Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1986, Síða 3
FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1986.
21
Ráðstefna á vegum
stúdentaráðs
í tilefni 75 ára afmælis Háskóla
íslands gengst stúdentaráð Há-
skóla íslands fyrir ráðstefnu sem
ber yfirskriftina „Háskóli íslands í
nútíð og framtíð. Breyttir kennslu-
hættir - betri háskóli.“
Ráðstefnan verður haldin á
morgun, laugardaginn 11. október,
í Odda, stofu 101, og hefst hún
klukkan 14.00.
Rektor Háskóla íslands, Sig-
mundur Guðbjarnason, setur
ráðstefnuna. Erindi flytja, prófess-
or Sigurður Líndal: Nám og
kennsla fyrr og nú, Porsteinn Vil-
hjálmsson dósent: Menntun,
menning, metnaður, Lára M.
Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri
Stjórnunarfélags íslands: Þróun
Háskólans og tengsl hans við at-
vinnulífið, Halldór Guðjónsson,
kennslustjóri Háskóla íslands: Há-
skólar hér og þar, Þorbjörn
Broddason dósent: Tæknivætt
skólastarf, Ulfar Bergþórsson stúd-
ent: Hugleiðing um kennsluhætti
og Jón Torfi Jónasson dósent:
Kennsluhættir, starfshættir?
Ráðstefnunni stýrir Eyjólfur
Sveinsson, formaður stúdentaráðs
Háskóla fslands. í ráðstefnuhléi
verða kaffiveitingar og allir eru
velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
mynd: „Háskóli fslands í nútíð og
framtíð, breyttir kennsluhættir -
betri Háskóli" er yfirskrift ráð-
stefnunnar sem verður i Odda á
morgun.
0 C E C
c e c
111
c c c
II
■
1 ■ s
8 1
M
1
II
En samt er hann sjálfur hrædd-
astur allra og einmana.
Herra Hú
er mikill
„hræðari"
Um síðustu helgi var frumsýnt
hjá Leikfélagi Akureyrar leikri-
tið Herra Hú eftir Finnann
Hannu Mákelá.
Leikritið fjallar á varfærinn og
skemmtilegan hátt um óttann og
segir frá litlum og skrítnum
svörtum karli sem hefur fengið
það hlutverk í arf frá forfeðrum
sínum að hræða börn. Það er
hann sem lætur marra í hurðum
og gólfum og ýlfra i gluggum og
hann er örugglega undir rúminu.
Þrátt fyrir það að Herra Hú sé
mikill „hræðari" og jafnvel
göldróttur er hann samt sjálfur
hræddastur allra og einmana.
Vesalings herra Hú eignast þó
vináttu tveggja barna og bjórsins
sem hefur gert sér stíflu í tjörn í
nágrenninu. Leikritið opnar
heim þar sem frelsi, sönn vinátta
og jákvæð leikslok eru möguleg.
Leikarar eru Skúli Gautason,
Inga Hildur Haraldsdóttir og
Einar Jón Briem. Leikstjóri er
Þórunn Sigurðardóttir.
„VIÐ ERUM ENNÞÁ STRENGJABRÚÐUR“
segir dr. Jón Óttar Ragnarsson, stöðvarsljórinn á Stöð 2, í Vikuviðtalinu.
DAGUR Á
BYLGJUNNI.
Vikan skáskýtur sér á milli dagskráratriða
_____________á Bylgjunni,__________
Rauður dagur í Búdapest.
Þýskaland: Vínlandið góða.
Sakamálasagan: Slys eftir Agöthu Christie.
Pehrson og Stella, sænskur
kvikmyndatökumaður segir frá vinnu á íslandi.
Handavinna. Krossgátur. Myndasögur.
Það er fjölbreytt efni í hverri
einustu VIKU.
*
ER BLAÐIÐ