Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1986, Qupperneq 26
38
FÖSTUDAGUR 3. OKTÖBER 1986.
Menning
Noirænir tónlistardagar:
Blandaðir kammertónleikar
Norrænir tónlistardagar.
Tónleikar í Langholtskirkju 30. september á
vegum Kammersveitar Reykjavíkur, Blásar-
akvintetts Reykjavíkur og Musica Nova.
Stjómandi: Miklós Maros.
Efnisskrá: Herbert H. Ágústsson: Kvintett;
Anders Nilson: Reflecöons; Ame Mellnás:
Piéces Fugitives; Jan Sandström: Formant
v Mirrors.
Ekkert lát er á Norrænum tónlistar-
dögum í henni Reykjavík. Konsert upp
á hvem dag og stundum fleiri en einn.
Bara að botninn detti ekki úr öllu
saman að tyllidögunum liðnum og svo
fari sem í vetur sem leið að ekki heyr-
ist norrænt lag, hvað þá heldur heilt
tónverk sem því nafni mætti nefria, í
nokkra mánuði. En er á meðan er og
ekki skal það lastað sem vel er gert
þótt það dembist svo rausnarlega yfir
mann þessa dagana að næstum þyki
manni of mikið í senn. Hins ber þó
líka að geta að tónleikamir hafa allir
Herbert H. Ágústsson tónskáld.
verið af betra taginu og gera sitt til
að halda uppi háum staðli í tónlistar-
lífinu.
Úrvalsverk
handa úrvalssveit
Umræddir tónleikar hófust með
frumflutningi á Kvintett Herberts H.
Ágústssonar, sem hann samdi sérstak-
lega fyrir flytjenduma, úrvalssveitina
Blásarakvintett Reykjavíkur. Aldrei
held ég að Herbert hafi fyrr þorað í
tónsmíðum sínum að leyfa hljómsveit-
armanninum, homistanum í sér, að
koma jafh óhindrað fram. Útkoman
er líka vel skapað samleiksverk þar
sem homið, hið tigna, er látið vera
miðpunkturinn sem allt snýst um. Eins
konar sól og hin hljóðfærin í hlutverk-
um reikistjamanna. En líkt og í
sólkerfinu stendur ljómi hvers ein-
staks stimis í skini hins. Þetta var
úrvalsverk handa úrvalssveit.
í.
Urval
ÚRVAL - OKTÓBERHEFTIÐ ER KOMIÐ Á BLAÐSÖLUSTAÐI
ÚRVAL LESTRAREFNIS VIÐ ALLRA HÆFI
MEÐAL EFNIS í OKTÓBERHEFTINU MÁ NEFNA:
VAR ÞETTA ÞAÐ SEM KOM FYRIR DÍNÓSÁRANA?
Vísindamenn hallast nú að þvi að þróunin hafi ekki verið sígandi, heldur í stökkbreytingum af ástæðum sem beinlínis komu úr heiðskíru lofti!
AÐ HAGNAST Á HRYÐJUVERKUM
Hér er niöurstaöa höfundarins sú aö umfáng hryöjuverka í heiminum stafi fyrst og fremst
af því aö ákveðin ríld beiti þeim óbeint sem baráttutæki og önnur ríki taki ekki mannlega
á móti af því að þau gætu skaðast á því fjárhagslega.
NOKKRAR SPURNINGAR UM SPIK
Varpað er fram nokkrum spumingum um líkamsfitu, svo þér gefist kostur á að kanna
þekkingu þína á því fyrirbæri. Kannski getur þú slakað af þér einu eða tveimur kfióum
aöeins með aukinni þekkingu.
BÖRNIN MÍN GEGNA MÉR EKKI!
Þessa staðhæfingu má fremur kalla viðlag en kvæði og hér skortir ekkert á að foreldrakór-
inn taki undix. Hér segja nokkrir foreldrar frá reynslu sinni og uppældisfræðingur svarar.
- Fyrir utan þetta eru 16 aðrir titlar í heftinu og allt
stendiu þetta vel undir slagorðinu: Fræðandi, fjöl-
breytt, fyndið.
Náðu þér í októberheftið núna - vertu ÚRVALS lesandi!
ÚRVAL, TÍMARIT FYRIR ALLA
Tónlist
Eyjólfur Melsted
Mannsröddin
og hin hljóðfærin
Reflections eftir Anders Nilson, em
ákaflega sérstætt og sérkennilegt
verk. Þær em Septett samsettur af
sópranrödd, flautu, klarínettu og
strengjakvartett. Andstætt því sem
venjulega gerist er mannsröddin ekki
nema að sáralitlu leyti í einleikshlut-
verki. Eiginlega ekkert fremur en hin
hljóðfærin því hér er henni fyrst og
fremst beitt sem hljóðfæri á mjög svo
svipaðan hátt og hinum sex. Sömu
sögu er um textann að segja. Hann
stendur ekki að neinu leyti utan við,
heldur verður nánast hluti tónala efiii-
viðarins, eða einn uppbyggjandi þátta,
án sérstöðu. Og við flutninginn var
valinn maður í hverju rúmi.
Myndir af farfuglum
dregnar í tónum
Þvi næst komu Piéces fugitives eftir
Ame Mellnás. Fimm smámyndir fyrir
hljóðfærin fimm (sem verkið leika)
segir Ame Mellnás sjálfur. Myndir af
farfuglum dregnar í tónum. Hermitón-
list í hæsta gæðaflokki og þar ekki
valin sú leið að líkja eftir hljóðum
fuglanna, heldur reynt að finna tákn-
mál hreyfingarinnar. Og hvílikt
táknmál sem Ame Mellnás býr yfir.
Það mátti bókstaflega heyra máfinn
svífa á síðustu tónunum, sem segir um
leið að flutningurinn hafi verið í sam-
ræmi við inntak verksins.
Margslunginn yfirtónavefur
Síðasta verkið var Formant Mirrors
eftir Jan Sandström. Segir höfundur
að verkið sé eiginlega spegill yfirtóna
og það er sko síður en svo verið að
spara yfirtónana, eða flaututóna,
strengjanna í þessu verki. Raunar held
ég að það verði að teljast sérlega
áhættusamt að skrifa svo margsl-
ungna yfirtóna alls strengjaliðsins,
einkanlega eins og höfundur beitti
þeim í lokin. Það er ekki á færi nema
góðra einstaklinga og vel samþjálfaðs
hðs að skila slíku jaihvel og hér var
gert. Flauta og klarínetta gegndu
bindingarhlutverki, svona eins og
hom vom látin gera í hljómsveitum á
klassíska tímabilinu og ofan á allt
bættist svo einstök smekkvísi og ör-
yggi söngs Ilonu Maros. Og með því
lauk þessum frábæm blönduðu kam-
mertónleikum.
EM