Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1987, Page 38
38
MÁNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1987.
SAUMANÁMSKEIÐ
AÐ HEFJAST
Ásgerður Ósk Júlíusdóttir klæðskeri, sími
21719.
STARF FORSTÖÐUMANNS
HÁSKÓLAKENNSLU Á AKUREYRI
Starf forstöðumanns háskólakennslu á Akureyri er
laust til umsóknar.
Hlutverk forstöðumanns er:
1. Að starfa að undirbúningi og skipulagningu kennslu
á háskólastigi á Akureyri ásamt nefnd sem mennta-
málaráðuneytið skipaði haustið 1985 til að fjalla
um það mál.
2. Að hafa i samráði við forráðamenn hlutaðeigandi
skóla umsjón með þeirri kennslu á háskólastigi
sem ráðgert er að hefjist á Akureyri haustið 1987.
3. Að sjá um samstarfstengsl við Háskóla íslands og
aðra skóla á háskólastigi vegna kennslunnar á
Akureyri.
Gert er ráð fyrir að forstöðumaður verði ráðinn til
takmarkaðs tíma, þó ekki skemur en til eins árs.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins.
Umsóknir með ítarlegum upplýsingum um námsferil
og störf skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu,
Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 15. apríl nk.
27. janúar 1987.
Menntamálaráðuneytið.
RÍKIS SPÍ TAL AR
LAUSARSTÖÐUR
Hjúkrunardeildarstjóri og hjúkrunarfræðingur óskast á göngudeild
Geðdeildar Landspítala að Kleppi.
Hjúkrunarfræðingar óskast á Geðdeild Landspítalans 33 C.
Hjúkrunarfræðingar óskast á hinar ýmsu deildir Geðdeildar Land-
spítala að Kleppi. Húsnæði getur fylgt.
Sjúkraliöar óskast við ýmsar deildir á Geðdeild Landspítala.
Starfsfólk óskast til ræstinga við Geðdeild Landspítala á Landspít-
alalóð og að Kleppi.
Skrifstofumaður óskast á skrifstofu hjúkrunarstjórnar Geðdeildar
Landspítalans að Kleppi. Upplýsingar um ofangreindar stöður veita
hjúkrunarframkvæmdastjórar Geðdeildar Landspítalans í síma
38160.
Hjúkrunarfræðingur óskast nú þegar til afleysinga á krabbameins-
lækningadeild kvenna 21 A. Upplýsingar veitir hjúkrunarfram-
kvæmdastjóri Kvennadeildar í síma 29000-509.
Hjúkrunarfræðingar óskast á gjörgæsludeild Landspítalans. Deildin
skiptist i 11 rúma gjörgæslu og 8 rúma vökun. Unnið er þriðju
hverja helgi og í boði er góður aðlögunartími. Upplýsingar veitir
hjúkrunarframkvæmdastjóri Handlækningadeildar í síma
29000-486 eða 487.
Aöstoðardeildarstjórar (2) óskast á vökudeild Barnaspítala Hrings-
ins.
Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliöar óskast til vaktavinnu á Barna-
spítala Hringsins. Upplýsingar veitir hjúkrunarframkvæmdastjóri
Barnaspítala Hringsins í sima 29000-285.
Sjúkraliöar og starfsmenn til ræstinga óskast á Vífilsstaðaspítala.
Upplýsingar veitir hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 42800.
Starfsmaður óskast í fullt starf á skóladagheimili ríkisspítala að
Kleppi. Einnig óskast starfsmaður í hálft starf fyrir hádegi á dag-
heimili ríkisspítala að Kleppi. Upplýsingar veitir forstöðumaður
dagheimilisins í síma 38160.
Starfsmaður óskast í hálft starf til ræstinga í þvottahúsi ríkisspítala,
Tunguhálsi 2. Upplýsingar veitir forstöðumaður þvottahússins í
síma 671677.
Deildarþroskaþjálfar óskast á ýmsar deildir Kópavogshælis. Upplýs-
ingar veitir framkvæmdastjóri Kópavogshælis í síma 41500.
Ritari óskast á skrifstofu forstjóra ríkisspítala. Stúdentspróf eða
sambærileg mennun áskilin ásamt góðri vélritunar- og islénsku-
kunnáttu. Upplýsingar veitir starfsmannastjóri í síma 29000.
Sjúkraliöar óskast á lyflækningadeild 211 B og einnig á taugalækn-
ingadeild 32 A. Upplýsingar veitir hjúkrunarframkvæmdastjóri
lyflækningadeildar í síma 29000-485.
Reykjavik, 2. febrúar 1987.
laxveiðin:
Dýrast efdr að
údendingamir fara
- dagurinn víða á 20-25 þúsund kronur
Veiðileyfi eru til umræðu meðal
veiðimanna þessa dagana og áfram
höldum við að kíkja á verð á veiði-
leyfum í sumar. Þeim fjölgar veið-
iánum þar sem verðið næsta sumar
hefitr verið ákveðið. í Laxá í Kjós
(Bugðu) er dýrast 25 þúsund og ódýr-
ast 8 þúsund. I Grímsá og Tunguá
er 24 þúsund dýrast og 4 þúsund
ódýrast en það er frá 2. til 4. septemb-
er. Flókadalsá í Borgarfirði verður
dýrust 12 þúsund eftir útlendingana,
eins og reyndar er í flestum ánum,
Veiðivon
Gunnar Bender
og ódýrust 3 þúsund. Þverá (Kjarrá)
er ódýrust 4 þúsund og upp í 22 þús-
und. Langá á Mýrum verður dýrust
18 þúsund og fer niður í 4 þúsund.
Setbergsá kostar 7 þúsund í mestallt
sumar. Haukadalsá verður dýrust
24 þúsund og ódýrust 12 þúsund.
Laxá í Dölum 6.400 ódýrust og dýr-
ust 26 þúsund. Hrútafjarðará og Síká
eru dýrastar 19.500 og fara niður í 6
þúsund. Miðfjarðará er dýrust eftir
útlendingana og kostar þá dagurinn
25 þúsund og ódýrust í lok septemb-
er, 7 þúsund. Víðidalsá og Fitjá eru
dýrastar 25 þúsund. Vatnsdalsá er
Laxá í Kjós er ein af fengsælu veiðiánum og veiðimenn eiga örugglega
eftir að fá laxinn þar í sumar. Dagurinn kostar mest þar 25 þúsund.
DV-mynd G. Bender
dýrust í laxinum 29 þúsund og fer
niður í 6 þúsund. Silungasvæðið
kostar mest 4.200 og minnst 600.
Blanda kostar frá 2 þúsundum og
upp í 10.500. Laxá í Refasveit er dýr-
ust 6.500 og lækkar niður í 2.700
þegar ódýrast er. Mýrarkvísl verður
dýrust 12 þúsund. Laxá í Aðaldal
verður dýrust 15.500 og fer niður í 3
þúsund. Laxá í Þingeyjarsýslu, ur-
riðinn, verður 1.800 dagurinn og
komast víst færri að en vilja. Útlend-
ingar ætla mikið í urriðann í sumar.
Við Langholt í Hvítá verður dagur-
inn á 8 þúsund.
G. Bender
Fréttir
Björgunar-
búningur
í afmælis-
gjöf
Ómar Gaiðaiæan, DV, Vestmarniaeyjum;
Eiginkona og böm Adolfs Magnús-
sonar, sem rær einn síns liðs á trillu-
bátnum Freyju frá Vestmannaeyjum,
gáfú honum björgunarbúning.
I viðtali við DV sagði hann að þetta
benti til þess að þeim væri ekki alveg
sama um hann og að þessir búningar
væru mikilvægt björgunartæki, ekki
síst þegar menn væru einir á sjó.
Adolf hefúr reynt búninginn í sjó og
sagði að hann hefði reynst vel.
AdoH Magnússon í björgunarbúningnum sem eiginkona hans og böm gáfu
honum í afmælisgjöf. DV-mynd Ómar
Kokkur fer í
flotbúning
Jón G. Haukssan, DV, Akureyit
„Þeir voru mjög ánægðir með æf-
inguna sem þeir báðu sjálfir um. Það
tók alla skipverjana innan við mín-
útu að fara í flotbúningana í lok
æfingarinnar," sagði Jón Steindórs-
son, framkvæmdastjóri Kaupskips
hf. á Akureyri, en félagið gerir út
flutningaskipið Combi Alfa.
Jón sagði að skipverjamir hefðu
beðið um æfinguna eftir allar þær
umræður sem urðu eftir að flutn-
ingaskipið Suðurland sökk fyrr í
vetur.
„Við erum með ellefu búninga um
borð en í áhöfninni eru sjö menn.
Strákunum þótti auðvitað engin
ástæða til að hafa búningana um
borð nema að fá æfingu hjá kunn-
áttumönnum um það hvemig ætti
að nota þá,“ sagði Jón.
Kokkurinn á Combi AHa, Steinþór Gunnar Guðmundsson, fer i flotbúning-
inn. Honum til aðstoöar er Stefán Traustason, félagi í sjóslysadeild Slysa-
vamafélagsins á Akureyri. DV-mynd JGH