Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1986, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1986, Qupperneq 17
LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1986. 61 Sérstæð sakamál þætti leitt til þess að vita að konan hans skyldi halda svona mikið fram hjá honum. Þetta væri þó staðreynd því allir vissu það. Auðvitað var þetta hreinn upp- spuni. Hann hafði hins vegar þau áhrif á Taylor að hann hélt rakleiðis heim til þess að koma lagi á hlutina. Refsileiðangurinn byrjaði því ekki vel. Taylor þeytti upp hurðinni og æddi inn. Þar steig hann á kóngu- lóna sem varð fyrir honum í forstof- unni. Hann tók nú dauða gæludýrið og kastaði því á eftir konu sinni og dóttur. Hann ætlaði að kenna þeim... Skipti um skoðun Svo skipti hann allt í einu um skoð- un. Hann krafðist þeirra peninga sem þær hefðu. Þá fékk hann og síð- an hélt hann í burtu en lýsti þó yfir því að hann skyldi koma lagi á hlut- ina þegar hann kæmi heim. Kathleen og Karen biðu hans nú hræddar. Hræðsla þeirra var meiri en hún hefði verið undir venjulegum kringumstæðum því Karen hafði fyr- ir nokkru kynnst ungum manni, Kevin Woolgar, og var nú ólétt. Kevin og hún voru hins vegar búin að ákveða að ganga í hjónaband. Mæðgurnar vissu aftur á móti að George Taylor myndi missa stjórn á skapi sínu þegar hann fengi þessa fregn. Klukkustundirnar liðu og mæðg- urnar biðu í ofvæni. Kathleen gefst upp Kathleen hélt hins vegar ekki út biðina. Hún var fyrir löngu búin að fá nóg og nú hafði hún ekki kjark lengur til þess að horfast í augu við vandamálin. Hún gekk fram í baðherbergi og tók inn handfylli af pillum. Þá hafði hún læst sig þar inni. Sjálfsmorð var eina leiðin, fannst henni. Pillurnar voru þó ekki nógu sterkar til þess að vinna á henni. Þess vegna var Kathleen Taylor enn með fullri meðvitund þegar mað- ur hennar kom loks heim. Móðir og dóttir tóku í hendur hvor annarrar er George Taylor ruddist inn í stof- una. Hann var vel drukkinn og hélt á bjórflösku í hendinni. Hann réðst strax á þær og ætlaði fyrst að berja konu sína. Hún datt í gólfið og fór að hljóða. Svo sneri George Taylor sér að Karen. Hún var hins vegar svo ung og lipur að henni tókst að losna úr fangbrögðum föður síns. Svo flýði hún út úr húsinu. Móðirin hljóðar Hún var hins vegar ekki komin langt þegar hún heyrði skelfingaróp- in í móður sinni. Hún ákvað því að snúa við til að hjálpa henni. Þá fyrst áttaði hún sig á því að hún var með hníf í vasanum en hún var í gallabuxum. Þegar hún kom inn í íbúðina heyrði hún vein í móður sinni einhvers staðar inni í myrku herbergi. Allt í einu var hún hins vegar sleg- in niður. Faðir hennar hafði beðið George Taylor. eftir henni. Hann hafði verið í felum á bak við útihurðina og nú kastaði hann sér á hana, greip um hálsinn á henni og lyfti bjórflöskunni til höggs. Karen óttaðist nú að verða drepin og dró upp hnífinn sem hún rak svo í síðu föður síns. Taylor sleppti hins vegar ekki háls- takinu. Þótt pillurnar sem Kathleen hafði tekið væru farnar að hafa nokkur áhrif á hana tókst henni þó að draga særðan mann sinn ofan af dótturinni en svo hatrammur var George Taylor að þegar hann var fluttur í burt í sjúkrabílnum þá barð- ist hann um á hæl og hnakka. Þá urðu læknar og hjúkrunarkonur að berjast við hann síðustu tvo tímana sem hann lifði. Karen eignast barn Karen eignaðist barnið sem hún hafði gengið með er atburðurinn gerðist á meðan hún beið eftir því að málið yrði tekið fyrir en réttar- höldunum hafði verið frestað af því hún var með barni. Flestir bjuggust við því að hún fengi skilorðsbundinn dóm vegna þeirra þjáninga sem faðir hennar hafði leitt yfir haná og móð- urina. Allir sem þekktu til fjölskyld- unanr voru á einu máli um að Karen ætti skilið að málstað hennar yrði sýndur skilningur. Kviðdómendur sýknuðu hana af morði að yfirlögðu ráði en sakfelldu hana fyrir mann- dráp. Dómarinn J. McCowan, dæmdi þó Karen til fjögurra ára vistar í Hollowayfang- elsinu. Hann sagði við dómsupp- kvaðninguna að Karen hefði að vísu verið að verja hendur sínar en þó hefði henni ekki verið mjög alvar- lega ógnað. Þar að auki hefði faðir- inn ekki meitt hana. Þá þótti ýmsum of langt gengið. Eftirleikurinn varð svo sá sem fremst greinir. Niðurstaða er ekki fengin í málinu en það hefur vakið mikla athygli á Bretlandseyjum og reyndar utan þeirra og er þess beðið með eftirvæntingu í hópi þeirra kvenna sem fara með stjóm ýmissa samtaka kvenna hvort málstaður Karen verður metinn á nýjan leik henni í hag svo hún verði annað- hvort flutt í annað og betra fangelsi eða jafnvel leyft að fara heim svo hún geti tekið höndum saman við mann- inn sem bíður með barn þeirra. fORÐSENDING FRÁ HITAVEITU REYKJAVlKUR Húsbyggjendur eru minntir á að hitaveituheimæðar í hús eru ekki lagðar ef frost er í jörðu nema gegn greiðslu þess aukakostnaðar sem af því leiðir. Til þess að sleppa við þennan aukakostnað þurfa húseigendur að uppfylla eftirfarandi skilyrði fyrir 1. nóvember nk.: 1. Leggja inn beiðni um tengingu hjá Hitaveitunni. 2. Hafa hús sín tilbúin til tengingar. Hús telst tilbúið til tengingar þegar því hefur verið lokað, hitakerfi lagt og lóðjöfnuð u.þ.b. í rétta hæð. FLUTT: NÝTT HEIMILISFANG NÝTT SÍMANÚMER Höfum flutt starfsemi okkar að Borgartúni 26. Höfum fengið nýtt símanúmer 622890-622891. biisiál s.f. Borgartúni 26, 105 Reykjavík. Sími 622890-622891. Til sölu notuð skrifstofuhúsgögn: skrifborð - stólar - fundaborð - afgreiðsluborð, laus skiirúm og margt fleira. I EINSTAKT | TÆKIFÆRI Opið í dag kl. 14-18, laugardag kl. 14-16. Komið í Síðumúla 12, 2. hæð. Dagblaðið-Vísir SELJUM IMÝJA OG NOTAÐA BÍLA Tegund BMW 7281 Automatic...... BMW 5251 Automatic...... BMW520I................. BMW520 ................. BMW518.................. BMW320I................. BMW 320 Automatic....... BMW316.................. BMW316.................. BMW318I................. BMW318I................. RenaultH Automatic...... Renault5TL............ Renault5TL............ .............1981 ..............1984 ..............1982 .............1981 ..............1982 ............ 1983 .............1981 ..............1984 ..............1982 ..............1982 ..............1981 ..............1985 ..............1982 ..............1980 Opið laugardag 1 — 5. KOMIÐ SKOÐIÐ OG REYNIÐ VIÐSKIPTIN KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20. SÍMI 686633

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.