Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1987, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1987, Síða 24
24 MÁNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1987. fþróttir DV IVIarkvarsla Kristjáns eini Ijósi punkturinn - þegar ísland sigraði Sviss í Laugardalshöllinni, 20-16 „Þetta var enginn afburðaleikur af okkar hálfu. Liðið small ekki saman í þessum leik, eflaust situr einhver þreyta í strákunum eftir Baltic keppn- ina og erfið ferðalög því samfara. Ég er þokkalega ánægður með frammi- stöðu mína í markinu. Svisslending- amir voru eins og ég átti von á en ég er ekki frá því að þeir séu heldur slak- ari en þeir voru í fyrra á heimsmeist- arakeppninni,“ sagði Kristján Sigmundsson lándsliðsmarkvörður í samtali við DV þegar íslendingar voru nýbúnir að leggja Sviss að velli með 20 mörkum gegn 16 á afmælishátíð ÍSÍ í tilefni af 75 ára afmælinu í hand- knattleik sem var í Laugardalshöll í gær. Leikurinn í heild var mjög slakur og virtist sem ieikmenn kæmust aldrei á almennilegt skrið í leiknum. Það eina sem gladdi virkilega augað var markvarsla Kristjáns Sigmundssonar en hann varði íslenska markið af stakri snilld allan leikinn. Kristján varði alls 19 skot og meðal annars eitt vítaskot. Islenska liðið skoraði fyrsta mark leiksins og var Páll Ólafeson þar að verki en Svisslendingar jöfhuðu að vörmu spori. Síðan kom einn skásti leikkafli íslenska liðsins í leiknum. Þeir skoruðu næstu þrjú mörk og stað- an var 4-1. Þessi munur hélst í milli þjóðanna langt fram í fyrri hálfleik en íslenska liðið gaf eftir undir lok hálf- leiksins og Sviss náði að jafria leikinn, 9-9, en íslenska liðið hafði svo eins marks foiystu í hálfleik, 11-10. Svisslendingar urðu fyrir því óhappi að þeirra besti maður og jafnframt sá leikreyndasti, Peter Weber, meiddist þegar um tólf mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik og varð að flytja hann á sjúkrahús líklega með slitin kross- bönd. Þetta er mikið áfall fyrir Sviss- lendinga því þeir eru að undirbúa sig fyrir B-keppnina sem hefst á Ítalíu síðar í þessum mánuði. íslendingar byrjuðu á því að skora fyrstu þrjú mörkin í seinni hálfleik en Sviss svaraði með marki strax og stað- an því orðinn 14-11. Þá kom mjög slæmur leikkafli hjá báðum liðum þar sem hvorki gekk né rak. íslenska liðið fann ekki nógu gott svar við vamar- leik Svisslendinga því þeir spiluðu syokallaða sex núll vöm og var ís- lenska liðið í vandræðum með að finna leið í gegnum hana. Tvö til þrjú mörk skildu á milli lið- anna mest allan seinni hálfleikinn en annars skeði fátt markvert sem gladdi áhorfendur nema markvarsla Krist- jáns en hann lokaði íslenska markinu á köflum. Einnig var átjánda mark íslendinga sérlega glæsilegt þegar Kristján Arason fékk boltann í hraða- upphlaupi og skoraði með snúnings- skoti inn úr hominu framhjá svissneska markverðinum. Var sér- staklega vel að þessu staðið hjá Kristjáni. Alfreð Gíslason átti svo lokaorðið í leiknum og fjögurra marka sigur var staðreynd. íslenska liðið þurfti ekki að hafa mikið fyrir sigrinum í þessum leik, til þess var mótstaðan allt of veik. Krist- ján Sigmundsson stóð upp úr í liðinu eins og fyrr greinir en einnig átti nafni hans Arason þokkalegan leik en hefur oft áður verið miklu betri. Aðrir leik- menn náðu sér ekki á strik, til dæmis Alferð Gíslason, sem var frekar óhepp- inn með skot sín og er vonandi að hann nái að sýna jafngóða leiki og hann gerði í Baltic keppninni í næstu leikjum í keppninni. Annars er erfitt að dæma íslenska liðið af þessum leik sem þróaðist í það að vera leiðinlegur og má vera að það hafi dregið leik- menn niður í meðalmennskuna. Svissneska liðið er greinilega tölu- vert á eftir okkur hvað getu snertir en ef til vill situr þreyta í mannskapn- um því þeir em á fullu í æfingaundir- búingi fyrir B-keppnina. En mikið mega þeir bæta sig ef þeir ætla að standa sig í keppninni þar. Dómarar leiksins komu frá Dan- mörku og vom heldur mistækir í dómum sínum þó það hafi bitnað jafnt á báðum liðum. Mörk íslands: Kristján 9/3, Páll 5, Alfreð 2, Geir 2, Guðmundur 1, Karl 1. Mörk Sviss: Scháfer 3, Mayer 3, Borth 2, Keller 2, Weber 2, Rubin 2, Schumacher 2. -JKS „Þessi leikur var ekki mikið fyrir augað I S I I I - sagði Kristján Arason sem skoraði 9 mörk gegn Sviss I .............'I I | „Þessi leikur var ekki mikið fyrir Iaugað. Svisslendingar spila þennan göngubolta sem dregur svo mótheij- Iann á sama plan. Þetta var ekki heldur leikur fyrir áhorfendur en I Kristjánmarkvörðurvarþóeiniljósi ■ punkturinn í þessu. Persónulega er I ég ekki með frammistöðu mína í - leiknum, ég vildi fá að spila minna | en ráun varð á. Einnig vantar Alfreð Iog Sigurð meiri samæfingu, þeir hafa lítið spilað saman í landsliðinu. I Ég vona að við náum að sýna betri ■ leik gegn Sviss næsta miðvikudag,“ | sagði Kristján Arason. | „Vantaði alla stemmningu“ ■ „Þetta var mjög lélegt einu orði sagt. Það vantaði alla stemmningu í liðið og hraðinn í leiknum var eng- inn. Þetta skrifast að sjálfeögðu á leikmennina sjálfa. Svisslendingar spila alltaf þennan göngubolta og passa sig á því að gera lítið af villum og svæfa svo andstæðinginn um leið. Hvað sjálfán mig varðar vona ég að leika ekki aftur svona eins og ég gerði í þessum leik. Ég vonast tfl þess að bæta mig í næsta leiksagði Alfreð Gíslason í viðtali við DV eftir leikinn. „Kristján stóð upp úr“ „Þetta var slakkt hjá strákunum að þessu sinni. Kristján Sigmunds- son stóð upp úr. Strákamir virkuðu þreyttir, að manni sýndist. Baltic keppnin og erfiðar æfingar að und- anförnu sitja í mönnum. Það tekur I einnig tíma fyrir Alfreð og Sigurð ■ að aðlagast hvor öðrum en það hlýt- I ur að koma með tímanum. * „Þokkalegt inn á milli“ . „ÞaðererfittaðspilaámótiSviss- | lendingunum því þeir spila svo ■ hægan bolta. Þetta var þokkalegt I inn á milli en langt frá því að vera I gott. Við bætum okkur í næstu leikj- ■ um. Kristján Sigmundsson var I langbestur í þessum leik,“ sagði Júl- íus Jónásson. | -JKS . •Alfreð Gislason sést hér reyna markskot að svissneska markinu og skömmu síðar lá knötturinn í markinu. Alfreð skoraði tvö mörk i gær en náði sér ekki vel á strik frekar en flestir landsliðsmanna okkar. í kvöld leika Alfreð og félágar gegn unglingalandsliðinu íslenska og vonandi gengur betur þá. DV-mynd Brynjar Gauti. Stars and Str í Ameríkubikamum í kappsiglingum en fyrstu kappsiglingarnar gegn áströlsku s útu mun en í gær munaði 1,10 mínútum. sem fram fer í heiminum. „Við e Alsírbúf - sagði Viggó Sigurðssor „Þetta var ekki gott, við eigum að geta gert mikið betur og ég vona strák- amir verði betri í næstu leikjum. Þeir vom ekki nógu hreyfanlegir gegn þess- ari vöm þeirra en það var gaman að fást við þetta lið því það spilar svo öðm- vísi. Ég vil meina að við eigum að sigra Alsírbúana á góðum degi,“ sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari íslenska liðsins skipuðu leikmönnum 21 árs og yngri, í samtali við DV en íslenska liðið tapaði fyrir Alsírbúum í leik í tilefhi af 75 ára afmæli ÍSl í gær með eins marks mun, 21-22, í Laugardalshöll eftir að staðan í hálfleik hafði verið jöfn, 12-12. Alsírmenn skomðu fyrsta markið í leiknum en íslenska liðið jafhaði fljót- lega og eftir það höfðu íslensku strák- amir ávallt frumkvæðið í fyrri hálfleik þar til undir lok hálfleiksins að Alsír- mönnum tókst að jafha.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.