Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1986, Síða 11
ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 1986.
11
Viðtalið
Á ennþá met í langstökki
og 100 metra hlaupi
Stefán Skjaldarson, skattstjóri Vesturlandsumdæmis.
Stefán Skjaldarson heitir nýráðinn
skattstjóri Vesturlandsumdæmis.
Hann fæddist 9. september 1956 á Si-
glufirði og dvaldist þar sín fyrstu 3
æviár. Þaðan flutti Stefán í Búðardal.
„Búðardalur er venjulegt sveitaþorp,
þar er engin útgerð eða sjór og því er
þetta að mestu landbúnaðarþorp.
Reyndar man ég helst eftir því hvað
var alltaf kalt og hvass þar enda ligg-
ur þorpið tiltölulega opið fyrir norðan-
átt. Sjálfsagt verða einhverjir ekki
sáttir við þessi ummæli," sagði Stefán.
Hann lýsir sér sem prakkara í bam-
æsku en þó án þess að hafa verið með
einhver skammarstrik. „Ég var í sveit
flest sumur þama rétt hjá, í Kvisthaga
í Miðdalahreppi. Þar vom aðallega
kýr og sinnti ég öllum almennum
sveitastörfum í kringum skepnumar
eins og að sækja, reka og mjólka.
Einnig vom á bænum hestar, mér til
mikillar ánægju,“ sagði Stefan.
Hestamennska áhugamál
númer 1, 2, 3 og 4
„Hestamennska hefur verið mitt að-
aláhugamál frá því ég var smástrákur
og mest af mínum frístundum farið í
hana. Pabbi var mikill hestamaður og
fékk ég áhugann í gegnum hann.
Núna á ég sjálfur 9 hesta og þetta er
feikilega skemmtilegt áhugamál,"
sagði Stefán. Sambýliskona Stefáns,
Ingibjörg Eggertsdóttir, er að hans
sögn engu minni hestaáhugamann-
eskja enda ættuð úr Dölunum.
„Lærði mikið af því að vera í
Versló“
Stefán lauk skyldunámi í skólanum
í Búðardal en tók landspróf í ungl-
ingaskólanum á Siglufirði. „Mér þótti
fyrst í stað skemmtilegast að læra
stærðfræði ó þessum árum en það
breyttist fljótt og komst þá íslenskan
í efista sætið. Annars voru þessi ár eitt
allsheijar hafari og maður spekúleraði
í mörgu öðru en skóla. Ég hef senni-
lega hvorki talist þægur né prúður
nemandi en þó án þess að fa sérstaka
skömm í hattinn. Mér hefur líka alltaf
lynt vel við mína kennara," sagði Stef-
án.
Að loknu landsprófi lá leið Stefáns
í Verslunarskóla Islands. Hann lauk
verslunarprófi og fór í hagfræðideild.
„Ég lærði mikið af því að vera í Versló.
Skólinn er mjög góður og þetta var
skemmtilegur tími. Það sem ég man
einnig vel eftir á þessum árum var að
engin námsgrein var beinlínis leiðin-
leg. íslenskan var áfram uppáhaldið
enda man ég vel eftir íslenskukennar-
anum, Þórhalli Guttormssyni, sem var
mjög skemmtilegur í tímum. Valdimar
Hergeirsson yfirkennari er mér einnig
minnisstæður, röggsamur og góður
kennari og mjög fróður. Sú saga er
fræg af honum að hann skrifi með
hægri hendinni en þurrki jafnóðum
út með þeirri vinstri. Að minnsta kosti
var erfitt að hafa við honum ef maður
vissi ekki hvað hann var að skrifa,"
sagði Stefán.
Stefán fylgdist með félagslífinu en
sat ekki í neinum nefndum. Hann var
þó í kómum eitt árið sem söng þó
syrpu af lögum eftir Simon og Garfun-
kel á Nemendamótinu. Hann útskrif-
aðist 1976 og lá þá leiðin í Háskólann.
Hafði áhuga á tölvunarfræði
„Við vorum tveir sem vorum mikið
saman, ég og Sigurður Pálmi Sigurðs-
son sem nú er löggiltur endurskoð-
andi. Við höfðum áhuga á þvi að fara
í tölvunarfræði og kynntum okkur
hana. Ég fékk nóg af lýsingunni en
hann reyndi fyrir sér en sprakk eftir
smátíma. Leið mín lá því í lögfræði,“
sagði Stefán.
Honum er minnisstætt stressið sem
ríkir fyrstu árin enda heldur lítill hóp-
ur áfram. „Menn gera lítið annað en
að lesa í lögfræðinni, þó að kannski
sé hægt að vinna með öðm háskóla-
námi þá er það af og frá í lögfræði.“
Enda segist hann lítið hafa gert annað
en að lesa. „Mér fannst stúdentapólit-
íkin leiðinleg og jafhvel mannskemm-
andi. Þetta var mestmegnis skítkast
manna á milli. Ef þetta em æfingabúð-
ir fyrir verðandi pólitíkusa em þær
slæmar,“ sagði Stefán.
Veiðifélagið Agnúinn hf.
Stefán tók sér þó ýmislégt fyrir
hendur á háskólaárunum og meðal
annars byrjaði hann á því að leika sér
í körfubolta. „Ég var þá í bekk með
körfuboltamönnum sem kenndu okk-
ur og síðan hef ég dútlað við þetta af
og til,“ segir Stefón.
Fleira var brallað á þessum árum.
„Ég kynntist Friðrik Stefánssyni sem
var frumkvöðull að Veiðifélaginu
Agnúanum hf. sem við stofriuðum
nokkrir félagamir. Friðrik er veiði-
maður af guðs náð og kveikti í manni
veiðibakteríuna. Við flytjum meðal
annars inn fluguhnýtingarefhi og
hnýtum okkar flugur sjálfir,“ sagði
Stefán. Hann segist þó komast alltof
sjaldan í veiði.
Áhugamaður um allar íþróttir
Stefán er áhugamaður um allar
íþróttir. „Ég hef samt ekki tekið þátt
í neinu nema frjálsum íþróttum og
keppti þó á héraðsmótum í Dalasýslu.
Einnig er ég í fótbolta í hádeginu."
Upp úr honum tekst þó að veiða það
að hann hafi verið meira en slarkfær
í frjálsum íþróttum hér á árum áður,
að minnsta kosti stendur ennþá met
hans í 100 metra hlaupi og langstökki.
Ánægður með Akranes
Síðasta ár hefur verið viðburðaríkt
fyrir Stefán. Hann starfaði hjá Skatt-
stofunni í Reykjavík þar til í septemb-
er í fyrra. Þá fluttist hann til Akraness
og opnaði lögmannsstofu og nú er
hann orðinn skattstjóri Vesturlands-
umdæmis. „Staðurinn hér hefur reynst
mér vel og ég kann mjög vel við fólk-
ið. Ég átti von á þvi að það tæki tíma
að komast inn í svona lítið samfélag
en ég hef ekkert orðið var við slíkt,"
segir Stefán.
Hann segist ekki hafa önnur fram-
tíðaráform en að skila starfi sínu vel
af sér. „Mitt mottó hefur alltaf verið
að gera hlutina vel og ekki gefast upp
og hætta við hólfnað verk,“ segir Stef-
án Skjaldarson.
JFJ
©ite)
Gabriel
HÖGGDEYFAR
I MIKLU
ÚRVALI
SKEIFUNNI 5A, SIMI: 91-8 47 88
FF
Éq vildi q|aman komast fklipu...!
FF
sagði harðfiskurinn...
N
Ý VERÐLÆKKUN: „húti kostar ekki nema svo sem eins og tvœr krónur núna"
Vatrmi
Bílasprautun
TRANSPOWER
tOFT
KNÚNAR
DRAGHNOÐS
TENGUR,
V
MJÖG GOTT
VERÐ
UTANHÚS
MÁLNING
SEM
DUGAR
VEL
KÓPftL-DÝRÓTEX
hleyptir raka auðveldlega í
gegnum sig.
Mjög gott verðrunar- og lútarþol
og rakagegnstreymi.
KÓPAL-DÝRÓTEX dugar vel.
HVl Hks-*
ÓSA/SIA