Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1987, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1987, Síða 28
28 Knattspyma unglinga Það var mikið líf í tuskunum á gervigrasvellinum laugardaginn 3. janúar sl., en þar var unglingalands- liðið við æfingar og ekki veitir strákunum af því þeir leika í mjög erfiðum riðli í Evrópukeppninni í ár. Andstæðingamir eru nefnilega ekki af verri endanum, þ.e. Belgar, Danir og Pólverjar. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem byrjað er svo snemma með æfingar hjá unglingalandsliðinu hér á landi. Ástæðu þess kveður Lárus Loftsson landsliðsþjálfari vera að þegar drengjalandsliðið (U-16 ára) komst í úrslitakeppnina í Ungverjalandi 1985 kom í ljós að okkar strákar voru verulega á eftir hvað allan kraft og snerpu varðaði. Tæknilega stóðu þeir fyllilega á sporði andstæðingun- um en líkamlega voru þeir eftirbátar. Hvað veldur því að okkar drengir eru í lakara líkamlegu ástandi en jafnaldrar þeirra í Evrópu? Bregðast félögin eða er sökin grunnskólanna? Nema hvort tveggja sé. Breytinga þörf á grunnskólalögum Á ráðstefnu unglingaþjálfara 1985, sem unglinganefnd KSI hélt, kom Slök leikfimikennsla í gmnnskólum fram að leikfimikennsla í gnmnskól- um þyrfti rækilegrar endurskoðunar við. Talað var um að leikfimikennsla færi að mestu í blak, handknattleik og Vörfubolta svo eitthvað sé nefnt, c ’nn hefðbundna norræna leik- find, sem stælir menn og herðir, væri ekki á dagskrá. Það gefur augaleið að þau ung- menni, sem ganga í gegnum stífa leikfimikennslu í grunnskóla, eru hæfari og skara yfirleitt fram úr í allri íþróttaiðkun vegna góðrar grunnþjálfunar. Samtaka hópur Þessir strákar, sem skipa ungl- ingalandsliðið í ár, eru ákaflega áhugasamir og eru ákveðnir í að standa sig í hinni erfiðu riðlakeppni í sumar. Eftir tæpra tveggja tíma æfingu á gervigrasinu undir stjóm Lárusar Loftssonar fóm þeir í klukkutíma þrekæfingu hjá Rósu Ólafsdóttur íþróttakennara sem sýndi enga mis- kunn og draup svitinn af mönnum í lítratali, slíkt var álagið. „Þetta er eina leiðin," sagði Rósa. „Strákamir hafa tekið miklum fram- förum síðustu vikumar og er þetta góður undirbúningur fyrir slaginn í sumar. Þetta er jákvæður og skemmtilegur hópur sem er reglu- lega gaman að vinna með.“ -HH Lárus Loftsson, drengja- og unglingalandsliðsþjálfari: „Ég hygli engum við val á leikmönnum!“ Eftir hina erfiðu þrekæfingu strák- anna undir handleiðslu Rósu Ólafs- dóttur átti unglingasíða DV stutt samtal við Láms Loftsson þjálfara og við spyrjum hann fyrst hvort strák- arnir hafi tekið miklum framfömm, en kjaminn í þessum hópi unglinga- landsliðsmanna hefur verið frá þvi 1985. Já, ég sé miklar framfarir hjá þeim piltum sem mynda kjamann í þessu liði. Það hafa orðið breytingar á liðinu frá því að við tókum þátt í Norður- landamótinu 1985 og er ekkert óeðli- legt að svo sé. - Ert þú ánægður með hvernig KSÍ stendur að málefnum unglingalands- liðanna? .Já, mjög svo. Allt unglingastarf KSÍ hefur verið fyrirmynd annarra sérsam- banda hvað þetta snertir. En það má „Sigurður Jónsson var yfirlýst „úrfirak" hjá Sheff. Wed!“ „Þessar þrekæfingar em ákaflega mikilvægar fyrir knattspymumenn, ef þeir ætla að vera færir um að takast á við vandann. Það em fjöl- mörg dæmi því til sönnunar. Við skulum t.d. taka Sigurð Jónsson frá Akranesi, leikmann með Sheffield Wed. Þegar hann kom til þeirra var hann yfirlýst „úrhrak". En með ströngum líkamsæfingum hefur hann náð sér verulega á strik og er nú raeð betri mönnum liðsins. Allt hlýtur þetta að miðast við það að leik- maður geti spilað af fullri getu í 90 mín. Strákamir í unglingalandsliðinu vom frekar kraftlitlir í byrjun en hafa tekið miklum fnun- förum, svo ég er bjartsýn. Þessar æfingar byggjast upp á þrek-, úthalds- og teygjuæfing- um,“ sagði Rósa Ólafedóttir íþróttakennari. -HH „Hvao er þetta með þig, drengur, varst þú ekki í leikfiml í barna- skóla. Láttu ennið snerta hné,“ kveður við í Rósu Ólafsdóttur iþróttakennara en hún sér um þrek- og kraftæfingar strákanna í ungl- ingalandsliðinu. Sá sem hún er að „pína“ er enginn annar en Valdi- mar Kristófersson úr Stjömunni, sem var af ungl- ingasiðu DV valinn lelkmaður úrslitaleiksins i 3. fl. á siðasta ís- landsmóti. DV-mynd HH alltaf gera betur og alls ekki undir neinum kringumstæðum sofha á verð- inum. Ég vil að það komi fram að þáttur félaganna er mjög stór í þessu máli og er í raun undir þeim komið hvemig til tekst. Ég hef alltaf haldið því fram að því meir sem sinnt er landsliðsmálum þeirra yngri er það plús fyrir íslenska knattspymu. Þróttmikið unglingastarf og næg verkefhi fyrir ungu landsliðin okkar gera knattspyrnuna betri, vegna þess að þá fá þeir bestu að æfa og leika saman og geta því þróað stíl sinn og getu. - Það kom í ljós þegar þrekæfingar hófust sl. haust að drengimir voru í frekar slæmu ástandi líkamlega, telst það eðlilegt? Núna eru strákamir að ganga í gegnum æfingar sem þeir eru greini- lega óvanir, því miður. Nútímaknatt- spyma byggist mikið á hraða og krafti samfara tækni og auk þess verða ávallt að vera einhverjir sem taka af skarið því einstaklingurinn verður að njóta sín. Það sem við erum því að byggja upp héma er styrkur, snerpa og úthald. I æfingalegu tilliti hafa fé- lögin brugðist í að byggja upp þessa þætti. - Hvað um unglingalandsliðsmenn- ina úti á landi? . Þeir sem eru tilkallaðir í þetta lið háfa fengið fyrirmæli um vissar æfing- ar og koma hingað suður með vissu millibili og em því í snertingu við okkur. En það væri æskilegt að ungl- inganefnd KSÍ hefði aðgang að þjálf- urum úti á landi sem gætu sinnt þessum strákum við æfingar og annað. - Þegar þú þjálfaðir 3. fl. KR 1985 vom 4 KR-ingar í drengjalandsliðinu hjá þér og einnig þegar þú þjálfaðir 3. fl. Stjörnunnar 1986 valdir þú 4 Stjörnumenn i landsliðið. Ert þú að hygla mönnum? Nei, alls ekki. Ég hef óvallt reynt að velja leikmenn í unglingalandsliðin af samviskusemi og hvergi látið neinar tilfinningar ráð ferðinni. í öllum til- vikum hef ég horft fram á veginn og spurt sjálfan mig hvort viðkomandi piltur sé framtíðarleikmaður. Ég skal geta þess svona til gamans að þegar A-landsliðið lék gegn Wales (úti) 1986 vom 14 leikmenn úr 16 manna hópn- um sem höfðu verið hjá mér í drengja- og unglingalandsliðunum. - Ert þú bjartsýnn með úrslit í vænt- anlegum landsleikjum? Ég hef þá trú að strákamir standi sig í þeim leikjum sem framundan em. Allavega gefa þeir tilefhi til bjartsýni með þeim mikla áhuga sem þeir hafa sýnt.' - Unglingasíðan óskar Lámsi og strákunum góðs gengis og að þeir noti timann vel og æfi grimmt. -HH Umsjón: Halldór Halldórsson MÁNUÐAGUR 2. FEBRÚAR 1987. DV ÍVeirgóðir ~\ Árni Þór Amason úr Þór frá I Akureyri er einn þriggja Þórsara | sem æfa með unglingalandsliðinu. ■ Hann tjáði unglingasíðu DV eftir- I farandi: ,-,Mér finnst allt stefha upp I á við í sambandi við unglingaþjólf- ■ un hjá KSÍ. Það er alltaf eitthvað I nýtt sem maður lærir. Mataræði * haföi maður aldrei hugsað neitt I út í. Góðar æfingar og öll önnur ! frasðsla, sem hér hefhr verið í | gangi, virkar jákvætt á mann. ■ Alls æfe með unglingalandslið- I inu 13 strókar frá Reykjavíkurfé- I lögunum og 7 frá félögum úti á I landi. I Frá Akureyrarfélögunum em. það þeir Páll Gíslason, Þór. Árni | Þór Ámason, Þór, Kjartan Guð- ■ mundsson, Þór, og Bjöm Pálma- I son, KA. - Frá Þiótti, Neskaup- I stað, er ólafur Viggósson, Leifur * Hafsteinsson frá ÍBV og Þorsteinn I Jónsson, Magna, Grenivík. I DV-mynd HH | Ólafur Viggósson, Þrótti, Nes- I kaupstað, er með leikreyndari og * efnilegustu leikmönnum okkar í I dag og verður fróðlegt að fylgjast * með honum á komandi leiktima- | bili. DV-mynd HHj SKOT! $ Geta félögin gert betur? Ég varpaði þeirri spumingu til strókanna á æfingu unglingalands- liðsins á dögunum hvort málefnum þeirra innan félaganna væri nógu vel sinnt, hvað æfingar varðar, með það að markmiði að bæta getu þeirra í knattspymu. Svör drengjanna vom yfirleitt á einn veg. Einar Daníelsson, Gunnlaugur Einarsson og Steinar Adolfsson, allir úr Val, kvóðust tiltölulega ánægðir. KR-ingamir, Rúnar Kristinsson og Þormóður Egilsson, vom það einnig. Sömu sögu höföu Stjömumenn að segja, þeir Bjami Benediktsson, Vald- imar Kristófersson og Sigurður Guðmundsson. Að vísu fannst þeim nokkuð dauft tímabil um áramótin. Helgi Björgvinsson, Fram, og Karl Jónsson, Þrótti R„ vom einnig á sama máli. Haraldur Ingólfeson frá Akranesi tók ekki í sama streng og sagði ekki nógu vel að málum staðið á Akranesi. Æfingar allt of fáar og þessu engan veginn nógu vel sinnt. Þessi yfirlýsing Haralds kemur heim og saman við það sem Akumesingur- inn Tryggvi Tryggvason sagði mið- sumars 1985, þegar hann æfði með drengjalandsliðinu fyrir Norðurlanda- mótið: „Þetta hefur ekki verið nógu gott hjá okkur uppi á Skaga, við höf- um bara æft einu sinni í viku langt fram á vor.“ Það læðist að manni sá gmnur að fá félög, ef þá nokkurt, leggi sig nægi- lega fram við yngri flokkana og þá sérstaklega eftir að 4. fl. lýkur. Alla vega er ljóst að mat Rósu Ólafe- dóttur er ó þá lund að líkamlegt ástand strákanna hafi ekki verið nógu gott þegar þeir mættu til æfinga sl. haust. -HH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.