Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1986, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1986.
69
Skoskir
smábændur
sigri
Skoskir smábændur fagna um
þessar mundir að öld er liðin frá
því lög voru sett til vamar því
að erfðafestulönd þeirra væru
seld undir stórbúskap. Þetta
markaði endalok tímabils sem
kennt er við rýmingu háland-
anna.
Með setningu laganna árið 1886
lauk miklu átakatímabili þegar
þúsundir smábænda voru reknar
af jörðum sínum af rikum land-
eigendum sem breyttu um 800
þúsund hekturum af jarðnæði i
beitilönd fyrir sauðfé og veiði-
lendur, sjálfum sér og stéttar-
bræðrum sínum til skemmtunar.
Frá þessum tíma er til fjöldi
harmsagna af leiguliðum sem
reknir voru á vergang. Or þessum
sögum hefur verið gerð dagskrá
sem nú er sýnd víða um Skotland
í tilefni af tímamótunum.
Sárarminningar
Þar má sjá ljósmynair af til-
kynningum sem festar voru upp
i kirkjum þar sem bændum var
skipað að hafa sig á braut, auk
annarra mynda írá þessu harm-
sögulega tímabili.
Þar á meðal er mynd af gömlum
og veikburða Skota þar sem hann
horfir á fjölskyldu sína stíga á
skipsijöl fyrir siglingu til Vestur-
heims. Með myndinni fylgja þau
einkunarorð að „þótt ætt þín
hafi einu sinni verið stolt þá átti
hún ekki svo mikið sem eitt strá
í dölunum sem hún taldi sína
eign .
Lögin voru sett eftir blóðug
uppþot. Leiguliðar höfðu og með
sér samtök um að greiða ekki
afgjald. Lögin, sem enn eru í gildi,
áttu að tryggja friðinn og koma
nýrri reglu á afgjaldsmálin.
Með lögunum var vikið frá
hefðinni við leigu lands á frjáls-
um markaði. Með þeim var tekið
fyrir brottrekstur smábænda en
þeim tókst ekki að vinna aftur
þau lönd sem þeir höfðu glatað.
„Þetta mál vekur enn upp heit-
ar tilfinningar," segir James
Hunter, formaður sambands
skoskra smábænda. „Fólk var
rekið frá heimilum sínum af hinni
mestu harðneskju. Þetta eru at-
burðir sem ekki gleymast."
Umrót
Rýming hálandanna ýtti undir
verulega fólksflutninga til Norð-
ur-Ameríku frá því snemma á 19.
öldinni og í leiðinni brotnaði nið-
ur hið foma ættarveldi Skot-
lands.
1 sumum tilvikum stóðu afkom-
endur gamalla ættarhöfðingja
fyrirbrottrekstri smábændanna.
Það varð til þess að þeir sneru
endanleg baki við höfðingjunum
og varð einnig til að auka á
beiskjuna sem fylgdi þessum at-
burðum.
Önnur afleiðing var sú að gel-
ískunni. sem var tungumál
alþýðu í hálöndunum, hnignaði.
Það er álit sumra sagnfræðinga
að lögin, sem bundu enda á rým-
ingu hálandanna, hafi verið
mistök sem einungis leiddu til
enn meiri fólksflutninga. Lögin
breyttu engu um lífsafkomu smá-
bændanna í hálöndunum. Þegar
árið eftir að þau voru sett má
finna dæmi um að smábændur
fóru um í hópum í leit að villibráð
til að framfleyta fjölskyldum sín-
um.
Fólki í hálöndunum fækkaði
um 30% á árunum frá 1881 til
1931 vegna samdráttar í fiskveið-
um og fólksflutninga til borg-
anna.
Forystumenn sambands smá-
bænda halda því fram að lögin frá
1886 hafi markað tímamót sem
hafi bjargað smábændum og gel-
ískunni. Nú eru um 10 þúsund
smábændurí Skotlandi. Flestir
þeirra hafa ýmsar aukabúgreinar
svo sem vefnað, prjónaskap og
ferðamannaþjónustu.
?'rá árinu 1976 hafa smábændur
verið hvattir til að kaupa það
land sem þeir hafa í ábúð en flest-
ir þeirra kjósa þó að vera leigu-
liðar áfram því lögin frá árinu
1886 tryggja þeim góð kjör.
Árið 1965 var að undirlagi
bresku stjómarinnar gerð
byggðaáætlun fyrir hálöndin og
skosku eyjarnar. í framhaldi af
þessari áætlun hafa margir smá-
bændur snúið sér að fiskrækt með
ágætum árangri.
Forystumenn samtaka smá-
bænda segja að nú sé unnið að
því með ágætum árangri að
tryggja að smábúskapur þrífist í
hálöndunum í öld enn í það
minnsta. „Þess gætir nú mjög að
fólk vill meta smábúskapinn
meira en áður,“ segir formaður-
inn Hunter.
Undahfarin ár hefur mikið bor-
ið á því að ungt fólk yfirgæfi
hálöndin. Nú ber meira á að það
vilji ílendast á heimaslóðum.
Reuter/GK
Mömmur, pabbar, afar, ömmur, frænkur, frændur
GEFIÐ UNGU FRUMBÝLINGUNUM
FRÁBÆR GJÖF OG KÆRKOMIN
Þau eru að byggja eða lagfæra gamalt húsnæði og
næstum allt vantar í nýja heimilið - eins og útidyrahurð, flísar,
bað o.fl. o.fl. Hvað á að velja? Hvað gleður þau mest?
Auðvitað er erfitt að velja fyrir aðra.
Ekki viltu gefa peninga, ekki viltu heldur spyrja hvað vanti.
Hvað skal þá gera?
Gjafabréfið frá Byko leysir úr þessum vanda.
Það gefur handhafa kost á að velja sjálfur byggingavörurnar í
Byko, en þar fæst því sem næst allt í húsið.
Upphæðin er þitt val.
Þú ákveður upphæð gjafabréfsins, sem er fallega teiknað og
áritað þeim er gjöfina fær. Tilefnið getur verið hvað sem er.
Það birtir yfir búskapnum
með GJAFABRÉFINU FRÁ BYKO
KOPAVOGI
SÍMI 41000
HAFNARFIRÐI
SÍMI 54411
BYKO
AUKhf. 10.72/SlA