Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1986, Blaðsíða 24
Tindátinn staöfasti
Hér er ágætis dægradvöl til aö dunda viö milli máltíða yfir hátíðimar. Spilið byggir á ævintýri
H.C. Andersen um staðfasta tindátann sem var einfættur en ætíð trúr sinni litlu dansmey. Þátttak-
endur í spilinu geta verið 2-6. Hver þeirra þarf að verða sér úti um lítinn kubb, pening, sveskjustein
eða eitthvað þvíumlíkt, sem hann færir svo eftir leið dátans hverju sinni. - Góða skeramtun!
2) Einu sinni var tindáti sem var ein-
fættur af því hann var steyptur síðastur
og ekki var nóg efni til að ljúka við aðra
löppina. Engu að síður var hann jafn-
staðfastur og bræður hans. Bíðið eina
umferð.
3) í hallardyrunum stóð yndisleg dan-
smær með slæðu um mittið. „Þetta er
kona fyrir mig!“ hugsaði tindátinn. Þú
færð aukakast.
8) Nú stökk trúður upp úr öskjunni
og hrópaði: „Tindáti, hafðu augun hjá
sjálfum þér!“ Bakka aftur á reit nr. 4.
9) Næsta morgun var tindátanum
stillt út í glugga. Þá kom vindhviða sem
feykti honum niður á götu. Flyst fram á
reit nr. 11.
13) Hann stóð á haus með byssusting-
inn fastan milli götuhellnanna. Enginn
heyrði til hans er harm kallaði: „Hér er
ég!“ Þú færð ekki að halda áfram fyrr
en þú færð 1, 3 eða 5 upp á teninginn.
15) Nú fór að rigna eins og hellt væri
úr fötu og vatnið rann eftir rennusteinin-
um. Færðu þig fram á reit nr. 17.
18) „Hann á að fara í siglingu,“ hróp-
uðu tveir götustrákar og ýttu honum úr
vör á pappfrsbát. Tvö aukaköst. Hið
fyrsta flytur þig áfram, hið síðara ffytur
aðra leikmenn afturábak.
20) „Stopp, ert þú með vegabréf?“
spurði vatnsrottan undir rennusteins-
ijölinni. Bíðið eina umferð.
23) Báturinn steyptist út í stóran
skurð og hvolfdi. Stór fiskur gleypir
tindátann í sömu mund. Þú dregur einn
frá næsta kasti þínu.
25) En hvað það er dimmt héma.
Tindátinn hugsar til litlu dansmeyjar-
innar sem hann fær nú aldrei að sjá
aftur. Þú færð ekki að fara áfram fyrr
en þú færð 2, 4 eða 6 upp á teninginn.
29) Allt í einu tók fiskurinn kipp og
varð loks kyrr. Áfram á reit nr. 32.
36) Fiskurinn er seldur á markaðs-
torginu, eldabuska heimilisins kaupir
hann. Allir færa sig fram um tvo reiti.
41) „Tindáti!" hrópaði eldabuskan
þegar hún skar fiskinn upp og sá hver
var inni í honum. Bíðið eina umferð.
44) Skyndilega kastaði lítill drengur
tindátanum inn í ofrúnn og hann starði
á litlu dansmeyna á meðan hann bráðn-
aði. Bíðið þar til allir þátttakendur em
komnir fram yfir reit nr. 39.
45) Dyr opnuðust og trekkurinn blés
dansmeynni inn í ofrnnn til dátans. Far-
ið fram á reit nr. 47.
50) Næsta morgun fann þjónustu-
stúlkan hann sem lítið tinhjarta. Ekkert
var eftir af dansmeynni nema slæðan sem
var kolsvört af brnna.
Sá sem fyrstur kemst í mark er sigur-
vegarinn.