Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1986, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1986, Blaðsíða 12
LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1986. 64 Hollywood í Norður-Kóreu Lestin til Paradísar fer héðan á sjö mínútna fresti. Þessi Paradís er neð- anjarðarbrautarstöð sem Norður- Kóreumenn kjósa að kalla svo. Aðrar stöðvar kenna þeir við nýj- ungar og metuppskeru og annað af því tagi þótt raunveruleikinn á yfir- borðinu sé allur annar. Við fyrstu sýn er höfuðborgin Py- ongyang falleg nútímaleg borg með fjölda glæsilegra minnismerkja af „hinum ástsæla leiðtoga" Kim II Sung. Við nánari athugun kemur þó í ljós að þessi framhlið, sem snýr að gestum borgarinnar, er ekki annað en dýr tilraun til að láta líta svo út sem Norður-Kórea sé „Paradís fólks- ins“, eins og valdhafar vilja kalla landið. Neðanjarðarstöðvamar eru ríku- lega skreyttar með marmara en á þjóðvegunum, sem liggja til borgar- innar, sést fólk á göngu því almenn- ingssamgöngurnar, sem í boði eru, anna ekki öllum flutningum. Það vantar jafnvel reiðhjól. Glæsileg framhlið Aðalgötur borgarinnar eru áber- andi hreinlegar. Meðfram þeim standa háhýsi í beinum röðum en að baki þeim eru óhrjáleg íbúðahverfi með dimmum götustígum sem óvið- komandi er ekki ætlað að sjá. Við aðalgötumar em verslanir á neðstu hæðum húsanna en vömúr- val er þar oft mjög fátæklegt og í sumum þeirra em vömrnar ekki til sölu. Útlendingar í landinu segja að þetta séu gerviverslanir þar sem varningurinn er aðeins sýndur en ekki seldur. Stjórnin hefur eytt milljónum í að reisa minnismerki í höfuðborginni. Þar á meðal er 170 metra há stytta af leiðtoganum Kim II Sung. Versl- anir þar sem almenningur getur keypt nauðsynjar em aftur á móti með þeim fátæklegustu sem þekkjast í kommúnistaríkjunum. Blaðamaður, sem nýlega var á ferð í höfuðborginni, hefur sagt frá skoð- unarferð á barnaheimili. Þar var sundlaug, reiðhjólabraut og lest fyrir börnin til að aka í. Blaðamaðurinn spurði hvort þetta væri venjulegt barnaheimili og var sagt að svo væri. Svona búin barnaheimili væru í öll- um borgum og bæjum. „Þetta land líkist Hollywood á margan hátt,“ sagði erlendur kaup- maður sem um árabil hefur haft kynni af Norður-Kóreu. „Margar bygginganna eru aðeins framhlið- arnar en innan dyra er ekkert. Það er útlitið, ímyndin, sem skiptir máli.“ Einangrað land íbúar Norður-Kóreu fá svo gott sem engar upplýsingar um veröldina utan landamæranna til að bera sam- an við eigin lífshætti. Fréttaflutningi er vandlega stjómað af yfirvöldum. í fjölmiðlum fer mest fyrir frásögnum af „hinum ástsæla leiðtoga" og syni hans, Kim Jong II. Útvarpstæki eru með föstum bylgjulengdum þannig að erlendar stöðvar nást ekki. íbúunum er sagt að þeir búi í einu af ríkustu löndum heims og að Suður-Kóreumenn búi við sára fátækt. Því er einnig haldið fram að fólk frá löndum kapítalis- mans þrái að flytja til Norður- Kóreu. Aðrar upplýsingar eru ekki fáan- legar þannig að almenningur hefur engin tök á að vefengja þessar full- yrðingar. „Fólkið er mjög fáfrótt," er haft eftir erlendum kaupmanni. „Það trúir áróðrinum gagnrýnis- laust. Það hefur engan samanburð og trúir því þar af leiðandi að það búi í besta ríki á jörð.“ Vaxandi skortur Norður-Kóreumenn njóta ókeypis heilsugæslu og til almannatrygginga renna aðeins sem nemur 2% af laun- um verkamanna. Opinberlega er því haldið fram að enginn skortur sé á nauðsynjum og skömmtun á vörum óþekkt. Útlendingar i landinu segja aftur á móti að allar nauðsynjar séu skammtaðar. Stjómarerindrekar í Peking segj- ast hafa heimildir fyrir því að nýlega hafi komskammturinn verið minnk- aður um 14% og sagt er að verulegur skortur sé á grænmeti og kjöti. Læknir á sjúkrahúsi, sem erlendum gestum er alltaf sýnt, segir að í Norð- ur-Kóreu séu nauðganir óþekktar og kynsjúkdómar sömuleiðis. Þar á kynvilla einnig að vera óþekkt, ein- stæðar mæður engar, ekkert at- vinnuleysi, og skilnaðir svo fátíðir að ekki taki að nefna þá. Hann sagði að í landinu væm eng- in fangelsi þótt hann viðurkenndi að þar væm endurhæfingarbúðir og stöðvar fyrir „hugmyndafræðilega endurmenntun." Reuter/GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.