Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1987, Side 21
MÁNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1987.
21
„Mjögmikiar líkur á aðBayer
Úerdingen komi til íslands‘ ‘
- segir AUi Eðvaldsson. Uerdingen hefur boðið Atla tveggja ára samning
„Það er gríðarlega mikill áhugi
hjá leikmönnum Bayer Uerdingen á
að koma til íslands í sumar og það
er ekki ofsögum sagt að það séu
mjög miklar líkur á að af heimsókn-
inni verði,“ sagði Atli Eðvaldsson,
atvinnumaður í knattspymu hjá
vestur-þýska félaginu Bayer Uerd-
ingen, í samtali við DV í gærkvöldi
en sem kunnugt er leikur Lárus
Guðmundsson einnig með liðinu.
„Mér sýnist í fljótu bragði að að-
eins eitt atriði geti komið í veg fyrir
að við komum til fslands. Við erum
komnir í 8-iða úrslit í bikarkeppn-
inni og ef við komumst í úrslit í
bikarnum þá getum við ekki komið.
Úrslitaleikur bikarkeppninnar fer
fram 20. júní. Ef við komum til ís-
lands þá yrði það að vera á þjóð-
hátíðardaginn, 17. júní. Við fáum
stutt sumarfrí, aðeins hálfan mánuð
frá 16. júní til 1. júlí,“ sagði Atli og
bætti því við að ef einhver lið hefðu
áhuga á að leika gegn Uerdingen
myndu leikmenn liðsins að sjálf-
sögðu leika hér á landi.
Uerdingen bauð Atla tveggja
ára samning
Nú rennur samningur þinn út hjá
Uerdingen í júní, verður þú áfram
hjá félaginu?
„Það eru allar líkur á því að svo
verði. Þeir hafa boðið mér tveggja
ára samning þegar núgildandi samn-
ingur rennur út í júní. Ég sagði þeim
að ég ætlaði að bíða með að gefa
þeim svar þar til um miðjan þennan
mánuð. Ef eitthvað verulega spenn-
andi kemur upp á yfirborðið mun
ég að sjálfsögðu athuga málið. En
mér hefur liðið mjög vel hjá félaginu
og þetta er gott félag og því er vel
stjómað."
Óvíst með Lárus
Samningur Lámsar Guðmunds-
sonar hjá Uerdingen rennur einnig
út í vor. Eins og kunnugt er hefúr
Lárus átt við langvarandi meiðsli
að stríða. Eins og staðan er i dag
em litlar líkur á þvi að honum verði
boðinn nýr samningur. En Láms
hefúr gott tækifæri á að sýna hvað
í honum býr og mtm mæta i síðari
umferðina 21. febrúar af fullum
krafti og ef hann stendur sig vel
verður honum ömgglega boðinn nýr
samningur.
•Leikmenn Baver Uerdingen
hafa æft mjög stíft undanfarið og
undirbúningurinn fyrir síðari hluta
deildarkeppninnar hefur verið mjög
erfiður. „Við enmi að fara í æfinga-
búðir í viku til Frakklands og þar
verður æft þrisvar á dag,“ sagði Atli
Eðvaldsson.
-SK
J
Flemming þjálfar FH
- og leikur með liðinu í sumar í knattspymunni
„Þetta skýrist allt endanlega nú í
vikunni en eins og staðan er í dag er
mjög líklegt að ég gerist þjálfari hjá
FH. Ég þarf þó að ganga frá nokkrum
persónulegum málum heima fyrir áður
en ég skrifa undir samning hjá FH en
þessa stundina starfa ég hjá skoska
knattspymusambandinu," sagði Skot-
inn Ian Flemming í samtali við
blaðamann DV eftir fund knatt-
spymustjómar og leikmanna FH í
gær. FH-ingar hafa rætt mikið við
Flemming síðan hann kom til landsins
á föstudag ásamt David Moyes, sem
hefúr verið milligöngumaður FH-inga
í leit þeirra að breskum þjálfara. FH-
ingar hafa einnig áhuga á að Flemm-
ing leiki með liðinu jaihframt sem
hann þjálfar. Flemming er þekktur
leikmaður í Skotlandi. Hann er 35 ára
gamall og hóf feril sinn hjá Kilm-
amock en var síðan keyptur til
Aberdeen þar sem hann spilaði í fjögur
ár við hliðina á Steve Árchibald og
var þar undir stjóm Alex Ferguson.
Síðan lá leiðin til Sheffield Wednesday
og því næst til Dundee. Nú síðast var
hann þjálfari og leikmaður hjá Brec-
hin City og kom því upp í 1. deild í
fyrra. „Ég hafði mikinn áhuga á stöðu
framkvæmdastjóra hjá Hibemian eins
og reyndar margir aðrir. Þegar ég
missti af þeirri stöðu fékk ég tilboð frá
FH og sló til og ákvað að líta á það
og hér er ég kominn. Annars þekki
ég lítið til íslenskrar knattspymu en
kannast þó við nokkra leikmenn eins
og t.d. Jóhannes Eðvaldsson, sem ég
hef ósjaldan mætt á knattspymuvell-
inum. Á mánudag (i dag) mun ég
líklega fylgjast með æfingale;k FH og
Vals og þá sé ég væntanlega leik-
mennina í leik,“ sagði Flemming að
lokum. -RR
I
- Þorgils Ottar enn veikur
Þorgils Óttar Mathiesen, fyrirliði
| íslenska landsliðsins í handknatt-
I
leik, lék ekki með íslenska landslið-
inu i gær gegn Sviss sökum veikinda.
Hann mun ekki leika með a-liði Is-
I lands gegn Unglingaliðinu í Höllinni
* í kvöld.
•Svissneski landsliðsmaðurinn ■
Peter Weber, einn besti maður sviss- I
neska liðsins, varð fyrir því óláni í I
gær að slíta krossbönd. í hné og miss- ■
ir því að öllum líkindum af bkeppn-1
inni á Ítalíu. I
-SK 1
• lan Flemming fyrir miðri mynd ásamt nokkrum leikmönnum FH i gær. FH-ingar funduðu um ráðningu Flemmings í
gær og að þeirra sögn eru 99% líkur á því að hann þjálfi og leiki með liðinu i sumar. DV-mynd Brynjar Gauti
Patrick Sjöberg , hástökkvarinn heimskunni frá
Svíþjóð, setti í gærdag nýtt heimsmet í nájtökki karla innanhúss á móti í
Aþenu. Sjöberg stökk 2,41 metra og sést hér fagna heimsmetinu eftir stökkið
glæsilega. Símamynd Reuter
PÁUi Hilmarsson með í kvöidi
I Atli Hilmarsson leikur í kvöld með íslenska landsliðinu í handknattleik I
Íí fyrsta skipti siðan á HM í Sviss er a-lið íslands mætir landsliði íslands I
skipuðu leikmönnum undir 21 árs. Leikur liðanna hefst klukkan átta. Strax ■
Iað þeim leik loknum eigast Alsírbúar og Svisslendingar við og hefst sá leik- I
m- um klukkan 21.15. -SK 1
•Guðjón Guðmundsson, liðsstjóri islenska landsliðsins, ber Svisslending- ■
inn Peter Weber út af eftir að Weber hafði slitið krossbönd í hné.
DV-mynd Brynjar Gaut^