Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1986, Qupperneq 32
FRETTASKOTIÐ
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
Hafir þú ábendingu eða
vitneskju um frétt -
hringdu þá í síma 62-25-25
Fyrir hvert fréttaskot, sem
birtist eða er notað í DV,
greiðast 1.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í
hverri viku greiðast 3.000
krónur.
Fullrar nafnleyndar er gætt.
Við tökum við fréttaskotum
alian sólarhringinn.
Hundrað flúðu
Frjálst,óháð dagblað
ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGUST 1986
Vestfírðir:
úr Skaftafelli
Austuriandsvegur aftur fær í morgun
Austurlandsvegur í öræfasveit
varð á ný fær bflum þegar bráða-
birgðaviðgerð lauk milli klukkan sjö
og átta í morgun. Vegagerðarmenn
eiga mikla vinnu framundan við lag-
færingar á vegum og vamargörðum,
að sögn Sigurðar Haukssonar vega-
eftirlitsmanns.
76 lítrar á hvem fermetra, sam-
kvæmt upplýsingum frá Veðurstofu.
Er það lítið minni úrkoma en mælist
að jafhaði í Reykjavík í mánuðunum
maí og júní samanlögðum.
Fagurhólsmýrar. Vegagerðinni
tókst að opna þar aftur um kvöld-
matarleytið í gær.
Hringvegurinn rofhaði í miklum
vatnavöxtum í fyrrinótt. Saman fóru
grenjandi rigning í Öræfúm og hlý-
indi sem bræddu jökulinn.
Vegaskemmdir í gær urðu mestar
milli bæjanna Svínafells og Hofs.
Vegurinn skolaðist frá brúnum yfír
Virkisá og Kotá, þar sem vatnsflóðið
myndaði um 30 metra skarð í veg-
inn. Við Svínafellsá tókst vegagerð-
armönnum að bjarga fyllingu að
brúnni.
Um 400 ferðamenn flúðu úr
Skaftafelli undan úrhellinu. Um 80
erlendir ferðamenn sváfú í nótt í fé-
lagsheimilinu Hofgarði við Hof.
Úrkoma á Fagurhólsmýri frá
klukkan 18 á laugardag til klukkan
18 í gær mældist 76 millímetrar eða
Um miðjan dag rofnaði þjóðvegur-
inn einnig við Kvíá, sem er austan
Komust þeir þangað rétt áður en
þjóðvegurinn rofiiaði í fyrrinótt Um
20 útlendingar tjölduðu einnig í nótt
við félagsheimilið. Þá fengu um 30
ferðamenn, aðallega íslendingar,
inni á gistiheimili að Hofi.
-KMU
Kynda aftur \
með olíunni
- þar sem brennslutæki era til enn
„Eftir að olíuverðið lækkaði enn
meira í síðustu viku ætlum við að
endurskoða hvort við tökum ekki al-
farið upp olíukyndingu á nýjan leik
þar sem brennslutæki eru til staðar
hér,“ sagði Jóhannes G. Jónsson,
framkvæmdastjóri íshússfélagsins á
ísafirði, f samtali við D V en þótt íshús-
félagið hafi undanfarin ár notast við
rafmagnsknúnar varmadælur til
kyndingar eru tæki til olíukyndingar
ennþá lítillega notuð í húsinu, því
ætti ekki að vera kostnaðarsamt að
skipta um orkugjafa til kyndingar."
Jakob Ólafsson, deildarstjóri hjá
Orkubúi Vestfjarða, var spurður hvort
hann teldi að fleiri fyrirtæki eða jafn-
vel heimili á Vestfjörðum tækju aftur
upp olíukyndingu eftir stórfellda oliu-
verðslækkun á þessu ári.
„Það er mjög líklegt á þeim stöðum
Tannlæknar fa
ekki endurgreitt
Tryggingastofnun ríkisins endur-
jreiðir því aðeins að reikningamir séu
i eyðublöðum sem stofriunin gefur út,
ilkynnti Páll Sigurðsson, ráðuneytis-
itjóri í heilbrigðismálaráðuneytinu,
/arðandi þá ákvörðun tannlækna að
lota ekki gjaldskrá ráðherra.
- Ég óttast að þeir vísi þeim frá sem
rétt eiga á endurgreiðslu. Þeir hafa
að því er mér skilst rétt á því að hækka
gagnvart öðrum.
Páll sagði að ef tannlæknar sinntu
. ekki þessu fólki yrði ráðherra að koma
á fót stofnun sem sæi um þessi verk-
efiii. - Það má ekki láta eina stétt
ráða hvemig þessi þjónusta verður
veitt, sagði Páll, sem þó lítur á þetta
sem reiðiviðbrögð tannlækna í bili.
Ég hef trú á því að fljótlega verði sest
niður til að semja. -IBS
Ávallt feti framar
'SIMI 68-50-60.
ÞR0STIIR
SÍÐUMÚLA 10
Horo barátta var á Rallycross móti Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur á Kjóavöllum um helgina. Jón Hólm
varð sigurvegari i bifreiðaiþróttum en inn á milli keppni á bilum var keppt á mótorhjólum. Til hægri sést
Marteinn sigurvegari en vinstra megin er Ragnar sem veitti honum mikla keppni. JFJ/DV-mynd:KAE
LOKI
Vantaði ekki sundlaug
í Skaftafell?
Veðrið á moiguii:
Sums
staðar
rigning
Á morgun verður austan- og suð-
austanátt á landinu, víða rigning
austan- og suðaustanlands en að
mestu úrkomulaust í öðrum lands-
hlutum. Hitastig verður á bilinu 9-14
stig.
þar sem olíukyndingartæki em enn
þar sem stór hluti byggðar á Vest-
fjörðum notaðist við þann orkugjafa
áður en Orkubúið kom með fjarvarma-
veitu upp úr 1978. Þá var mikill
kostnaður samfara olíukyndingu og
olíustyrkir veittir. Nú hins vegar er
olían töluvert ódýrari til kyndingar
en fjarvarmaveita. Ég tel þó hæpið
dæmi að fólk fjárfesti aftur í brennslu-
ofnum til olíukyndingar. Nú em
aðeins örfáir eftir hér á Vestfjörðum
sem nota þennan orkugjafa og þeir
njóta góðs af meðan olíuverðið er
svona lágt. Langflestir em komnir
með fjarvarmaveitu eða rafinagns-
hitun en þeir losuðu sig við brennslu-
tæki til olíukyndingar á sínum tíma,“
sagði Jakob. “
-BTH
Sendiherrann í New York:
„Finnst íbúðin
Ijómandi góð“
„Ég hef búið í sendiherraíbúðinni
New York sl. þrjú og hálft ár á meðan
ég hef gegnt starfi sendiherra og finnst
hún alveg ljómandi góð. Hún er rúm-
góð og í besta hverfi borgarinnar, á
homi Park Avenue og 55. götu á
Manhattan. Ég hef ekkert við hana
að athuga," sagði Hörður Helgason,
sendiherra í New York, í samtali við
DV, varðandi ummæli Hans G. And-
ersen þess efnis að íbúðin sé óhentug,
en Hans verður sendiherra þar i nóv-
ember þegar Hörður tekur við starfi
sendiherra í Kaupmannahöfn.
„Annars er smekkur manna misjafn
og Hans hefur líklega sínar ástæður
fyrir kvörtuninni þótt mér séu þær
ekki ljósar. Mér finnst ekki óeðlilegt
að sendiherrabústaðurinn verði flutt-
ur ef viðkomandi sendiherra er mjög
óánægður með hann.“
Matthfas Á. Mathiesen utanríkis-
ráðherra sagði að Hans hefði rætt við
hann um þessi mál og hugsanlegan
flutning á sendiherrabústaðnum, en
ef til þess kæmi væri það fjármála-
ráðuneytissins að taka ákvörðun um
kaup á nýrri íbúð.
—BTH
Vestmannaeyjan
Erfitt að finna
bæjarstjóra
Frestur til að sækja um stöðu bæjar-
stjóra í Vestmannaeyjum hefúr verið
framlengdur í þriðja skiptið. Rennur
hann nú út á föstudag.
Fyrr í sumar var staðan auglýst.
Sóttu þá tveir um stöðuna. Annar dró
síðan sína umsókn til baka en bæjar-
stjóm gat ekki sætt sig við hinn
umsækjandann. Var þá umsóknar-
frestur framlengdur til 12. ágúst,
þ.e.a.s. til dagsins í dag.
Samkvæmt upplýsingum DV hafði
enginn sótt um stöðuna í gærkvöldi
fyrir utan þann sem fyrr er um getið.
-KÞ
¥