Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1986, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1986, Qupperneq 25
FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1986. 37 Fréttir Hækkunarbeiðnir Landsvirkjunar og Pósts og síma: Hækkanir brot á fyrri yfir- lýsingum ríkisstjómarinnar segir Asmundur Stefánsson, forseti ASI „Ég hef ekki trú á því að orðið verði við beiðnum þessara fyrirtækja um hækkanir á gjaldskrám og þau fái þær enda væri það beint brot á fyrri yfirlýsingum ríkisstjómarinn- ar,“ sagði Ásmundur Stefansson, forseti ASÍ, í samtali við DV þegar hann var spurður álits á óskum Pósts og síma og Landsvirkjunar um hækkun á gjaldskrám fyrirtækj- anna. Póstur og sími vill hækka gjaldskrá sína um 30-40%, en Landsvirkjun telur 10-16,4% hækk- un á gjaldskrá nauðsynlega. „Við vitum að þessi fyrirtæki hafa þrýst á um verðhækkanir og Póstur og sími hefur áhyggjur af stöðu sinni. Við minnum á að það stendur enn yfirlýsing frá ríkisstjóminni um að opinber þjónusta hækki ekki á árinu,“ sagði Ásmundur. Ásmundur sagði að augljóst væri að verðhækkanir síðustu mánaða hefðu verið meiri en reiknað hafi verið með, en þær hækkanir mætti fyrst og fremst rekja til verðbreyt- inga á erlendum gjaldmiðlum, einkum hækkana Evrópumyntcir. Sú staðreynd kallaði enn frekar á aukið aðhald ríkisvaldsins gagnvart verð- hækkunum. Sagði Ásmundur að í gær hefði verið haldinn fundur for- svarsmanna launþega og vinnuveit- enda með forsætisráðherra og fjármálaráðherra um verðlagsmál almennt og á þeim fundi hefði ekk- ert það komið fram sem benti til þess að þessar hækkanir næðu fram að ganga. Á fundinum hefðu tals- menn launþega lýst áhyggjum sínum vegna þróunar verðlagsmála undan- farið og talið nauðsynlegt að allt yrði gert til að halda aftur af verð- hækkunum, vöruðu sérstaklega við því að verðhækkunum opinberra fyrirtækja yrði sleppt lausum í upp- hafi næsta árs. „Áframhaldandi aðhald er nauðsynlegt ef verðbólgan á ekki að hlaupa upp aftur,“ sagði Ásmundur. -ój Ölvaður ók á bíl og vita Maður, sem grunaður er um ölvun við akstur, ók utan í bíl og síðan á ljósavita í Kópavoginum í nótt. Mað- urinn mun hafa verið að koma frá veitingastaðnum Broadway og á Ný- býlaveginum ók hann utan í kyrrstæð- an bíl og stakk af. Skömmu síðar ók hann bíl sínum á ljósavitann í Þver- brekkunni og aksturinn endaði svo í Kjarrhólma. Lögreglunni var tilkynnt um þetta í nótt og gat hún rakið slóð mannsins i Kjarrhólmann. Þá hafði maðurinn tilkynnt að bíl sínum hefði verið stolið en enginn vafi var á að hann hefði ekið honum um nóttina þar sem hann var með bíllyklana í vasanum. -FRI Ætla að taka hroðalega á -segir Jón Páll „Ég ætla að taka hroðalega á i dag,“ sagði Jón Páll Sigmarsson kraftajötunn en í dag lýkur keppninni um titilinn „Sterkasti maður heirns". Að þessu sinni er keppt í Nice í Suður- Frakklandi. Jón Páll hefur forystu að loknum tveimur keppnisdögum, með 36 stig. Aðalkeppinauturinn, Geoff Capes, sem náði titlinum af Jóni í fyrra, er með 33 stig. Eftir fyrsta dag voru þeir jafh- ir með 15 stig. Jón meiddi sig lítillega í gær er hon- um skrikaði fótur við að velta bíl. Það kom þó ekki að sök því Jón náði þriðja sæti í bílveltukeppninni meðan Geoff Capes varð að sætta sig við sjötta sæti. Nokkuð hefur verið um meiðsli keppenda enda mikið tekið á. Hollend- ingur, sem kallaður er „Slátrarinn", tognaði illilega á lærvöðva. Finni, sem var í þriðja sæti, sleit upphandleggs- vöðva í gær. I dag verður keppt reiptogi, rétt- stöðulyftu og því að hlaða upp á pall þungum hlutum sem ekki er vitað fyr- irfram hverjir verða, hugsanlega kampavínstunnur. -KMU Jón Páll Sigmarsson. Þeir tefldu eina skák að gamni sínu, Þröstur Þórhallsson, unglingameistari íslands i skák 1986, og nýliðinn, Arnar Gunnarsson, 7 ára, sem vakti athygli fyrir frammistöðu sína á mótinu. DV-mynd BG Þröstur Þórhallsson unglingameistari í skák Unglingameistaramóti Islands í skák 1986 lauk á miðnætti á mánu- daginn. Sigurvegari varð Þröstur Þórhallsson frá Taflfélagi Reykja- víkur. Hlaut hann sex og hálfan vinning. Annar varð Tómas Bjöms- son með fimm og hálfan vinning og í þriðja sæti varð Davíð Ólafsson, einnig með fimm og hálfan vinning. Þátttakendur í mótinu voru 56 tals- ins og komu þeir víðsvegar af landinu. Er þetta í þriðja sinn sem Þröstur Þórhallsson verður unglingameist- ari í skák. Hann vann titilinn í fyrra og einnig 1983, þá aðeins 14 ára gam- all. Verðlaunin eru ferð á skákmót erlendis en þegar hafði verið ákveðið að Þröstur tæki þátt í Evrópumeist- aramóti unglinga í skák sem fram fer í Hollandi um áramótin. -IBS Oafgreiddir myndlyklar: Ekki gert ráð fyrir mikilli eftirspum Um 3.500 pantanir á myndlyklum að Stöð tvö eru enn óafgreiddar. Bið- tíminn hefúr verið einn mánuður en fer nú að styttast, að því er Jón Óttar Ragnarsson sjónvarpsstjóri fullyrðir. Samkvæmt upplýsingum starfs- manns Heimilistækja, sem sér um sölu myndlyklanna hér á landi, var pantað með því hugarfari að stykkið kostaði 32.000 krónur. Var því ekki gert ráð fyrir eins mikilli eftirspum og raunin varð er tollar og önnur gjöld höfðu verið felld niður en verðið varð þá 11.800 krónur. Fjármálastjóri Stöðvar tvö, Hans Kristján Ámason, heldur því hins veg- ar fram að pantað hafi verið eftir að vitneskja fékkst um niðurfellingu tolla og aðflutnings- og afgreiðslugjalda. Segir hann að fyrirtækinu, er fram- leiðir myndlyklana, hafi verið tilkynnt um pöntun í júní en það anni ekki eftirspum á heimamarkaði og hafi Stöð tvö verið úthlutaður ákveðinn kvóti. Hjá Heimilistækjum er fyrsta pöntun bókfærð í ágúst. Hjá tolladeild fjármálaráðuneytisins er bréf til toll- stjóra um niðurfellingu tolla á myndlyklum dagsett þann 18. sept- ember 1986. Virðist því sem pöntun hafi verið gerð með tilliti til uppruna- legs verðs, það er að segja 32.000 króna. Að sögn Hans Kristjáns Ámasonar höfðu starfsmenn stöðvarinnar kann- að markaðinn í eitt og hálft ár og var um tvo lykla að raeða. Aðrir vom fyrst og fremst fyrir kapla. Sá er framleidd- ur er af dótturfyrirtæki Philips í Frakklandi varð fyrir valinu og von- ast nú allir hlutaðeigandi aðilar að myndruglarinn verði kominn á lager hér eftir áramót. Samkvæmt þeim upp- lýsingum er fiármálastjóri Stöðvar tvö gaf DV hefur sjónvarpsstöðin Kanal plus í Paris verið í gangi í tvö ár og heftir hún ekki enn getað annað eftir- spum á myndlyklum. Hér ríkir því kannski bjartsýni. -IBS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.