Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1987, Side 23
MÁNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1987.
23
Arnór með
glæsimark
- og er enn markahæstur í Belgíu
Kristján Bemburg, DV, Belgiir
Amór Guðjohnsen skoraði
stórglæsilegt mark fyrir Anderlecht
um helgina er lið hans gerði jafntefli,
1-1, gegn Kortrijk á heimavelli síðar-
nefnda liðsins. Arnór skoraði jöfhun-
armark Anderlecht á 17. mínútu
leiksins. Hann fékk þá góða sendingu
inn í vítateig og skoraði með viðstöðu-
lausu skoti og tók hann knöttinn á
lofti.
Kortrijk, sem ekki hafði hlotið stig
í síðustu átta leikjum sínum í 1. deild-
inni í Belgíu, átti í vök að verjast strax
í upphafi leiksins. Hver sóknin af ann-
arri buldi á marki liðsins en engu að
síður varð heimaliðið fyrr til að skora.
í síðari hálfleiknum datt leikur And-
erlecht niður á lágt plan og þegar upp
var staðið í leikslok máttu bæði liðin
•Akkúrat ekkert lát er á velgengni
Arnórs Guðjohnsen hjá Anderlecht.
Stórglæsilegt mark um helgina og
Arnór er enn markahæstur I Belgiu.
vel við úrslitin una. íþróttafréttamað-
ur belgíska sjónvarpsins sagði í
gærkvöldi: „Amór Guðjohnsen skor-
aði algert sýningarmark og heldur
ennþá efsta sætinu yfir markahæstu
leikmenn í 1. deild. Það er hreint frá-
bær frammistaða hjá miðvallarleik-
manni.
Ragnar misnotaði dauðafæri
Ekki gekk Ragnari Margeirssyni
jafnvel í leik Waterschei og Aalst í 2.
deildinni. Ragnar fékk algert dauða-
færi í fyrri hálfleiknum, komst þá einn
inn fyrir vöm Aalst en markvörður
liðsins varði skot Ragnars með tánni.
Þrátt fyrir þessi mistök Ragnars náði
Waterschei að sigra í leiknum með
marki sem Van den Muskin skoraði.
Ragnar sagði eftir leikinn: „Það er
ekki mjög gaman að leika í 9 sti'ga
frosti. Mikil hætta er á meiðslum og
boltinn skoppar oft öðmvisi en maður
á að venjast. Ég var mjög ósáttur við
það að dómarinn skyldi ekki dæma
vítaspymu þegar mér var skellt í víta-
teig Áalst.“
Guðmundur lék í fimm mínútur
Guðmundi Torfasyni hefur ekki enn
tekist að vinna sér fast sæti í 1. deild-
ar liði Beveren. Guðmundur lék
siðustu fimm mínútumar þegar Sera-
ing og Beveren léku á heimavelli
Searing. Beveren sigraði og Maes
skoraði eina mark leiksins með skalla
eftir homspymu. Guðmundur sagði
eftir leikinn: „Það er mjög erfitt að
komast inn í lið þegar gengur svona
vel. Liðið hefúr ekki tapað í 18 leikjum
í röð og það gefur auga leið að maður
gengur ekki beint þar inn. Ég er mjög
rólegur og bíð eftir mínu tækifæri."
-SK
Valur og Teitur
skoruðu 70 stig
í 10. sigri UMFN
- Njaróvík sigraði Keflavík, 95-84
Sigurganga Njarðvíkinga í úrvals-
deildinni í körfuknattleik hélt áfram
um helgina. Keflvíkingar voru þeim
engin hindmn. Þeir vom í byrjun leiks
eins og böm í höndum Njarðvíkinga
sem léku þá sundur og saman með
léttu og hröðu spili og mikilli hittni,
eins og tölur í hléi bera vott um, 54-35.
En þrátt fyrir þennan mun létu Kefl-
víkingar ekki bugast. Með ákveðni og
þrautseigju í seinni hálfleik tókst þeim
að minnka muninn í sjö stig, 79-72,
en heimamenn tóku sig þá á að nýju
og með góðum leik í lokin tryggðu
þeir sér sigurinn, 95-84. Með þessum
10. sigri í röð í deildinni hafa Njarðvík-
ingar fjögurra stiga foiystu í úrvals-
deildinni. Keflvíkingar koma næstir
og margt bendir til þess að nágrann-
amir muni bítast um Islandsmeistara-
titilinn í ár.
Valur Ingimundarson, þjálfari
UMFN, átti afburðaleik. Skoraði 44
stig og virtist ekki hafa mikið fyrir
því. Skipti stigunum jafiit, 22 í hvorum
hálfleik, þó svo að einn eða fleiri Kefl-
víkingar væm settir til höfuðs honum
í seinni hálfleik. Maður gat haldið að
Valur gæti skorað blindandi, svo ör-
uggur var hann. Teitur Örlygsson vex
með hverjum leik, harður af sér, slung-
inn og hittinn. Hann skoraði 30 stig,
sem er mjög gott, en Teitur fellur dálít-
ið í skuggann vegna stigafjölda Vals
en það vom þeir tveir sem áttu drýgsta
þáttinn í að ná yfirburðastöðu UMFN
í fyrri hálfleik, 44-18. Og þó svo að
þeir léku aðalhlutverkin áttu meðspil-
aramir allir góðan leik, enda er
Njarðvíkurliðið mjög samstillt.
Byrjunarliði fBK gekk illa og er það
umhugsunarefni út af fyrir sig. Þeir voru
staðir og vissu ekkert hvaðan á þá stóð
veðrið jiegar UMFN blátt áfram raðaði
körfunum á þá. Hins vegar geta þeir hugg-
að sig við það hvað jreim tókst með festu
og hörku að rífa sig upp og vinna síðari
hálfleikinn, þótt ekki blési byrlega, og það
hleypti svo sannarlega spennu í leikinn,
sem fullt hús áhorfenda kunni vel að meta,
eða svo að desibelin komust vel á annað
hundraðið.
Jón Kr. Gíslason og Guðjón Skúlason
héldu iBK-liðinu saman ásamt Hreini
Þorkelssyni. Skoruðu drjúgum og vom
harðir í vöminni. Gylfi Þorkelsson barðist
vel að vanda, en yngri piltamir í liðinu
nutu sín ekki sem skyldi, fengu varla tíma
til að hitna.
Stig UMFN: Valur 44, Teitur 30, Kristinn
10, Hreiðar 4, Helgi 4, Ámi 2 og ísak 1.
Stig fBK: Jón Kr. 22, Guðjón 20, Hreinn
13, Gylfi 10, Sigurður 8, Ingólfur 6, Falur
2, Matti Ósvald 2 og Ólafur 1.
Dómarar vom Jón Otti Ólafsson og Sig-
urður Valur Halldórsson.
-emm.
íþróttir
j~Rangers slegið úr bikamum]
Glasgow Rangers mátti bíta í það
súra epli um helgina að vera slegið
út úr skosku bikarkeppninni í knatt-
spymu. Liðið tapaði á heimavelli
fýrir Hamilton, 0-1.
I gær gerðu Aberdeen og Celtic
jafntefli, 2-2. Af öðrum helstu úrslit-
um í þriðju umferð keppninnar má
neína jafiitefli Dundee United og
Airdrieonians, 1-1, Hearts-Kilm-
amock, 0-0, og sigur Hibemian gegn
Dunfermline, 2-0.
•Celtic hefur enn forystu í 1. deild ■
í Skotlandi, er með 47 stig eftir 31 ■
leik. Glasgow Rangers er með 45 stig I
og á leik til góða.
-SK |
GERMAX
minnkar streitu
örvar hugsun
orvar nugsi
eykur orku
Við notum þekkingu okkar í
þágu heilsu þinnar. -Við
mælum með GERIMAX.
Vítamín með málmsöltum
og Panax gingsen þykkni.
Kondu við í apótekinu!
I veislunni verða bomar á borð
ÚRVALSBÆKUR Á ÓTRÚLEQA LÁQU VERÐI.
Það uerður engirm fyrir uonbrigðum, huorki
með uerð né uörugæði.
Lítið útlitsgallaðar bækur
uerða einnig á boðstólum. Sumar þeirra
eru nánast nýjar en seldar með ótrúlegum
afslætti uegna smáuægilegra útlitsgalla.
hnkaueislu ársins
H^nÞrdur margur gómsætu_----
•ÍT •
BOKAUTGAFAN ORN fif ORLYGUR
Síðumúla 11, sími 84866