Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1986, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1986, Side 10
10 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1986. Utlönd Aðalleikarar undir- búa Islandsför Halldór Valdimaisæn, DV, DaHas: DanilofiF málið er nú um garð gengið, eða því sem næst. Nicholas Danilofif er kominn heim í faðm fjöl- skyldu og vina, er búinn að þakka Reagan í eigin persónu fyrir frelsi sitt á grasflötinni fyrir framan Hvíta húsið í Washington, hefur sagt sögu sína í sjónvarpinu og er tilbúinn að snúa til starfa að nýju. Aðrir aðal- leikarar málsins eru sömuleiðis famir að huga að öðru. Sovétmaður- inn Zakharov er kominn heim til Moskvu. Vestrænum fféttamönnum til sárrar armæðu var honum smy- glað út úr flugstöðinni þar um hliðardyr, þeir fengu hvorki að spyrja hann né mynda. Sovéski utanríkisráðherrann hef- ur í millitíðinni dvalist í Kanada, og sá bandaríski er um þessar mund- ir önnum kafinn við að snúa öld- ungadeildarþingmönnum á sveif með Reagan forseta í Suður-Afiíku- málinu. Heyrst hefúr að honum hafi borist óvæntur liðsauki því P.W. Botha, forseti Suður-Afríku, ku hafa lofað öldungadeildarþingmönnum því að kaupa af þeim meira kom ef þeir yrðu Reagan betri en fúlltrúadeildin. Og aðalleikaramir tveir, Reagan og Gorbatsjov, búa sig nú af kappi undir íslandsferðina. Reagan er að sjálfsögðu umsetinn embættismönn- um og hemaðarsérffæðingum sem ekki fá að fara með til íslands og óttast nú að forsetinn hafi ekki vit til að semja rétt án stuðnings þeirra. Hann gaf sér þó tíma til ,að heim- sækja Jimmy Carter, fyrrum forseta og höfúðandstæðing sinn í kosn- ingabaráttunni 1980. Carter var að Reagan undirbýr nú íslandsför, umsetinn embættismönnum og hemaöarsérfræöingum er ekki komast með og óttast nú mest aö forsetinn hafi ekki vit til aö semja rétt án stuðnings þeirra. Enginn veit hvað Gorbatsjov að- hefst þessa dagana i Kreml viö undirbúning íslandsferöar. Telja Bandarikjamenn Sovétmönnum svo mikla leynd í blóö boma aö þegar þeir neyðist til aö opna munninn skrökvi þeir i hverju orði fremur en að koma meö sann- leikann. opna nýja bókasafnið sitt og áttu forsetamir tveir vart orð til að lýsa hrifningu sinni hvor fyrir öðrum. Var haft á orði að úr því að Reagan gæti sæst á þennan hátt við Carter yrði honum vart skotaskuld úr því að bindast traustum vináttuböndum við Gorbatsjov. Hvað Gorbatsjov hefur nú fyrir stafni í Kreml er auðvitað allt á huldu. Atlir vita hvílík ógnarleynd hvílir þar yfir öllu. Það er að minnsta kosti hveijum Bandaríkjamanni ljóst að leyndin er Sovétmönnum svo í blóð borin að þegar þeir neyðast til að opna munninn skrökva þeir í hverju orði fremur en að koma með sannleikann. Og íslendingar fá svo að sjá þessa tvo stórleikara eftir rúma viku. Þótt landanum beri auðvitað að sýna fyllsta hlutleysi gagnvart báðum aðilum megum við þó ekki gleyma því að við höfum skipað okkur í sveit með vestrænum þjóðum og ber því skylda til að aðstoða Reagan frekar en Gorbatsjov ef við sjáum okkur færi á. Við höfúm það öll í hendi okkar að haga leiknum svo að leikarahæfi- leikar Bandaríkjaforseta umfram Sovétmanninn komi greinitega í ljós. Til dæmis með því einu að bjóða þeim á hestbak því Reagan er þar hagvanur eftir leik í fjölda kúreka- mynda áður en hann tók við aðal- hlutverki í Hvíta húsinu í Washington. Og ekki má svo gleyma því að Daniloff sjálfur verður á Islandi þessa sömu daga. Hann kvartaði og fékk auðvitað að fara á Frón til að íjalla um leiðtogafundinn fyrir tíma- rit sitt, US News and World Report. Fundir stéiveldanna Þegar Reagan, forseti Bandaríkj- anna, og Gorbatsjov, leiðtogi Sovét- ríkjanna, koma saman til fundar á íslandi verður það í tólfta sinn sem leiðtogar þessara tveggja stórvelda ræðast við. Hér á eftir er yfirlit um fyrri fúndi. JÚIÍ1955 Eisenhower Bandaríkjaforseti hitti leiðtoga Bretlands, Frakklands og Sovétríkjanna í Genf í Sviss. Brésneff, leiðtogi Sovétríkjanna, og Nixon Bandaríkjaforseti undirrítuöu 1973 loforö um aö reyna að komast að samkomulagi um að draga úr aukningu kjamorkuvopna. Fundarefni var eining Þýskalands. Eisenhower stakk upp á því við Bulganin og Krústjofif að Bandarík- in og Sovétríkin leyfðu eftirlit úr lofti með herbækistöðvum ríkjanna. Rætt var um afvopnunarmál. September 1959 Krústjofif, leiðtogi Sovétríkjanna, fór í tveggja vikna ferð til Banda- ríkjanna þar sem hann hitti Eisen- hower í Camp David í Maryland. Komust þeir að samkomulagi um að hefja samningaviðræður um Berlín. Sendu þeir út fréttatilkynningu þar sem afvopnunarmál voru sögð mikil- vægt viðfangsefni. Fundur í kjölfar þessa fór út um þúfur sama dag og hann var settur í París, 16. maí 1960. Var það þegar Krústjoff krafðist afeökunar vegna flugs bandarískrar njósnaflugvélar yfir Sovétríkjunum þar sem hún var skotin niður. Tók hann einnig til- baka boð sem Eisenhower Banda- ríkjaforseti hafði fengið um að heimsækja Sovétríkin. Júní1%1 Kennedy Bandaríkjaforseti og Krústjofif hitúrst í Vín. Viðræður þeirra um bann við kjamorkuvopn- um og vopnaeftirlit leiddu ekki til neins samkomulags. Júní1967 Johnson, forseti Bandaríkjanna, og Kosygin, leiðtogi Sovétríkjanna, þinguðu í Glassboro í New Jersey í Bandaríkjunum, þar sem engin ágreiningsmál voru leyst. Rætt var um stríðið í Víetnam og stríðið milli araba og Israela. Kjamorkuvopn voru einnig á dagskrá. f þessari ferð ávarpaði Kosygin Sameinuðu þjóð- imar. Maí1972 Nixon Bandaríkjaforseti og Brés- nefif, leiðtogi Sovétríkjanna, héldu fund í Moskvu. Var það í fyrsta sinn sem forseti Bandaríkjanna heimsótti borgina. Undirrituðu þeir samkomu- lag um samvinnu í heilbrigðismál- um, umhverfismálum, vísindastörf- um og geimvísindum. Júní1973 Brésnefif fór til fúndar við Nixon í Washington í Bandaríkjunum. Und- irrituðu þeir loforð um að draga úr aukningu kjamorkuvopna. Júní1974 Nixon hitti Brésnefif í Moskvu. Undirrituðu þeir fjölda skjala um kjamorkuvopn. Þar á meðal var samkomulag um að takmarka kjam orkutilraunir neðanjarðar. Nóvember 1974 Ford, forseti Bandaríkjanna, og Brésneff, leiðtogi Sovétríkjanna, héldu fund í Vladivostok í Sovétríkj- unum. Komust þeir að tilraunasam- komulagi um að takmarka fjölda langdrægra kjamorkueldflauga. JÚIÍ1975 Ford og Brésneff voru meðal leið- toga 35 ríkja sem komu saman í Helsingfors í Finnlandi til þess að ræða öryggismál Evrópu. Júní1979 Carter Bandaríkjaforseti og Brés- nefif hittust í Vín þar sem þeir undirrituðu Salt II sáttmálann. Var það árangur sjö ára umræðna um takmörkun árásarvopna. Nóvember 1985 Reagan, forseti Bandaríkjanna, og Gorbatsjov, leiðtogi Sovétríkjanna, héldu fund í Genf í Sviss þar sem ekki var komist að samkomulagi um vopnaeftirlit. Þeir komust aftur á móti að samkomulagi um að halda annan fund. Ákveðið var að viss menningarskipti skyldu fara fram milli ríkjanna og unnið skyldi að banni við efnavopnum. Umsjón: Hannes Heimisson og Ingibjörg Bára Sveinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.