Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1987, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1987, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1987. Fréttir Grfurleg skemmdarverk unnin í Menntaskóla Kópavogs: Meðal þess sem brotið var voru hurðir sem urðu á vegi skemmdar- varganna, eins og þessi sem sparkaö var af hjörunum. tæki og hurðir Þrátt fyrir þessi skemmdarverk mun kenn.sla verða með eðlilegum hætti og byrjaði skólastarfið á fullu í morgun. -FRI Gísli Olafur Pétursson aðstoðarskólameistari með eina af tölvunum sem eyðilagðar voru. DV-myndir S Brotist var inn í Menntaskóla Kópa- vogs aðfaranótt sunnudagsins og unnin þar gííurleg skemmdarverk, að mestu á skrifstofuhluta skólans, hurð- ir og rúður brotnar, mölvuð tæki og tölvur og síðan var sprautað úr hand- slökkvitækjum, bæði vatns-og duft- tækjum, vfir allt saman. Gisli Olafur Pétursson aðstoðar- skólameistari sagði í samtali við DV að honum þætti undarlegt að ein- hverjir skyldu bijótast inn í skólann því þar væru aldrei geymdir fjármun- ir, hvorki nemenda eða kennara. Hann sagði að aðkoman að skólanum eftir innbrotið hefði verið ófögur og honum þætti ótrúlegt ef ekki hefðu verið fleiri en einn þama að verki. Aðspurður hve tjónið væri mikið sagðist hann giska á að það væri ekki undir hálfri milljón króna, þó væri erfitt að meta það alveg því þær tölv- ur, sem ekki voru brotnar, var spraut- að yfir úr slökkvitækjunum. Staðgreiðsla skatta: Fnimvarp að verða tilbúið Fjármálaráðherra fær frumvarp hagfræðingur, Skúli Eggert Þórðar- um staðgreiðslukerfi skatta í hendur son lögfræðingur og Sveinn Jónsson, í dag eða á morgun, að sögn Indriða löggiltur endurskoðandi. H. Þorlakssonar, formanns nefndar Með nefndinni hafa starfað Garðar sem unnið hefúr að gerð skattafrum- Valdimarsson ríkisskattstjóri, Jón varPa- Guðmundsson viðskiptafræðingur, Fjögur frumvörp verða lögð fram Lárus Ögmundsson deildarstjóri og um hinar víðtæku skattkerfisbreyt- Bolli Héðinsson, efnahagsráðgjafi ingar sem stefiit er að. Auk stað- ríkisstjómarinnar. greiðshifrumvarps em það frumvarp Þær hugmyndir, sem þegar hafa um tekju- og eignarskatt, sérstakt verið kynntar alþingismönnum, em frumvarp um gildistöku stað- í stórum dráttum þær að tekjuskatt- greiðslukerfisins og frumvarp um ur, útsvar og smáskattar eins og tekjustofha sveitarfélaga. kirkjugarðsgjald verði sameinaðir í Þrjú fyrmefhdu frumvörpin em eina álagningarprósentu, á bilinu samin af nefnd fjármálaráðherra en 31-37%. fjórða frumvarpið, um tekjustofiia Frádráttarliðum verði fækkað sveitarfélaga, er samið í félagsmála- mjög en í staðinn komi einn fastur ráðuneytinu. afeláttur fyrir alla, 7-10 þúsund I nefnd fjármálaráðherra sitja, auk krónur á mánuði. Indriða H. Þorlákssonar skrifetofu- -KMU stjóra, Sigurður B. Stefánsson Eyðilögðu tölvur, Skákmötið í Wijk aan Zee: Kortsnoj og Short deildu sigrinum Viktor Kortsnoj komst að raun um það á skákmótinu í Wijk aan Zee að ekki borgar sig að semja um jafn- tefli fyrr en í fulla hnefana. Skák hans við Englendinginn Flear í næstsíðustu umferð þótti orðin afar jafnteflisleg en Kortsnoj vildi ekki hætta því að með sigri gat hann komist upp að hlið Shorts. Þess vegna þæfði hann taflið mun lengur en hann hefði annars gert. Og það bar árangur. Á endanum lék Flear af sér peði í hróksendatafli og meira þurfti Kortsnoj ekki til þess að inn- byrða vinninginn. Fyrir síðustu umferð vom Kortsnoj og Short því jafhir og efst- ir og báðir fóm sér hægt í lokaská- kinni. Kortsnoj gerði jafntefli við Ulf Andersson og þeir landar Short og Flear vom einnig friðsamir. Nið- urstaðan varð því sú að Short og Kortsnoj deildu efeta sætinu bróður- lega. Lokastaðan varð þessi: I. -2. Kortsnoj (Sviss) og Short (Eng- landi) 9 ‘A v. 3. Andersson (Svíþjóð) 8 v. 4. Nogueiras (Kúbu) 7'A v. 5. -6. Miles (Englandi) og Zapata (Kólumbíu) 7 v. 7.-9. Ljubojevic (Júgóslavíu), So- sonko og Van der Sterren (báðir Hollandi) 6'A v. 10. Helgi Ólafsson 6 v. II. Van der Wiel 5!4 v. 12.-13. Hulak (Júgóslavíu) og Flear (Englandi) 4 'A v. 14. Gutman (ísrael) 2 A v. Helgi gerði stutt jafntefli í tveimur síðustu skákunum, við Andersson í aðeins 13 leikjum og við Sosonko í síðustu umferð í 22 leikjum. Að sögn blaðafulltrúa mótsins tefldi Sosonko, sem hafði hvítt, stíft til jafhteflis og Helgi átti enga undankomuleið. Varla er Helgi ánægður með frammistöðuna. Hann fór vel af stað en það var eins og hann næði sér aldrei almennilega á strik eftir að hann tapaði fyrir Short um miðbik mótsins. Auk Helga tefla sigurvegarar mótsins og Ljubojevic á IBM-stór- mótinu í Reykjavík í næsta mánuði. Ljubojevic er ugglaust reiður yfir taflmennsku sinni í Hollandi - hann fær aðeins 50% vinningshlutfall, sem er annars til marks um styrkleika mótsins. En EBM-mótið verður enn sterkara og þá er hætt við því að Ljubojevic bíti á jaxlinn. Short og Kortsnoj voru í algjörum sérflokki í Wijk aan Zee og þeir verða áreiðan- lega ekki heldur léttvægir fundnir i Reykjavík. Short bætir sig með hverju móti og Kortsnoj virðist nú loks hafa fúndið rétta tóntegund eft- ir fremur misjafiia taflmennsku undanfarið. Sannkölluð skákveisla framundan hjá menningarsinnuðum íslendingum. En kannski kom frammistaða Ulfe Anderssons mest á óvart. Hann var meðal keppenda á skákmóti í Reggio Emilia á Italíu um áramótin og vann ekki skák. Ekki tókst honum heldur að vinna eftir 8 tilraunir í Hollandi en þá féll skriðan. Þrír sigrar í röð og 3. sæti í höfh. Skoðum skák hans við Zapata úr 11. umferð: Skák Jón L Ámason Hvítt: Ulf Andersson Svart: Alonso Zapata Pirc-vöm. 1. Rf3 g6 2. d4 Bg7 3. e4 c5 4. d5 d6 5. Be2 RfB 6. Rc3 0-0 7. 0-0 a6 8. a4 Bg4 9. Rd2 Bxe2 10. Dxe2 Rbd7 11. Rc4 Rb6 12. Re3 He8 13. Hdl Dc7 14. f3 Had815. a5 Rc816. Rc4 Rd717. Bf4 Úlfur hefur stillt mönnum sínum fallega upp og markvisst - staðsetn- ing þeirra miðar að því að hindra að svartur nái að losa um sig með því að leika kóngspeðinu fram. 17. - Ra718. Ra4 Rb519. Rab6 Rffi 20. c3 Rh5 21.Be3 e5 Hann hefði heldur viljað leika 21. e6 en nú er það ógerlegt, þvi að hvítur hefur allt of sterka stöðu á miðborðinu. Eftir textaleikinn situr svartur uppi með slæman biskup en hann leggur traust sitt á gagnatlögu kóngsmegin. Úlftrr reynir á hinn bóginn að opna taflið drottningar- megin og ráðast inn eftir c-línunni. 22. Ra3 Rxa3 23. Hxa3 f5 24. b4 Rf4 25. Dd2 cxb4 26. cxb4 Hfö 27. Ha2 Auðvitað ekki 27. Hc3?? vegna 27. - Dxc3 28. Dxc3 Re2+ og vinnur. Hvítur býr sig undir að hertaka c- línuna en svartur hefði nú mátt hugleiða slíkt hið sama á f-línunni og leika 27. - fxe4 28. fxe4 De7. 27. - De7?! 28. exf5! Hxf5 29. Hc2 Hdfö 30. Hc4 Dh4 31.DÍ2 Dg5 32. Khl Bh6?? Hvíta staðan fór batnandi en eftir þennan leik er hún hreinlega unnin. abcdefgh 33. Dfl! Hæglátur drottningarleikur en kynngimagnaður! Svartur á ekki vöm við hótuninni g2-g3, sem ekki gekk strax vegna 33. - Rh3. Drottn- ing og biskup svarts em bæði í skotlínunni og drottningin getur ekki vikið sér undan og valdað bisk- upinn um leið. Ef 33. - Dh4, þá 34. g3 og ef 33. - Dh5, þá 34. g4 og vinn- ur lið með peðsgaffli. 33. - De7 34. g3 Rd3 35. Bxh6 Hx£3 36. Bxfö Dxfö Eða 36. - Hxfl+ 37.Hxfl Dg5 38. Hc8 og vinnur. 37. Hc8! - Og svartur gafet upp. Jafnt á Skákþingi Reykjavíkur Er einni umferð er ólokið á Skák- þingi Reykjavíkur em Þröstur Þórhallsson og Dan Hansson efetir og jafnir með 8 v. Snorri G. Bergsson hefur 7 'A v., Tómas Bjömsson og Hannes Hlífar Stefansson hafa 7 v. en með 6 'A v. og biðskák em Jón G. Viðarsson, Benedikt Jónasson, Bjöm Þorsteinsson, Jón Þ. Jónsson, Sigurður Daði Sigfússon og Amald- ur Loftsson. í 10. umferð, sem tefld var í gær, gerðu Þröstur og Snorri jafntefli og sömuleiðis Dan og Hannes Hlífar. Síðasta umferð verður tefld á mið- vikudagskvöld í félagsheimili TR við Grensásveg. -JLÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.