Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1986, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1986, Síða 6
6 FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1986. Viðskipti Hætt við bíla- sýn- ingu Bílgreinasambandið hefur hætt við bílasýningu þá er halda átti í byrjun apríl á næsta ári. Aðilar sambandsins - umboð, varahlutasalar og þeir er selja ýmiss konar tækjabúnað~ hafa haldið aimennar bílasýningar á þriggja ára fresti. Nú hefúr hins vegar ekki tekist að finna viðeig- andi húsnæði til sýningarinnar. Að sögn Jónasar Þórs Stein- arssonar hjá Bílgreinasamband- inu hefúr einnig verið meira um sýningar hjá umboðunum sjálf- um en áður hefur tíðkast og því óvíst hvenær haldin verður sýn- ing á vegum Bílgreinasambands- ins. IBS Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækur óbund. a-9 Bb.Lb.Sp Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 9-10 Ab.Lb.Sb. Sp.Vb 6 mán. uppsögn 10-15 Ib 12 mán. uppsögn 11-15,75 Sp Sparnaóur- Lánsréttur Sparað i 3-5 mán. 9-13 Ab Sp. í 6 mán. og m. 9-13 Ab Ávísanareikningar 3-7 Ab.Sb Hlaupareikningar 3-7 Sb Innlán verötryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1-2 Bb.Ub.Vb 6 mán. uppsögn 2,5-4 Úb Innlán með sérkjörum 8,5-17 Innlán gengistryggð Bandaríkjadalur 5-7 Ab Sterlingspurrd 8,75-10,5 Ab Vestur-þýsk mörk 3.5-4 Ab Danskar krónur 7,5-9 Ib.Vb ÚIUNSVEXTIR % lægst Utlán óverðtryggö Almennir víxlar(forv.) 15,25-16,25 Ab.Úb.Vb Viðskiptavixlar(forv.)(1) kge/19.5 Almenn skuldabréf(2) 15,5-17 Ab.Vb Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir Hlaupareikningar(yfirdr. 15.25-18 Ab.Sp.Vb Utlán verðtryggð Skuldabréf Að 2.5 árum 4-6,75 Ab Til lengri tíma 5-6,75 Ab Utlán til framleiðslu ísl. krónur 15-16,25 Ab.Lb. Sp.Úb, Vb SDR 8 Ailir Bandaríkjadalir 7.5 Allir Sterlingspund 12,75 Allir Vestur-þýsk mörk 6,25 Allir Húsnæðislán 3.5 Lifeyrissjóðslán 5 Dráttarvextir 27 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitala 1517 stig Byggingavísitala 281 stig Húsaleiguvísitala Hækkaði 9% 1. okt. HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 111 kr. Eimskip 228 kr. Flugleiðir 180 kr. Hampiðjan 131 kr. Iðnaðarbankinn 128 kr. Verslunarbankinn 98 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuidabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbankinn reiknar þó vexti af viðskiptavíxlurrt miðað við 19,5% ársvexti. (2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2% bæði á verðtryggð og óverð- tryggð lán, nema í Alþýðubanka og Verslunarbanka. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðar- bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Ob = Útvegsbank- inn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. Nánari upplýsingar um peninga- markaðinn birtast í DV á fimmtu- dögum. Slegist um hvem síldartunnufarm: Austfirðingar óánægð- ir með sinn hlut - Verðum að deila þessu niður, segir Síldarútvegsnefnd Of fáar síldartunnur eru til í landinu um þessar mundir og hefúr verið gripið til þess ráðs að deila niður á söltunarstaðina þeim tunnum sem til eru. Austfirðingar, sem salta lang- mest, eru óánægðir með sinn hlut og segja að Síldarútvegsnefnd sé að hygla Sunnlendingum. „Málið er alls ekki svona einfalt. Saltendur pöntuðu 70 þúsund tunn- ur áður en vertíð hófst og hafa fengið þær allar afhentar. Þá átti Síldarút- vegsnefhd 90 þúsund tunnur á sínum reikningi sem einnig hafa allar verið afgreiddar. Aftur á móti átti Síldar- útvegsnefnd forkaupsrétt á öllum þeim tunnum sem fáanlegar voru um það bil sem samningamir við Sovét- menn stóðu yfir. Um leið og þeir voru undirritaðir voru þessar tunnur pantaðar og þær eru nú að berast til landsins. Um síðustu helgi komu 3 skip með 64 þúsund tunnur og af þeim fóru 19 þúsund tunnur til salt- enda á Suðurlandi en hinu var deilt niður á saltendur fyrir austan," sagði Einar Benediktsson hjá Síldarút- vegsnefnd. Einar sagði að nú væru 3 skip að lesta tunnur ytra og kæmi eitt skip með tunnur um næstu helgi. Hann sagðist skilja vel fólkið á Austfjörð- um sem hefði af því mikla og góða atvinnu að salta og allir saltendur vildu fleiri tunnur en hægt hefði verið að afgreiða til þeirra. Menn mættu heldur ekki gleyma því að á Suðurlandi væri líka fólk sem hefði atvinnu af því að salta og þar væru stórir saltendur. Þess vegna yrði að reyna að deila þessu sem jafnast nið- ur. Þá má geta þess að búið er að salta í 155 þúsund tunnur, þar af 125 þúsund á Austurlandi en 30 þús. á Suðurlandi. Þetta sýnir að Austfirð- ingar hafa ekki verið hlunnfamir í dreifingu tunnanna," sagði Einar. „Ástæða tunnuskortsins er að verðmæti þeirra er mikið, á 3ja hundrað milljónir, og því áhætta fyrir saltendur og Síldarútvegsnefnd að liggja með mikið magn. Menn halda því að sér höndum þar til fyr- ir liggur hve mikið magn er hægt að selja. Þess vegna verða menn að sýna skilning á því að það tekur sinn tlma að flytja tunnurnar til lands- ins,“ sagði Einar Benediktsson. -S.dór Vöruhús KÁ fimm ára Kristján Einarsson, DV, Selfossi: Vömhús KA á Selfossi varð fimm ára um síðustu helgi. 1 tilefhi þeirra tímamóta var haldin þriggja daga veisla með 5% afslætti á flestum vör- um verslunarinnar, svo og með alls konar vörukynningum. Afgreiðslufólk var prúðhúið þessa daga og var ekki annað að sjá en að allir sem áttu leið í Vömhúsið kynnu að meta tilstandið. Afinælishátíðinni lauk svo með flug- eldasýningu. Fimm ára afmæiis Vöruhúss KÁ var minnst með ýmiss konar tilstandi og var oft margt um manninn í versluninni meðan afmælishátíðin stóð yfir. DV-mynd Kristján Er laxeldið á villigötum? Seat Ibiza er vinsæll erlendis og ís- lenskir kaupendur eru látnir biða. Bifreiða- kaupendur sýna lang- lundargeð - Seat Ibiza enn ókominn Hálft hundrað manna er pantað hef- ur spænska bílinn Seat Ibiza hjá Heklu hf. hafa enn hvorki séð tangur né tet- ur af bíl sínum og óvíst er hvort það verður í bráð. Hafa margir þeirra beð- ið svo mánuðum skiptir. „Það er rétt, þetta hefur gengið hálf- brösuglega hjá okkur og verið geysi- legt basl. Ég undrast í sjálfú sér langlundargeð viðskiptavina okkar,“ sagði Guðni Þór Jónsson, sölumaður hjá Heklu hf., í samtali við DV. „Bíll- inn er svo vinsæll úti að verksmiðjum- ar vilja hækka hann í verði til okkar. Hann átti að kosta um 330 þúsund krónur en myndi hækka í um 400 þús- und ef fraxnleiðendum yrði að ósk sinni. Við getum að sjálfsögðu ekki fallisí á þetta enda verður bílinn að vera samkeppnisfær við aðra smábíla hér á landi.“ Hekla hf. yfirtók Seat Ibiza umboðið af Töggi hf. um mitt síðastliðið sumar eftir að Volkswagen hafði eignast meirihluta í spænsku ríkisverksmiðj- unum er framleiddu bifreiðina. -EIR 1 blaðinu Fiskaren frá 21. okt. er grein sem ber yfirskriftina: Verðfall á eldislaxi, er hafbeitin betri kost- ur? Hér verður stiklað á nokkrum at- riðum sem fram koma í umræddri grein. f greininni kemur fram mikil ádeila á forustuna í eldismálunum hjá Norðmönnum. Offramleiðsla Spyrja mætti. Hefur eldislaxinn orðið mikið dýrari í framleiðslu en búist var við í upphafi? Markaðurinn virðist ekki geta keypt hina dýru framleiðslu og lítur út fyrir að rangt hafi verið að miða allt laxeldi við að framleiða lúxusvöru fyrir fáa út- valda. Fiskeldi annarra Evrópuþjóða Á sama tíma og norsksir framleið- endur glíma við erfiða stöðu í sinni framleiðslu hafa margar Evrópu- þjóðir framleitt urriða með góðum árangri. Til dæmis framleiða danskir vatnabændur urriða og hefur frEim- leiðsla þeirra á honum verið um 20.000 lestir árlega nú síðustu árin. Þennan fisk kaupa norskar húsmæð- ur í stórmörkuðum í Noregi fyrir kr. 80 til 110 kílóið. Eldisstöðvar of margar Eldisstöðvar í Noregi eru nú taldar vera um 5 milljónir rúmmetrar. Þrátt fyrir að margir telji að eldisstöðvam- ar séu of margar og of stórar eru uppi ráðagerðir um að stækka stöðv- arnar í 9 millj. rúmmetra fyrir 1990. Telur greinarhöfundur þessa fram- kvæmd mikið óráð. Seiðaframleiðsla Eitt af því sem hrjáð hefur eldis- stöðvarnar að undanförnu er skortur Fiskinarkaðirnir Ingólfur Stefánsson á eldisseiðum. Það hefur orsakað óhóflega hátt verð ó seiðunum. Talið er að 40 gramma seiði hafi selst á kr. 165 stykkið. Sem dæmi um hvað seiðin hér hafa hæst komist er talað um kr. 80 en það mun vera meðal- verð í Noregi í ár. Það sem aðallega hefur valdið hvað mestu um aukna eftirspum eftir seiðum er að í stað þess að selja fiskinn 4 til 6 kílóa þungan hefúr verið selt mikið af 2 til 3 kílóa laxi og eykst þá eftirspurn- in eftir seiðum svo að tvöfalt fleiri seiði þarf með þessu fyrirkomulagi en áður. Meðalstór stöð framleiðir um 150 tonn af laxi árlega Framleiðslan af laxi er um 150 lest- ir árlega. Ef þessar stöðvar seldu aðeins laxinn þegar hann er orðinn 6-7 kíló að þyngd yrði seiðaverðið með eðlilegum hætti. Telur greinar- höfundur að nú beri að leggja meiri áherslu á framleiðslu venjulegs mat- fisks, en ef það á að vera hægt megi seiðaverð ekki fara yfir 10 til 12 kr. stykkið. Flýja til útlanda Greinarhöfundur telur að þeim fjármunum, sem Norðmenn hafa far- ið með til útlanda og hann telur að sé í norskum kr. talið 375 millj., hefði verið betur varið innanlands með því að setja hluta af þeim til að koma seiðaeldi í viðunandi horf, með því að koma upp öflugra seiðaeldi og stemma stigu við sjúkdómum. Síðan ræðir hann um fiskeldi almennt og segir að Kínverjar framleiði nú 7 milljónir lesta og stefni að því að framleiða 9 milljónir lesta árið 1990. Eldið hjá Kínverjum fer fram að mestu leyti með allt öðrum hætti en við þekkjum til í Evrópu. Eldið hjá þeim fer að mestu fram á akurlendi þeirra og þess vel gætt að ekki sé verið of lengi með eldið á hverjum stað svo ekki skapist mengunar- hætta af úrgangi frá fiskinum. Hér hefur verið stiklað á stóru úr þessari umræddu grein, en við ættum að vera vel á verði um að ekki fari eins hjá okkar laxeldisstöðvum og lýst hefur verið hér í styttu máli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.