Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1986, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1986, Qupperneq 19
FÖSTUDAGUR 3. OKTÖBER 1986. 31 Ókeypis á landsleik Landslið Islands í knattspymu, skipað leikxnönnum 16 ára og yngri, leikur fyrri leik sinn í Evrópukeppninni á Laugardals- velli á morgun og hefst leikurinn klukkan tvö. Lárus Loftsson þjálfari hefiir valið eftir- talda leikmenn sem taka þátt í leiknum: Markverðin Kristján Finnbogason,.... KR Þorsteinn Þorsteinsson,..Þrótti Aðrir leikmenn: Guðbjartur Auðunsson... Fram Haukur Pálmason,.........Fram Gunnar Andrésson, Ingólíur Ingólfsson, Sigurður Bjamason, Fram Stjarnan ÁmiKvaran, Stjaman Jömndur Sveinsson, Árni Halldórsson. ÍA Haraldur Ingólfeson, IA Jóhannes Jónsson Víkimmr Amar Grétarsson, UBK Gunnar Másson, Val Halldór Kristinsson KA AxelVatnsdal ... t>ór. Ak. Aðgangur að leiknum verður ókeypis og er bama- og framhaldsskólanemum sérstak- lega boðið á leikinn. -SK Lendl ekki gegn Svíþjóð Fremsti tennisleikari heims, Ivan Lendl, leikur ekki i landsliði Tékkóslóvakíu um helgina í undanúrslitum Davis-bikarkeppn- innar gegn Svíum í Prag. Hann á í deilum við tékkneska tennissambandið og fjarvera hans eykur líkur á að Sviar komist í úrslit annað hvort gegn Bandaríkjunum eða Ástr- alíu. Tvö síðustu árin hafa Svíar sigrað í keppninni, sem er raunverulega heims- meistarakeppni landsliða. Undanúi-slita- leikur Ástralíu og USA verður í Brisbane um helgina. - í Evrópukeppni bikartiala Tveir leikir fóru fram í Evrópukeppni bik- arhafa í knattspymu í gærkvöldi. Karl Heinz Rummenigge og félagar í Inter Milan sigmðu AEK Aþena með einu marki gegn engu i Aþenu og skoraði Daniel Passa- rella sigurmarkið á 8. mínútu leiksins að viðstöddum 60 þúsund áhorfendum. Inter vann fyrri leikinn, 2-0, og því 3-0 samanlagt. •Boavista frá Portúgal lék á heimavelli gegn Fiorentina frá Ítalíu og eftir framleng- ingu var staðan 1-0 fyrir portúgalska liðið. ítalimir unnu fyrri leikinn með sömu markatölu og vítaspymukeppni þurfti því til að knýja fram úrslit. Þá sigraði BoavLsta 3-1 og komst því áfram. -SK Alohamót og bændaglíma i Á sunnudaginn er þriðja Aloha styrktar- I mótið fyrir GR-sveitina í golfi á dagskrá í I Grafarholti en sveitin keppir á Evrópumóti _ klúbbliða á Spáni í næsta mánuði. Leikinn | verður höggleikur, 18 holur með forgjöf. • Kostnaður GR-sveitarinnar er mjög mikill | og eru kylfingar hvattir til að mæta og ■ styrkja sveitina. I Bændaglíman I Bjami Ragnarsson frá Hálsi og Hafsteinn I Júlíusson frá Felli verða bændur er hin ■ árlega bændaglima GR verður á dagskrá á I morgun. Safnast verður saman klukkan tvö z og ræst út frá öllum teigum samtímis. Leik- | in verður 12 holu holukeppni. Að keppni . lokinni verður snæddur kvöldveiður og eft- | ir allar mögulegar tegundir af skemmtiat- ■ riðum verður stiginn dans fram eftir nóttu. I Kylfingar em hvattir til að fjölmenna í I töðugjöld sín í lok golfvertíðar. -SK I Framarar töpuðu á miklu vafamarki - Katowice sigraði, 1-0. Framarar léku mjög vel „Þetta var mjög góður leikur hjá Fram og líklega einn besti leikur liðs- ins í sumar. Eg vil nota tækifærið og óska þeim innilega til hamingju,“ sagði pólski knattspymuþjálfarinn Gregory, sem þjálfaði lið Vestmanna- eyinga í 1. deildinni hér á íslandi í sumar, í samtali við DV eftir leik Fram og Katowice. Hann var á meðal áhorf- enda á síðari leik liðanna í Póllandi í gær. Katowice sigraði, 1-0, eftir að staðan hafði verið 0-0 í leikhléi og því samanlagt 4-0. Framarar geta svo sannarlega nagað sig í handarbökin þegar hugsað er til fyrri leiksins á Laugardalsvelli sem Katowice vann, 0-3. Þar hefðu Framarar hæglega átt að geta náð mun betri úrslitum með skynsamlegri og betri leik en því verð- ur ekki breytt úr þessu. Mjög góður leikur Leikur Katowice og Fram í gær var mjög góður og allt annað að sjá til íslandsmeistaranna en í fyrri leiknum. Liðið lék mun aftar á vellinum og lét leikmenn pólska liðsins um að sækja. Framarar áttu þó hættulegar skyndi- sóknir’ inni á milli og úr einni slíkri á 19. mínútu var Guðmundur Torfason mjög nálægt því að skora. Þá átti hann skalla að marki Katowice eftir fyrirgjöf Viðars Þorkelssonar en skall- inn var laus og markvörðurinn varði. Mjög vafasamt mark Leikmenn Katowice sóttu meira í síðari hálfleik og á 82. mínútu, átta mínútum fyrir leikslok, tókst þeim að skora sigurmarkið. Dæmd var mjög vafasöm aukaspyma á Viðar Þorkels- son innan vítateigs. Knötturinn barst fyrir markið og Marek Koniarek náði Blak í Háskólanum Flest sterkustu blaklið landsins, karla og kvenna, taka þátt í afmælismóti Há- skóla Islands um helgina, hraðmóti í tilefiii 75 ára afinælis skólans. Leikið verður í íþróttahúsi Háskólans við Suðurgötu. Mótið hefst klukkan 19.30 1 kvöfd. Því lýkur með úrslitaleik karla klukkan 16 á sunnudag. -KMU að skalla í markið. Áður hafði einn leikmanna Katowice átt hörkuskot í samskeytin. Tveir leikmenn Fram fengu gula spjaldið í leiknum, þeir Guðmundur Torfason og Pétur Ormslev. Guð- mUndur fyrir kjaftbrúk en Pétur fyrir gróft brot. Þeir Friðrik Friðriksson markvörður, Viðar Þorkelsson og Pét- ur Ormslev voru bestir í Framliðinu í þessum leik. Guðmundur Steinsson gat ekki leikið með vegna meiðsla en sæti hans í liðinu tók Jónas Bjöms- son. 25 þúsund áhorfendur voru á áhorfendapöllunum. -SK. Buðu 20 þúsund í mánaðarlaun - Katowice vildi kaupa Guðmund Steinsson og Torfason Forráðamenn pólska liðsins Katowice lýstu yfir miklum áhuga sín- um á að kaupa þá Guðmund Steinsson og Guðmund Torfason til félagsins eft- ir síðari leik Fram og Katowice í Póllandi í gær. Forráðamenn liðsins buðu þeim hvorki meira né minna en 20 þúsund krónur í mánaðarlaun og þeir Guð- mundar neituðu þessu glæsilega boði enda hafa þeir það örugglega betra víða annars staðar. Og svo hefðu þeir örugglega verið settir í vinnu í kola- námu og hefðu þá varla séð það svartara. En að öllu gamni slepptu þá höfðu forráðamenn Katowice frammi óskir um viðræður í fullri alvöru og hrifust þeir mjög af þeim Guðmundum. Þeir höfðu hins vegar engan áhuga og Framarar höfnuðu „gylliboðum" Pól- verjanna. -SK I „Framarar léku í sérlega vel“ | - sagöi þjálfari Katowice I„Framliðið kom mér verulega á lékum mjög varlega í þessum leik óvart í þessum leik,“ sagði Alojzy og reyndum að halda leikmönnum | Plyzko, þjálfari Katowice, eftir Fram í skefjum. Það tókst þrátt Íleikinn í Póllandi í gær. fyrir mjög góðan leik Framara og „Það var allt annað að sjá til ég er mjög ónægður með að lið Iliðsins í þessum leik en í fyrri mitt skuli vera komið í 2. umferð leiknum í Reykjavík og í raun get- Evrópukeppninnar,“ sagði pólski I um við verið mjög ánægðir með þjólfarinn. ^ að vera komnir í 2. umferð. Við -SK 1 I I 1 I I I I I I I I Meistaramir mætast Keppnin í úwalsdeildinni í körfuknattleik hefst í kvöld íslandsmótið í körfúknattleik fer ó fulla ferð í kvöld en þá fer fram fyrsti leikurinn í úrvalsdeildinni. Islands- meistarar Njarðvíkur hefja titilvöm- ina á heimavelli sínum í „ljónagryfj- unni“ og það verða nýbakaðir Reykjavíkurmeistarar sem mæta þeim i kvöld klukkan átta. Búast má við miklum hörkuleik í Njarðvík í kvöld. Njarðvíkingar sýndu það á dögunum að þeir eru með sterkt lið að venju en á dögunum unnu þeir Keflavík í úrslitaleik Reykjanesmóts- ins með tiu stiga mun. KR-ingar koma mjög sterkir út úr Reykjavíkurmótinu undir stjóm Gurmars Gunnarssonar en þjálfari Njarðvíkinga er Valur Ingi- mundarson sem jafhframt leikur með liðinu. Verður fróðlegt að fylgjast með Val í vetur og hvemig honum reiðir af sem þjálfara og leikmanni. Tveir á sunnudaginn Keppnin í úrvalsdeildinni heldur síðan áfram á sunnudag og þá em tveir leikir á dagskrá. Klukkan tvö leika Haukar og Fram en Framarar em nýliðar í deildinni og taka sæti ÍR í vetur. Leikurinn fer fram í íþrótta- húsi Hafharfjarðar. Um kvöldið, klukkan átta, leika síð- an Valur og Keflavík í íþróttahúsi Hagaskóla og verður það ömgglega jafh og spennandi leikur. Valsmenn léku til úrslita í Reykjavíkurmótinu gegn KR og töpuðu með aðeins eins stigs mun. Keflvíkingar hafa fengið Gylfa Þorkelsson til liðs við sig og em til alls líklegir í vetur undir stjóm Gunnars Þorvarðarsonar. Keppnin í 1. deild kvenna hefst á sunnudag og þá leika ÍR og Grindavík og hefst sá leikur klukkan 15.30 í Seljaskóla. Á undan leika ÍR og Breiðablik í 1. deild karla. -SK • Valur Ingimundarson og félagar hans í Njarðvík hefja titilvömina í Njarðvík. íþróttir .Aukasuvni- anvitleysa“ . - sagði Vlðar Þorkelsson „Ég er sérstaklega ónægður með fyrri hálfleikinn. Þá hefði Guðmund- ur Torfason hæglega getað skorað mark,“ sagði Viðar Þorkelsson en hann var fyrirliði Fram i gær gegn Katowiee f stað Guðmundar Steins- sonar sem ekki gat leikið með vegna meiðsla. „Síðari hálfleikur var þokkalegur hjá okkur. Við erum að enda tíma- bilið og kannski ekki í sem bestri æfingu. Varðandi aukaspymuna sem gaf þeim markið þá fannst mér hún vera algjör vitleysa. Lið Katowice er svona meðal atvinnu- mannalið og við hefðum eflaust átt mikla möguleika ef fyrri leikurinn hefði farið betur,“ sagði Viðar Þor- kelsson. Aðspurður sagði hann að fyrirliðastaðan hefði ekki íþyngt sér í leiknum. Þvert á móti hefði hún hvatt sig til dáða. -SK „Áttum að ná jafntefli“ - sagði Pétur Ormslev v „Við hefðum átt að geta náð jafh- tefli í þessum leik. Við lékum mun betur en ég ótti von á,“ sagði Pétur Ormslev. Það var greinilegt að þeir áttu í miklum vandræðum með okkur þeg- ar við drógum okkur aftar á völlinn. Það sem hins vegar gerði gæfumun- inn í þessum leik var að við erum ekki atvinnumenn. Hefði svo verið hefðum við aldrei fengið þetta mark á okkur. Áhugamenn gera mistök sem atvinnumenn gera ekki. Það var svekkjandiaðgetaekkileikiðáfullu en að sama skapi gleðilegt að fá hvíld frá knattspymunni eftir mjög erfitt sumar,“ sagði Pétur Ormslev. -SK „Ég er mjög ánægður" - sagði Guðmundur Steinsson „Ég er mjög ánægður með þennan leik þó það sé aldrei gaman að horfa ó félaga sína leika,“ sagði Guðmund- ur Steinsson en harrn gat ekki leikið með Fram í gær vegna meiðsla. „Ég get ekkert sparkað með hægri ^ fætinum og alls ekki hlaupið ó fullri ferð. Leikurinn var allt annar og betri en í Reykjavík. Að mínu áliti fengum við alltof lítinn tíma til und- irbúnings fyrir fyrri leikinn. Við vorum nýorðnir íslandsmeistarar og ekki búnir að ná okkur eftir tauga- titringinn sem því fylgdi. I heild megum við þó vel við una,“ sagði Guðmundur Steinsson. -SK Missti baugfingur Knspn Bembuig, DV, Belgíu; Markvörðurinn Zwart Brand, hjó 3. deildar félaginu Dinteloord í Belg- íu, varð fyrir óskemmtilegri lífs- reynslu í leik gegn DWO 60. Þessi 34 óra markvörður missti baugfingur þegar hann reyndi að verja skot með því að slá knöttinn yfir þverslá. Iæikmenn liðanna leituðu lengi að fingrinum á vellinum. Þeir fundu hann síðan á þverslánni þar sem hann sat fastur á nagla. Það tókst ekki að græða fingurinn á Brand’s. -sos Skólamót í golfi I dag fró klukkan eitt til þrjú verður ræst út í skólamót í golfi á Grafarholt- svelli. Um er að ræða einstaklingskeppni með og ón forgjafar og auk þess sveita- keppni jmr sem 3 verða í sveit en þrír telja. Bókaútgáfan öm og örlygur gefúr öll verðlaun til mótsins og GR geftir eft- ir vallargjöld þannig að keppnisgjald er ekkert.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.