Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1986, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1986, Síða 16
16 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1986. Spumingin Hvernig líst þér á aö fundur Reagans og Gorbatsjovs skuli vera haldinn í Rvk? Guðlaugur Sigurðsson matreiðslu- maður: Ég er mjög ánægður með það og þetta hlýtur að vekja athygli á menningu Islendinga og þjóð. \ — > Óskar Halldórsson lögreglumaður: Mér líst vel á það enda er þetta ágæt- is auglýsing fyrir ísland. Hildur Friðriksdóttir: Mér líst bara vel á það. Erla Eyjólfsdóttir: Fundurinn hlýtur óneitanlega að vekja athygli á fólki og þjóð og er ég því mjög ánægð með þetta. Gísli Emilsson, vinnur í Blaðaprenti: Þetta kemur sér vel sem góð auglýs- ing fyrir Islendinga. Friða Jensdóttir, vinnur á spítala: Ég er mjög ánægð með að fundurinn 6kuli vera haldinn hér því hann hlýt- ur að beina athygli fólks annars staðar úr heiminum hingað. Lesendur Sjónvarpsauglýsingar eru peningasóun við núverandi fyrirkomulag Bjami skrifar: Auglýsingar í fjölmiðlum, hvort sem um blöð, tímarit eða ljósvakann er að ræða, em víðtekinn háttur um allan heim. Margir þeir aðilar, sem rannsakað hafa mátt auglýsinga og hvar þær skili bestum árangri, þykjast hafa komist að því að þær skili sér best' í prentuðu máli, þ.e í dagblöðum og tímaritum, því menn gefi sér góðan tíma við lestur og staldri gjaman við efriið, einkum ef auglýsing er inni í hinu prentaða máli, t.d. grein eða öðru efhistengdu. Þetta þekkja Bandaríkjamenn best, sú kappsfulla auglýsingaþjóð, því ekki auglýsa þeir í sjónvarpi nema inni í þáttum, jafhvel fréttum, og segir það sig sjálft að með því fær auglýsandinn mest fyrir fé sitt. Hér á landi tíðkast það hins veg- ar, eins og allir vita, að hrúga auglýsingum saman utan hins raun- vemlega sjónvarpsefhis, t.d. fyrir og eftir fréttir, einnig fyrir ákveðna og vinsæla þætti eða dagskrá. Þetta nýtist ekki sem skyldi og engan veg- inn fyrir auglýsendur. Hvað skyldi sá hópur vera stór sem situr og horf- ir á auglýsingar eftir kvöldfréttir sjónvarps? Varla em það nema böm og þeir sem ekki komast frá sjón- varpsstólnum. Ég tel að flestir hljóti að fara í burtu og sinna einhverju öðm þar til næsti þáttur hefst. Böm- in vakta sjónvarpið og kalla á aðra gar þátturinn vinsæli hefst. Við endingar erum hins vegar í flestu frábmgðnir öðrum þjóðum, ekki síst í viðskiptum, og setjum okkur lög og reglur á reglur ofan sem annars staðar þættu fáránlegar. Allt er þetta gert með tilliti til afstöðunnar um að auglýsingar séu eins konar þriðja flokks efrii sem eigi í raun ekkert erindi til fólks. Slíkt sjónarmið ætti þó ekki að ríkja hjá sjónvarpinu eða forráðamönnum þess, svo miklar tekjur hefur sjónvarpið haft af auð- trúa auglýsendum sínum sem halda enn að auglýsingar þeirra hafi áhrif í sjónvarpi hér. Þeirri staðreynd verður vart haggað að sjónvarps- auglýsingar hér á landi hafa ekki minnstu áhrif, utan þær er höfða til bama á unga aldri. Að auglýsa í sjónvarpi hér má líkja við það að auglýsa í dagblaði eða tímariti þar sem auglýsingin birtist ekki inni í efni blaðs eða tímarits. Það er svo annar kapítuli hvemig auglýsinga- stofur hafa haft fyrirtæki og al- menna auglýsendur í „vasanum" með því að ráðleggja þeim hvar og hvenær þeir skuli auglýsa! „Þaö geta ekki allir horft á stöö 2 nema afruglarar veröi lækkaöir." Afruglarar alltof dýrir Fýluferð í Bifreiðaeftiiiit ríkisins KK hringdi: Ég hringi út af grein sem birtist í DV hinn 24. september „um lélega þjónustu í bifreiðaeftirlitinu" og vil taka undir það sem þar kemur fram. Þjónustan þama er mjög bágborin og þarf mikið til að bæta hana. Þegar ég fór í bifreiðaeftirlitið var mikið að gera og þurfti ég því að fara í langa röð og beið þar heillengi. Kon- an, sem var á undan mér í röðinni, hafði gleymt bifreiðagjaldskvittuninni en var búin að greiða bifreiðagjaldið. Afgreiðslustúlkumar gátu ekki hringt fyrir hana og fengið upplýsingamar um þetta á Tolístofunni heldur þurfti að senda hana sérstaklega aftur niður í toll. Þetta fannst mér algjör óþarfi, afgreiðslustúlkumar hefðu hæglega getað hringt og fengið staðfestingu á þessu. HRINGIÐ ÍSÍMA 27022 MILLIKL. 13 OG15 EÐA SKRIFIÐ Merking vega mætti vera betri 6099 - 2061 skrifar: Mér finnst það eigi að merkja vegi betur héma á íslandi. Tökum sem dæmi útlending sem kemur til íslands og ekur út af Keflavíkurflugvelli og ætlar til Reykjavíkur. Hann veit ekk- ert í hvora áttina hann á að fara vegna þess að það er ekkert merkt. I mörgum öðrum löndum er allt svo rammlega merkt að erfitt er að villast. Vegagerð- in ætti að athuga þetta nánar. Bjöm skrifar: Ég ætlaði að kaupa afruglara um daginn en hætti snarlega við það því þeir kosta um 12.000 kr. Hvers vegna em afruglarar svona dýrir? Er það til þess að enginn kaupi þá og þar af leið- andi horfi ekki á stöð 2. Það hafa ekki allir efrú á svona dýrum hlut. Ég vona að einhver sem selur afruglara lesi þetta og reyni að bæta úr þessu svo fleiri geti horft á nýju stöðina. Svo langar mig til að spyrja hvort það þurfi að hafa afruglara til þess að horfa á bamaefni í stöðinni? Hafið samband við lesendabréf DV undir nafhinu „afruglarar" ef þið hafið ein- j hveijar upplýsingar. Það á að sýna meira af banda- rískum körfubolta í sjónvarpinu Brynjar K. Sigurðsson hringdi: Eg hringi til að kvarta yfir því að íþróttafréttaritari sjónvarps heldur ekki áfram að sýna bandarískan körfubolta. Mér finnst lágmark að sýndir séu úrslitaleikir og stjömuleik- ir. Einnig mótmæli ég þeim lögum sem menntamálaráðherra, Sverrir Her- mannsson, hefur sett, að ekki megi sýna erlenda íþróttaleiki með erlendu tali. Að óbreyttum lögum finnst mér að íþróttafréttamenn geti alveg eins reynt að tala inn á körfúboltaleiki eins og gert er þegar knattspyman er sýnd. „Óánægður með aö ekki megi sýna erlenda fréttaleiki með erlendu tali.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.