Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1986, Qupperneq 7
FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1986.
7
Fréttir
Svona
litur
hann út
Steingrímur Njálsson fyrir allra augum
Þrátt fyrir andstöðu yfirvalda birtir
DV í dag mynd af kynferðisglæpa-
manninum Steingrími Njálssyni er
nú afþlánar dóm á Litla-Hrauni fyrir
ítrekaða ölvun við akstur. Á borði
ríkissaksóknara liggur hins vegar
kæra frá foreldrum 13 ára blað-
burðardrengs er Steingrímur svívirti
með óhugnanlegum hætti síðastliðið
vor. Lögmaður foreldranna hefur
mælst til þess að Steingrímur verði
látinn gangast undir afkynjunarað-
gerð vegna kynferðislegs óeðlis síns
en hann hefur við yfirheyrslur viður-
kennt 12 nauðganir á ungum
drengjum og hefur vafalítið fleiri á
samviskunni.
Steingrímur Njálsson er 44 ára
með lögheimili á Siglufirði þar sem
hann er fæddur. Hann hefúr þó hald-
ið sig mikið á höfuðborgarsvæðinu
og búið í leiguíbúðum víða í Reykja-
vík. Það var einmitt inn í eina slíka
sem hann lokkaði blaðburðardreng-
inn síðastliðið vor með afleiðingum
er lesa mátti um í viðtali við for-
eldra drengsins hér í DV á þriðju-
daginn.
Þótt myndin, sem hér birtist, sé
aðeins rúmlega ársgömul gefur hún
ekki fullnægjandi vitneskju um útlit
Steingríms Njálssonar í dag. Þegar
Steingrímur var handtekinn í vor
eftir að hafa svalað hvötum sínum á
saklausum blaðburðardreng var
hann til dæmis með permanent í
hári og stór gleraugu. Steingrímur
er rauðbirkinn, meðalmaður á hæð
og samsvarar sér vel.
I samtölum, er DV hefúr átt við
lögreglumenn, hefur komið fram að
bamanauðgarar gæta þess vel að
breyta reglulega um útlit. Þeir lita
hár sitt, setja upp gleraugu, þegar
það hentar, og grenna sig jafnvel og
fita á víxl. Eðli þeirra er að dyljast.
-EIR
Steingrímur Njálsson, dæmdur kynferðisglæpamaður. Verður beiðni um
afkynjumraðgerð sinnt?
Ríkissaksóknari:
Af-
kynj-
unar-
aðgerð
slegið
a
frest
Að öllum líkindum verður bið á
því að ríkissaksóknari taki ákvörð-
un um hvort orðið verði við beiðni
Svölu Thorlacius hæstaréttarlög-
mann um að Steingrímur Njálsson
verði gert að gangast undir afkynj-
unaraðgerð.
„Ég býst við að mál Steingríms
verði endursent til RLR til frekari
rannsóknar," sagði Hallvaður Ein-
varðsson ríkissaksóknari i samtali
við DV. Ekki vildi Hallvarður tjá sig
frekar um ástæður þessa.
-EIR
Nauðgaði
sofandi bami
- lögfræðingur bauð peninga ef kæra yrði dregin til baka
„Við vorum að horfa á sjónvarp á
aðfangadagskvöld þegar drengurinn
okkar brotnaði allt í einu saman og
fór að hágráta. Þá fyrst fengum við
að heyra sannleikann," sögðu foreldr-
ar 8 ára drengs sem er eitt af fjölda-
mörgum fómarlömbum kynferðis-
glæpamanna. í samtali við DV lýsti
móðir drengsins þeirri skoðun sinni
að hún væri hjartanlega sammála
Svölu Thorlacius hæstaréttarlög-
manni að slíka menn ætti að vana:
„Þetta er ekki náttúra í þessum mönn-
um, heldur ónáttúra."
Atburður sá, er hér er greint frá,
átti sér stað haustið 1979 og foreldrar
dengsins skýra svo frá:
„Strákurinn kom heim úr skóla og
lagði sig inni í herberginu sínu í
grandaleysi. Veit hann ekki fyrr en
56 ára gamall maður, er bjó i sama
húsi og við, var allt í einu kominn upp
í rúmið, dauðadrukkinn með buxumar
niður um sig. Vegna þess hversu lang-
ur tími leið frá því að þetta gerðist og
drengurinn leysti frá skjóðunni hefur
aldrei verið úr því skorið hvort um
eiginlega nauðgun var að ræða. Eina
sem drengurinn okkar sagði var að
maðurinn hefði lagst ofan á sig.“
Svo virðist sem umræddur maður
hafi komist inn í íbúðina þar sem
drengurinn svaf með því að fara í
gegnum sameiginlegt þvottahús. Eftir
þennan atburð tóku foreldramir eftir
miklum breytingum á syni sínum.
Hann varð óömggur, átti bágt með
að tjá sig og fór að ganga erfiðlega í
skóla.
„Við kærðum manninn en vitum
ekki frekar um afdrif þessa máls. Lög-
fræðingur ódæðismannins hafði hins
vegar sambcmd við okkur og bauð
peningagreiðslu ef við drægjum kær-
una til baka. Því neituðum við alfarið.
Svona mönnum á að refsa og helst
vana,“ sögðu foreldrarnir.
-EIR
Komdu með málin til okkar og við gerum tiiboð þér að kostnaðarlausu.
NÝJAR ELDHÚSINNRÉTTINGAR
Á SÉRLEGA GÓÐU VERÐI
Viðja býður nú nýja gerð eldhúsinnréttinga, sem settar eru
saman úr einingum eftir óskum viðskiptavinanna sjálfra
Martröð 9 ára drengs:
„Talaði blíðlega við
mig eins og pabbl“
„Hann talaði blíðlega við mig eins
og pabbi, gaf mér peninga og bað mig
svo að koma með sér inn á klósett."
Þannig fómst 9 ára dreng í austur-
bænum í Reykjavík orð er hann loks
trúði móður sinni fyrir áreitni fúllorð-
ins manns við sig í einum af leiktækja-
sölum höfuðborgarinnar.
í samtali við DV sagði móðir drengs-
ins: „Þetta gerðist um vor en drengur-
inn sagði mér ekki frá þessu fyrr en
um haustið. í millitíðinni fór hann í
sveit og þegar hann kom aftur heim
fór ég að taka eftir að ekki var allt
með felldu. Drengurinn fékk martraðir
um nætur og þorði ekki í skólann.
Hann sagði mér að maðurinn hefði
lókkað sig inn á klósett leiktækjasal-
arins, sest þar á salemið, þrýst sér að
sér og þuklað hátt og lágt. Á eftir
bauðst maðurinn til að aka drengnum
heim og ók með hann langan hring. Á
meðan fitlaði hann stöðugt við buxna-
klauf á buxum drengsins. Þetta hefúr
haft óhugnanleg áhrif á drenginn
minn. Ég þekki hann varla fyrir sama
bamið.“
Maður sá er hér um ræðir var dæmd-
ur í sakadómi fyrir þetta athæfi 1983.
Hann hlaut 45 daga varðhald. -EIR
Trésmiðjan Viðja hóf nýlega framleiðslu
á vönduðum og sterkum eldhúsinnrétt-
ingum sem eru afrakstur áralangrar þró-
unar og reynslu starfsmanna fyrirtækis-
ins. Þær byggjast á einingakerfi sem
gerir kaupendunum kleift að ráða stærð,
fyrirkomulagi og útliti innan ákveðinna
marka.
Hægt er að fá innréttingarnar í beyki, eik
eða hvítu með sléttum hurðum. Auk
þess eru hvítu innréttingarnar fáanlegar
með fræsuðum hurðum (sjá mynd).
Eldhúsinnréttingarnar frá Viðju eru auð-
veldar í uppsetningu og hafa nánast
óendanlega uppröðunar- og innréttinga
möguleika ásamt miklu úrvali af grindum
og körfum í skápa og skúffum á léttum
brautum.
Innréttingarnar einkennast af góðri nú-
tímalegri hönnun og sígildu útliti sem
stenst tímans tönn.
Hurðabreiddir: 30 cm - 40 cm - 50 cm
- 60 cm
20% útborgun
12 mánaða
greiðslukjör.
Trésmiðjan
viðja
Smiðjuvegi 2 Kópavogi
sími 44444
þar sem
góðu kaupin
gerast.