Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1986, Síða 28
40
FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1986.
pv__________________________________________________í gærkvöldi
Margrét Erícsdóttir blaðamaður:
Fjölbreytilegir þættir
og góð tónlist
dagskráin finnst mér stundum ekki
nógu góð, oft of gamlar bíómyndir
og of lítið af skemmtiefni. Það sem
bjargar laugardögunum er hinn frá-
bæri þáttur um fyrirmyndarföður,
sem kemur manni alltaf í gott skap.
Mer finnst mjög gott að það er að
koma ný sjónvarpsstöð og vona að
samkeppnin leiði gott af sér. Það er
jafhvel strax farið að sjást á ýmsum
dagskrárbreytingum hjá sjónvarp-
inu, eins og til dæmis að vera með
létta þætti fyrir fréttir. Ég hlakka
mjög mikið til að sjá Spítalalíf á ný,
Hot Lips og félagar hennar eru alveg
stórkostlegir með öllu sínu sprelli. Á
heildina litið líst mér vel á vetrar-
dagskrá sjónvarpsins.
Ég hlustaði á Bylgjuna i sam-
kvæmi í gærkvöldi og hafði gaman
af. Mér líst mjög vel á Bylgjuna og
finnst hún hafa fjölbreytilega þætti
og spila góða tónhst. Einnig finnst
mér þessir stuttu viðtalsþættir þar
mjög skemmtilegir. Það kemur sér
líka mjög vel að hafa fréttir á klukk-
utima fresti.
Ég hlusta líka annað slagið á rás
1 og rás 2, sérstaklega á fréttimar á
rás 1.
Það kemur sér vel fyrir mig að
sjónvarpsfréttimar skuli hafa verið
færðar fram um hálftíma og finnst
mér kvöldin núna nýtast mun betur.
Mér finnst alveg vanta fleiri
fræðsluþætti í sjónvarpið. Helgar-
Andlát
Stefán Hannesson, fyrrverandi
vömbifreiðastjóri, Hringbraut 37,
Reykjavík, lést laugardaginn 27.
september. Utförin fer fram frá Nes-
kirkju mánudaginn 6. október kl.
13.30.
Eyjólfur Einar Guðmundsson frá
Flatey á Breiðafirði verður jarð-
sunginn frá Fossvogskirju í dag,
föstudaginn 3. október, kl. 15.00.
Ólafur Guðmundsson, frá ísafirði,
Ásvallagötu 61, verður jarðsunginn
frá Dómkirkjunni í dag, föstudaginn
3. október, kl. 10.30.
Kökusala
Kvenfélags
Háteigssóknar
Kvenfélag Háteigssóknar verður
með kökusölu í Blómavali við Sigtún
laugardaginn 4. október til ágóða fyrir
gerð altaristöflu í Háteigskirkju.
Kvenfélagið gefur altaristöfluna, sem
verður í mósaík, tilbúna á kórvegg.
Listaverkið er gert af Benedikt Gunn-
arssyni og er til sýnis til 7. október i
Listasafhi alþýðu við Grensásveg
ásamt fleiri listaverkum.
Kvenfélagið hefur engar tekjur
nema af kaffi- og kökusölu og heldur
einnig basar í nóvemberbyrjun hvers
árs. Það vill því vinsamlega beina þeim
tilmælum til velunnara kirkjunnar að
þeir styrki konumar í orðum og verki
við fjáröflun þeirra.
Kvenfélagið hefur áður gefið skím-
arfont, hljóðfæri og fjármagnað stóran
hlut í kirkjuklukkunum.
Basarar
Kattavinafélagið með basar
Kattavinafélagið verður með basar, ílóa-
markað og hlutaveltu í Gerðubergi
laugardaginn 4. október kl. 2. Allur ágóði
rennur til Húsbyggjendafélagsins
Kaffisala
Eyfirðingar
Árlegur kaflidagur Eyfirðingafélagsins
verður á Hótel Sögu, Súlnasal, sunnudag-
inn 5. október. Húsið opnað kl. 14. Verið
öll velkomin og takið með ykkur gesti.
Ymislegt
Vetrarfyrirlestrarskrá Geð-
hjálpar komin út
Geðhjálp, félag fólks með geðræn vanda-
mál, aðstandenda þeirra og velunnara
gengst einu sinni enn fyrir hinum vinsælu
fyrirlestrum í vetur. Fyrirlestramir verða
haldnir á geðdeild Landspítalans, í
kennslustofu á 3. hæð. Þeir verða allir á
fimmtudögum og hefjast kl. 20.30. Fyrir-
lestramir em opnir öllum. Aðgangur er
ókeypis. Fyrirspurnir, umræður. Kafií
verður eftir fyrirlestrana.
Fyrirlestrarskrá Geðhjálpar veturinn
1986-1987
9. okt. 1986 Páll Eiríksson geðlæknir, Sorg
og sorgarviðbrögð.
30. okt. 1986 Gunnar Eyjólfsson leikari,
Sjálfstraust.
20. nóv. 1986 Ingólfur Sveinsson geðlækn-
ir, Starfsþreyta.
8. jan. 1987 Ævar Kvaran leikari, Andleg-
ur stuðningur.
5. febr. 1987 Elfa Björk Gunnarsd. fram-
kvæmdastjóri, Næring og vellíðan.
12. mars 1987 Sigfmnur Þorleifsson
sjúkrahúsprestur, Sálgæsla á sjúkrahús-
um.
9. apríl 1987 Grétar Sigurbergsson geð-
læknir, Raflækningar.
30. apríl 1987 Helgi Kristbjamarson geð-
læknir, Svefnleysi.
Vetrarstarf
Breiðfirðingafélagsins
hefst sunnudaginn 5. október kl. 14 með
félagsvist og kafíí í Risinu, Hveríisgötu
105, 4 hæð. Allir hvattir til að mæta og
taka með sér gesti.
Æfingatafla Knattspyrnu-
deildar Fram innanhúss
1986/87
2. flokkur (f. 1968,1969 og 1970): Miðviku-
dagar kl. 20.30-22.00.
3. flokkur (f. 1971 og 1972): Laugardagar
kl. 13.00-14.15.
4. flokkur (f. 1973 og 1974): Sunnudagar
kl. 9.40-11.20.
5. flokkur A (f. 1975): Sunnudagar kl. 13.
50-15.00.
5. flokkur B og 6. flokkur A (f. 1976 og
1977): Sunnudagar kl. 15.00-16.05.
6. flokkur (f. 1978 og 1979): Sunnudagar
kl. 16.05-17.10.
Séræfmgar yngri flokka: Laugardagar kl.
14.15-15.30.
Kvennaflokkur: Laugardagar kl. 13.00-
14.40.
Æfmgar verða í íþróttahúsi Álftamýrar-
skóla hjá öllum flokkum nema kvennaflokki
en þær verða í íþróttahúsi Hlíðaskóla.
Æfmgataflan gildir frá 24. september.
Messufundur
Fíladelfía, sunnudagsskóli 10.30 safnaða-
guðsþjónusta kl. 14.00. Ræðumaður Einar
J. Gíslason. Almenn guðsþjónusta kl. 20,
ræðumaður Garðar Ragnarsson. Skírnar-
athöfn, kór kirkjunnar syngur.
Hafnarfjarðarkirkja
Sunnudagaskólinn byijar sunnudaginn 5.
okt kl. 10.30. Munið skólabílinn. Messa
kl. 14. Gestir Ragnheiður Guðmundsdóttir
söngkona og Þórarinn Sigurbergsson gít-
arleikari. Fermd verða systkinin Ágúst
Bjarki Jónsson og Heiða Björk Jónsdótt-
ir, Álfaskeiði 8. Kleinukaffi í Góðtempl-
arahúsinu að lokinni messu.
Sædýrasafnið
Opið alla daga kl. 10-17.
Fundir
Kvenfélag Óháða safnaðarins
Fundur verður í Kirkjubæ á laugardaginn,
hinn 4. október, kl. 15.00. Rætt verður um
vetrarstarfið og kirkjubæinn.
Kvenfélag Laugarnessóknar
heldur sinn fyrsta fund á vetrinum mánu-
daginn 7. október kl. 20.00 í safnaðar-
heimilinu. Á fundinum verður rætt um
vetrarstarfíð og væntanlega kaffisölu 12.
október, á eftir verður spilað bingó. Fé-
lagskonur, mætið vel og takið með ykkur
gesti, nýir félagar boðnir velkomnir.
Fundurinn er öllum opinn.
Tapað - Fundið
Tík tapaðist í Mosfellssveit
Hún Pollý, sem er lítil ljósbrún tík tapað-
ist sl. laugardag í Mosfellssveit. Þeir sem
hafa orðið varir við hana eru vinsamleg-
ast beðnir að láta vita í síma 666481.
Týnt hjól
Fann blátt 10 gíra hjól í Fífuseli í Breið-
holtinu. Finnandi vinsamlegast vitji þess
sem fyrst og hafi samband við Guðmund
í síma 78295.
Feröalög
Ferðafélagið
Helgarferðir 3.-5. okt.
1) Landmannalaugar-Jökulgil. Jökul-
gil er grunnur dalur sem liggur upp undir
Torfajökul til suðausturs frá Landmanna-
laugum. Ekið verður suður í Hattver og
þeir sem vilja ganga til baka í Laugar.
Gist í upphituðu sæluhúsi F.l. í Laugum.
Þetta er síðasta ferð í Jökulgil á þessu ári.
2) . Þórsmörk-haustlitir. Enn er tæki-
færi til þess að njóta haustsins í Þórsmörk.
Gist í Skagfjörðsskála, Langadal (mið-
stöðvarhitun). Upplýsingar og farmiðasala
á skrifstofunni, Oldugötu 3. Brottför í báð-
ar ferðimar er kl. 20 föstudag.
sunnudag 5. október:
1) kl. 10. Hengill-Nesjavellir. Ekið að
Kolviðarhóli og gengið þaðan yfir Hengil
að Nesjavöllum. Verð kr. 600.
2) kl. 13. Ekið að Nesjavöllum og gengið
um nágrennið. Verð kr. 600. Brottför frá
Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Far-
miðar við bíl. Frítt fyrir börn í fylgd
fullorðinna.
Ferðafélag íslands
Þakkarávarp
Við þökkum innilega börnum, tengdabörnum, barna-
börnum og barnabarnabörnum, vinnufélögum og
öðrum vinum og vandamönnum hlýleg handtök,
blóm, skeyti og höfðinglegar gjafir í tilefni af gull-
brúðkaupsafmæli okkar þann 26. september. Sérstak-
lega þökkum við börnum okkar og tengdabörnum
veglega matarveislu er þau héldu okkur til heiðurs í
tilefni dagsins. Guð blessi ykkur öll.
María Júlíusdóttir,
Guðmundur Jónatansson,
Ránargötu 20.
Fréttamaður NBC-sjónvarpsstöðvarinnar tekur viðtal við Steingrím í gær á tröppum Stjórnarráðsins vegna
leiðtogafundarins.
DV-mynd Brynjar.
Alþjóðlegt yfirbragð yflr Reykjavík
Reykjavík hefur þegar nokkuð
alþjóðlegt yfirbragð Reykjavík. Er
kominn fjöldi erlendra blaða- og
fréttamanna til landsins og um gotur
borgarinnar þeysast jakkaklæddir
öryggisverðir.
Á blaðamannafimdi, sem Stein-
grímur Hermannsson boðaði til í
gær vegna leiðtogafundarins, voru
nokkrir erlendir blaðamenn sem
vildu ná viðtali við Steingrím. Þama
var blaðamaður bandaríska tima-
ritsins Newsweek, lið frá NBC
sjónvarpsstöðinni bandarísku,
pólskur blaðamaður og annar
skandinavískur.
-KÞ
Ljósmyndasendingar vandamál?:
Treyst á tæki
sem fréttamenn
komi með sjálfir
Tæknimálin vegna leiðtogafundar-
ins í næstu viku hafa verið mikið til
umræðu og meðal annars hafa menn
velt því fyrir sér hvemig hinum mikla
fjölda erlendra blaða- og fréttamanna
muni ganga að koma efni frá sér út
úr landinu.
Hvað varðar t.d. sendingar ljós-
mynda þá sagði Ágúst Geirsson,
símstjóri í Reykjavík, að telefaxtæki
Pósts og síma gætu annað 60 blöðum
af stærðinni A 4 á klukkustund út úr
landinu. Það þýddi svipað magn af
ljósmyndum á klukkustund. Hann
sagðist ekki vita hversu mörg telefax-
tæki væm til en bjóst við að flestir
erlendir fréttaljósmyndarar kæmu
með slík tæki sjálfir þannig að álagið
vegna þess lenti ekki'á Pósti og síma.
Ágúst sagði að ekki væri búið að
ákveða hvort þeir yrðu með sérstaka
símstöð vegna fundarins en það væri
venjan þegar alþjóðlegir fundir væm
haldnir hér.
Lengri opnunartími Búnaðar-
banka vegna leiðtogafiindarins
Ákveðið var í gær að lengja opnun-
artíma útibúa Búnaðarbankans á
Hótel Sögu og Hótel Esju í tengslum
við fund þeirra Reagans og Gor-
batsjovs.
Næstu tvær helgar verður opið á
laugardag og sunnudag frá kl. 13.00
-15.00 og í næstu viku verður opið frá
17.00-19.00 auk venjulegs opnunar-
tíma í þessum útibúum. SJ