Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1986, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1986, Page 4
4 FÖSTUDAGUR 21. NÖVEMBER 1986. Stjómmál________________ x>- ss Starfsmannahald ríkisins í ólestri manna- eyjum Ámi Johnsen, þingmaður Sjálf- stœðisflokksins, hefiir lagt fram þingsályktunartillögu um vind- orkuver í Vestmannaeyjum og frekari nýtingu hraunhita til hús- hitunar. Ámi vill að iðnaðarráðherra skipi þriggja manna nefnd til þess að gera úttekt á möguleikum og hagkvæmní á nýtingu vindorku til húshitunar í Vestmannaeyjum og jafnframt að kanna til hh'tar frek- ari nýtingu jarðhita í Eldfells- hrauni, meðal annars með athugunum á sprungumyndun í eldstöðvunum. „Um árabil hefúr hraunhitaveit- an i Vestmannaeyjum sinnt að mestu húshitun í kaupstaðnum og er fyrirtækið einsdæmi í heimin- um. Hiti fer nú stöðugt þverrandi á virkjunarsvæðinu og er allt útlit fyrir að Fjarhitaveita Vestmanna- eyja verði að grípa til annarra ráða áður en langt um líður, rafmagn- snotkunar, olíunotkunar eða vindorkuvirkjunar," segir Ámi. f greinargerð Amar Helgasonar dósents, sem Ámi lætur fylgja með tillögu sinni, segir að fúllyrða megi að vindorka i Vestmannaeyjum sé langtum meiri en flest erlend vind- orkuver búi við. -KMU Spara má tímafrek ferðalög við aðför „Þessi breyting, sem hér er lögð til, er sett fram í þeim tilgangi að draga úr kostnaði og tímasóun við aðfararaðgerðir," segir Jón Magn- ússon varaþingmaður um frum- varp sem hann flytur um breytingu á lögum um aðfór. Meginregla gildandi laga er sú að aðför skuli hefja á heimili gerð- arþola sem hefúr það í för með sér að fógeti, lögmaður og tveir vottar fara að heimili gerðarþola og fram- kvæma þar aðför, í flestum tilvik- um í þinglýstum eða skráðum eignum eða eignarréttindum hans. „Ljóst er að slíkt bakar gerðar- þola ærinn kostnað, sérstaklega í dreifbýlinu, þar sem dæmi eru um að kostnaður gerðarþola vegna aðfarargerðarinnar nemi margfalt hærri fjárhæð en dómskuldinni með áreiknuðum vöxtum og máls- kostnaði," segir Jón. Telur hann að breytingin muni einnig auðvelda störf fógeta og draga úr mannaflaþörf embætta þeirra. Löng og tímafrek ferðalög sparist. Breytingin muni ekki draga úr réttaröryggi. -KMU „Þegar það er haft í huga að ríkið er stærsti vinnuveitandi í landinu og ríkisstarfemenn eru yfir 15 þúsund talsins verður ekki hjá því komist að telja að ríkisvaldið leggi of litla áherslu á starfsmannamál," segir í riti sem Fjárlaga- og hagsýslustofnun og launadeild fjármálaráðuneytisins hafa gefið út um starfemannamál ríkisins. í ritinu eru birtar helstu niðurstöður athugunar sem gerð var á ýmsum þátt- um starfemannamála í samvinnu við viðskiptadeild Háskóla íslands síðast- liðið vor. Hver sá sem les lýsingar í ritinu á núverandi ástandi kemst ekki hjá því að álykta að starfsmannahald ríkisins sé í ólestri. Skal nú gripið niður í nokkra kafla: Viðhorfið að verkefnin eigi að fylla út í tíma starfsmanna „Stofnanir áætla árlega heildar- mannaflaþörí sína í tengslum við fjárlagagerð. S;uneiginlegt þessum áætlunum er að ný verkefhi leiða jafh- an til fjölgunar starfemanna og mannaflaþörf til að sinna eldri verk- efhum er ekki endurskoðuð. Áætlan- imar era oft afar lauslegar. Starfs- mannahaldið er ekki kannað og ekki reynt að skilgreina þær kröfúr sem gera þarf til starfeeminnar og starfs- manna, heldur virðist í sumum tilfell- um jafhvel ríkja það viðhorf að verkefnin eigi að fylla út í tíma starfe- manna. Framabrautir starfemanna era mjög mismunandi, meðal annars vegna þess að kröfúr til starfemanna era ekki vel skilgreindar. Framsýni í starfemanna- málum er almennt ekki mikil hjá ríkinu og óvíða er reynt að skipu- leggja starfeferil á þann hátt að staðgenglar séu ávallt fyrir hendi. Skipurit, starfslýsingar eða erindis- bréf virðast nokkuð algeng, en hafa í fæstum tilvikum mikið gildi, því þau eru ónákvæm, gjaman gerð til að unnt sé að raða starfsmönnum í launa- flokka og sjaldan endurskoðuð í ljósi breytinga sem verða á störfum manna." Búið að ákveða fyrirfram hver fái starfið sem auglýst er I kafla um ráðningar og val starfs- manna segir: „Töluvert er um það að auglýsingar séu eingöngu birtar formsins vegna, það er að búið sé að ákveða fyrirfram hver fái starfið, en lögum samkvæmt skal auglýsa lausar stöður í Lögbirt- ingablaðinu. Auglýsingamar hafa yfirleitt afar takmarkað upplýsinga- gildi. Fram kom í könnuninni að almennt sækja fáir um auglýstar stöður hjá ríkinu og algengt er að leitað sé að mönnum með því að halda uppi fyrir- spumum. Yfirleitt er því ekki talin ástæða til að leggja vinnu í úrvinnslu umsókna eða gera miklar kröfur til væntanlegra starfsmanna. Ekki tíðkast að umsækjendur gangi undir hæfnispróf, en nokkrar stofnanir halda starfeþjálfunamámskeið sem lýkur með prófi. Sumir stjómendur telja að þriggja mánaða reynslutíma- bil í upphafi ráðningar sé nokkurs konar hæfnispróf en draga verður slíkt í efa þar sem uppsagnir í lok tímabils- ins virðast afar sjaldgæfar. Ráðningarsamningar era yfirleitt formfastari hjá ríkinu en hjá flestum einkafyrirtækjum auk þess sem í gildi era lög um réttindi og skyldur opin- berra starfsmanna sem gera breyting- ar á starfemannahaldi þungar i vöfum." Kröfur til stjórnenda þyrfti að auka „Kröfúr til starfemanna, sérstaklega stjómenda, þyrfti að auka og skil- greina betur en nú er gert. Slíkt væri unnt með starfslýsingum. Við val á stjómendum þarf að meta stjómunar- hæfileika mikils og jafnvel taka upp hæfnispróf. Góður sérfræðingur þarf engan veginn að vera góður stjóm- andi. Ríkið þarf að taka upp stjómun- arfræðslu fyrir stjómendur og væntanlega stjómendur." í kafla sem ber heitið Kynning nýs starfemanns segir: „Stjómendur og starfsmenn telja almennt að nýjum starfsmönnum sé kynnt starf þeirra á viðunandi hátt. Margt bendir þó til að nákvæm, skipuleg kynning á starfeemi stofnun- ar, markmiðum hennar og svo fram- vegis sé ekki algeng, heldur þurfi starfsmaðurinn sjálfúr að hafa fyrir þvi að kynna sér starfsemina og læra á starf sitt.“ Um mat á frammistöðu segir: „Reglubundið mat á árangri manna í starfi er nær óþekkt hjá ríkisstofhun- um. Stjómendur segjast fylgjast með sínum undirmönnum og ræða málin sé þess þörf.“ Meiri launahækkanir fyrir að endast lengi í starfi en fyrir árangur I kafla um endurmenntun og starfs- þjálfun segir: „Að öllu samanlögðu leggur ríkið fram veralegt fé til endurmenntunar í formi launaðra námsleyfa, greiðslu á námsfararkostnaði og með framlögum í starfemenntunarsjóði. Draga verður í efa að þetta fé nýtist sem skyldi. Val á því hverjir fara í endurmenntun er ómarkvisst og tilviljunarkennt- og ræðst meira af persónulegum hugðar- efhum og tækifærum starfemanna en mati á því hvers viðkomandi stofhun þarfnast." Um launamál segir meðal annars: „Ákvæði um líf- og starfsaldurs- hækkanir era sjálfvirk og gefa meiri launahækkanir en aðrar leiðir til hækkana. Þannig bjóðast mönnum meiri hækkanir fyrir að endast lengi í starfi en fyrir árangur í starfinu. Launakerfið veitir yfirmönnum litla möguleika til að hafa áhrif á grunn- laun undirmanna sinna og hvetur þvi starfsmenn afar takmarkað til árang- urs í starfi." Hætta á misskilningi, ágrein- ingi og árekstrum Um upplýsingaflæði segir: „Nokkuð virðist vera um sambands- leysi milli undirmanna og yfirmanna. Undirmenn taka mismikinn þátt í ákvarðanatöku i stofhunum og mis- brestur virðist vera á því að þeir fái að fylgjast með málum sem varða þá sérstaklega. Nokkuð er um að starfemenn eigi fúlltrúa í stjórnum stofhana. Starfsmannafundir, sem almennir starfsmenn era boðaðir á, virðast fremur sjaldgæfir. Fundir yfirmanna era mun algengari. Reglugerð um starfsmannaráð í rík- isstofhunum virðist ekki framfylgt eins og gert er ráð fyrir. Stjómendur og starfsmenn þurfa að skiptast reglulega á upplýsingum um starfsemi og árangur stofnunar. Sé þetta ekki gert er hætta á misskiln- ingi, ágreiningi og árekstrum." Niðurstaða hagsýslustjóra er sú að núverandi stefna sé mjög á reiki. Taka þurfi upp markvissa stjómunar- fræðslu. -KMU Mjög eifitt að taka upp eftir prófkjör - segir Magnús H. Magnússon um A-listann í Suðuriandi Alþýðuflokksmenn á fastalandinu svokallaða í Suðurlandskjördæmi era ósáttir við að tvö efetu sæti framboðs- lista iiokksins í kjördæminu verði bæði skipuð Vestmannaeyingum. Eyjamennimir Magnús H. Magnús- son og Elín Alma Artúrsdóttir höfri- uðu í fyrsta og öðra sæti í prófkjöri um skipan listans. Alþýðuflokksmenn á Selfossi og nágrannabyggðum vilja að Elín Alma víki fyrir fúlltrúa „fasta- landsins". „Ég hef alltaf talið, frá því að þessi kjördæmisskipan komst á, að æskileg- ust væri sú skipting að ef Vestmanna- eyingur væri í fyrsta sæti þá væri Selfyssingur eða einhver sem þeir styddu í öðra sæti,“ sagði Magnús H. Magnússon er DV ræddi við hann um málið. „Við höfúm líka alltaf verið að reyna að hafa kvenmann ofarlega. Síðan höfum við reynt að skipta þessu á milli þéttbýlisstaðanna í Suðurlands- kjördæmi. Hitt er annað mál að prófkjörin bjóða upp á þessa hluti, að það gætu orðið tveir efetu frá sama stað. Nú var þetta prófkjör um fjóra. Próf- kjörið var bindandi í öll sæti nema annað. Það nær ekki alveg 20% frá síðustu kosningum. En hins vegar finnst mér mjög erfitt að taka upp eftir prófkjör. Það sýnir sig að það er mjög erfitt að taka það upp. Þannig að ég treysti mér ekki til þess að mæla með því,“ sagði Magnús. -KMU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.