Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1987, Page 8
8
MÁNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1987.
Utlönd
Jafhaðarmenn sjá eftir að
hafnað græningjunum
hafa
Sósíaldemókratar í Vestur-Þýska-
landi voru vel meðvitaðir um að þeir
mundu tapa kosningunum um hina
helgina, en í kjölfar úrslitanna komu
foiystumenn flokksins saman til við-
ræðna um hvaða lærdóm mætti af
tapinu draga og hverjar baráttuað-
ferðir skyldi taka upp í fylkisþing-
kosningum í náinni framtíð.
Innan hægriflokkanna á stjómar-
heimilinu hafði gengið á með gagn-
kvæmum ásökunum þar sem
forystumenn bandalagsins í Bæjara-
landi kenndu kristilegum demókrötum
um fylgistapið, en hinir síðamefiidu
kenndu Strauss og félögum hans úr
Bæjaralandi um hið sama, vegna erja
þeirra við litla bróður í ríkisstjóm-
inni, frjálslynda, sem juku við sig fylgi
og þingmönnum.
En með því að tap jafhaðarmanna
hafði verið minna en skoðanakannan-
ir síðustu vikur fyrir kosningamar
höfðu gefið til kynna var því ekki tek-
ið eins sárlega og minna lagt upp úr
leit að sökudólgum. Þótt Johannes
Rau, kanslaraefni þeirra, tæki á sig
ósigurinn og segðist afsala nafnbót-
inni kanslaraefhi, vom framan af
engar raddir til þess að taka upp gagn-
lýni á hann.
Flestum að óvörum sté þó loks fram
forsætisráðherra Saarlands, Oskar
Lafontaine, og gagmýndi harðlega
Rau fyrir afstöðuna til græningja fyrir
kosningamar. Rau hafði alfarið hafh-
að möguleika á stjómarsamstarfi með
græningjum. Lafontaine taldi að það
hefðu verið reginmistök. Það kom
engum á óvart að hinn róttæki La-
fontaine tæki þann pól í hæðina.
Heldur hitt að hann skyldi svo fljótur
til að taka á aðaldeilumálinu innan
flokksins. Þegar forysturáð flokksins
(120 fulltrúar) kom saman á þriðjudag
eftir kosningamar varð sá skilningur
ofan á að tengsl við græningja skyldi
ekki lengur vera bannorð.
Síðan var það Rau sem kom á óvart
með að lýsa því yfir að hann gæfi
ekki kost á sér í embætti flokksform-
anns eftir Willy Brandt sem hefur
boðað að hann muni á flokksþinginu
næsta ár ekki gefa kost á sér til endur-
kjörs. - Rau sagðist í framtíðinni ætla
að einbeita sér að forsætisráðherra-
störfunum í Norður-Rín-Westfalen.
Ástæðan að baki þessari ákvörðun
Raus em kosningaúrslitin. Sósíal
demókratar fengu 37% aktæða sem
er 4% minna en í kosningunum fyrir
fjórum árum.
Þar með hafa möguleikar Lafontai-
nes til þess að verða næsti formaður
jafnaðarmanna mjög aukist. Um
nokkra hríð hafa flestir þó gengið út
frá því sem vísu að Lafontaine væri
sá sem Brandt sjálfur vildi helst að
tæki við formannsembættinu af sér.
Þó getur orðið styr um Lafontaine
sem of augljóslegt formannsefni
vinstri vængsins í flokknum. Hins veg-
ar getur afstaða hans til hugsanlegs
samstarfe með græningjum orðið ofan
á í flokknum.
Annars á mikið vatn eftir að renna
til sjávar, áður en til landsþingsins og
formannskjörs kemur. Stuðningsmenn
Lafontaines munu kappkosta að bera
hann upp sem hófeaman miðlínumann
sem verður þeim ekki of auðvelt. Það
liggja eftir hann í ræðu og riti of marg-
ar yfirlýsingar gegn hagvaxtarhag-
fræði, gegn NATO og gegn kjamorku.
Hann fór aldrei dult með andstöðu
sína við stefnu Helmuts Schmidts
kanslara í utanríkis- og öiyggismálum.
Sem forsætisráðherra Saarlands hefur
Lafontaine sýnt sig að því vera lipur
hrossaprangari í pólitíkinni og ætti
ekki að verða skotaskuld úr því að slá
ögn af fyrri afetöðu sinni til þess að
kaupa formannssætið.
Rau virðist með yfirlýsingu sinni
hafa auðveldað flokknum að leysa
ágreiningsmálin, en eitt er hvað sýnist
og kannski annað hvað reynist.
Oskar Lafontaine, forsætisráðherra Saarlands, hefur hug á formanns-
sæti jafnaðarmanna eftir að Brandt hættir.
Johannes Rau, kanslaraefni jafnaðarmanna í síðustu kosningum, sætir
nú gagnrýni fyrir að hafa ekki viijað heyra minnst á möguleika á sam-
starfi með græningjum.
Bemska Gorbatsjovs
Á uppvaxtarárum Mikhail Gor-
batsjovs fórust milljónir manna úr
hungri þegar samyrkjubúunum var
komið á. Þessi lífereynsla hlýtur að
hafa markað skoðanir mannsins sem
nú leiðir Sovétríkin styrkri hendi, full-
yrðir rússneski rithöfundurinn Sjores
Medvedev sem lifir í útlegð.
Medvedev hefúr skráð ævisögu Gor-
batsjovs og þar segir hann Gorbatsjov
vera af bændaættum. Afi hans var
meðlimur flokksins og formaður fyrsta
samyrkjubúsins sem stofnað var í Pri-
volnoje þar sem Gorbatsjov fæddist
árið 1931.
Faðir Gorbatsjovs, Sergej Andreje-
vitsj, vann á samyrkjubúinu við akstur
dráttarvéla. Hann tók þátt í stríðinu
og sneri heim 1945 með orður í far-
angrinum. Eftir stríðið tók hann aftur
til starfa á samyrkjubúinu og vann
einnig að ýmsum trúnaðarstörfum fyr-
ir flokkinn. Hlaut hann Leninorðuna
fyrir störf sín og var einnig útnefndur
heiðursmeðlimur samyrkjubúsins.
Sergej lést árið 1976. Móðir Gor-
batsjovs, Maria Pantelejevna, er nú
74 ára gömul og býr enn í Privolnoje.
Byltingin
Októberbyltingin hafði ekki miklar
breytingar í för með sér í bæjum eins
og Privolnoje, skrifar Medvedev.
Sumarið 1918 gerðu hvítliðar frá her
keisarans og kósakkar, sem voru á
öndverðum meiði við nýju stjómina,
uppreisn. Var hún upphafið að borg-
arastyrjöld sem varaði í þrjú ár. Á
árunum 1921 til 1922 létust fimm millj-
ónir manna úr hungri vegna mikilla
þurrka og afleiðinga borgarastyrjald-
arinnar.
Þúsundir barna dóu hungurdauða í Rússlandi á fjórða áratugnum. Mikhail
Gorbatsjov lifði en hörmungar þessar hafa sett svip sinn á afstöðu hans
til ýmissa mála.
Bændur voru ánægðir með land-
búnaðarstefiiuna sem komið var á
1921. Miðaði hún að því að bændur
væm sínir eigin herrar og árangurinn
lét ekki á sér standa.
Sú stefha Stalíns að leggja meiri
áherslu á þungan iðnað en léttan
leiddi til þess að ekki var hægt að
sinna eftirspum landsbyggðarinnar
eftir neysluvörum. Bændur vom tregir
til að selja afurðir sínar þar sem skort-
ur var á öðrum vörum.
Neyddir til samyrkjubúskapar
Lausn Stalíns var einföld. Hann
gerði upptækar jarðir bænda og bú-
stofn og neyddi þá til samyrkjubú-
skapar. Neyddust þeir þá til þess að
selja afúrðir sínar.
Hungursneyð varð á þessum árum í
meðal annars Úkraínu og á öðrum
svæðum þar sem kom var ræktað.
Medvedev skrifar í bók sinni að hún
hafi verið afleiðing samyrkjubússtefn-
unnar. Of mikið hafi verið tekið af
korni og öðrum landbúnaðarafurðum
frá samyrkjubúunum.
Medvedev skrifar ennfremur að þó
að Gorbatsjov hafi verið of ungur til
þess að verða fyrir beinum áhrifúm
af efnahags- og stjómmálum á fjórða
áratugnum þá hljóti samt þessi mál
að hafa haft mikil áhrif á fjölskyldu
hans, eins og allar aðrar á þessu
svæði. Næstum allar fjölskyldur
misstu vini, ættingja eða nágranna á
þessum tímum og íbúar Privolnoje
vom engin undantekning.
Laganám í Moskvu
Gorbatsjov hlýtur að hafa heyrt
margar frásagnir af þessum atburðum
og leiðir bókarhöfundur getum að því
að þær hafi beinlínis haft þau áhrif
að Gorbatsjov lagði stund á laganám
við háskólann í Moskvu. 1 byrjun
íjórða áratugarins var nefiiilega lítið
farið eftir lögum í heimabyggð hans.
Vitneskjan um slíkt gerir það að
verkum að sveitastrákar, sem komast
áfram í lífinu, slíta ekki þau sterku
fjölskyldubönd sem einkenna rúss-
neskar fjölskyldur. Þeir halda áfram
að heimsækja heimabyggð sína og
reyna að hjálpa henni, skrifar
Medvedev.
Hvað er það sem mótað hefur skoö-
anir leiðtoga Sovétríkjanna? Rúss-
neski rithöfundurinn Sjores
Medvedev hefur ritað ævisögu Mik-
hails Gorbatsjovs.