Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1986, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1986, Side 3
FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1986. 3 Fréttir Þorvarður Elíasson skólastjóri: Spara má milljarð í menntakerfinu Þorvarður Elíasson, skólastjóri Verslunarskólans, segir í ritinu „Rík- isskólar eða einkaskólar?", sem Stofnun Jóns Þorlákssonar hefur gefið út, að spara megi milljarð í mennta- kerfinu, miðað við verðlag ársins 1984, ef menntamálaráðuneytið hætti að reka skólana og þeir yrðu sjálfstæðar stofhanir. Rekstur þeirra sem sjálf- stæðra stofhana yrði svo fjármagnað- ur þannig að ríkið greiddi fyrir hvem nemanda ákveðna upphæð á ári, yrði hún miðuð við framlög til grunnskóla i Reykjavík hvað grunnskólana varð- aði og framlög til tveggja hagkvæ- mustu menntaskólanna hvað frcimhaldsskóla varðaði. Á hádegisverðarfundi sem Stofnun Jóns Þorlákssonar hélt í tilefhi af út- komu ritsins, en í það skrifar auk Þorvarðar Guðmundur Heiðar Frí- mannsson, kom fram hjá Þorvarði að það sem hann hugsaði sér með sínum hugmyndum væri að stofnaður yrði hérlendis „námsmarkaður" þar sem skólakerfið yrði rekið svipað og verk- takastarfsemi. Ef athugað er hvernig talan einn milljarður er fengin má visa til tveggja taflna í ritgerð Þorvarðar. Þar kemur fram að ef menntamálaráðuneytið hættir rekstri skólanna má spara þar 15 milljónir í mannahaldi. Ef allir grunnskólar landsins væru reknir þannig að ríkið greiddi sama framlag til hvers nemanda og það greiðir í Reykjavík má spara þar rúmlega 400 milljónir, ef allir framhaldsskólar landsins væru reknir þannig að ríkið greiddi með hverjum nemanda sömu upphæð og til tveggja hagkvæmustu menntaskólanna, MR og MS, mætti spara þar um 200 milljónir og ef ríkið greiddi með hveijum háskólanema sem svarar til þess sem Háskóli ís- lands fær mætti spara þar um 400 milljónir. Athuga skal að allar þessar tölur eru miðaðar við 1984. I fjörugum umræðum, sem urðu um þetta mál á hádegisverðarfundinum, kom fram hjá Þorvarði að núverandi menntakerfi væri stirt í vöfum, staðn- að og laun innan þess lág. Ríkisvaldið ætti ekki fé til að standa undir þeim kostnaði sem þyrfti í kerfið og oft á tíðum hefði verið um rangar fjárfest- ingar að ræða innan þess. Nefndi Þorvarður sem dæmi auða skóla sem enn væru á fjárlögum. í hugmyndum hans um „námsmark- að“ kom fram að þar ættu að gilda sömu lögmál og gilda almennt í at- vinnulífinu. Vöruþróun yrði á svipað- an hátt og ef dæmið gengi ekki upp hjá einstökum skólum yrðu þeir vænt- anlega gjaldþrota. Ekkert skelfilegt væri við það, nemendur flyttu sig ann- að eða annar skóli yrði stofnaður á rústum hins. „Spumingin er hvað við eigum að gera við það fé sem afgangs verður... ég gæti ímyndað mér að það yrði fært úr menntakerfinu og notað til dæmis til að greiða niður erlendar skuldir eða að það yrði notað af hálfú ríkisins til að kaupa aukna menntunarþjónustu ef ríkið vildi,“ sagði Þorvarður. -FRI Nú fer eitthvad að ske í lífi mínu! Mest seldi bíllinn Ofangreint verð er með ryðvörn og tilbúinn til afhendingar strax! Eigum mikið úrval af VERIÐ VELKOMIN aukahlutum. OPIÐ LAUGARDAGA KL. 10—16 4GÍRA 86 5GIRA Bílverð: Þér greiðið: Við lánum: 122.000.-1111 Við lánum: SAFÍR’87 Bílverð: Þér greiðið: 247.000.- 125.000.- 249.000.- 125.000.- Bílverð: Þér greiðið: 185.000.- 90.000.- 124.000.- 11 Við lánum: í 8 mán. 1111 95.000.- í 8 mán. BIFREIÐAR & LANDBÚ N AÐARVÉLAR Suðurlandsbraut 14 107 Reykjavík, sími 38600 10 línur i T »

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.