Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1986, Qupperneq 13
FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1986.
13
Fréttir
Islenska óperan
skuldar
tíu milljónir
Skuldir íslensku óperunnar eru nú
orðnar tíu milljónir. Heíúr verið tap á
rekstrinum frá upphafi og að sögn
Garðars Cortes söngvara verður
áframhaldandi starfsemi ekki tryggð
nema fjárhag óperunnar verði komið
í betra horf.
Skuldasöfhunin hófst þegar byrjað
var að greiða breytingar á Gamla bíói
af fé því er ætlað var til starfeeminn-
ar. Var það gert áður en veitt var fé
úr húsakaupasjóði.
Rekstrarfé fæst annars af tekjum af
aðgöngumiðasölu og að litlu leyti af
framlagi styrktarfélaga. Ríkisframlag
er fjórar milljónir króna.
- Þessi skuldasöfhun dregur úr
þrótti okkar en við látum ekki bugast
i bili, segir Garðar Cortes. - Við höfum
alltaf fengið eitthvað en aldrei nóg.
Hann tekur það þó fram að framlag
ríkisins hafi hækkað um 8,7 prósent
frá því í fyrra.
IBS
Selfoss:
Eldri borgarar
í uppreisnarham
Regina Thorarensen, DV, SeBossi:
Eldri borgarar á Selfossi fjölmenntu á
Uppreisnina á ísafirði eftir Ragnar
Arnalds nú á dögunum. Fólkið var
heillað bæði af uppsetningu og leik
flytjenda.
Farið var á tveim stórum rútubílum
frá sérleyfishöfum Selfoss sem buðu
eldri borgurunum. Er þetta ekki í
fyrsta skipti sem eigendur sérleyfisins
á Selfossi fara með eldri borgarana á
skemmtanir hvert sem er og taka aldr-
ei neitt fyrir. Eiga þeir miklar þakkir
skildar fyrir þetta.
Tannlæknadeilan
Viðræður hefjast á ný
Samningaviðræður milli Tann-
læknafélags íslands og Trygginga-
stofnunar ríkisins hófust á ný í gær.
Tannlæknar settu sér einhliða nýja
gjaldskrá frá og með 1. ágúst síðast-
liðnum eftir að slitnaði upp úr viðræð-
um þeirra við Tryggingastofnun
ríkisins. Eftir það var sett sérstök
gjaldskrá á vegum ráðuneytisins.
Engin samningatilboð eru komin en
könnuð verða þau gögn sem safhað
hefur verið. Fulltrúar Tannlæknafé-
lagsins og Tryggingastofnunarinnar
hafa farið til Norðurlanda til að kynna
sér tannlæknaþjónustu og gjaldskrá
þar. Ennfremur hefur sérstök nefhd
kannað hvaða áhrif lækkun tolla
mundi hafa á gjaldskrá og hefur það
verið lagt fram fyrir fjármálaráðuney-
tið hvort möguleikar séu á tollalækk-
un.
-IBS
Þeir voru að keppast við að gera við loðnunót ms. Esktirðings SU-9.
Eskífjörður:
Annríki við fiskverkun
Emil Thoraiensen, DV, Eskffiiðt
Mikið annríki er á Eskifirði þessa
dagana vegna síldarsöltunar og loðnu-
veiða. Leggja allir sem vettlingi geta
valdið hönd á plóginn til að vinna sem
mest af þeim verðmætum sem berast
á land þessar vikumar. Þegar frétta-
ritari DV lagði leið sína niður á höfn
á dögunum rakst hann á nokkra vaska
náunga sem unnu af kappi við að gera
við loðnunót Eskfirðings SU-9. Þar á
meðal vom tveir kennarar við gmnn-
skólann sem höfðu bmgðið sér í annað
starf eftir að kennslu lauk.
Mikið hefur verið fiutt út af freðfiski frá Vestmannaeyjum að undanförnu. Hér er verið að skipa 20.000 kössum um
borð i Hofsjökul, sem flytja mun farminn á Bandaríkjamarkað. Á sama tima var skipað um borð í Goðafoss 9000
kössum af fiski. DV-mynd Ragnar S.
Setfoss:
Afar léleg
innheimta
Regina Thorarenæn, DV, Selfassi:
Að sögn Ingva Ebenhardssonar,
skrifstofustjóra hjá sýslumannsem-
bætti Ámessýslu, var búið að mkka
inn 50% af gjöldum um mánaðamótin
október/nóvember sl. Skrifstofustjór-
inn sagði að svo léleg hefði innheimtan
aldrei verið í sinni tíð áður og mætti
leita langt aftur til að finna annað
eins.
Skrifetofustjórinn sagði jafriframt að
venjan hefði verið sú að mest kæmi
inn af peningum í nóvember og des-
ember. Væri óskandi að svo yrði nú
en þá mætti fólk líka taka sig á svo
mikið væri útistandandi.
Hólmanesið
seldi vel
Emfl Thorarenaen, DV, Eskifirði:
Skuttogarinn Hólmanes SU-1 frá
Eskifirði seldi ísaðan fisk í Hull ný-
lega, alls 94,3 tonn fyrir 6 milljónir 836
þúsund krónur. Meðalverð reyndist
72,51 sem jaðrar við metsölu. Uppi-
staða aflans var þorskur, eða 69 tonn,
en grálúða var 23 tonn.
Þetta er annað besta verð á Bret-
landsmarkaði frá upphafi.
2
1
FTJLLKOMIH VI
A FRABÆRU VERÐI
Vörumarkaöurinn hf.
bára er íullkomin þvottavéi sérhönnuð íyrir íslenskar
aðstœður
bám tekur inn á sig bœði heitt og kalt vatn
b&m vindur allt að 800 snún/mín og er með
spamaðarrofa
Sérhver b&ra. er tölvuprófuð, íyrir afhendingu.
. heíur 18 fúUkomin þvottakeríi og íslenskar
merkingar.
lánað til allt
að 11 mánaða með
FURC samninfl'
KREDIT
Til
handhafa
25S92-
V/SA
Eiöistorgi 11 - sími 622200