Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1986, Blaðsíða 8
30' FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1986.
Mynd-
bönd
Umsjón:
Þorsteinn J.
Vilhjálmsson
J.
Staðan í efstu sætum DV-listans
er að mestu óbreytt frá í síðustu
viku. Beint í fimmta sætið fer grín-
mynd með galgopanum Tom Hanks
í aðalhlutverki. Önnur CBS mynd
er í sjöunda sæti. Þetta er spennu-
mynd Frakkans Luc Besson sem
fjallað er um á síðunni. I níunda
sætinu er einnig nýútkomin mynd,
Frigth nigth. Hún ku vera ansi
magnaður hryllingur. Á þáttalist-
anum sest spánýr ástralskur
myndaflokkur í efsta sætið. Micha-
el York og Sigfrid Thornton eru
þar í helstu hlutverkum.
I Bandaríkjunum fer óskarsverð-
launamyndin Jörð í Afríku úr
áttunda sæti í það fyrsta. Hana
ætti að vera óþarfi að kynna. Róm-
antísk náttúrulífsmynd a la
Hollywood. Það kann Kaninn að
meta.
-ÞJV
★★★
í ljúfum leik
DV-LISTINN
__________MYNDIR_____________
1. (1) Teen Wolf
2. (2) Black Moon Rising
3. (4) Quicksilver
4j (6) Runaway Train
5. (-) The Man With One Red
Shoe
6. (3) Gotcha
7. ( -) Subway
8. (5) Moving Violation
9. (-) Fright Night
10. (7) D.A.R.Y.L___________
__________ÞÆTTIR_____________
1. (-) The Far Country
2. (1) If Tomorrow Comes
3. ( 2) The Twilight Zone 3-4
4. (4) Pétur mikli
5. (3) Harem
6. ( 5) Police in Action
7. ( 6) The Twilight Zone 1-2
8. (9) Kane and Able
9. (7) Blood and Orchids
10. (10) Umsátrið
*__________BRETLAND__________
1. (8) Out of Africa
2. (21) Gang Ho
3. (1 ) Murphy’s Romance
4. (2) Spies Like Us
5. ( 3) Iron Eagle
6. (22) Young Sherlock Holmes
7. (4) The Jewel of the Nile
8. ( 5) Back to the Future
9. (7) The Jagged Edge
10. (12) Quicksilver
SUBWAY
Útgefandi: CBS/Steinar
Framleiðendur: Luc Besson, Francois
Ruggieri
Handrit: Luc Besson o.fl.
Leikstjóri: Luc Besson
Aðalhlutverk: Christopher Lambert, Isa-
belle Adjani
Bönnuð yngri en 12 ára
Subway er önnur mynd Frakkans
Luc Besson og ein af skemmtile-
gustu myndum síðasta árs. í
aðalhlutverki er Christopher Lam-
bert sem fyrst vakti athygli í
hlutverki Tarsans apabróður og
lék nú síðast í Highlander við góð-
an orðstír.
í Subway leikur Lambert smá-
krimmann Fred. Ung kona býður
honum í afmælið sitt. I þakklætis-
skyni sprengir hann upp peninga-
skáp heimilisins. Maður stúlkunn-
ar er valdamikill og lætur menn
sína elta Fred uppi. Hann er hins
vegar ekkert á því að láta feng sinn
af hendi og flýr undan þeim niður
i undirgöng lestarstöðvanna. I
undirgöngunum gerist síðan meiri-
hluti myndarinnar. Þar er Besson
á heimavelli með myndatöku-
manninn Carlo Varini í broddi
fylkingar. í stuttu máli sagt er
myndatakan í Subway hreint út
sagt frábær.
En það er ekki bara myndatakan
sem gerir myndina eftirtektar-
verða. Besson snýr út úr hinni
hefðbundnu formúlu spennumynda
á afar skemmtilegan hátt. Eftir
rismikla byrjun lætur hann aðal-
eltingaleikinn að mestu lönd og
leið. Fred snýr sér að öðrum hlut-
um, eins og að reyna að ná ásUim
stúlkunnar sem hann stal frá og
stofna hljómsveit! Þannig er Sub-
way uppfull af húmor og uppákom-
um sem í raun eiga ekkert skylt
við mynd sem þessa.
Það er aðeins einn galli á þessari
myndbandaútgáfu. Myndin er
„döbbuð“ með ensku tali. En annað
var víst ekki tekið í mál hjá ensku-
mælandi þjóðum. Við sem sáum
upprunalegu útgáfuna hér heima
söknum hins vegar frönskunnar.
Franskan gaf myndinni nefnilega
dálítið ferskt yfirbragð.
Þrátt fyrir það er Subway
ánægjuleg sending. Þetta er mynd
sem tvímælalaust er hægt að mæla
með.-
Fred hugsar ráð sitt i lestarstöðinni.
★★
Uppreisnin í skólanum
TAPS
Útgefandi: CBS/Steinar.
Framleiðendur: Stanley R. Jaffe, Howard
B.Jaffe.
Handrit: Darry Ponicsan, Robert Mark
Kamen.
Leikstjórn: Harold Becker.
Aðalhlutverk: George C. Scott, Timothy
Hutton.
Bönnuð yngri en 16 ára.
Taps gerist í herskóla. George C.
Scott leikur hershöfðingja ' sem
stjornar skolanum með aðstoð liðs-
foringjaefnis, sem Timothy Hutton
leikur. Það stendur til að rifa skól-
ann en hershöfðinginn og nemend-
ur hans leggjast mjög gegn því.
Þegar hershöfðinginn svo fellur frá
vopnast nemendurnir. Þeir slá eign
sinni á skólann og krefjast þess að
honum verði ekki lokað.
Þessi mynd tekur ekki málstað
þeirra sem áhorfandinn heldur
með. Hún endar beinlínis illa. Það
kemur í ljos að nemendurnir voru
að verja rangar hugmyndir. Þeir
trúðu blint á það sem þeim var
kennt í skólanum og það kostaði
marga þeirra lífið. Myndina mætti
því skoða sem ádeilu á heilaþvott
heráins. Að því leyti er hún ólik
svipuðum myndum sem fjalla á
einn. eða annan hátt um her-
mennsku.
Af aðalleikurunum þá kemur
Timothy Hutton mest við sögu.
Myndin var gerð 1981, ekki löngu
eftir að hann hlaut óskarsverðlaun
fyrir Ordinary people. Hutton er
sannfærandi í hlutverki liðsfor-
ingjaefnisins og sýnir eftirminni-
lega uppgjöf persónunnar í lokin.
Þess má og geta að einn nemand-
ann leikur Sean nokkur Penn.
Hann og Hutton léku síðar saman
í annarri mynd, Fálkanum og snjó-
manninum, sem frægt er orðið.
★★ ______________
Stórbrnni
THE TOWERING INFERNO
Útgefandi: Warner/Tefli
Framleióandl: Irwin Allen
Handrit: Stirling Silliphant
Leikstjóri: John Guillermin
Aðalhlutverk: Paul Newman, Steve
McQueen o.fl.
Bönnuó yngri en 16 ára
Stórslysamyndir voru geysi-
vinsælar hér í eina tíð. I þessum
myndum voru séttar upp slíkar
krísur að áhorfendur tóku andköf
af skelfingu.
í Towering inferno lendir hópur
þekktra leikara í eldsvoða í stór-
hýsi. Paul Newman leikur arki-
tektinn Doug Roberts sem hannaði
höllina. Sonur verktakans, sem sá
um að reisa kumbaldann, sveikst
hins vegar um að ganga almenni-
lega frá raflögnum. Þess vegna
kviknar í öllu saman, einmitt þegar
vígsla kastalans stendur sem hæst.
Gestirnir lenda í stórhættu. Sumir
þeirra deyja en flestir aðalleika-
ranna sleppa lifandi. Slík eru
forréttindi stjarnanna.
Towering inferno er alveg dæmi-
gerð stórslysamynd. Margar per-
sónur eru kynntar til sögunnar og
áhorfendur fylgjast spenntir með
hvernig þeim gengur að bjarga sér
úr vandræðunum. Engin af stór-
stjörnunum sýnir þó neinn stjörnu-
leik. Newman er hálfutangátta í
hlutverki arkitektsins en hefur
alltaf bláu augun til góða. Steve
McQueen er ösköp blátt áfram sem
slökkvistjórinn. Hann bjargar öllu
og æðrast aldrei. Hvað annað?
Myndin var útnefnd til óskars-
verðlauna 1974 en virkar nú dálítið
gamaldags. Þrátt fyrir árin tólf
verður hún samt að teljast þokka-
legasta afþreying. Tæknivinnan er
til dæmis merkilega góð og hefur
elst betur en margir leikaranna.
ppftTFC^^
Gula hættan
PROTECTOR
Útgefandi: Golden Harvest/Háskólabió
Framleiðandi: David Chan
Handrit og leikstjórn: James Clickenhaus
Aóalhlutverk: Jackie Chan
Bönnuð yngri en 16 ára
Protector, eða Verndarinn, er
ekta hasarmynd af ódýrari gerð-
inni, slagsmál, skotbardagar og
ástarleikir. Aðalsöguhetjan, New
Yorklöggan Billi Wong, er send til
Hong Kong við annan mann til að
uppræta smyglara. Eins og nafnið
gefur til kynna er Wong þessi aust-
urlenskur að uppruna og kann þar
af leiðandi ýmsislegt fyrir sér í
karate. Ekki veitir heldur af. Þeir
kumpánar fá heldur slæmar mót-
tökur hjá glæpamönnunum. Þá
kemur sér vel að Wong kann að
verja hendur sínar betur en nokkur
annar á þessum slóðum.
Miðað við aðrar súperhetjur, eins
og Stallone, Bronson, Eastwood og
fleiri, þá stenst Wong þessi engan
samanburð. Hann er eins konar
sambland af Bruce Lee og Bronson.
Berst jafn vel og þeir báðir en leik-
ur enn verr en sá síðarnefndi. Þá
er mikið sagt. Að auki er hann
gersamlega ófær um að mæla á
enska tungu og ætti alls ekki að
reyna það. Ofan á þetta bætist svo
að handritið er hvorki fugl né fisk-
ur og samleikarar hetjunnar leika
lítið betur en hann.
Hins vegar má segja myndinni til
hróss að mörg bargdagaatriðin eru
krassandi. Það er út af fyrir sig næg
ástæða fyrir þá sem hafa gaman
af svona hasar til að taka myndina
á leigu.