Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1986, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1986, Page 8
8 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1986. Utlönd Oeirðir í Panama Fjölmennir hópar mótmælenda, flestallir námsmenn, gengu ber- serksgang á götum Panamaborgar í gærkvöldi og mótmæltu miklum niðurskurði yfirvalda í Panama á flárveitingum til félagsmála. Köstuðu mótmælendumir grjóti í rúður verslana og opinberra bygginga. Haft er eftir yfírvöldum í borginni að flölmargir hafi særst í mótmælaaðgerðunum. Mikil ólga hefur ríkt á meðal fólks, sérstaklega námsmanna, eft- ir að ríkisstjóm landsins tilkynnti um niðurskurðaraðgerðimar. Ráðist á Ribeiro í Chandigarh Haft er eftir lögregluyfirvöldum í ríkinu Punjab á Indlandi í morg- un að Julio Ribeiro, lögreglustjóri ríkisins, hafi sloppið ómeiddur úr skotárás byssumanna í morgun. Árásarmennirnir, er yfirvöld telja úr hópi öfgasinnaðra síkka, komust inn í víggirtar aðalstöðvar lögreglunnar í borginni Chandig- arh, dulbúnir sem lögreglumenn, og hófu þegar skothríð á allt er fyrir varð er þeir nálguðust aðsetur Ribeiro. Að sögn yfirvalda tókst varð- mönnum í lögreglustöðinni að hindra árás síkkanna áður en þeir komust inn á skrifstofu Ribeiro og voru þeir þegar handteknir. TVeir varðmenn féllu í árásinni og nokkrir særðust en síkkamir sluppu ómeiddir. Samhengi á milli Daniloff og Zakharav? Meirihluti Bandaríkjamanna telur greinilegt samhengi á milli lausnar bandaríska blaðamanns- ins Danilofís og meinta sovéska njósnarans Zakharovs, að því er Éram kemur í könnun er banda- ríska blaðið New York Times gerði í gær og birt er í blaðinu í dag. Að sögn blaðsins telja 77 prósent er þátt tóku í könnuninni að þama sé um greinilegt samband að ræða þrátt fyrir fúllyrðingar Reagans foreeta um hið gagnstæða. í könnuninni kemur ennfremur fram að 61 prósent aðspurðra lýsa yfir ánægju sinni með stefriu Reag- ans hvað varðar samskiptin við Moskvu á sama tima og 21 prósent lýstu sig óánægða með þá stefhu. Nakasone biður landa sína afsokunar Yasuhiro Nakasone, forsætis- ráðherra Japans, bað í morgun landa sína afeökunar á nýlegum ummælum sínum í sjónvarpi um menntamál og kynþætti í Banda- ríkjunum er valdið hafa mikilli ólgu í Bandaríkjunum og Japan. Forsætisráðherrann bað Banda- ríkjamenn einnig formlega afeök- unar í siðasta mánuði á sömu ummælum þar sem hann fúllyrðir að Japanir séu að meðaltali mun gáfaðri og betur menntaðir en Bandaríkjamenn sökum þess að í Bandaríkjunum sé svo mikið af blökkumönnum, Puertoríkönum og Mexíkönum. Tekst kylfubúnum lögreglu- mönnum að vemda Reagan? Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af öiyggisgæslunni á íslandi HaBdór Valdimaissan, DV, DaBas: Bandaríkjamenn hafa nú margir af því áhyggjur hvort óhætt sé fyrir for- seta þeirra að funda með sovéskum leiðtoga í landi er ekki hefur her, ekki einu sinni vopnaða lögreglu. Þeir eru vanari því að hafa foreeta sinn umkringdan byssuvæddum ör- yggisvörðum, hvert sem hann fer, og telj’a að þijú hundruð lögreglumenn með kylfur geti varla orðið hermdar- verkamönnum verulegur fjötur um fót ef til atburða dregur. Viðtöl við íslenska löggæslumenn í bandarísku sjönvarpi hafa létt þessum áhyggjum af að hluta. Upplýsingar um það hversu auðvelt sé að fylgjast með komum erlendra aðila til íslands og umfjöllun um vendilega könnun á per- sónu og farangri allra ferðamanna til landsins hafá einnig dregið úr áhyggj- unum. Umfjöllun um ísland og íslendinga í fréttum bandarískra ljölmiðla í gær einskorðuðust að mestu við öryggis- mál og annað það er að fundinum lýtur. Var skýrt frá því að íslenska ríkis- stjómin teldi stórveldin ekki standa nógu vel að undirbúningi, þau geymdu of margt til síðustu stundar. Hefði stjómin fengið Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra sér- stök völd í hendur til þess að hann gæti skjótt og vel greitt úr þeim vanda- málum er upp kynnu að koma. Er raunar tíl þess tekið hvereu ákveðnir Islendingar séu í að gera allt til þess að fundur Reagans og Gor- batsjovs gangi sem snurðulausast fyrir sig. Jafnvel steyti ofurlítið göm við stóm strákana í stað þess að vera aðeins hlutlaus gestgjafi. Er ekki laust við að sumum Banda- ríkjamönnum þyki reisn íslendinga meiri fyrir bragðið. Almenningur sinnir þó þessum und- irbúningsmálum lítið. Áhuginn er meiri á afkomu fólks á íslandi og öðm því er að daglegu lífi lýtur. Sem eðli- legt er markast spumingar þær sem að íslendingum er beint vemlega af því sem Bandaríkjamenn hafa mestar áhyggjur af í sínu eigin lífi. Óvopnuð og famenn lögreglu vekur þannig spumingar um afbrotatíðni, einkum tíðni ofbeldisafbrota. Fer ekki hjá því að það þyki áhuga- vert hvereu óhrædd við náungann við getum verið á Fróni. ólæsi er annað mál sem Bandaríkja- mönnum er viðkvæmt í dag, allt að fimmtungur þjóðarinnar kann ekki að lesa sér til gagns. Fréttir af því að fs- lendingar séu allir læsir og lesi mikið vekja því áhuga. Og þá ekki síður það er fram hefur komið um enskukunnáttu íslensku þjóðarinnar. Þykir markvert að hinn almenni borgari skuli geta gert sig skiljanlegan á erlendu tungumáli. Fréttamenn vestra eiga því enda Mikíl öryggisgæsla einkennir ferðalög Bandarikjaforseta og fjölskyldu hans hvert sem farið er. Almenningur i Banda- ríkjunum hefur nú áhyggjur af öryggisgæslunni á íslandi og spyr sjálfan sig hvort þrjú hundruð kylfubúnum lögreglu- mönnum takist að gulltryggja öryggi Bandarikjaforseta. ekki að venjast að geta farið um túlk- lausir erlendis. Þeir íslendingar, sem teknir hafa verið tali af bandarískum sjónvarps- mönnum á götum úti, hafa því verið landi sínu góð landkynning. Komið hefúr fram í fréttum að marg- ir Islendingar vonist til þess að fúndur Reagans og Gorbatsjovs verði íslandi landkynning og fjölgi erlendum ferða- mönnum til landsins á komandi árum. Er ekki ólíklegt að þær vonir ættu að geta ræst því enn hefur allt lagst á eitt um að draga upp ákaflega já- kvæða mynd af landi og þjóð. Fundimnn ekki leiðtogafundur? HaUdór VaJdimaissan, DV, DaBas: i ■andaríkjamenn reyna nú að gera það upp við sig hvort leiðtogafundur- inn í Reykjavík verði leiðtogafundur eða ekki. Bandaríska ríkisstjómin segir hann vera leiðtogafund til undir- búnings leiðtogafundi en alls ekki neinn leiðtogafund. Setur þetta banda- rísku þjóðina og þá séretaklega frétta- menn í hina verstu klemmu því nauðsynlegt er að hafa skýrt skilgreint heiti á svona fundi ef sagan á ekki öll að fara í rugl. Óreiða ríkir Enn sem komið er ríkir hin versta óreiða í þeim efiium. Sumir kalla fund- inn leiðtogafund, aðrir minileiðtoga- fund, enn aðrir ekkileiðtogaleiðtoga- fund og svo auðvitað sumir Reykjavíkurfund eða íslandsfund. All- ir virðast þó sammála um að þetta verður fundur. Sama óvissa ríkir um niðurstöðu Daniloff-máfeins. Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna ko- must að samkomulagi sem leiddi til þess að Sovétmenn létu Daniloff lausan, Bandaríkjamenn leystu Zak- harov úr haldi, Sovétmenn ætla að leyfa andófemanninum Orlov að fara úr landi ög Reagan ætlar að fara á fúnd í Reykjavík. Enginn samningur Hins vegar var samningur þessi, að sögn Reagans, alls enginn samningur. Það fóru fram skipti á mönnum en það var alls ekki skipst á mönnum. Reagan neitaði alfarið að koma á fúnd í Reykjavík ef Daniloff yrði ekki sleppt fyrst. Hins vegar samþykkti hanr. alls ekki að koma á fúndinn af því að blaðamanninum var sleppt. Það eru raunar, aftur að sögn forsetans, nán- ast engin tengsl milli allra þessara mála. Ef þú, lesandi góður, skilur þetta ertu greindari en sá sem skrifar það. Og greindari en Bandaríkjamenn al- mennt séð því þeir klóra sér ráðvilltir í kollinum, depla augum og yppa öxl- um. Telja þeir flestir skattalöggjöfina vænlegra lesefni en orðaleiki stjóm- valda í máli þessu. Fylgja forsetanum Meirihluti Bandaríkjamanna fylgir þó foreetanum að málum. Skoðana- kannanir sýna að liðlega sextíu af hundraði Bandaríkjamanna telja for- setann hafa gert rétt í Danilofímálinu og gera rétt í því að fara á fund í Reykjavík. Þeir skilja forsetann ef til vill ekki en styðja hann ótrauðir fyrir því. Ef til vill á líka sagan eftir að leiða í ljós að skiptin vom ekki skipti, samn- ingurinn ekki samningur og leiðtoga- fundurinn alls ekki leiðtogafundur. Hver veit?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.