Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1987, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1987, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1987. 27 DV ÍR-ingar öruggir í úrvalsdeildina - unnu Grindvíkinga 89-88 í framlengdum leik ÍR-ingar, undir stjóm Einars Bolla- sonar landsliðsþjálfara, virðast vera búnir að tryggja sér úrvalsdeildarsæti í körfunni að ári. Um helgina léku þeir gegn Grindavík í Seljaskóla og sigruðu í æsispennandi leik eftir fram- lengingu með 89 stigum gegn 88. Staðan í leikhléi var 41-37 ÍR í vil. Lokamínútur venjulegs leiktíma vom mjög spennandi. Grindvíkingar höfðu mest náð átta stiga forskoti í íyrri hálfleik en þegar 20 sekúndur vom til leiksloka var staðan 78-80 •Jóhannes Sveinsson tryggöi ÍR- ingum sigur gegn UMFG um helgina. Hann jafnaði leikinn með tveimur vita- skotum þegar tvær sekúndur voru til leiksloka. ÍR vann síðan í framleng- ingu. Grindavík í vil. Þegar aðeins tvær sekúndur vom til leiksloka fékk Jó- hannes Sveinsson tvö vítaskot sem hann skoraði úr og jalnaði leikinn. í framlengingunni höfðu ÍR-ingar alltaf foiystuna en munurinn var þó ekki nema eitt stig í lokin. Þrátt fyrir sigurinn lék iR-liðið ekki vel og hefur það oft leikið betur. Jó- hannes Sveinsson var besti maður liðsins og skoraði 28 stig og reyndist liðinu betri en enginn í lokin. Hjá Grindavík var Rúnar bestur en einnig átti Guðmundur Bragason góð- an leik. Stig ÍR: Jóhannes 28, Karl 22, Jón Öm 17, Ragnar 13, Bragi 6 og Kristinn 3. Stig UMFG: Rúnar 21, Guðmundur 19, Hjálmar 15, Eyjólfur 10, Steinþór 10, Sveinbjöm 7, Dagbjartur 4 og Gunnlaugur 2. -SK/Gsv. Daníel og EinaráHM Skíðamennimir Einar Ólafsson frá ísafirði og Dam'el Hilmarsson frá Dal- vík munu taka þátt í heimsmeistara- móti á skíðum í næsta mánuði. Einar keppir í 15, 30 og 50 km skíða- göngu á HM í norrænum greinum í Obertsdorf í Þýskalandi 10.-22. febrú- ar. Daníel keppir hins vegar á HM í alpagreinum í Crans-Montana í Sviss. Daníel keppir þar í stórsvigi 4. febrúar og svigi 8. febrúar. -SK. H I 113sukova, Tékkóslóvakíu, til vinstri á myndinni, og Clau- dia Kohde-Kilsch, Vestur Þýskalandi, urðu sjö milljón krónum ríkari um helgina er þær báru sigur úr býtum í tvíliðaleik á tennismóti í Japan. Þær sigruðu Pam Shriver og Elise Burgin, Bandaríkjunum, 6-1 og 7-6 í úrslitum. Á myndinni hér að ofan sjást þær með verðlaun sín eftir mótið í gær. Síma- mynd Reuter. Gilberto Roman frá Mexíkó, til hægri, varði um helgina heimsmeistaratitil sinn í fluguvigt í hnefaleikum. Hann barðist við Frakkann Antoine Montero í Frakklandi en hafði engu að síður betur. Þetta var sjötti sigur Romans á tiu mánuðum. Á myndinni er Frakkinn í þann veginn að gefa heimsmeistaranum einn á lúðurinn en ekki dugði það til sigurs. Síma- mynd Reuter. íþróttir r--------------- j FJórtán j j heimasigrar j' - í NBA-deildinni í körfu Það virðist heyra til undan- | tekningar ef lið tapar leik á ■ heimavelli í NBA-atvinnu- I mannadeildinni handarísku í I körfuknattleik. Um helgina voru ■ fjórtán leikir á dagskrá og öllum I þeirra lauk með sigri heimaliða. 1 Framlengja varð i þremur leikj- I anna til að ná fram úrslitum. Það _ var þegar Los Angeles Clippers | sigraði Utah Jazz 114-113, Se- • attle Supersonics vann Fönix * Suns 118-112 og þegar San An- | tonio Spurs vann Los Angeles _ Clippers 124-120. Úrslit í öðrum ■ leikjum urðu þessi: Detroit-NY Knicks.....114-113 | Washington-76ers......106-105 | Cleveland Tndiana...„.102 100 I Denver-Sacramento.....142-113 | Atlanta-NY Knicks......106-98 ■ Boston Indiana.........100-94 | 76ers-Chicago.........121-112 | Dallas-Milwaukee......133-117 . LA Lakers-Fönix.......114-102 | Golden State-Seattle..127-119 ■ Portland-NJ Nets......125-107 I -SK. I Olympiakos efst Olympiakos er nú langefst í grísku knattspymunni. Liðið er með 27 stig eftir 16 leiki, PAOK er í öðru sæti með 23 stig eins og OFI sem er í þriðja sæti. Pan- athinaikos er með 20 stig og gamla félagið hans Sigurðar Grétarssonar er í fimmta sæti raeð 16 stig. MARKAÐSMAL! Á ÞÍN FRAMLEIÐSLA ERINDI Á ERLENDAN MARKAÐ? ARGUS/SÍA KYNNING OG KÖNNUN ERLENDIS. VÖRUÞRÓUNAR- OG MARKAÐSDEILD AÐSTOÐAR ÞIG! Það er aldrei nema hálfur sigur að framleiða góða vöru, markaðssetningin er engu minna vandaverk. Þannig eru markaðsaðgerðir og öflun nýrra markaða forsendur fyrir vexti og viðgangi hvers fyrirtækis. Til markaðsaðgerða teljast m.a. markaðs- iðnlAnasjöður IÐNAÐARBANKINN Lækjargötu 12, 5. hæð Reykjavík, sími 20580. könnun, gerð kynningarefnis, þátttaka í sýningum, heimsóknir erlendra viðskipta- manna og stofnun sölufélaga erlendis. Fjárfesting í markaðsaðgerðum er jafn- nauðsynleg og fjárfesting í vélum, tækjum eða byggingum undir framleiðsluna. Iðnlánasjóður veitir lán og styrki til sérstakra markaðsaðgerða. Hlutverk vöruþróunar- og markaðsdeildar sjóðsins er að styrkja íslenskan iðnað fjárhagslega til slíkra aðgerða. Gjörðu svo vel að hafa samband við okkur ef þú vilt fá frekari upplýsingar um starfsemi vöruþróunar- og markaðsdeildar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.