Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1986, Side 28
28
ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 1986.
Jóhanna Sigurbjörnsdóttir,
Grettisgötu 90, Reykjavík, lést 2.
ágúst síðastliðinn. Hún var fædd 10.
maí 1902, dóttir hjónanna Jakobínu
Bjarnadóttur og Sigurbjöms Þor-
steinssonar. Jóhanna giftist Haraldi
Björnssyni árið 1931 og eignuðust
þau fjögur börn. Útförin fer fram í
dag, þriðjudaginn 12. ágúst, kl. 13.30
frá Fossvogskirkju.
Kristjana Jónsdóttir, Víðihvammi
14, Kópavogi, verður jarðsett frá
Dómkirkjunni 13. ágúst kl. 10.30.
Hörður Magnússon, frá Stykkis-
hólmi, Hjaltabakka 2, verður jarðs-
unginn í Fossvogi í dag, þriðjudag-
inn 12. ágúst, kl. 10.30.
Happdrætti
Happdrætti handknatt-
leiksdeildar Fram
Dregið hefur verið í happdrætti hand-
knattleiksdeildar Fram.
Vinningsnúmer eru:
1 2216
2 1987
3 3694
4 2629
5 1174
6 1588
7 4425
8 1489
9 3312
10 2150
Þökkum stuðninginn.
Handknattleiksdeild Fram.
Tapað fundið
Peningaveski tapaöist
Svart seðlaveski tapaðist á leið frá Mos-
fellssveit til Akraness. Finnandi vinsam-
legast hafí samband í síma 93-1761 á
Akranesi. Fundarlaun.
Dökkbrún læða týnd
Dökkbrún læða með örsmáum gulleitum
dílum og ljósan depil undir trýni, tapaðist
frá Hlíðarbyggð 31, Garðabæ, fyrir 8-10
dögum. Þeir sem hafa orðið varir við hana
vinsamlegast hafi samband í síma 656195.
ökuskírteini fannst
Fyrir hálfum mánuði fannst ökuskírteini
í Hagkaupi, Skeifunni. Eigandinn, Svava
Stefánsdóttir, getur vitjað þess þar.
Andlát
Rannveig Ingimundardóttir,
Víðimel 66, Reykjavík, lést 3. ágúst
síðastliðinn. Hún var fædd 29. des-
ember 1911, dóttir Önnu Maríu
Lúðvíksdóttur og Ingimundar
Sveinssonar. Árið 1934 giftist hún
Sigfúsi Bergmann Bjarnasyni og
eignuðust þau fjögur böm. Eigin-
maður Rannveigar stofnaði fyrir-
tækið Heklu hf. og átti Rannveig
mikinn þátt í stjórnun fyrirtækisins
í gegnum árin. Jarðarförin fer fram
frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag,
þriðjudaginn 12. ágúst, kl. 13.30.
Áslaug Ragna Jónsdóttir, Víði-
grund 1, Akranesi, lést 3. ágúst
síðastliðinn. Hún var fædd 28. ágúst
1951. Áslaug giftist Guðmundi Smára
Guðmundssyni 1973 og eignuðust
þau tvo syni. Jarðarförin fer fram frá
Akraneskirkju í dag, þriðjudaginn
12. ágúst, kl. 14.30.
Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, Skeið-
arvogi 22, andaðist í Borgarspítalan-
um 8. ágúst.
Örn Valdimarsson framkvæmda-
stjóri, Logalandi 25, verður jarð-
sunginn frá Dómkirkjunni í
Reykjavík miðvikudaginn 13. ágúst
kl. 15.00.
Jóhanna Vilhelmína Jónatans-
dóttir, er lést á heimili sínu,
Trönuhólum 16, 30. júlí síðastliðinn,
verður jarðsungin frá Langholts-
kirkju í dag, þriðjudaginn 12. ágúst,
kl. 15.00.
Aðalfundur
N.T. umboðið hf., Akureyri, heldur aðalfund fyrir árið 1985
að Hótel Varðborg þriðjudaginn 26.8. 1986 kl. 20.00. Venju-
leg aðalfundarstörf, önnur mál og kaffiveitingar.
Stjórnin.
Reykjavíkurblöðrurnar
fyrirliggjandi
Heildverslun
Eiríks Ketilssonar,
Vatnsstíg 3,
símar 23472 og 19155.
Útvarp - sjónvarp
Guðrún Anna Magnúsdottir, nemi i auglýsingateiknun:
„Kæri mig ekki um að hlusta á
sinfoníur í amstri dagsins“
Ég missti af fréttunum í sjónvarp-
inu í gær en yfirleitt horfi ég alltaf
á þær. Þær eru nauðsynlegur þáttur
í daglegu lífi. Þó finnst mér oft á
tíðum óþarflega mikið um endur-
tekningar milli fréttatíma. Ef maður
heyrir sjöfréttimar í útvarpinu heyr-
ir maður alveg það sama í sjónvarps-
fréttunum. Annars finnst mér fréttir
í sjónvarpi og útvarpi yfir höfuð
ágætar. Eg tek þó sjónvarpið fram
yfir útvarpið en finnst þó fréttaskýr-
ingaþættimir eftir útvarpsfréttimar
oft sérstaklega góðir.
í gærkvöldi horfði ég svolítið á
poppkom og finnst mér þessir þættir
hafa verið skemmtilegir. Þeir hafa
þó þynnst út upp á síðkastið og virð-
ast stjómendur hafa orðir
uppiskroppa með góð myndbönd.
Brandaramir hjá þeim hafa verið
skemmtilegir en ég er sammála því
að það sé kannski tími til kominn
að fá einhverja nýja til að sjá um
þáttinn. Á íþróttir horfi ég sjaldan
því mér finnst vera alltof mikið af
fótbolta í þeim. Það mætti sýna
meira frá öðrum íþróttum, til dæmis
frjálsum. Ég horfði ekki á myndina
um Bláskegg í gærkvöldi því það
komu gestir og ég slökkti á tækinu.
f útvarpi hlusta ég aðallega á rás
tvö. Ég hef ekki útvarp í vinnunni
en hlusta á fimmtudagskvöldum og
um helgar. Á rás eitt hef ég gaman
af fimmtudagsleikritunum og út-
varpssögum. Einnig finnst mér
morgunútvarpið mjög skemmtilegt
og hlusta ég alltaf á það við morgun-
verðarborðið og á leið í vinnuna. í
heild finnst mér þó of mikill drungi
yfir rás eitt. Mér finnst gott að hafa
útvarp til að hressa mann við með
skemmtilegum lögum og líflegu efni.
Ég kæri mig ekki um að hlusta á
sinfóníur í útvarpinu. Maður þarf
að vera í sérstöku stemmningarskapi
til þess og það er maður ekki við
daglegt amstur.
Eg er almennt nokkuð ánægð með
ríkisfjölmiðlana en tel þó þörf á fjöl-
miðli sem er ekki ríkisrekinn. Það
væri til dæmis gott að geta skipt um
rás í sjónvarpinu þegar eitthvað
leiðinlegt er á skjánum.
Kartöfluverðið lækkar i dag
„Ég skil ekki hvaða fyrirgangur
þetta er með of hátt verð á kartöflum.
Þetta er sjötti dagurinn sem við seljum
nýuppteknar kartöflur. Fyrsta vikan
er alltaf langdýrust. Verðið lækkar í
dag. Við erum aðeins með premier enn
sem komið er og hann kostar 53 kr. í
heildsölu, pakkaður í eins kg poka sem
gæti verið 63,60 kr. út úr búð,“ sagði
Jón Magnússon hjá Þykkvabæjar-
kartöflum í samtali við DV í morgun.
Ólafur Sveinsson hjá Ágæti sagðist
ekki skilja hvaðan Neytendasamtökin
hefðu sínar tölur, sem þau hefðu gefið
fjölmiðlum upp, en þær væru alrang-
ar. Premierinn kostar hjá Ágæti 50
kr. í heildsölu í dag, 12. ágúst, en kost-
aði í fyrra þann sama dag 48,50 kr.
Það er 3% verðhækkun á milli ára.
Svanhildur Ámadóttir hjá Eggert
Kristjánssyni sagði að verðið á premi-
emum hjá þeim væri óbreytt, 63 kr.,
og gullaugað á 75 kr. í heildsölu en
allar kartöflur vom uppseldar í bili
og beðið eftir nýrri sendingu. Þegar
hún kemur tökum við ákvörðun um
verðið, sagði Svanhildur.
Bananar hf. em eingöngu með inn-
fluttar kartöflur, það er bökunarkart-
öflur sem leyfilegt er að flytja inn og
kosta þær 43 kr. í heildsölu.
-A.BJ.
Greenpeace hugsar málið
„Engin ákvörðun hefur verið tekin
um aðgerðir gegn íslendingum," sagði
Alan Pickaver á aðalskrifstofu Green-
peacesamtakanna í London í morgun.
„Að vísu em ekki nema nokkrir dagar
liðnir frá því málin fóm í þann farveg
sem þau em í nú. Við erum ennþá að
hugsa málið.“
Pickaver sagðist vera að bíða eftir
því að geta haft samband við félaga
sína í Bandaríkjunum til að fá upplýs-
ingar um viðræður sem þar hafa farið
fram milli náttúmvemdarsamtaka um
hvemig mótmæla eigi áframhaldandi
hvalveiðum íslendinga. Þær fréttir
hafa borist að fjögur eða fimm fjöl-
menn náttúruvemdarsamtök f Banda-
ríkjunum, þeirra á meðal Greenpeace-
samtökin, ætli að beita sér gegn því
að fólk kaupi íslenskar fiskafúrðir.
Pickaver sagði að hugsanlegum að-
gerðum Greenpeace yrði ekki beint
gegn íslendingum sérstaklega heldur
yrðu þær liður í samræmdri áætlun
er miðaði að því að stöðva allar hval-
veiðar hverju nafni sem þær nefndust.
-EA
Tilkyimingar
Kvenfélag Bústaðasóknar
Konur úr Kvenfélagi Bústaðasóknar hafa
ákveðið að fara í ferðalag laugardaginn
23. ágúst. Farið verður um uppsveitir Ár-
nessýslu. Upplýsingar gefa, Björg s:33439
og Lára s:35575.
AErnæli
80 ára er í dag Amfríöur Vil-
hjálmsdóttir, Hólmgarði 56,
Reykjavík. Hún er að heiman.
Norðuriönd styðja
hvalveiðar íslendinga
Steingrímur Hermannsson forsæt-
isráðherra situr nú fund forsætisráð-
herra Norðurlanda í Danmörku.
Óskaði hann eftir stuðningi Norður-
landa við hvalveiðar Islendinga í
vísindaskyni og við því að hvalveiðar
verði hafnar í atvinnuskyni 1990 undir
vísindalegu eftirliti. Fengu íslendingar
einróma stuðning alfra Norðurland-
anna í þessu efni auk þess sem
forsætisráðherramir lýstu því yfir að
afskipti einnar þjóðar af þessu máli
væri óþolandi, þessi mál ætti að af-
greiða innan Alþjóðahvalveiðiráðsins
en ekki á milli einstakra þjóða.
Meginumræðuefnið á fundinum
snerist þó um sameiginlegar viðskipta-
þvinganir Norðurlanda gegn Suður-
Afríku. Var ákveðið að Danir tækju
málið upp hjá Öryggisráði Sameinuðu
Þjóðanna og ákvarðanir um frekari
viðbrögð biðu árangurs af niðurstöðu
þessarar leiðar. Lokaniðurstaðan var
sú að menn töldu æskilegt að löndin
yrðu samstíga í þessu máli.
-JFJ
Ungir jafnaðarmenn:
Skora á formennina
í kappræður
Samband ungra jafnaðarmarma
hefúr skorað á Jón Baldvin Hannib-
alsson, formann Alþýðuflokksins, og
Svavar Gestsson, formann Alþýðu-
bandalagsins, að mæta til kappræðna
á Þingvöllum um næstu helgi þegar
ungliðamir fara þangað í sumarferð
ásamt Æskulýðsfylkingu Alþýðu-
bandalagsins. Efhi kappræðunnar
verður: „Tilraunir Alþýðuflokksins og
annarra vinstri flokka til samfylking-
ar og samstarfs á árum áður.“ í frétt
sem SUJ sendi frá sér í gær segir: „Það
mikla moldviðri, sem þyrlað hefur ve-
rið upp vegna fyrirhugaðrar ferðar fer
því ekki til einskis."
-EA