Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1987, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1987.
45
Svartar skýrslur
Þegar ég las svörtu skýrsluna um
skólamálin ekki alls fyrir löngu
datt mér sá sjö ára í hug því að
hvernig svo sem á því stendur lær-
ir hann ævinlega hitt og þetta í
skólanum og finnst mest gaman í
frímínútunum, sérstaklega þeim
löngu.
Og þegar ég spyr hann hvað hann
geri nú í frímínútunum gerir hann
líka hitt og þetta í þeim og þá fer
fyrir mér eins og útlendu sérfræð-
ingunum, mér fer ekki að lítast á
blikuna og held jafnvel að það sé
eitthvað að.
- Þið hljótið að gera eitthvað
fleira í frímínútunnm en hitt og
þetta, segi ég.
- Já, stundum, se|fr sá sjö ára
þá, - um daginn sparkaði ég til
dæmis alveg óvart tvisvar sinnum
í Jóa Jóns.
- Sparkaðirðu í Jóa Jóns? segi
ég. - Veistu ekki að það getur ve-
rið hættulegt að sparka í fólk.
- Nei, nei, segir sá sjö ára, - það
er ekkert hættulegt, að minnsta
kosti meiddi ég mig ekki neitt.
Eftir svona samtöl við þá sem
eiga eftir að erfa skuldimar við
útlönd og staðgreiða skattana sína
sem meiningin er að fella niður í
áföngum mjög fljótlega finnst
manni ekkert undarlegt þótt út-
lendingar komist að þeirri niður-
stöðu að það sé allt of miklum tíma
eytt í að kenna fólki að lesa og
skrifa. I svörtu skýrslunni leggja
sérfræðingarnir til að fólki sé
kennt að reikna og hlusta á Beet-
hoven og helst á að gera þetta á
sumrin.
Nú er það svo að það litla sem
ég veit um fræðslumál hef ég ann-
ars vegar frá þeim sjö ára og hins
vegar les ég stundum í blöðunum
að í þessum málaflokki hafi á síð-
ari árum komið upp vandamál af
ýmsum toga sem best sé að leysa
með því að reka sem flesta fræðslu-
stjóra þótt ekkert standi um það í
skýrslunni.
En einu atriði títtnefndrar
skýrslu get ég ekki verið sammála
og finnst raunar ábyrgðarhluti af
stjómvöldum að halda því ekki
leyndu. Útlendu sérfræðingamir,
sem hafa sjálfsagt lært í skólum
þar sem aðaláherslan hefur verið
Háaloft
Benédikt Axelsson
lögð á stærðfræði og Beethoven,
halda því nefnilega fram að laun
kennara séu of lág en eins og allir
vita nema áðurnefndir sérfræðing-
ar koma laun því ekkert við
hvernig menn stunda sitt starf. Til
dæmis gerðist það eitt þegar laun
alþingismanna hækkuðu að þeir
fóru að lækka verð á lambakjöti
sem ekki var til og svo var víst ein-
hvern tímann felldur niður tollur
af rakhnífum og kom mönnum
saman um að það hefði verið eitt
af þarfari verkum á því þingi.
í upphafi
Mér er sagt að áður en farið var
að byggja mjög mikið af skólum
hafi þeir menn verið valdir til
kennslustarfa sem vom á einhvern
hátt fatlaðir og þótti það mikill
kostur við þetta fólk ef það var
bilað á geðsmunum og gat, þrátt
fyrir fötlun sína, lamið krakka dá-
lítið fast með reglustrikum.
Ekki datt mönnum í hug að borga
þessu fólki kaup en eitthvað mun
það hafa fengið að borða en var
það þó 'allt í hófi enda var bókvitið
ekki látið í askana þá fremur en nú.
Þó kom að því að farið var að
borga mönnum kaup fyrir barna-
kennslu en vegna þess hvað menn
stunduðu þetta starf í stuttan tíma
á ári þótti ekki við hæfi að hafa
það hátt enda óþarfi að borga fólki
mjög mikið fyrir að vera alltaf í
fríi og vinna hálftíma af hverri
klukkustund eins og reiknað var
út i íjármálaráðuneytinu forðum
daga.
Það er auðvitað ósannað mál
hvort skólaganga er almennt séð
til gagns og blessunar og ef ætti
að borga mönnum kaup miðað við
árangur gætu sumir fengið harla
lítið í aðra hönd. Þó hafa menn
bæði orðið þingmenn og ráðherrar
þótt þeir hafi aðeins setið í hálfan
mánuð á skólabekk um ævina og
þætti mér sjálfsagt að verðlauna á
einhvern hátt kennara þessara
manna jafnvel þótt þeir hafi trú-
lega aldrei fengið nákvæma tilsögn
í því hvernig eigi að hlusta á Beet-
hoven.
Og þótt ég vilji ekki leggja það
til held ég að rétt væri að íhuga
hvort ekki mætti lækka kennara-
launin dálítið því eins og allir vita
er starfið þess eðlis að hver sem er
getur sinnt því eins og sannast
best á þvi að hver sem er hefur
gert það eiginlega frá landnáms-
morgni til þessa dags.
Hver veit nema við fengjum með
þessu móti betri skóla sem störfuðu
stutt og þar með fleiri ráðherra sem
gætu stært sig af þvi á góðra vina
fundum að hafa aldrei á skólabekk
setið enda væri það svo sem auka-
atriði eins og þeir væru í rauninni
talandi dæmi um.
Kveðja
Ben.Ax.
Finnurðu
átta breytingar?
31
Þessar tvær myndir sýnast í flj ótu bragði eins. En á neðri
myndinni hafa fallið burt hlutar af myndinni eða þeir
breyst, alls á átta stöðum. Það er misjafnlega erfitt að finna
þessar breytingar en ef fj ölskyldan sameinast um að leysa
þetta trúum við því að allt komi þetta að lokum.
Merkið með hring eða krossi þar sem breytingarnar eru
og sendið okkur neðri myndina. Skilafrestur er tíu dagar.
Að þeim tíma liðnum drögum við úr réttum lausnum og
veitum þrenn verðlaun: Fataúttekt í versluninni FACO,
Laugavegi 31, að upphæð kr. 2500,-, fataúttekt, að upp-
hæð kr. 1800,-, og fataúttekt að upphæð kr. 1200,-
í þriðja helgarblaði héðan í frá birtast nöfn hinna heppnu
en ný þraut kemur í næsta helgarblaði.
Góða skemmtun!
Merkið umslagið:
„Átta breytingar- 31, c/o DV, pósthólf 5380,125 Reykjavík.
Verðlaunahafar reyndust vera: Sigríður Viðarsdóttir,
Hæðargarði 54, 108 Reykjavík (ferðaútvarp, kr. 2.360,-),
Kristín Guðmundsdóttir, Eyrarveg 1, 425 Flateyri (vasa-
diskó, kr. 1.690,-), Stefán Jónsson, Bjarkarbraut 9, 620
Dalvík (vasaútvarp, kr. 890,-).
Vinningarnir verða sendir heim.