Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1986, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1986, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 1986. Frjálst, óháö dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 450 kr. Verð í lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr. Síðbúin vísindaárátta íslendingar ákváðu fyrir hálfu fjórða ári að hætta hvalveiðum. Margir voru að vísu óánægðir með þá nið- urstöðu, en Alþingi hafði tekið af skarið. Ef sú niður- staða hefði fengið að standa í friði, væru lífsbjargar- möguleikar íslendinga mun traustari en þeir eru nú. Slysið, sem síðan gerðist, var, að sjávarútvegsráð- herra fann upp vísindahugsjón, setti undir sig haus og vann henni almennt fylgi hér á landi og meirihlutafylgi í fjölþjóðaklúbbi, sem kallast Alþjóða hvalveiðiráðið. Það er súpan, sem við sitjum í og sem á eftir að hitna. Nefna má nýja ályktun Landssambands smábátaeig- enda um hvalveiði sem dæmi um, hvernig vísindaáráttan hefur seint og um síðir heltekið þjóðina. Þar er hvað eftir annað getið um vísindi, vísindaveiðar og vísinda- iðkanir. Síðasta orðið, vísindaiðkanir, er fegurst. Ekki er vitað, að Landssamband smábátaeiganda hafi nokkru sinni fyrr fjallað um vísindaiðkanir eða tjáð ást sína á þeim. Sambandinu hefur að því leyti svipað til þjóðarinnar í heild, sem lætur sig vísindi litlu skipta og ver þjóða minnstu fé til vísindaiðkana. Meðan úr öllum hornum heyrast harmafregnir um sáran fjárskort til vísindaiðkana hefur Hafrannsókna- stofnun fengið á fjárlögum þessa árs 15.576.000 krónur til hvalarannsókna. Nemur þetta þremur fjórðu af allri fjárveitingu til sérstakra verkefna stofnunarinnar. Margir hefðu verið fegnir að sjá þótt ekki væri nema helminginn af þessari upphæð renna til tölvurannsókna fyrir sjávarútveginn og kannski hinn helminginn í til- raunir í lífefnaiðnaði, svo að nokkur brýn dæmi séu nefnd. En vísindaárátta hvalveiðanna hefur forgang. Hinar rúmu fimmtán milljónir ríkisfjárlaga virðast þó ekki ætla að segja alla sorgarsögu ársins, því að sjáv- arútvegsráðherra hefur hótað þjóðinni, að hún verði sennilega að greiða niður stórtapið af útgerðinni. Verð- ur vísindaárátta ráðherra og þjóðar þá orðin dýr. Sorglegt er að sjá starfsmenn Hafrannsóknastofnun- ar koma fram og játa trú á vísindahugsjón sjávarútvegs- ráðherra. Með því hafa þeir stuðlað að þeirri sjálfs- blekkingu íslendinga, að hvalveiðar okkar séu ekki stundaðar í ábataskyni, heldur vísindaskyni. Fyrir utan landsteinana hafa fáir trú á þessari hug- sjón vísindaiðkana. Menn fást alls ekki til að sam- þykkja, að veiða þurfi 120 stórhveli til að útvega vísindamönnum eitthvað að gera. Næstum allir halda því fram, að vísindaveiðar okkar séu yfirvarp eitt. Mál þetta versnaði, þegar sjávarútvegsráðherra tók upp á að halda fram, að innanlandsneyzla hvalkjöts væri hið sama og sala þess til Japan. Það var svo aug- ljós orðhengilsháttur, að hann varpaði skugga á fyrri kenningu ráðherrans um vísindahugsjónir okkar. Vafalaust hyggst ráðherrann halda með fylktu liði á næsta fund Alþjóða hvalveiðiráðsins, þegar fjallað verð- ur um, hversu mikið hóf verði að hafa á vísindum af þessu tagi. Þar mun hann berjast eins og naut í flagi og valda þjóðinni fögnuði - og ómældum skaða um leið. Ekki skiptir aðalmáli, hvort hinum óþreytandi ráð- herra tekst eða tekst ekki að verja undanhaldið á næsta fundi ráðsins. Hitt er mikilvægara, að íslendingar verða þá enn betur en nú stimplaðir sem hinir verstu menn, er ekki beri að kaupa af neinar sjávarafurðir. Gott væri, að Landssamband smábátaeigenda og ís- lendingar almennt láti æði vísindaáráttu renna af sér og fari að líta raunsæjum augum á þjóðarhagsmuni. Jónas Kristjánsson Sjávarsútvegsráðherra neitaði ágreiningi við forsætisráðherra. Vísindin efla alla dáð! Að undanfömu hefur farið fram mikil umræða um hinar svokölluðu hvalveiðar íslendinga. Ekki hafa menn kannski verið alveg á sama máli um ágæti þessara veiða, þótt þeir sem vegsama þær hafi verið iðn- ari við að koma skoðun sinni á framfæri. Þegar Alþjóðahvalveiðiráðið tók þá stefiiu að friða skyldi þessa stór- fiska urðum við alveg ólmir. Ekki svo að skilja að okkur kæmi ákvörð- un ráðsins ekkert við - enda munum við vera aðili að því og hljótum því að þurfa að hlíta samþykktum þess - heldur þótti okkur það meiriháttar íhlutun í innanríkismál okkar að stugga við áralangri veiði af þessu tagi hér á íslandi. Eöa ein í heiminum Og því var bardagi undirbúinn. Kjallarinn Þorsteinn Valgeir Konráðsson nemi í prentiðn „Þegar sú stefna var mörkuð að Mða skyldi hvalinn, þá ákváðu ráðamenn þjóð- arinnar að hefja herferð í því skyni að vinna málstað okkar fylgi.“ Flestum þótti það fáránlegt eða jafii- vel hlægilegt að það gæti skipt einhverjum sköpum fyrir hvala- stofiiinn í höfúnum þótt við veiddum eins og tvö þrjú hundruð á ári. Út af fyrir sig er sú ályktun rétt, en þau rök eru bara ekki þungamiðja þessa máls. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að okkur er skylt að gangast undir meirihlutasamþykktir þeirra ráða, bandalaga, sjóða, stofii- ana eða samtaka, sem við tökum þátt í. Alveg jafiit þótt okkur þyki ákvarðanimar stundum vera í litlu samræmi við það sem við heföum helst kosið. Það er að segja á meðan við enn viljum halda góðri samvinnu og sambandi við önnur ríki - eða þangað til við verðum ein í heimin- um. Þegar sú stefiia var mörkuð að friða skyldi hvalinn, þá ákváðu ráðamenn þjóðarinnar að hefja her- ferð í því skyni að vinna málstað okkar fylgi. Og nú voru það vísindin sem voru okkur hugleiknust. Áróð- urinn skyldi byggður á hinum nývaknaða áhuga okkar á því að lifhaðarhættir hvalanna yrður rannsakaðir. Og ef eitthvað það kæmi í ljós - að rannsóknum loknum - sem styddi nauðsyn friðimarinnar þá mundi afstaða okkar ef til vill verða endurskoðuð. En við tókum skakkan pól í hæð- ina. Áróðursaðferðin var meingöll- uð. Það átti líka eftir að upplýsast að annað vakti fyrir okkur en rann- sóknir í þágu vísindanna. Áður en varði kom það nefnilega á daginn að allt slíkt hjal var yfirskin. Hugsunin gleymdist Nú, hvemig þá? Jú, þegar augu nokkurra virtust vera að opnast fyrir nauðsyn þess að rannsaka þessa skepnu og að gera þyrfti átak í þeim efiium, þá lak það út að samfara og samtímis áhug- anum um hvalarannsóknimar stóðum við í samningaviðræðum við Japani um að kaupa af okkur allar þær afurðir sem yiðu til af þessum veiðum. Nú fóm augnalok þeirra hálf- vöknuðu að síga á nýjan leik. Þeir sem við íslendingar þó höföum unn- ið á okkar band fóm nú að efast um heilindin. Sífellt fleiri hölluðust nú að þvi að hvalarannsóknaáhuginn væri eitthvað málum blandinn. Og auðvitað var hann það. Áróðursað- ferðin var vanhugsuð. Það vom ekki vísindin sem vom í fyrsta til þriðja sæti - heldur hagnaðarvonin. Og þá komum við að kjamanum Heföum við einfaldlega haft rænu á að byggja áróðurinn á öðrum rök- um, eins og til dæmis þeim að okkur væri lifsspursmál að veiða þessi dýr og að það væri liður í því að við gætum áfram búið í þessu landi - sem sumir segja að sé á mörkum hins byggilega heims - þá heföum við vakið samúð þjóðanna og ekkert ríki heföi agnúast út í þessar veiðar okk- ar. Við hefðum sigrað - álíka eins og í þorskastríðunum. En af því að hugsunin gleymdist, þegar áróður- inn var hafinn, þá höfum við þegar tapað. Það er of seint að söðla um núna. „Alltaf sammáia“ Svo einfalt er það. Sættum okkur því við ósigurinn og hegum sókn á „önnur mið“. Þjóð- félagið er í engum vandræðum með að leggja þessu fólki, sem hefur haft sitt lífeviðurværi af þessum veiðum, til aðra vinnu og annars konar - jafii vel eða betur borgaða. Nokkrum dögum áður en Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra fór til Bandaríkjanna, í því skyni að reyna að ná sáttum í þessu hvala- máli, spurðist það út að kominn væri upp ágreiningur milli hans (Halldórs) og Steingríms Hermanns- sonar forsætisráðherra um það hvemig staðið skyldi að lausn þess- ara deilu. Sjávarútvegsráðherra neitaði því að vísu í útsíðufrétt í DV að um nokkum slíkan ágreining væri að rseða. Hann heföi þó ekki þurft að skammast sín fyrir þótt svo heföi verið, varla að minnsta kost ef marka má orð spekingsins forðum tíð: „Þegar tveir menn em alltaf sammála - er annar óþarfur". Tökum ósigrinum En svona í lokin. Umræðan um þessi mál hefur verið harla skrautleg undanfarið. Nokkrir hafa til dæmis lagt til að við segðum okkur úr Nató og vísuðum vamarliðinu á dyr - nema því aðeins að við fengjum að veióa hvali til að selja Japönum. Mér dettur nú í hug textinn hans Ómars Ragnarssonar: „Lok, lok og læs og allt í stáli“ - eða orð Guð- rúnar Helgadóttur nýlega sem hún beindi til þingmannanna (og sjálfe síns): „Elskumar mínar, verður ykk- ur ekki bumbult?“ Rétt er þó að geta þess að tilefhið var ekki hval- veiðar í rannsóknEiskyni. En ég segi: Tökum ósigrinum og gerum okkur ekki að meiri viðundrum. Blöndum ekki óskyldum málum í þessa um- ræðu. Ef vísindin eiga að efla alla dáð má ekki hafa í fi-ammi blekking- ar eða beita tvískinnungi. Og þar sem við höfum orðið uppvís að því að tilgangurinn með þessum hval- veiðum var allt annar en rann- sóknaáhugi í þágu vísindanna - þá verðum við að láta staðar numið og viðurkenna mistökin sem upphaf- lega vom gerð þegar áróðursplanið var skipulagt. Best væri að við lærðum af þeim. Þorsteinn Valgeir Konráösson,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.