Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1986, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1986, Síða 9
FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1986. 9 Utlönd Sætir Sea Shepherd ákæru í Kanada fyrir spellvirkin á íslandi? Kanadísk yfirvöld létu að því liggja í gær að þau kynnu að sækja Sea Shepherd umhverfisvemdarsamtökin, sem eiga sér aðalstöðvar í Vancouver, til saka fyrir spellvirkin á hvalveiði- skipunum í Reykjavík. Joe Clark utanríkisráðherra sagði að Ottawa-stjómin fordæmdi öll lög- brot af hvaða tagi sem væri. Greindi hann frá því að kanadíska lögreglan ynni að rannsókn á því hvort kana- dísk lög hefðu verið brotin í leiðinni þegar spellvirkin vom unnin á íslandi. Paul Watson, forvígismaður Sea Shepherd-samtakanna, hefur opin- berlega.lýst því yfir að samtökin bæm ábyrgð á skemmdarverkunum og hef- ur í fjölmiðlum kynnt annan skemmd- arverkamanninn, Rodney Coronado. Spellvirkin á hvalbátunum í Reykjavikurhöfn hefur vakið athygli víða um heim og mikið umtal. í Kanada hefur verknaðurinn mælst illa fyrir, og þyk- ir spellvirkjunum illa farast að hælast um af grandaleysi íslendinga, sem hafi jafnvel sýnt þeim gestrisni. SÝNISHORN ÚR SÖLUSKRÁ MAZDA 929 HT sjsk., vökvast, árg. '83, ekinn 57 þús. Verð 440 þús. LANCIA „SKUTLA" árg. ’87, ekinn 2 þús. Verð 270 þús. MAZDA 929 GLX, 4 dyra, HT, með öllu, árg. '84, ekinn 40 þús. Verð 585 þús. MAZDA 323 station árg. ’86, eklnn 17 þús. Verð 420 þús. MAZDA 626 GLX, 5 dyra, sjsk., vökvast., árg. ’84, ekinn 45 þús. Verð 440 þús. MAZDA 323 station disll, árg. '87, ekinn 11 þús. Verð 510 þús. MAZDA 626 GLX, 2 dyra, coupe, árg. ’84, ekinn 30 þús. Verð 440 þús. MAZDA 626 GLX, 4 dyra, salo- on, árg. ’85, ekinn 22 þús. Verð 460 þús. Opið laugardaga frá kl. 1-5. Fjöldi annarra bíla staðnum. BILABORG HF Smiðshöfða 23, sími 681299. Tekur Laxalt Karmal víkur úr fbrsæti Guimlaugur A. Jónsson, DV, Lundi; „Við fögnum þessari ákvörðun sové- skra yfirvalda og munum halda áfram að leggja áherslu á nauðsyn þess að mál sem þetta leysist,” sagði Ingvar Carlsson, forsætisráðherra Svíþjóðar, í gær er skýrt hafði verið frá því að hin þriggja ára gamla Kaisa Randpere hafi fengið leyfi sovéskra yfirvalda til að flytjast frá borginni Tallin á Eistl- andi til foreldra sinna sem fyrir þrem árum flúðu til Svíþjóðar og búa nú í Stokkhólmi. Allt frá þeim tíma hefúr málið haft áhrif á samskipti Svíþjóðar og Sovét- ríkjanna og meðal annars gerði Ingvar Carlsson mál þetta að umræðuefni í heimsókn sinni til Moskvu síðastliðið vor. Alls voru það átta hliðstæð mál er sænski forsætisráðherrann ræddi þá um við leiðtoga Sovétríkjanna og sagðist þá hafa fengið loforð fyrir því að öll málin myndu leysast farsællega. Mál Kaisu litlu er hið þriðja í röð þessara átta mála sem leysist og það vekur sérstaka athygli að Tass frétta- stofan sovéska skyldi skýra frá lausn málsins, en slíkt hefur ekki áður gerst í hliðstæðum málum. Mál Kaisu hefur vakið mikla at- hygli í fjölmiðlum í Svíþjóð og meðal annars hefur móðir hennar daglega í meira en hundrað daga staðið mót- mælastöðu fyrir utan sovéska sendi- ráðið í Moskvu og upp á síðkastið hefur þeim farið sífellt fjölgandi er tekið hafa þátt í mótmælum með henni er vakið hafa mikla athygli í fjölmil- um. Afi og amma eftir i Eistlandi Afi og amma Kaisu hafa einnig fengið leyfi til að flytjast úr landi, en þau hafa afþakkað það. Málið hefúr valdið þeim miklum erfiðleikum, meðal ann- ars hafa þau bæði misst vinnu sína vegna þess. „Það var ólýsanleg tilftnning að fá þessar fréttir. Þetta hefur verið erfiður tími fyrir okkur en ennþá erfiðari fyr- ir foreldra mína i Eistlandi. Þau eru nú orðin svo gömul að ég skil vel að þau vilji ekki flytja úr landi þrátt fyr- ir erfiðleikana er hafa mætt þeim,“ sagði Leila Miller, móðir Kaisu, í sam- tali við fréttamenn í gær. að mannúðarástæður réðu þessu því að heilsu Karmals færi hrakandi með degi hverjum. En frávikning Karmals ber að sjö mánuðum eftir að hann var leystur af hólmi sem aðalritari kommúnista- flokksins í Afghanistan en við tók fyrrum yfirmaður leynilögreglunnar. Jafnframt hafa þessa dagana til- raunir verið auknar til þess að þoka áfram samningaviðræðum Kabúl og Islamabad um tímaáætlun fyrir brottflutning sovéska hemámsliðs- ins úr Afghanistan í viðleitni til þess að semja um pólitíska lausn Afg- hanistanstríðsins. Flóttamenn frá Afghanistan og vestrænir diplómatar í nágrannarík- inu Pakistan telja sig hafa orðið vara við að Najibullah, eftirmaður Karmals, hafi að undanfömu haft uppi tilburði til þess að tryggja sig í valdasessi og draga úr áhrifúm Karmals. við af Shultz? Ólaíur Amarscm, DV, New York: Þótt bæði Reagan Bandaríkjaforseti og Shultz utanríkisráðherra neiti því að Shultz hafi í hyggju að segja af sér embætti er enn magnaður orðrómur þess efnis í Bandaríkjunum. Er sagt að utanríkisráðherrann hafi sett Reagan það skilyrði fyrir áfram- haldandi setu í embætti að öll vopna- sala til Iran verði stöðvuð þegar í stað og að utanríkisráðuneytið verði haft með í ráðum í öllum samskiptum við íran í framtíðinni. Sagt er að forsetinn hafi tekið þess- um skilmálum utanríkisráðherrans fálega. Hermir orðrómurinn ennfrem- ur að utanríkisráðherrann hafí sagt af sér en sökum sérstakrar bónar for- setans fengist til þess að sitja áfram þar til í janúar næstkomandi. Einnig er talað um að forsetinn hafi þegar ákveðið eftirmann Shultz og er þar tilnefndur öldungadeildarþing- maðurinn Paul Laxalt frá Nevada, góður persónulegur vinur og ötull stuðningsmaður forsetans. Embættismenn i bæði Hvíta húsinu og utanríkisráðuneytinu hafa neitað því að nokkur fótur sé fyrir þessum, fregnum en fjölmiðlar hér vestra hafa það eftir áreiðanlegum heimildum inn- an Hvíta hússins að búast megi við mannaskiptum í embætti utanríkis- ráðherra á næstunni. Babrak Karmal, forseti Afghanist- an, sem kom til valda við innrás Sovétmanna í Afghanistan fyrir sjö árum, hefúr verið leystur undan öll- um skyldustörfúm, jafnt opinberum sem á vegum flokksins. Tilgreind ástæða er heilsubrestur. Þessi ákvörðun miðstjómar flokksins og byltingarráðsins, sem fer með völdin í landinu, var tekin á fundum þeirra í höfuðborginni Kabúl í gær og kunngerð í Kabúl- útvarpinu í gærkvöldi. Þar var sagt Mikil ófærð í Kasmír Á sjötta hundrað manna sátu fastir í kafsnjó og ófærð á fjallvegum í Kasmír-héraði á Indlandi og þurfti að kveðja út herflokka og þyrlur til þess að bjarga fólkinu til byggða. Rúmlega hundrað slasaðir sátu fastir í áætlun- arvögnum og einkabílum. Það hefur snjóað óvenju snemma í Kasmír þetta árið. Snjóskriður hafa fallið á Srinagar-Leh-þjóðveginn, sem liggur um Ladakh-fjallgarðmn vestan til í Himalayafjöllum. Vitað er um að minnsta kosti fimmtíu manns sem hafa látið lífið í umferðaróhöppum. Skiðasveitir úr hemum leita enn á svæðinu fólks sem hefur neyðst til þess að yfirgefa fimmtán ökutæki sem komið hefur verið að á hvolfi utan vegar. Um hundrað þyrlur hafa dag- lega tekið þátt í leitinni og björgun strandaðra vegfarenda. Flestum var bjargað í Zojila-skarði, sem er í 4300 metra hæð og fjarri mannabyggðum, en þar er ekkert sæluhús í nánd eða björgunarskýli. Næsta þéttbýli er bærinn Dras sem er sagður kaldasta byggða ból á jörðu hér fyrir utan Síberíu. Dallas-leikari fær sam- úðarkveðjur víða að Einn af stjömunum úr Dallas- framhaldsþáttunum, Patrick Duffy, lét frá sér fara í gær þakkar- kveðjur til aðdáenda sinna um heim allan fyrir veittan stuðning þeirra og samúð eftir að foreldrar hans vom skotnir til bana með haglabyssu. „Til þessa hafði ég aldrei gert mér fulla grein fyrir hve djúpt skilningur og umhyggja aðdáenda minna í rauninni ristir gagnvart mér og þeirri persónu sem ég túlka í Dallas-þáttunum,“ sagði hann. Kvaðst hann meta mikils skilning þeirra og væntumþykju og ekki síst tillitssemi aðdáendanna vegna þarfar fjölskyldu sinnar á þessari erfiðu stundu þegar hún þyrfti að vera laus við áreitni í einkalífinu. Terrance og Marie Duffy, sem bæði voru á sjötugsaldri, vom drepin á þriðjudag í vínstofu þeirri sem þau áttu og hafa rekið í Bould- er í Montana síðustu tuttugu árin. Virðist ætlunin hafa verið að ræna dagssölu vínstofunnar. Tveir táningar, Sean Anthony Wentz og Kenneth Albert Miller (báðir 19 ára), vom handteknir í nágrannabænum Helena og hafa verið ákærðir fyrir morðin. Vínstofa gömlu hjónanna var kunn í héraðinu og tengsl þeirra við soninn, sem leikur Bobby Ew- ing í sjónvarpsþáttunum vinsælu, þvi að þau höfðu hangandi uppi á veggjum í bamum myndir af hon- Kaisa Randpere kemst til foreldra sinna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.