Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1986, Side 26
38
FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1986.
Meiming dv
Danshófundur er tengill
Hlíf Svavarsdóttir í heimsókn
Þegar ég hitti Hlíf Svavarsdóttur
síðla dags í byrjun vikunnar var ekki
á henni að sjá að hún hefði staðið við
það allan daginn að temja kroppa ís-
lenska dansflokksins til undirbúnings
íhimsýningunni í gærkveldi, auk þess
að sjá um komungan íslenák/hol-
lenskan son sinn.
Hún kom svífandi út úr Þjóðleik-
húsinu eins frísk og rösk að sjá eins
og fyrir tíu árum þegar ég hitti hana
fyrst í Hollandi. Jákvæð afstaða henn:
, ar til starfa síns, blönduð eldmóði og
hæfilegum skammti af sjálfsgagntýni,
heldur henni í góðu formi.
Sem er líka eins gott því á þremur
vikum hefúr hún þurft að semja nýjan
ballett, Amalgam, og kenna dans-
flokknum eldri ballett eftir sig er
nefnist Duende. Jú, á endanum viður-
kennir hún að þetta hafi verið strem-
bið.
„Annars hef ég áður þurft að vinna
undir tímapressu þannig að ég er
henni ekki óvön.“
Heitur dans og kaldur
Á dagskrá íslenska dansflokksins
em þrír ballettar, Ögurstund eftir
Nönnu Ólafsdóttur og svo ballettamir
tveir eftir Hlíf. í fréttatilkynningu er
‘ Amalgam lýst sem „köldu reiknings-
dæmi“ en Duende fjallar um „ástina
og dauðann" og er „allt annars eðl-
is“. Hlíf segir síðara verkið vera eins
konar danstilbrigði við ljóð Garcia
Lorca. Em þetta tvær hliðar á sama
danshöfundi? spyr ég Hlíf.
„Jú, það má alveg segja það,“ svarar
hún og er ekki vitund köld að sjá.
„Annars var ég líka að hugsa um
þetta sérstaka ballettprógramm þegar
ég setti verkið saman. Ballettinn
hennar Nönnu er kraftmikið, róm-
antískt verk og Duende er í drama-
tískum dúr þannig að mér fannst
nauðsyn að semja ballett af allt öðrum
meiði, ana-rómantískan, ef svo má
segja."
Er ekki erfitt fyrir danshöfund, sem
og aðra listamenn, að skipta sér svona
í tvennt?
„Það er kannski erfiðleikum bundið
fyrir listamann sem hefur fundið sér
fastan farveg. En ég er svo nýbyrjuð
að semja dansverk að ég get leyft mér
að flakka á milli mismunandi stíl-
brigða í dansinum. Um daginn samdi
ég meira að segja næstum naíft verk
fyrir danshóp í Rotterdam, meðal ann-
ar við lúðrablástur, engisprettuhljóð
og trommur.
Hugsanlega hætti ég að gera svona
tilraunir þegar ég er búin að finna
sjálfa mig - sem líklega gerist ekki
meðan ég tóri.
Ýkjulaus en margbrotinn
Við ræðum taktfastar endurtekning-
amar í Amalgam, svo og allt að því
vélræna tónlist Lárusar Halldórs
Grímssonar.
„Hollenski dansinn er dálítið í þess-
um anda, hófstilltur, ýkjulaus, en þó
margbrotinn," segir Hlíf. „Ég er mjög
upptekin af verkum Jiri Kylian sem
er meistari á sínu sviði. Hann er ekki
að flíka tilfinningum eins og tíðum
gerist í expressjónískum dansi. Svo er
ungur belgískur danshöfundur, Anne
Teresa de Keersmaeker sem ég er stór-
hrifin af.“
Hvað með þýskan listdans sem sagð-
ur er vera í miklum blóma eins og
stendur?
„Þú átt sennilega við danshöfunda
eins og Pinu Bauseh og „dansleik-
hús“ hennar. Þar ríkir allt önnur hefð
í dansi, expressjónísk og afar kre-
fjandi.
Ég get alveg séð kostina við þess
konar dans en er meira fyrir að hafa
taumhald á því sem gerist, gefa hlutina
í skyn fremur en að slengja þeim fram-
an í áhorfendur.
Það er raunar erfiðara en margur
heldur að semja einföld dansverk. Til
að fá fram rétta spennu í slík verk
verður að nema burt alla tilfinninga-
semi og tilburði til opinskárrar „tján-
ingar“. Danshöfundurinn verður að
temja sér harðstjóm."
Við ræðum um kynni þeirra Ed
Wubbe og Hlífar en það var fyrir
hennar tilstilli að Wubbe kom hingað
til lands fyrr á þessu ári og sló í gegn
eins og sagt er.
Meir fyrir stilluna
„Ed var í sjöunda himni yfir sam-
vinnunni við dansflokkinn en leiður
yfir þeirri aðstöðu sem flokknum er
boðið upp á. Ég held að íslenski dans-
flokkurinn hafi einnig verið mjög
heppinn að fá Wubbe til liðs við sig.
Hann er mikill hæfileikamaður, einn
af fáum slíkum."
Ég spurði hvort samstarfið við
Wubbe hefði verið góður undirbúning-
ur fyrir dansverk hennar.
„Að vissu leyti þótt við Ed séum
afar ólík hvað dansstíl snertir. Hann
semur verk sem hafa gott flæði,
streyma áfram, ég er meir fyrir still-
una, fyrir að fá sem mest úr minnstu."
Ég herði upp hugann og spyr Hlíf
hvort íslenski dansflokkurinn dansi
of mörg nútímaverk, hvort hann sé
með því að vanrækja klassíska dans-
inn.
„Þetta tvennt þarf auðvitað að hald-
ast í hendur. Gleymum ekki að klass-
íska danshefðin er undirstaða allra
þessara nútímadansa, allar æfingar
dansaranna eru klassískar. Ef vel á
að vera ætti dansflokkurinn að fá að
standa fyrir að minnsta kosti einni
klassískri sýningu á ári.“
Ég spyr hvaðan henni berist helst
innþlástur. Hlíf hlær dillandi hlátri,
rétt eins og hún væri að heyra þessa
spumingu fyrsta sinni.
„Alls staðar að. Þó hafa ljóðlistin
og tónlistin kannski gefið mér mest.
Hlíf Svavarsdóttir balletthöfundur.
Ég hef safhað að mér íslenskum ljóða-
bókum gegnum árin, bæði til að halda
við íslenskunni og veita mér innblást-
ur. Svo má ég ekki gleyma myndlist-
inni. Lengi vel var ég alæta á hana.“
í lausamennsku
Hvemig er að vera danshöfundur?
„Danshöfundur er einn allsherjar
tengiliður. Hann tengir saman dans,
tónlist, búninga, leiktjöld og lýsingu.
Hann verður líka að vera fastur fyrir
en þó tilbúinn að breyta hugmynd og
hagræða ef eitthvað nýtt og skemmti-
legt kemur fram á æfingum.
Góður danshöfundur má heldur ekki
ganga fram af dönsurum sínum. Hann
verður að leitast við að nýta helstu
kosti hvers dansara en reyna samt að
víkka tjáningarsvið hans.“
Að lokum spyr ég danshöfundinn
um framtíðaráformin.
„Eins og stendur er ég í lausa-
mennsku," svarar Hlíf, „og kann því
ekki illa, nema hvað verkefhin mættu
vera samfelldari. Næsta ár lítur vel
út. Ég held bara áfram uns ég hef gert
upp við mig hvort ég er góður eða
slæmur danshöfúndur." -ai
Bókabéus Bétveir
Bétveir Bétveir.
Höfundur: Sigrún Eldjárn.
Útgefandi: Forlagið, 1986.
Bétveir Bétveir er myndabók sem
forlagið sendir nú frá sér og er höf-
undur Sigrún Eldjám.
Áki litli, ofurvenjulegur drengur,
fær heimsókn utan úr geimnum.
Þetta er Bétveir, fúrðuvera, sem
komin er til jarðarinnar í bókmenn-
taleiðangur. Hann langar til að
kynnast fyrirbærum þeim sem jarð-
arbúar sitja löngum og glugga í. I
gegnum kíki hefúr hann séð að „ -
Fólk situr langalengi og horfir á
táknin og myndimar og því virðist
þykja svo gaman.“ Áki tekur að sér
að koma vemnni í kynni við bækur
og auðvitað er afi gamli mesti bóka-
ormur sem hann þekkir. Þeir
heimsækja hann og ömmu sem er
hins vegar með „sokkadellu". Það
stendur heima þegar Bétveir hefur
lært að lesa og lesið nokkurhundr-
uðbækumar hans afa þá hefur amma
prjónað sportsokka á alla fjóra fætur
vemnnar. Bétveir heldur heim al-
sæll með myndabók um sjálfan sig
í nesti sem kona, sem skrifar bækur,
afhendir honum. Sýnist mér Sigrún
Eldjám þar lifandi komin með hug-
verk sitt sem hér er til umfjöllunar
en kona þessi hefur verið nálæg alla
söguna.
Bamabækur
Hildur Hermóðsdóttir
Heimsókn utan úr geimnum
Löngum hefúr verið vinsælt að
láta böm jarðarinnar fá heimsóknir
kynjavera ofan úr loftinu eða utan
úr geimnum nú á geimöld. Þessar
verur skemmta gestgjöfúm sínum,
færa þeim tilbreytingu og stundum
nýja lífssýn (t.d. Litli prinsinn). Mér
sýnist markmið Sigrúnar með þess-
ari bók, auk skemmtunar, vera að
minna á gildi og tilvist bóka sem
bíða í löngum röðum í hillum eftir
því að verða lesnar og jafhvel minnir
hún á að ekki er ástæða til að ótt-
ast þá sem em öðmvísi en við.
Umhverfi Áka er íslensk náttúra,
stór garður með flugum og fuglum,
grænu grasi, blómum, steinum, trjám
og hólum. Inn í þessa veröld kemur
skepnan á bleika fúrðufarinu, Bét-
veir, sem Áki tekur á móti án ótta
og gagnrýni. Þegar hann kveður
vemna hugsar hann með sér: „Það
er alveg frábært að eiga vini - hvort
sem þeir em niðri á jörðinni - uppi
í tré - eða úti í geimnum!"
Einfaldleiki, glettni
Myndir Sigrúnar bera með sér stíl-
einkenni hennar: einfaldleika,
glettni, litagleði og tilfinningu fyrir
veröld bamsins. Það gerir textinn
vissulega líka. Þó að ég hafi aldrei
náð tilfinningalegú sambandi við
geimverur sem söguhetjur þá er vís-
ast að sá aldurshópur, sem sagan er
ætluð, geri það.
HH
Unglingsár
í horfn-
um heimi
Emii Bjömsson - Á misjöfnu þrífast bömin
best
178 bls. Öm og Örlygur, 1986.
„Það mætti segja mér, að sumur
hafi verið hlýrri og sólríkari á þriðja
tug aldarinnar, þegar ég var að vaxa
upp á Austurlandi en síðar hefur ve-
rið.“ Slíkt viðhorf er vist nokkuð
algengt, þegar menn rifja upp minn-
ingar, horfa til æskuáranna.
Þannig hefet líka einn kaflinn í ný-
útkominni minningabók, sem nefnist
Á misjöfriu þrífast bömin bezt. - Eigið
líf og aldarfar I. Höfiindur bókarinnar
er Emil Bjömsson, fyrsti fréttastjóri
sjónvarps, sem nú hefur látið af störf-
um fyrir skömmu.
Það er hálfkyndug tilfinning að upp-
götva, að þessi frumherji nútíma
fjölmiðlunar á íslandi, getur af eigin
raun greint frá algem miðaldaþjóð-
félagi, sem hann tilheyrði fram á
unglingsár. Maður hefur svo sem lesið
sitthvað af svipuðum lýsingum á sam-
félagi liðinna alda, en óneitanlega
kemur manni á óvart, að höfundur
geti með töluverðum rétti sagt um
sjálfan sig, að hann hafi „verið uppi á
öllum öldum Islandssögunnar".
Hann segir á einum stað svo frá:
„Mín kynslóð ólst upp við fákunnáttu
og fátækt til sjós og lands: Aflvéla-
leysi, peningaleysi, atvinnuleysi,
húsnæðisskort, heilsuleysi, heyleysi,
mannréttindaleysi, kulda og klæð-
leysi, orkuskort, eldiviðarleysi, örygg-
isleysi, óþrifnað og óvæm, matarskort,
menntunarskort og verkfæraleysi."
Alhæfingar em alltaf hæpnar, og ég
efast um, að kynslóðin, sem leit ljós
heimsins á stríðsámnum fyrri og er
nú um sjötugt, hafi upp til hópa alizt
upp við svo gífurlegan skort, en lífið
hefur þó áreiðanlega reynzt mörgum
erfitt, ekki sízt framan af.
Reistur upp frá dauðum
Allt fram á síðustu ár var Breiðdalur
eystra fjarri alfaraleiðum og þar virð-
ist lengur hafa eimt eftir af fomum
lifsháttum og lífeviðhorfum en víða
annars staðar. Flest virðist hafa verið
þar með fomlegu sniði fram á fjórða
áratuginn - Kannski lengur - , t.d.
húsakostur, klæðaburður, búskapar-
hættir, vinnubrögð og mataræði þar
var heimilisguðrækni í góðu gengi á
æskuárum höfundar og meðal afþrey-
ingarefnis er nefhdur rímnakveðskaj>
Bókmenntir
Páll Líndal
ur. Þá spmttu fram þeir dýrðarmenn
Bemódus Bomeyjarkappi, Líkafrón
og kappar hans og fleiri slíkir. Emil
rifjar upp meðal annars vísu úr
Göngu-Hrólferímum; er ekki fúrða
þótt mönnum hafi þótt bragð að slíku
í grámósku daglegs lífe.
„Fárleg vóm fjörbrot hans,
fold og sjórinn léku dans;
gæfusljór með slæpafans
Grímur fór til andskotans."
Svo vom lesnar fomaldarsögur og
einnig komust menn í kynni við Gretti
og þau nafntoguðu sómahjón Helgu
Jarlsdóttur og Hörð Hólmverjakappa,
svo að dæmi séu nefnd.
I Breiðdalnum vom menn alls ekki
lausir við galdratrú, afturgöngur vom
þar á sveimi og sambandið við annan
heim var svo gott, að Friðrik huldu-
læknir nánast reisti Guðmund afa
Emils upp frá dauðum.
Annars er Guðmundur ein eftirtekt-
arverðasta persónan í bókinni,