Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1987, Qupperneq 6
6
MÁNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1987.
Fréttir_______________
Helgar-
skák-
mótin að
hefjast
aftur
Hin mjög svo vinsœlu helgar-
skákmót, sem tímaritið Skák og
útgefandi þess, Jóhann Þórir, hafa
staðið fyrir í samvinnu við hin
ýmsu sveitarfélög í landinu, eru
nú að fara af stað aftur og verður
f>Tsta mótið haldið í Hveragerði
6. til 8. febrúar. Búist er við mik-
illi þátttöku, enda njóta þessi opnu
mót mikilla vinsælda meðal skák-
manna og skákunnenda.
Mótið er opið öllum, sem fyir
segir, og verða teíldar 9 umferðir
samkvæmt Monradkerfi. I fyrstu
tveimur umferðunum, sem tefldar
verða föstudaginn 6. febrúar, verð-
ur umhugsunartíminn 30 mínútur
á mann. En í 3. umferð, sem einnig
verður tefld á föstudeginum, leng-
ist tíminn upp í eina og hálfa
klukkustund á niann og verður svo
það sem eflir er mótsins. Teflt verð-
ur í Hótel Örk.
-S.dór
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækur óbund. 8.5-10 Lb
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 9-12 Úb.Vb
6 mán. uppsögn 10-17.5 Vb
12 mán. uppsögn 12-18,25 Sp.vél.
18 mán. uppsögn 16.5—18 Sp
Avisanareikningar 9-9 Ab
Hlaupareikningar 9-7 Sp
Innlán verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1-2 Bb.Lb.
6mán.uppsögn 2.5-4 Úb.Vb Úb
Innlán með sérkjörum 9-19,25
Innlán gengistryggð
Bandarikjadalur 5-6 Ab
Sterlingspund 9,5-10,5 Ab
Vestur-þýsk mörk 9,5-4 Ab.lb
Danskar krónur 8,5-9,5 Ab.Lb
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennir vixlar(lorv.) 15-18 Sb
Viðskiptavixlar(forv.)(1) kge/21
Almenn skuldabréf(2) 16,5-18,5 Ab.Sb
Viðskiptaskuldabréf(l) kge Allir
Hlaupareikningar(vfirdr.) 16,5-20 Ab
Utlan verðtryggð Skuldabréf
Að 2.5 árum 5,75-6,75 Lb
Til lengri tima 6,25-6,75 Ab.Bb.Lb
Útlán til framleiðslu
isl. krónur 15-16,5 Sp
S0R 5-8,25 Allir
Bandarikjadalir 7,75-8,25 ncma Ib. Vb Lb.llb
Sterlingspund 12,5-19 Lb.Úb.Vb
Vestur-þýsk mörk 5-6,25 Lb.Úb
Húsnæðislán 9.5
Lífeyrissjóðslán 5-6,5
Dráttarvextir 27
ViSITÚLUR
Lánskjaravisitala jan. 1565 stig
Byggingavisitala 299 stig
Húsaleiguvisitala Hækkaði 7.5% l.jan.
HLUTABRÉF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Almennar tryggingar 119 kr.
Eimskip 900 kr.
Flugleiðir 910 kr.
Hampiðjan 140 kr.
Iðnaðarbankinn 195 kr.
Verslunarbankinn 125 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki og sparisjóðir kaupa
þó viðskiptavíxla gegn 21% ársvöxtum.
(2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs
vanskilalána er 2% bæði á verðtryggð
og óverðtryggð lán, nema í Alþýðubanka
og Verslunarbanka.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðar-
bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, Úb = Ú tvegsbank-
inn, Vb = Verslunarbankinn,
Sp=Sparisj óðimir.
Nánari upplýsingar um peninga-
markaðinn birtast í DV á fímmtudög-
um.
Náðu 800 þúsundum í ráninu við Útvegsbankann í Kópavogi:
Ránið átti sér stað skömmu fyrir
kl. 22 á föstudagskvöldið. Verslun-
arstjórinn, Guðmundur Ingimund-
arson, kom að næturhólfi bankans
á Smiðjuvegi 1 til að leggja þar inn
afrakstur dagsins er þrír grímu-
klæddir menn stukku á hann, náðu
af honum töskunni með fjármun-
unum og hlupu síðan út i nátt-
myrkrið, í átt að Fossvoginum.
Verslunarstjórinn ók síðan á lög-
reglustöðina í Auðbrekku og
tilkynnti ránið.
Strax og lögreglunni í Kópavogi
var tilkynnt um ránið hóf hún
umfangsmikla leit að ræningjunum
og naut við það aðstoðar frá lög-
reglunni í Reykjavík. Leitað var
um allt nágrennið, götum lokað og
bílar sem leið áttu um þær stöðvað-
ir en enginn árangur varð af leit-
inni.
Peningasendingar frá Stórmarkaöinum á föstudögum hafa verið með
sama hætti og þegar ránið varð um langt skeið.
Ræningjamir ófundnir
- faar vísbendingar
Verslunarstjórinn gat ekki gefið
nákvæma lýsingu á ræningjunum,
né heldur vitni sem sá ránið, en
það var ungur maður á vélhjóli sem
þárna átti leið um.
Hörður Jóhannesson hjá Rann-
sóknarlögreglu ríkisins vildi
aðspurður ekki tjá sig um hvort
Mikil leit var gerö að ræningjunum eftir ránið, hér sést lögreglan rannsaka eina þeirra bifreiða sem stöðvað-
DV-myndir S
ar voru.
ekki væri líklegt að ræningjamir
hefðu fylgst með ferðum verslunar-
stjórans áður, sagði einungis að
áfram væri unnið að rannsókn
málsins og ekkert að frétta af
henni. -FRI
Ránið var framið við næturhólf Útvegsbankaútibúsins við Smiðjuveg
Kópavogi. Hér sést lögreglubifreið þar á verði skömmu eftir ránið.
innfelldu myndinni sést næturhólfið sem peningarnir áttu að fara i.
Rannsókn á ráninu við Útvegs-
bankann við Smiðjuveg í Kópavogi
heldur áfram en ræningjarnir eru
enn ófundnir og ekkert nýtt að
frétta af rannsókninni. í tösku
þeirri, sem rænt var af verslunar-
stjóra Stórmarkaðarins, voru um
800.000 krónur, þar af um 400.000
krónur í reiðufé en afgangurinn í
ávísunum.
Lögreglan í Borgamesi:
Endurskins-
merki á
útigangshross
Lögreglan í Borgamesi hefur merkt
um 120 útigangshross frá því fyrir síð-
ustu jól en þetta er gert þar sem
hrossin em mikið við og á vegum í
Borgarfirði. Merki þessi em endur-
skinsborðar sem settir em á fætur
hrossanna og sjást þau mjög vel í
myrki, eða „nánast eins vel og upplýst
jólatré“, eins og einn lögreglumaður í
Borgamesi sagði í samtali við DV.
Hrossin vom merkt í tveimur hóp-
um, annars vegar 80 hross sem vom
undir Hafnarfjallinu og hins vegar 40
hross við Svignaskarð sem merkt vom
nú um helgina
Eitthvað hefúr verið um að öku-
mönnum hafi bmgðið við að aka fram
á hrossahópana svona upplýsta, en þó
ekki þannig að þeir hafi ekki náð að
stöðva ökutæki sín í tíma. -FRI
Maigir kratar
í Grímsey og
á Raufarhöfn
Jón G. Ifauksson, DV, Aloireyii:
Alls kusu 29 úr Grímsey í prófkjöri
Alþýðuflokksins í Norðurlandskjör-
dæmi eystra á dögunum en íbúar
eyjarinnar em rúmlega 100. Fylgi
flokksins í Grímsey og á Norður-
landi eystra hefur komið mönnum
nokkuð á óvart.
Á Raufarhöfn kusu 60 í prófkjöri
Alþýðuflokksins og á Þórshöfh 44. Á
báðum stöðum em íbúar um 400.
Þetta er mun meira fylgi en á Ólafs-
firði en þar kusu aðeins 42 í prófkjöri
Alþýðuflokksins.
Eftir sögulegt þing Framsóknar-
manna á Húsavík í nóvember, þar
sem Stefán Valgeirsson gekk af
fundi, komu upp raddir um að Stefan
ætti allt fylgið á norðausturhominu.
Einn stuðningsmaður Stefáns
sagði þá við DV að ekki virtist skipta
neinu máli hvar í flokki menn hefðu
staðið til þessa. Þeir ætluðu sér að
kjósa Stefán.