Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1987, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1987, Side 22
22 MÁNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1987. fþróttir Robson sá Lineker fara á kostum á Spáni - og skora öll þrjú mörk Barcelona geg Real Madrid Stórleikur 1. deildarinnar á Spáni fór fram í gær og áttust þar við efsta liðið Barcelona og liðið í öðru sæti Real Madrid og fór Barcelona með sigur af hólmi, 3-2, í mjög spennandi leik að viðstöddum 115 þúsund áhorfend- •Gary Lineker sést hér fagna einu af þremur mörkum sínum gegn Real Madrid um helgina. Stmamynd Reuter Nauðungaruppboð sem auglýst var í 57., 63. og 70. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á eign- inni Suðurbraut 10,1. haeð t.v., Hafnarfirði, þingl. eign Sigurðar Haukssonar og Guðrúnar S. Pálmarsdóttur, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbanka islands og Skarphéðins Þórissonar hrl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 5. febrú- ar 1987 kl. 15.00. _________________________Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Kvíholti 10, efri hæð, Hafnarfirði, þingl. eign Karels Karelssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 5. febrúar 1987 kl. 13.00. ________________________Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Brávöllum, spildu úr landi Laugabóls, Mosfells- hreppi, þingl. eign Eiríks Karlssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 5. febrúar 1987 kl. 16.30. Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 57., 63. og 70. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á eign- inni Hjallabraut 7, 3. hæð t.v., Hafnarfirði, þingl. eign Aðalheiðar Birgisdóttur, fer fram eftir kröfu Útvegsbanka íslands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 5. febrúar 1987 kl. 13.30. _________________________Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eignini Laufvangi 3, 2 H M4, Hafnarfirði, þingl. eign Böðvars Valgeirssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 5. febrúar 1987 kl. 14.00. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 1., 7. og 10., tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983. á eign- inni Óseyrarbraut 3, Hafnarfirði, þingl' eign Péturs Auðunssonar, fer fram eftir kröfu Guðjóns Ármanns Jónssonar hdl. og Póstgíróstofunnar á eign- inni sjálfri fimmtudaginn 5. febrúar 1987 kl. 14.30. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 68., 72. og 74. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á eign- inni Barrholti 33, Mosfellshreppi, þingl. eign ðlafar Antonsdóttur og Harðar Kristjánssonar, fer fram eftir kröfu Guðríðar Guðmundsdóttur hdl. og Arnar Höskuldssonar hdl., á eigninni sjálfri fimmtudaginn 5. febrúar 1987 kl. 16.30. ________________ Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. um á Nou Camp leikvanginum, heimavelli Barcelona. Englendingurinn Gary Lineker fór á kostum í þessum leik og skoraði öll þrjú mörk Barcelona liðsins. Eftir að- eins fimm mínútna leik var Lineker búinn að skora tvö mörk og það þriðja skoraði kappinn á 49. mínútu og allt varð vitlaust á vellinum. Leikmönnum Real Madrid tókst að rétta úr kútnum með tveimur mörkum fi"á þeim Jorge Valdano og Hogo Sanchez úr víti. Meðal áhorfenda var Bobby Robson, landsliðseinvaldur enska landsliðsins, og vonar hann örugglega að Lineker verði í eins miklu formi í landsleik Englands og Spánar sem verður síðar í þessum mánuði á Spáni. Einng var aðstoðarframkvæmdastjóri Dundee United meðal áhorfenda en Barcelona og Dundee United mætast í 8 liða úr- slitum í UEFA keppninni. Úrslit í öðrum leikjum urðu þessi: Atletico Madrid-Sabadell....1-1 Cadiz-Sevilla.................2-0 Real Mallorca-Atheltic Bilbao.1-1 Racing-Real Valladolid.......0-0 Osasuna-Espanol..............1-0 Real Sociedad-Real Murcia.....1-1 Real Betis-Las Palmas.........3-1 Real Zaragoza-Sporting.......1-1 -JKS r.r: “i Heimsmet hjá McKay Bandaríkj amaðurinn Antonio McKay setti í gær nýtt heimsmet í 300 metra hlaupi á fijálsíþrótta- móti innanhúss í Stuttgart í Vestur-Þýskalandi. McKay fékk tímann 32,51 sek. en eldra heims- metið átti Erwin Skamrahl, Vestur-Þýskalandi, og var það 32,72 sek. Skaamrahl hafhaði í öðru sæti í 300 metra hlaupinu í Stuttgart í gær og fékk tímann 32,87 sek. Bandaríkjamaðurinn Michael Fi-anks varð þriðji á 32,95 sek. •Sovétmaðurinn Vladimir Krylov náði besta tíma ársins í 200 metra hlaupi og hljóp á 20,74 sek. •Evelyn Ashford, Bandaríkj- unum, sem á heimsmetið í 100 metra hlaupi kvenna náði aðeins þriöja sætinu á mótinu í 60 metra hlaupi. Sigurvegari varð Els Vader Hollandi á 7,28 sek. og í öðru sæti varð Ingrid Auerswald, Austur-Þýskalandi á 7,29 sek. Ashford fékk tímann 7,34 sek. •Bretinn skemmtilegi, Daley Thompson, vann fjórþraut og hlaut 3.589 stig, 136 stigum meira en næsti maður sem var Vestur- Þjóðverjinn Michael Neugebau- er. Þess má geta að Vestur- Þjóðverjinn, Siggi Wentz, sem oft hefur háð harða keppni við Thompson, varð að hætta í keppninni vegna meiðsla í nára. -SK Maradona skoraði tvö Napoli með Maradona í broddi fylkingar vann góðan útisigur á Udinese, 0-3, í ítölsku knattapyrn- unni í gær og skoraði Maiadona tvö af mörkum liðsins en Femando De Napoli eitt. Með sigrinum er Napoli í efsta sæti með 26 stig eftir 17 leiki,' Intemazionale er í öðru sæti með 24 stig eftir jafnmarga leiki en liðið sigraði Brescia, 0-1. .Juventus er í þriðja sæti með 22 stig, liðið gerði jafhtefli við Avellino, 1-1. P ©t© f U11 © frá Sviss sést hér á fleygiferð í brun- keppni heimsmeistaramótsins á skíðum sem fram fór í Crans Montana í Sviss um helgina. Svisslendingar höfnuðu í fjórum efstu sætunum. Þess má geta að myndin hér að ofan var tekin af Peter Múller á ofsahraða og lenti kappinn 80 metrum neðar í brautinni. Símamynd Reuter kclKostadinova frá Búlgaríu sést hér vippa sér léttilega yfir 2,04 metra og setja nýtt heimsmet í hástökki kvenna á Ítalíu í gær þar sem ítalir, Búlgarir og Spánverjar háðu landskeppni. Símamynd Reuter Ben Johnson frá Kanada og Angella Issajenko- Taylor, sem einnig er frá Kanada, fagna hér heimsmetum sem þau settu í gær á frjálsíþróttamóti í Ottawa. Ben Johnson, sprettharðasti karlmaður heims- ins, setti nýtt heimsmet í 50 metra hlaupi og fékk tímann 5,55 sek. sem er frábær árangur. Angella setti einnig heimsmet í 50 metra hlaupi og hljóp á 6,06 sekúndum. Gærdagurinn var því stór dagur hjá þessum kanadísku hlaup- urum sem eiga örugglega eftir að láta mikið að sér kveða á komandi frjáls- íþróttamótum. Si mamynd "Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.