Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1986, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1986, Blaðsíða 22
78 LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1986. Popp Brúarsmiðurinn Billy Joel Sem gamall hrúarvmnugarpur eru brýr fyrir mér ákaflega merkileg fyrirbæri; veit sem er að Halldór E. og fleiri brúarsmiðir taka heils hugar undir þessi orð. Ekki veit ég hvort Billy Joel er framsóknarmað- ur (kæmi það sosum ekki á óvart) en brúarsmiður er hann og hefur eins og fleiri reist sér minnisvarða 1 brúarlíki. Langþráð sólóplata hans frá því í haust heitir The Bridge og hefur flestallt til að bera sem prýða má kjörgrip. Stundum þegar nútímapoppið með allri sinni umgjörð og fútæk- legu innihaldi lemur hamarinn, steðjann og ístaðið í miðeyranu svo að mann verkjar í höfiiðið og sár- vorkennir kuðungnum að þurfa greina þessa linnulausu barsmíð - þá finnst manni ef til vill að það mætti að ósekju fjölfalda Billy Joel. Hann er næstum því að verða sá síðasti sem ann góðum laglínum, ber skynbragð á melódíu. Og hefur líka eitthvað að segja. Trúverðugur Þetta tvennt, fínar melódíur og innihaldsríkiir textar, eru stóru kost- ir Billy Joels. Hann hefur líka til að bera að vera trúverðugur á plötu, ekki bara sem tónlistarmaður, líka bara sem maður og hlustandinn hef- ur það á tilfinningunni eftir að hafa hlýtt á plötur hans að hann þekki lítillega tónlistarmanninn sem til hans talar (eða syngur). Það kann vel að vera að svona mikilvægir kostir í fari einhvers tón- listarmanns þyki ekki lengur neitt eftirsóknarverðir, jafnvel gamaldags, eins og einhver hélt fram á dögunum. En þá er gamaldags bara orðið hrós- yrði í mínum eyrum og tónlist komin í eitthvert öngstrætið þegar greind- um og þroskuðum tónlistarmanni eins og Billy Joel er gefið langt nef af fjöldanum. Prinsessan Sagan um Billy Joel er löng og ein- hvem tímann verður hún kvikmynd- uð, svo mikið er vist. Með aðferðum dramatíkur gæti hún víst rúmast í einni málsgrein: sagan um fátæka New Yorkstrákinn sem varð stjama og kvæntist prinsessunni. Var ekki Ólafur Gunnarsson rithöfundur að segja að ævintýrin væm að komast í tísku í bókmenntum á nýjan leik? Saga Billy Joels er eins og ævintýri og það er ekki frá mér komið þó ein- hveijum hafi dottið í hug ævintýrið um prinsessuna og froskinn. Prinsessan er auðvitað Christie Brinkley, háfætta tískusýningar- stúlkan sem Billy Joel hefur bundist tiyggðaböndum og lék eftirminnilegt hlutverk í söngnum Uptown Girl á myndbandinu forðum tíð. Þau eign- uðust stúlkubam, Alexu Ray, fyrir ári eða svo. Og þessi stúlka hefur breytt Billy Joel meira en nokkur annar. Hann segir að það hafi gjör- breytt lífinu að eignast bamið, hann hafi skyndilega haft um annað að hugsa en sjálfan sig. „Allt lífið em menn með hugann við sjálfan sig og eigin þarfir. Jafnvel þegar menn kvænast, ég held menn séu þá fyrst og fremst að hugsa um eigin hag - þú kvænist þessari manneskju af því að hún gerir þig ánægðan. En þegar þú eignast bam sérðu allt með þarfir bamsins í huga. Heilbrigt viðhorf á sína vísu. Þú fjarlægist sjálfan þig.“ Sagan í stuttu máli Billy Joel er 38 ára gamall og fékk eins og margir aðrir hraðan hjart- slátt þegar Bítlamir vom nefndir á nafn í hans ungdæmi. Svo stiklað sé á stóm í sögu hans (þið sjáið bara kvikmyndina eftir 40 ár!) þá fór hann grýtta veginn til frægðarinnar, spil- aði með einni hljómsveit af annarri á skólaárunum uns næturgöltrið kom honum á kaldan klaka í skólan- um. Hann reyndi fyrir sér í hnefaleik- um og hafði brotið nef upp úr barsmíðunum. Um 1970 hafði hljóm- sveitin, sem hann var í, The Hassles, gefið út tvær plötur sem báðar seld- ust þokkalega vel og næsta hljóm- sveit, reyndar dúett Joels og trommarans úr The Hassles, Jona- than Small, gaf út eina plötu sem féll kylliflöt á markaðnum. Þá flutt- ist hann til Los Angeles með Elisa- beth Weber sem síðar varð bæði umboðsmaður hans og eiginkona. Joel gerðist barpianisti og gat lifað af tónlistinni. Svo fékk hann plötu- samning en fyrsta sólóplatan, Gold Spring Harbor, hefur aldrei þótt merkileg smíð. En hann hafði þá sa- mið lag eitt sem ýmsir voru hrifnir af, the Piano Man, og um síðir kom út plata með því nafni. I millitíðinni hafði Joel setið við píanóið á bamum og gegnt nafninu Bill Martin. Þótti fínt. Piano Man varð minni háttar smellur og síðan hefur leiðin verið upp á við, hægt og bítandi. Næstu plötur, Streethfe Serenade og Tumstiles, gerðu enga óskapalukku en með The Stranger 1977 opnuðust flóðgáttimar og lög eins og Just The Way You Are og My Life og fleiri færðu Joel heimsfrægðina á silfur- bakka. Hann átti hana inni. Eftir þriggja ára hlé lét Joel loks til sín heyra í haust með Brúnni, plötu sem hefur farið alltof hljótt og hefur að geyma gullkom eins og This Is The Time. En hvað finnst Billy Joel um aðra í poppinu? Sting og Costello Á dögunum hældi hann Peter Gabriel, sagðist hafa dáð hann mjög lengi. Tveir merkustu rokktónlistar- mennimir að hans dómi em þó Sting og Elvis Costello. (Fínn smekkur!) „Þessir tveir hafa ótvírætt haft áhrif á mig, Sting einkanlega fyrir tónlist- ina, Costello fremur fyrir textana. Ég held Costello hafi haft áhrif á hverja einustu hljómsveit sem kom a eftir honum - hann er guðfaðfr ný- bylgjunnar. Ég held enginn geti verið hugsandi textasmiður og ekki verið undir áhrifum frá honum. Enginn sem þekkir til tónlistar Billy Joels fer varhluta af kynnum hans af Bítlunum og einkum og sér í lagi þykir platan The Nylon Cur- tain frá 1982 bera svipmót fjórmenn- inganna frá Liverpool. Lennon svífur þar að minnsta kosti yfir lögimum. Sjálfur hefur Joel þessa plötu sína, The Nylon Curtain, í mestu uppá- haldi af eigin plötum. Þá segist hann líka vera harla ánægður með Glass Houses (1980). Þegar fram líða stundir og lög frá okkar dögum fá stimpilinn sígild lög megum við fastlega búast við nokkr- um Joelslögum í því safni, lögum eins og Just The Way You Are, New York State Of Mind, Good Night Saigon og This Is The Time. -Gsal

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.