Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1987, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1987, Blaðsíða 2
20 MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1987. Iþróttir DV V-þýska knattspyman: Hamborgarar bæta við forystuna frestað hjá Uerdingen og Stuttgart Það var greinilegt að hið 77 daga langa vetrarhlé hafði lítil áhrif ó leik- menn Hamborgar. Fyrir fríið leiddi Hamborg deildina vegna betra marka- hlutfalls en nú náði liðið að auka forystuna upp í eitt stig. Hamborg vann Gladbach 3-1 á ísilögðum heima- velli sínum eftir að Gladbach hafði náð forustunni. Júgóslavinn Sascha Jusufi jafnaði fyrir Hamborg rétt fynr hálf- leik en Frank Schmöller bætti tveim mörkum, við á 52. og 55. mínútu. Borussia Dortmund náði jaíhtefli, 2-2, á heimavelli gegn meisturum Bay- em Múnchen. Bayem náði tvisvar forystunni í leiknum og var þar Ro- land Wohlfarth á ferðinni í bæði skiptin. Norbert Dickel og Michael Zorc skoruðu fyrir Dortmund. Bayer Leverkusen hélt 3. sæti í deildinni með 2-0 sigri á Blau-Weiss Berlin. Stadan 1. Hamb. Sv. 18 11 4 3 36 18 26 2. Bayem Mú. 18 8 9 1 33 20 25 3. Bayer Lev. 17 10 2 5 32 16 22 4. Kaisersl. 18 8 6 4 32 21 22 5. Stuttgart 17 8 5 4 30 17 21 6. Borussia D. 18 7 6 5 36 24 20 7. Werder Br. 18 8 4 6 33 34 20 8. Bayer Uerd. 17 7 5 5 27 24 19 9. Köln 18 7 4 7 27 25 18 10. Schalke 17 6 5 6 26 31 17 11. Gladbach 18 5 7 6 29 27 17 12. Bochum 18 4 9 5 20 19 17 13. Núrnberg 18 5 6 7 35 33 16 14. Eintracht Frf. 18 4 8 6 21 24 16 15. Waldh. Mannh 17 4 7 6 28 29 15 16. FC Homburg 17 3 4 10 13 36 10 17. Fortuna Duss. 18 3 3 12 24 55 9 18. Blau Weiss B. 18 1 6 11 17 46 8 Markahæstir 1. deild: Clive Allen ('l’ottenham).......35 Ian Rush (Liverpool)............30 Tony Cottee (W est Ham).........25 John Aldridge (Liverpool /21 fyrir Oxford).........................21 Colin Clarke (Southamton).......18 Martin Hayes (Arsenal)..........17 Kevin Drinkell (Norwich)........16 Alan Smith (Leicester)..........16 2. deild: Mick Quinn (Portsmouth).........22 Kevin Wilson (Ipswich)..........20 Duncan Shearer (Huddesfield)....20 Trevor Senior (Reading).........20 Wayne Clarke (Birmingham).......19 -SMJ Hearts sló Celtic út úr bikarnum Leikið var í 16 liða úrslitum skosku bikarkeppninnar nú um helgina. Hearts lék mjög vel á heimavelli sínum í Edinborg gegn efsta liði úrvalsdeildar Glasgow Celtic. Hearts vann sigur, 1-0, og var það John Robertson sem skor- aói markið 10 mínútum fyrir leikslok. Celtic er því úr keppni í bikamum ásamt stórliðunum Ran- gers og Aberdeen. Þá marði Dundee United sigur á Brechin, 0-1, raunar á útivelli. Önnur úrslit í bikarkeppninni vom þessi: Clydebank - Hibemian..... 1-0 Dundee - Meadowbank.... 1-1 Hamilton - Motherwell.... 1-2 Morton-St. Mirren 2-3 Raith - Peterhead 2-2 St. Johnstone - Forfar 1-2 •Þá vann Aberdeen auðveldan sigur á Falkirk á útivelli í úrvals- deildinni 0-3. -JÖG. Fresta varð þrem leikjum í deildinni og þar á meðal leikjum Stuttgart gegn Waldhof Mannheim og Bayer Uerd- ingen og Homburg. Úrslit leikja: Dortmund- Bayem Múnchen..........2-2 Steön Mar Amaissan, DV, Engiandi: Wimbledon sigraði Everton, 3-1, í bikarkeppninni í gær. Eftir að Everton hafði náð forystunni í byrjun með marki Wilkinson tóku hinir baráttu- glöðu leikmenn Wimbledon öll völd á vellinum. Það var síðan á markamín- útunni frægu, þeirri 43ju, sem John Fashanu var felldur innan vítateigs og vítaspyma dæmd. Southall náði að KR-ingar stigu stórt skref í áttina að úrslitakeppninni með sigri á Kefl- víkingum í Hagaskóla í gær. KR skoraði 86 stig en ÍBK 61. Það var fyrst og fremst frábær vam- arleikur og barátta sem skóp sigur KR-inga i gær. Keflvíkingar komust því lítt áleiðis í sókn ef frá em taldar fyrstu mínútur leiksins. KR-ingar tóku nefnilega öll völd snemma í leiknum og náðu þá 13 stiga forystu. Staðan í leikhléi var hins veg- ar 42-31. Síðari hálfleikur var hliðstæður þeim fyrri, KR-ingar héldu áfram að auka forskotið og berjast um hvem bolta. Mestur varð munurinn 70^10 Dússeldorf- Eintracht Frankfúrt ...3-3 Hamborg - Gladbach..........3-1 Kaiserslautem - Blau-Weiss..2-0 Númberg - Werder Bremen.....5-1 Köln - Bochum...............1-0 -SMJ verja spymu Kevin Gage en Glyn Hodges fyldi vel á eftir og skoraði. Á 61. mínútu skoraði Fashanu síðan af stuttu færi og 15 mínútum fyrir leikslok skoraði Andy Sayer gott mark og gulltryggði sigur Wimbledon. Wimbledon-liðið kom á óvart fyrir góðan leik og hefur liðið aldrei áður komist svona langt í bikarkeppninni. Nú em Lundúnaliðin svo til einráð í keppninni. -SMJ um miðjan síðari hálfleik en Keflvik- ingum tókst þó að minnka hann undir lokin. Lokatölur leiksins urðu því 86-61. Guðni Guðmundsson átti stórleik í gær og skoraði 30 stig fyrir KR. Þeir Garðar og Ólafur áttu einnig mjög góðan dag. Hjá Keflavík var Guðjón Skúlason bestur en annars var liðið óvenjuslakt í þessum leik. Stig KR: Guðni 30, Garðar 19, Ólafur 12, Guðmundur 9, Ástþór 9 og Matthí- as 5. Stig ÍBK: Guðjón 16, Sigurður 13, Hreinn 11, Gylfi 8, Ingólfur 5, Jón Kr. 3, Falur 2, Ólafur 2, Matti 1. -RR. Sperrtir voru þeir kappar, Lloyd Honeyghan (t.v.) og Johnny Bumiphus, þegar þeir voru vigtaðir fyrir einvígi þeirra um heimsmeistaratitil- inn. Það reyndist vandalaust fyrir Honeyghan að verja titil sinn því bardag- inn var stöðvaður þegar í 2. lotu og honum dæmdur sigurinn. Símamynd/Reuter Góður sigur Wimbledon - lagði Everton, 3-1, í bikarkeppninni Góður sigur hjá KR-ingum - nálgast nú úrslitakeppnina Muggur á mánudegi: Eins og alþjóð veit þá gekkst Handknattleikssamband Islands fyrir bílahappdrætti nýverið og nú hefur verið dregið í þessu merkishappdrætti. Vinningar voru ekki af verri endanum, 50 Fiat Uno bílar. Nú í dag er staðan þannig að aðeins tíu bílar af þess- um fimmtíu hafa gengið út. Spyrja menn nú hvort annað SÁÁ ævintýri sé í uppsiglingu en svo þarf þó ekki að vera. Auglýst var að aðeins yrði dregið úr seld- um miðum og er því greinilegt að í mesta lagi fjörutíu kaupend- ur happdrættismiða hjá HSI eiga inni nýjan bíl hjá sambandinu. Er ekki rétt að kíkja á korktöfl- una og sjá hvort þar leynist vinningsmiði í happdrættinu? • Trausti Haraldsson spilar með Leikni. Leikmenn óskast Forráðamenn Leiknis og Ár- manns í knattspymunni leita nú logandi ljósi að leikmönnum. Eins og fram hefúr komið í DV leika þessi lið um laust sæti í 3. deild- inni í knattspymu í apríl nk. og því er ekki lítið í húfi. Armenning- ar hafa sem kunnugt er krækt í Magnús Bergs og em allar líkur á því að hann leiki einnig með lið- inu. Þá er talið mjög líklegt að Jóhann Jakobsson, sem gerði garðinn frægan hjá KA á Akur- eyri, leiki með Armenningum í sumar. Leiknismenn hafa ekkert gefið eftir í baráttunni. Þeir hafa fengið Trausta Haraldsson, fyrrum landsliðsmann og leikmann með Fram, til liðs við sig og mun hann örugglega styrkja lið þeirra Leikn- ismanna mikið. Geir vakti athygli Grein Geirs Hallsteinssonar, fyrrum landsliðsmanns í hand- knattleik og núverandi þjálfara Breiðabliks og piltalandsliðsins, í DV á mánudaginn var hefúr vakið mikla athygli. Ýmsir af forráða- mönnum HSÍ hafa tekið gagnrýni Geirs á Flugleiðamótið, sem fram fór á dögunum, óstinnt upp. Geir sagði að á Flugleiðamótinu hefðu leikið mjög léleg landslið og átti þar auðvitað við lið Sviss og Alsír. Hver veit nema HSÍ-menn fái tæki- færi til að svara fyrir sig á næstunni og þá á sama vettvangi og Geir skrifaði sína grein þar sem þekktir íþróttamenn fjalla um íþróttaviðburði liðinnar viku hverju sinni. Einar á í erfiðleikum I viðtali, sem birtist í blaðinu í dag við Einar Vilhjálmsson spjót- kastara, kemur í ljós að hann á í nokkrum erfiðleikum. Auðvitað snúast þessir erfiðleikar að mestu leyti um peninga. Peningavanda- mál hafa löngum verið ofarlega á baugi hjá afreksmönnum okkar f íþróttum og Einar Vilhjálmsson er engin undantekning þar á. Það verður að teljast furðulegt að einn fremsti spjótkastari heims skuli þurfa að vinna vaktavinnu til að sjá sér og sínum farborða. Það gefúr augaleið að það kemur niður á árangri hans í spjótkastinu. Ég legg til að vel stöndug fyrirtæki taki höndum saman og styrki Ein- ar veglega fyrir komandi keppnis- tímabil. Það eru mörg stórmót framundan hjá Einari í sumar úti um víða veröld og hann þarf á stuðningi okkar að halda og reyndar margir fleiri. Gamlir kappar fa boðs- miða Það hefur varla farið framhjá nokkrum manni að íslendingar leika landsleiki við heimsmeistara Júgóslava í Höllinni í kvöld og annað kvöld. Stjóm HSÍ hefur ákveðið að bjóða ólympíuliði Is- lands 1972 á fyrri leikinn, það er í kvöld. Einnig hefúr stjóm HSÍ boðið öllum stuðningsmönnum landsliðsins, sem studdu við bakið á því á HM í Sviss, á síðari lands- leikinn annað kvöld og eiga menn þá von á að sjá Sigurð Baldursson trommuleikara en hann gerði garðinn frægan á áhorfendapöll- unum í Sviss. -Muggur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.