Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1987, Blaðsíða 44
44
MÁNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1987.
Sviðsljós
Þeir stóðu saman, félagarnir - maður og svanur - á Tjarnarbakkanum og horfðu þöglir á endurnar líða hjá eftir vatnsborðinu. Svanurinn örlítið
þreytulegur enda löngu búinn að fá yfir sig nóg af öllum þessum öndum. Annars er Tjörnin núna íslaus með öllu enda veðurfar með eindæmum
milt miðað viö þaö sem menn eiga að venjast á þessum árstíma.
Horft á endurnar
Jerry Lee Lewis:
Hélt út í tvo daga
„ Ég er hvorki eldabuska né þvottakona,“ sagði Jerry Lee Lewis - sár-
hneykslaður á aðbúnaðinum á Betty Ford stofnuninni.
Það tók Jerry Lee Lewis ekki langan tima að vinna i sínum málum á
Betty Ford stofnuninni. Tveir dagar nægðu þeim gamla þverhaus fullkom-
lega og hann kvaddi hvorki kóng né prest á staðnum.
„ Keyrðu eins og druslan kemsti" sagði kappinn við leigubilsfjórann á
leiö frá meðferðarstöðinni. Svo var haldið beint áfram flugleiðis - heim til
Memphis.
„ Ég geri þetta bara sjálfur," segir rokkarinn gamli kokhraustur.
„ Klósettþvottur og eldabuskustörf ætla ég mér ekki aö stunda - þau
verkefni hef ég aöra til að sjá um. Ég er skolli góður á pianóinu og verð
við þaö nú sem áður. Þeir geta átt sína sfofnun fyrir mér þarna á Betty
Ford hælinu og ef menn fá eitthvað út úr því að litillækka sig svona þá er
það þeirra mál. Hingað til hef ég ekki þurft að búa um rúmið mitt sjálfur
og get ekki séð hvernig það hjálpar mér að hætta vimuefnaneyslu að snúast
í heimilisstörfum alla daga. Það hefur enginn kúgaö mig tit þessa og ég
ætla að nota viljann til þess að hætta á eigin spýtur."
Hvort kappanum tekst ætlunarverkiö kemur eflaust í Ijós síðar þvi annað-
hvort er að hætta eða horfast í augu við dauðann. Þetta eru elgin orð Jerry
Lee Lewis svo kannski karl verði kominn aftur á tröppur meðferðarhælisins
ógurlega innan skamms - fastákveðinn i því að þvo klósett og búa um rúm
eins og óður maður vikum saman. Enginn veit sína ævina...
Til
ham
ingju
með
heiður-
inn!
Kvikmyndaframleiðandinn aust-
um'ski - Maximilian Schell -
óskar hér Sissy Spacek til ham-
ingju með árangurinn. Bæði
fengu menningarverðlaun kvik-
myndagagnrýnenda í New York
- hún var valin besta leikkonan
fyrir leik sinn í myndinni Crimes
of the Heart en hann átti besta
handritið og var það að myndinni
Marlene. Þetta er í fimmtugasta
og annað skipti sem þessi verð-
laun eru veitt vestra.
Ólyginn
sagði...
Walther Som-
merlath
vakti athygli í samkvæmi hjá
Volvórisanum Peter Eckin-
ger sem býr í París. Peter tók
eftir því að þessi hrokkin-
hærði náungi lyfti ekki glasi
heldur stóð til hliðar og
horfði á gestina. Þegar í Ijós
kom að Walther var fljúg-
andi mæltur á sænska tungu
vildi gestgjafinn fá að vita
hvernig á því stæði. Hann
fékk þau svör að systir krulla
væri gift Svía sem kenndi
málið við öll heimsins tæki-
færi og þá lá beinast við að
grennslast fyrir um nöfn
hjónanna og í hvaða at-
vinnugrein máginn væri að
finna. „Hann er kóngur,
heitir Gústaf og systir mín
Silvia," var hið stuttaralega
svar Walthers Sommerlath.
ingum og heitir sá lukkulegi
Jean-Louis Schlesser. Hann
er ítalskur kappakstursmað-
ur og eru turtildúfurnar nú á
skíðum í Gstaad í Svissl-
andi. Marianna neitar
stöðugt en Jean-Louis hefur
verið eins og köttur í kring-
um heitan graut alls staðar
þar sem fyrrum frú Björn
Borg lætur sjá sig - bæði
leynt og Ijóst. Fróðir telja
ekki nema örfáa mánuði þar
til klukknahljómur og hvít
klæði fara að flögra um hug-
arfylgsni væntanlegra
hjónakorna.
Jackie
Onassis
varð banhungruð einn
morguninn og nennti alls
ekki á fætur. Hún dreif sig í
símann og hringdi á næsta
veitingahús. Þaðan fékk hún
þjón sem hafði meðferðis ri-
stað brauð og kavíar fyrir
dollaraekkjuna. Reikningur-
inn lagði sig svo á eitt
hundrað og tuttugu þúsund
krónur.