Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1987næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    1234567
    891011121314

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1987, Blaðsíða 12
30 MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1987. Iþróttir • Clive Allen bregst ekki í vítun- um. „Þetta var hörkugóður leikur, gífur- leg spenna og um tíma í síðari hálfleik nokkuð um átök leikmanna. En dóm- arinn hélt öllu innan ramma laganna og jafnteflið á Hillsborough, 1-1, nokkuð réttlát úrslit. West Ham-liðið hættulegt í skyndisóknum en Sheff. Wed. jafhara í leik sínum á heimavelli. En möguleikar West Ham hljóta að vera betri þegar liðin leika á ný á miðvikudag á Upton Park, leikvelli West Ham í Lundúnum," sagði Alan Green, fréttamaður BBC. eftir að Sheff. Wed. og West Ham höfðu gert jafhtefli, 1-1, í 5. umferð ensku bikar- keppninnar á laugardag. Sennilega hefur Sheff. Wed. misst þar af tæki- færi til að komast í 6. umferð en þó er rétt að geta þess að aðalmarkaskor- ari Sheffield-liðsins, Lee Chapman, getur leikið á miðvikudag en var á laugardag í leikbanni. Það stefhir allt í að bikarkeppnin verði keppni Lundúnaliðanna í ár. Stórlið heimsborgarinnar, Arsenal og Tottenham, komust auðveldlega í 6. umferð. West Ham og Watford hafa góða möguleika eftir jafntefli á úti- völlum á laugardag og ef til vill verður Wimbledon einnig í hattinum í dag þegar dregið verður til sjöttu umferð- ar. Grein þessi skrifuð áður en úrslit voru kunn í gær. Mest var gleðin i Wigan á laugardag eftir að litla Lancashire-liðið hafði í fyrsta skipti í sögu félagsins tryggt sér sæti í sjöttu umferð bikarkeppninnar. Aðeins átta ár síðan Wigan hóf að leika í deildakeppninni. Áhorfendur í Wigan á laugardag voru 11.500 og stemmning gífurleg. Hull var betra lið- ið í fyrri hálfleik en leikmenn liðsins misnotuðu tvö góð færi þá. í síðari hálfleik tóku leikmenn Wigan öll völd á vellinum eftir að Chris Thompson skoraði fyrsta mark leiksins á 58. mín. Fjórum min. síðar skoraði Paul Jew- ell annað markið og úrslit voru ráðin. Þessi Jewell er nú dýrlingur í Wigan - gimsteinn. Hann skoraði eina mark- ið þegar Wigan sigraði Norwich í 4. umferð. Þriðja mark liðsiris á laugar- dag skoraði svo gamla kempan Bobby Champbell á 84. mín. Leeds vann QPR Þá gerði Leeds það einnig gott á laug- ardag - sigraði QPR, 2-1, á heimavelh og leikmenn liðsins skoruðu öll mörk- in í leiknum. Langt síðan þetta fræga lið hefur verið í sviðsljósinu. Ian Baird náði forustu fyrir Leeds á 8. mín. og það var eina markið í fyrri hálfleik. Síðan varð David Rennie fyrir þeirri óheppni að senda knöttinn í eigið mark. Það kom ekki að sök fyrir Le- eds. Brendan Ormsby, áður kunnur leikmaður hjá Aston Villa, skoraði sigurmarkið með skalla á 85. mín. eft- ir homspymu. Um tíma voru mikil Liverpool tókst ekki að ná Everton að stigum Náði aðeins jafhtefli, 2-2, á Villa Park í 1. deild Meistarar Liverpool fengu óskabyrj- un í leik sínum í 1. deild á Villa Park í Birmingham á laugardag. Craig Jo- hnston, sem óskað hefur eftir að fá að leika með skoska landsliðinu en fékk neitun, skoraði eftir aðeins fjörutíu sekúndur gegn Aston Villa. Það nægði þó meisturunum ekki til sigurs. Jafn- tefli varð, 2-2, þar sem Paul Walsh jafnaði fyrir Liverpool þegar langt var liðið á leikinn. Liverpool missti því af tækifæri til að ná Everton að stigum og komast upp fyrir Arsenal. Meistar- amir eru því áfram í þriðja sæti, tveimur stigum á eftir Everton og einu á eftir Arsenal. Hefur leikið leik meira en Arsenal. Þetta var fjörleikur á Villa Park og jafntefli réttlát úrslit. Johnston skor- aði í fyrsta upphlaupi Liverpool. Hann fær ekki leyfi til að leika með skoska landsliðinu þar sem hann hafði sem strákur leikið tvívegis með ensku unglingalandsliði. En nóg um það. Þrátt fyrir óskabyrjun meistaranna tókst Aston Villa að ná fomstu fyrir hlé. Fyrst varð Mark Lawrenson fyrir þeirri óheppni að senda knöttinn í eig- ið mark eftir þunga sókn Aston Villa og síðan skoraði vamarmaðurinn Paul Elliott. 2-1 í hálfleik og þrátt fyrir þunga sókn oft i síðari hálfleikn- um tókst Liverpool ekki að jafha fyrr en rétt undir lokin. Walsh var þar að verki en John Aldridge hafði nokkm áður komið inn á sem varamaður. Hans fyrsti leikur með Liverpool eftir kaupin frá Oxford. Þrír aðrir leikir vom í 1. deild á laug- ardag en leik Charlton og Oxford var frestað vegna flensu hjá leikmönnum Lundúnaliðsins. Man. Utd náði stigi á Stamford Bridge þar sem Chelsea hefur staðið sig vel síðustu vikumar. Peter Davenport skoraði mark United úr vítaspymu snemma í síðari hálfleik en Mike Hazzard tókst að jafna með miklum þrumufleyg tíu mín. fyrir Urslit á Englandi Úrslit í ensku knattspyrnunni á laugardag. Bikarkeppnin: 3. deild. Arsenal-Bamsley 2-0 Blackpool-Bristol Rov. 6-1 Leeds-Q.P.R. 2-1 Brentford-Gillingham 3-2 Sheff.-West. Ham 1-1 Bristol City-Bournemouth 2-0 Stoke-Coventry 0-1 Chester-Darlington 64) Tottenham-Newca. 1-0 Mansfield-Charlisle 2-0 Walsall-Watf. 1-1 Middelsbr.-Fulham 34) Wigan-Hull 3-0 Newport-Bury 2-2 Notts County-Chesterfield 2-1 1. deild. Roterham-Swindon 1-2 Aston Villa-Liverp. 2-2 York-Doncaster 1-1 Charlton-Oxford frestað Chelsea-Man.Utd. 1-1 4. deild. Leicester-Norwich 0-2 Exeter-Wrexham 4-2 Manchester City-Luton 1-1 Halifax-Burnley 2-2 Hartlepool-Oi ient 1-3 2. deild. Hereford-Cardiff 0-2 Blackburn-Millwall 1-0 Peterbor.-Colchest. 2-0 Bradford-Shrewsb. 0-0 Rochdale-Southend 1-2 Brighton-Oldham 1-2 Schunthorpe-Stockp. 1-2 Derby-West Bromwich 1-1 Swansea-Crewe 1-1 Huddersfield-Portsm. 2-0 Torquay-Preston 0-2 Ipswich-Birmingh. 3-0 Tranmere-Aldersh. 1-1 Reading-Crystal Palace 1-0 Wolverhampt.-Northampt. 1-1 Sheff. Utd.-Plymouth 2-1 Stadan 1. deild Staðan í ensku knattspyrnunni 1. deild. Everton 28 16 6 6 53-23 54 Arsenal 27 15 8 4 42-16 53 Liverpool 28 15 7 6 51-29 52 Nott. Forest 28 13 8 7 50-34 47 Luton 28. 13 8 7 32 27 47 Norwich 28 12 11 5 40-37 47 Tottenham 26 13 5 8 43-29 44 Coventry 28 11 7 10 31-32 40 Wimbledon 27 12 3 12 36-35 39 West Ham 27 10 8 9 41^4 38 Watford 27 10 7 10 45-36 37 Man. Utd. 28 9 10 9 37-30 37 QPR 27 10 6 11 29-33 36 Sheff. Wed. 28 8 11 9 40-44 35 Chelsea 29 8 9 12 37-49 33 Oxford 28 8 9 11 31^46 33 Man. City 28 6 11 11 26-37 29 Southampton 27 8 4 15 41-52 28 Leicester 28 7 6 15 37-51 27 Charlton 28 6 8 14 26-39 26 Aston Villa 28 6 7 15 33-58 25 Newcastle 27 5 7 15 28-48 22 2. deild Portsmouth Derby Oldham Ipswich Plymouth Stoke Millwall West Bromw. Birmingham Leeds Cr. Palace Sheff. Utd. Reading Grimsby Shrewsbury Sunderland Blackburn Huddersfield Hull Bradford Brighton Barnsley 28 17 27 15 28 15 28 12 28 11 27 12 28 11 28 10 8 10 28 9 11 8 27 10 8 9 28 12 2 14 28 9 9 28 10 6 28 8 12 28 10 4 26 27 27 26 27 28 26 10 12 8 14 9 9 8 11 5 13 5 13 7 13 7 14 9 11 35- 18 57 42- 26 51 44-30 51 46 31 44 43- 38 42 42-31 41 31- 29 39 38-31 38 37-37 38 32- 33 38 36- 44 38 35- 37 36 4144 36 31- 35 36 25-35 34 32- 32 33 25- 31 32 36- 44 32 26- 46 29 40-47 28 26-37 28 26-33 27 læti á áhorfendasvæðunum en ekki þurfti þó að stöðva leikinn. Watford tókst ekki að tryggja sér sigur i Walsall gegn 3. deildar liðinu sem oft hefur staðið sig vel í bikar- keppninni. Jafntefli, 1-1, og liðin leika á ný í Watford á þriðjudag. David Bardsley, sem lék nú á miðjunni, skor- aði fyrir Watford eftir aðeins tvær mín. en á 31. mín. var dæmd víta- spyma á Wilf Rostron þegar hann felldi Trevor Christie innan vítateigs. Christie tók vítið og jafhaði. Watford löngum betra liðið en tókst ekki að knýja fram sigur. Coventry heldur áfram sigurgöngu sinni. Vann góðan sigur í Stoke á mjög erfiðum velli. Sigurinn hefði get- að verið stærri. Brian Talbot bjargaði á marklínunni hjá Stoke. Mike Gynn skoraði eina mark leiksins eftir góðan undirbúning Regis og Pickering. Hörmung á Highbury 28 þúsund áhorfendur vom á High- bury þegar Arsenal sigraði Bamsley, 2-0, í hörmulegum leik að mati frétta- manna BBC. Það versta sem þar hefur sést á leiktímabilinu. Míirtin Hayes skoraði fyrra mark Arsenal á 60. mín- útu úr vítaspymu sem dæmd var á Ron Futcher. Mjög strangur dómur en Hayes skoraði þar sitt 17. mark á leiktímabilinu. Charlie Nicholas kom inn á sem varamaður hjá Arsenal þeg- ar langt var liðið á leikinn. Skoraði gull af marki á 78. mín. og lék vel. Hið eina sem var athyglisvert við leik- inn sögðu þeir hjá BBC. Þá sigraði Tottenham Newcastle, 1-0, með marki Clive Allen úr víta- spymu á 20. mín. 35. mark hans á keppnistímabilinu. Leikurinn sýndur beint í sjónvarpinu og Tottenham mun betra liðið en gekk illa að skora.-hsím • Gray Bailey - á ný í marki Man. Utd. leikslok. Það vakti athygli að enski landsliðsmarkvörðurinn, Gaiy Bailey, lék í marki Man. Utd eftir erfið meiðsli og uppskurð. Nær ár frá því að hann lék síðast með aðalliði United og reyndar kom hann miklu fyrr í markið en reiknað hafði verið með. Nýi stjór- inn, Ferguson, verið allt annað en ánægður með frammistöðu Chris Tumer í markinu. Setti meira að segja um tíma 18 ára strák í markið. Nor- wich hlaut þrjú góð stig í Leicester. Ian Crook og Trevor Putney skomðu mörk Norwich. Gary McAllister mis- notaði vítaspymu fyrir Leicester i leiknum. Sautján ára strákur, Paul Lake, skoraði mark Man. City en Brian Stein jafnaði fyrir Luton. Tap hjá Portsmouth Efsta liðið í 2. deild, Portsmouth, steinlá í Huddersfield en hefur þó enn sex stiga fomstu í deildinni. Hudders- field hefur verið erfitt heim að sækja síðustu vikumar. Derby County held- ur öðm sæti en náði aðeins jafhtefli á heimavelli gegn West Bromwich Albi- on. John Gregory skoraði mark Derby, - Colin Anderson jafhaði fyrir WBA. Oldham náði Derþy að stigum með góðum sigri í Brighton. Roger Palmer skoraði sigurmark Oldham. Þá má geta þess að Sheff. Utd vann Plymouth og er það fyrsti sigur liðsins á þessu ári. -hsím • Brian Stein, jafnaði fyrir Lu- ton. Verður Lundúna- ár í bikamum?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: DV íþróttir (23.02.1987)
https://timarit.is/issue/191013

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

DV íþróttir (23.02.1987)

Aðgerðir: