Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1986, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1986, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1986. 71 Jól fyrir austan og vestan Vestræn jól eru farin að setja mark sitt á jólahald Austur-Þjóðverja. Auglýsingamar í vestur-þýska sjón- varpinu færa glansmyndir af jólun- um inn á yfirlætislausari austurþýsk heimili. Og þó búðir í Austur-Þýska- landi séu skreyttar og ljósum prýdd- ar, þá kemst úrvalið hjá þeim ekki í hálfkvisti við dásemdimar sem boðið er upp á vestan megin. Erick Honnecker, leiðtogi Austur- Þýskalands, gerir sér grein fyrir að- dráttarafli því sem þessi vestræna „paradís" kann að hafa og hefur til- kynnt um nýja áætlun til að brúa bilið milli óska neytenda og vöru- framboðs í landinu, sérstaklega hvað varðar fatnað. Efnhagsáætlanir fyrir tímabilið 1986 til 1990 sýna að Honnecker vildi frekar draga úr fjár- festingum í iðnaði heldur en fresta þessum umbótum til handa neytend- um. Jólin eru sá tími ársins sem bilið á milli vöruframboðs í austri og vestri verður hvað mest áberandi. A óska- lista barnanna fyrir jólin er að finna hluti sem bömin hafa séð í vestur- þýska sjónvarpinu en eru með öllu ófáanlegir í Austur-Þýskalandi. „Ég gerði ráð fyrir að foreldrar vestur frá ættu líka í vandræðum þegar þeir hafa ekki efhi á öllum þessum dýru gjöfum en það gerir það ekki auðveldara fyrir okkur að út- skýra fyrir börnunum okkar að vörubílinn sá arna eða dúkkan sé einfaldlega ekki til í landinu," segir örg austurþýsk móðir. „Þetta er sá tíminn sem ég get alveg hugsað mér að vera án þessa „glugga í vestur“, bætir hún við og kinkar kolli í áttina að sjónvarpinu. En jól í Austur-Þýskalandi em svo sannarlega engin sultarhátíð, með tómum búðarhillum. Búðir þar em kannski heldur fátæklegar í saman- burði við það sem gerist í vestrænum löndum en vöruúrvalið þar er stórum meira en hjá nágrönnunum austan megin en Pólverjar og Rússar renna öfundaraugum til verslananna í Austur-Þýskalandi. Um jólin birtast appelsínur frá Kúbu í búðarhillum, einnig er nægj- anlegt framboð á banönum, hnetum og alls kyns góðgæti, sem er sjaldséð í öðmm austantjaldslöndum. I Aust- ur-Þýskalandi eru heimsþekkt leik- föng úr tré, en fólk kvartar yfir því að úrvalið af þeim sé flutt út. Sá ráðherra, sem ábyrgur er fyrir þess- um málum, hefur neitað þessum ásökunum og segir þær einfaldlega ósannar. Hann segir einnig að þó skortur sé á ýmsum vörutegundum þá sé eftirspurninni í það heila tekið fullnægt á flestum sviðum. En það gæti reynst Honnecker erf- itt verkefni að fullnægja á allra næstu árum þeim kröfum sem aug- lýsingar vesturþýska sjónvarpsins skapa. -Reuter/VAJ Þó vöruúrvalið i verslunum i Austur-Þýskalandi sé meira en í flestum öðrum austantjaldslöndum er það heldur fátæklegt i samanburði vlð það sem gerist i vestrænum löndum. OPIÐ TIL KL. 10 Opíð til kl. 10 alla daga, Þorláksmessu til kl. 23.00 Smiðjuvegi 2, Kópavogi, á horni Skemmuvegar. Simar 79866, 79494. LEITIN ENDAR HJA ESSO Á bensínstöðvum ESSO fást ódýrar en vandaðar vörnr af ýmsu tagí, sem eru tílvaldar í jólapakkann. Þar fæst Iíka jólapappír ásamt merkíspjöldum og margs konar vamíngí tíl jólaundírbúníngs s.s. lítaðar perur í útíseríuna, framlengíngarsnúrur og öryggí, að ógleymdum reYkskynjurum og slökkvitækjum. TVEIR KERTASTJAKAR MEÐ KERTUM. STEREÓ ÚTVARP VONDUÐ SIMTÆKI MEÐ TÓNVALI VHS MYNDBAND 3 KLUKKUSTUNDIR Komdu víð á næstu bensínstöð ESSO og gerðu góð kaup Athugaðu að það er opíð bæðí á kvöldín og um helgar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.