjöfrar og hershöfðingjar
virðast enn nokkuð á undan áætlun-
ardeild Atlantshafebandalagsins í
undirbúningi og skipulagningu
gagneldflaugakerfisins.
Forsvarsmenn áætlunardeildar
bandalagsins vilja fyrst gera það upp
við sig hvort nógu mikil ógn stafi
af skammdrægum eldflaugum Sovét-
manna til að réttlæta umfang nýs
vamarkerfis er kosta myndi óhemju
fjármagn og ef svo væri, hvort ekki
væru þá til kostnaðarminni leiðir til
að mæta ógninni.
Sérfræðingar Atlantshafebanda-
lagsins eru sammála um að skamm-
drægar flaugar Sovétmanna hitti
skotmörk sín mun nákvæmar nú en
fyrir fimm árum og séu því hættu-
legri fyrir vikið. En sömu sérfræð-
ingar segja aftur á móti að
skyndiárás með skammdrægum eld-
flaugum ein saman teljist ekki
lengur eins árangursrík af herfræð-
ingum og fyrr hafi verið álitið og því
hafi dregið úr líkum á slíkri árás.
Margir hemaðarsérfræðingar hafa
að auki fullyrt að til séu mun ódýr-
ari og engu árangursminni leiðir til
að endurbæta loftvamir Vestur-
Evrópu, leiðir sem þróaðar verði út
frá þeirri tæknikunnáttu sem þegar
er til staðar.
„Sú grundvallarspuming, er við
verðum að svara á næstu sex til m'u
mánuðum, er sú hvort það sé þess
virði fyrir Sovétmenn að beita
skammdrægum eldflaugum sínum í
stríði þar sem kjamorkuvopnum er
ekki beitt,“ er haft eftir embættis-
manni Atlantshafebandalagsins í
aðalstöðvunum í Brussel. „Margir
eru sannfærðir um að það sé ekki
þess virði,“ bætti hann við.
Það sem talið er að dragi enn úr
líkunum á að Atlantshafebandalagið
sameinist um nýtt gagneldflauga-
kerfi em rótgrónar efasemdir sumra
aðildarríkja vegna geimvamaáætl-
unar Bandaríkjanna. Má í því
sambandi minna á Danmörku, Nor-
eg og Holland, sem sérfræðingar
NATÓ telja líklegt að snúist gegn
hvers konar sameiginlegri áætlun
Atlantshafebandalagsins er tengsl
hafi við geimvamaáætlun Banda-
ríkjanna.
Of kostnaðarsamt?
Talið er aftur á móti fullvíst að
yfirherstjóm bandalagsins sé al-
mennt hliðholl hugmyndum um
gagneldflaugakerfið og haft er eftir
háttsettum manni innan yfirher-
stjómarinnar að líklegast verði gefið
grænt ljós á uppsetningu kerfisins
innan tveggja ára og að það verði
tekið í fulla notkun eigi síðar en um
aldamót.
Aðrir embættismenn NATÓ em
ekki eins bjartsýnir.
„Allir em sammála um nauðsyn
öflugri loftvama. En það má alls
ekki ganga að þvi sem öraggum hlut
að bandalagið tileinki sér stjömu-
stríðstækni við þau áform. Ríki
Atlantshafebandalagsins em langt
frá því að vera sannfærð um að það
sé þess virði að takast á hendur svo
kostnaðarsamar áætlanir," sagði
annar embættismaður í aðalstöðv-
unum í Brussel er taldi hverfandi
líkur á að gagneldflaugakerfið yrði
að vemleika.
Yfirhershöfðingjar AUantshafsbandalagsins hafa mikinn óhuga á þvi að
styrkja loftvamir bandalagsins i Vestur-Evrópu meö þróun nýs gagneld-
flaugakerfis er staðsett yrði i Evrópu og byggt yrði upp ó hliöstæðri tækni
og geimvamaáætlun Bandarfkjanna.