Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1986, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1986, Blaðsíða 5
hrein náttúruafurð, er nú orðin að tákni fyrir hættuna sem siðmenn- ingin getur leitt yfir mannkynið. Svo óréttlát geta örlögin orðið. Það eru ráðþrota menn sem eru að handsama dýrin í gerðinu. Og þeir eru einnig öryggislausir. Þeg- ar svona er komið er engin ástæða til að halda þessari lífsbaráttu áfram. Þeir eru ekki lengur sjálfum sér ráðandi. Það er engin vörn til. Hreindýrin halda áfram að ganga sjálfala en til einskis. En sem betur fer er það svo að Samarnir eru ekki gjarnir á að gefast upp. Þeir beygja sig ekki fyrir erfiðleikunum. Þeir ætla að berjast við ofureflið. Áfram til nýrra landa Þannig lítur Rasmus Anti á mál- in. Hann tók sig upp frá Karasjok. Eftir kjamorkuslysið er framtíð hans ekki lengur trygg í Norður- Þrændalögum. Þess vegna ætlar hann að leita nýrra og hreinni heitilanda. Ef til vill finnur hann þau á heiðunum í Sorlandinu eða í Finnskógunum. Honum er sama hvert hann fer. Hann er bjartsýnn NS KR. _eðunum frá PHILIPS og þú getur samningsvilja okkar. semur þú um greiðslur við þitt hæfi. Kreditkortaþjónusta. Heimilistæki hf 8, sími 27500 - Hafnarstræti 3, sími 20455. LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1986. og ætlar ekki að snúa baki við lifn- aðarháttum sínum. Þegar liðið er á dag er vinnunni í hreindýragerðinu lokið. Ásetn- ingsdýrunum er sleppt á fjall. Síðasti sláturbíllinn er lagður af stað suður á bóginn. Fólkið heldur heim í kofana. Það verður engin veisla með kjöti af nýslátruðu í dag. í versluninni er hægt að fá brauð og svínakótilettur. Og nú hefst biðin eftir að vita hvernig vindar blása á næsta ári og árið þar eftir. Snarað/GK í norðurhéruðum Skandinavíu er hreindýrasláturtíðin einn af merk- isviðburðum ársins. Mikið er unnið og mikið selt. Það er brosað og fólk er bjartsýnt - en ekki í ár. í ár kom ósýnilegur óvinur með vindinum. Vindurinn virðist staðráðinn í að taka kofana með sér. Það brakar sveigðum veggjunum. Vindurinn fer sínu fram í þröngum, nöktum dalnum milli hárra fjalla. Rasmus Anti hefur komið sér fyr- ir á sófanum og lætur sér fátt finnast um gnauðið í vindinunm. Rasmus á allt sitt undir vinnu hjá Árdal og Sunndal Verk. Það er ál- bræðsla sem hefur eignast kofana víða um heiðalöndin við Árdal og leygir hreindýrabændum í sláturs- tíðinni. Þeir hafa annars ekki fasta búsetu. Hve langt suður Örlögin hafa leitt Rasmus Anti suður í Sogn og Fjörðuna og ef til vill eiga þau eftir að leiða hann lengra suður eftir þessu langa landi. Hann heldur hreindýrum sínum til haga í Norður-Þrændalögiun. Áður hélt hann til norður í Karasj- ok en þar herjaði veiki á dýrin þannig að hann flutti sig suður á bóginn. Nú geisar svartidauðinn á ný. Það er ósýnilegur vágestur sem breiðist út með sömu vindum og skekja kofana sem verksmiðjan á. Vindurinn, sem er einn af frum- kröftunum í lífi þessara manna. Á heitum sumardegi er hann svalandi en nístir allt í gegn á vetrum. En hann er alltaf hreinn - þar til nú. Skammt frá eru hreindýrin - um þúsund að tölu - á beit. Fyrir ligg- ur að merkja kálfana fyrir slátrun og þar leggur Rasmus hönd á plóg- inn. Það er þess vegna sem hann er kominn suður til Þrændalaga. Vinna hefst snemma að morgni. Kofarnir stóðu storminn af sér. Nýr dagur er risinn, gjörólíkur dimmri nóttinni sem stormurinn feykti á brott. Það má sjá mildari ský yfir fjöllunum en þegar stormurinn geisaði. Ekki gleðitími lengur Það er hætt að skafa og stráin standa bogin upp úr fönninni. Mennirnir koma saman við gerðið. í venjulegu ári er þetta einn eftir- minnilegasti dagurinn. Nú á að velja sláturdýrin og í ljós kemur hverjar verða tekjur næsta árs. Maðurinn sem á þessa hjörð er helsti kjötkaupmaður í Sogni og Fjarðafylki. í ár ganga menn ekki glaðir til þessa verks. Það verður þó að inna það af hendi. Hjörðinni er skipt og nokkur hluti hennar króaður af. Dýrin rása um meðan mennirnir líta eftir kálfum sem ekki hafa ver- ið markaðir. Þeir eru gripnir og hníf brugðið á eyrun. Kálfarnir eru markaðir og slátur- dýrin valin úr og rekin upp á vörubílspall. Síðan hefst ferð þeirra til Lillehammer. Dýrin hafa þrifist vel í sumar. Þau eru stór og feit en með vindin- um hefur borist eitur. Það varð gríðarleg sprenging í nokkur þús- und kílómetra fjarlægð. Geislunin barst með vindinum sem þekkir engin takmörk. Hreindýrin nærast á lyngi. Lyng- ið fær næringu sína m.a. úr loftinu sem var mjög mengað nokkra vor- daga í ár eftir sprenginguna í kj amorkuverinu. Lífsafkoma þessara manna er í ríkum mæli undir náttúruöflunum komin. Þeir nýta það sem landið gefur af sér án þess að ofnýta það. Fæðan og menningin éru óaðskilj- anleg. Ekki hugsaö fyrir afleiðing- unum Nú raskast þessi skipan. það er þó ekki vegna eigin veikleika eða rányrkju heldur er það siðmenning nútímans sem raskar lífsháttum jafnvel á hinum afskekktustu stöð- um. Raforkan er lykillinn að hinum nýju og hetri tímum. Stundum verður þróunin of hröð og fyllsta öryggis er ekki gætt. Það er byggt án þess að afleiðingamar liggi ljós- ar fyrir. Síðan kemur að því að allt geng- ur úr skorðum og hreindýr Samanna em ekki lengur tókn um jafnvægið í sambýlinu við náttúr- una heldur vandamál sem stjórn- völd verða að finna lausn á. Þetta er mótsögn sem er öllum ljós sem eru samankomnir í hrein- dýragerðinu þennan vetrardag. Fæðan, sem einu sinni var talin PHIU HÁGÆÐA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.