Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1987, Blaðsíða 10
28 MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1987. íþróttir Markahríð hjá Ajax Mörgum leikjum var frestað í hollensku knattspymunni nú um helgina vegna slæmra vallarskil- yrða og veðurs. Nokkrir leikir fóru þó fram í fvrstu deíld og einn í bikarkeppninni. Úrslit urðu sem hér segir í fyrstu deild: Den Bosch - Pec Zwolle..5-2 AZ-Roda JC............2-1 Ajax - Haarlem........6-0 •í bikarkeppninni lék Feyenoord á heimavelli gegn Dcn Haag og tapaði með einu marki gegn tveim- ur. •Ajax er nú efst í fyrstu deild- inni í Hollandi með 36 stig en PSV Eindhoven er skammt undan með 33 stig. -JÓG. Benfica efst í Portúgal Heil umferð fór fram í fvrstu deild portúgölsku knattspyrnunn- ar um heigina. Hið fornfræga félag Benfica hef- ur tveggja stiga forystu eftir leiki helgarinnar. Benfica sigraði Eivas næsta auðveldlega á heimavelli sínum með tveimur mörkum gegn .engu og er nú mcð 34 stig. Þá vann Porto einnig sigur en liðið er nú í öðru sæti fyrstu deild- ar, skanmit undan Benfica, með 32 stig. Porto burstaði Salgueiros 0-3 á útivelli. önnur úrslit í fvrstu deildinni í Portúgal urðu þessi: Portimonense - Sporting... 1 1 Guimaraes- Farense 0-0 Chaves Maritimo 3 1 Belenenses- Boavista 1 -2 Academica - Braga 0 0 Rio Ave - Varzim 1-1 -JÖG. Matti Nykánen olli umtalsverð- um vonbrigðiun á heimsmeistara- mótinu i noiTænum greinum í Obei-stdorf. Hann náði aðeins að vinna einn sigur og það í sveita- keppni skíðastökksins. i stökkkeppni af 70 metra palli á föstudag lenti kappinn í öðru sæti þótt flestir væru á því að sigur hans yrði öruggur. Hann fékk 216,5 stig og stökk 88 metra slétta í fyrri umferð og 87 metra í þeirri síðari. Vilja nú sérfræðingar kenna um ónógum undirbúningi garpsins en hann hefur kneyfað öl af kappi á síðustu vikiun fremur en aðstunda æfingar. Tékkinn Jíri Parma sigraði óvænt í stökkkeppninni, fékk 224,4 stig, hann stökk 89,5 metra og 87 metra slétta. f þriðja sæti varð síðan Norð- maðurinn Hróar Stjemen með 215,8 stig. Stökk hans mældust 90 metrar og 85,5 metrar. -JÖG. • Michel Platini og félagar hans i Juventus máttu sætta sig við jafntefli gegn AC Milan í harðri en jafnri glímu í ít- ölsku knattspyrnunni i gær. Hvort lið gerði eitt mark. Á myndinni dáist Filipo Galli, leikmaður AC Milan, að annarlegum dansi Platini, frönsku stjörnunnar í Juventus liðinu. Símamynd/ Reuter Ben Johnson óhress - þrátt fyrir heimsmetsjöfnun Þrátt fyrir að hafa tekist að jafna heimsmet sitt í 60 m hlaupi innan- húss, 6,44 sek., var Ben Johnson frá Kanada ekki í hátíðarskapi. Heims- metsjöfnunin kom á móti í Kanada um helgina en eftir hlaupið sagði Jo- ÞJALFARI 3ju deildar lið H.S.Þ. b vill ráða þjálfara fyrir komandi keppnistímabil. Æskilegt er að viðkomandi geti leikið með liðinu. Húsnæði á staðnum. Upplýsingar gefur Halli. Heimasími 96-44237. Vinnusími 96-44250. hnson að möguleikar hans til að setja nýtt met hefðu verið eyðilagðir vilj- andi. Það var þjófstartað tvisvar í hlaupinu og eftir á sagði Johnson: „Þetta var skipulagt, það er öruggt." Þjálfari Johnson studdi þessa skoð- un hans en þeir Michael Dwyer og Desai Williams, sem urðu í 2. og 3. sæti, neita alfarið ásökunum um að hafa þjófstartað viljandi. „Nú, þó það væri þjófstartað, það er alltaf að gerast. Það er varla hægt að ætlast til að menn sitji eftir í start- holunum þó að sjálfur Ben Johnson sé að hlaupa,“ sagði Dwyer. Þess má geta að Johnson virtist ætla að bæta met sitt í undanrásum en hægði aðeins á sér og kom inn á 6,46 sek. -SMJ • Ben Johnson. Símamynd/Reuter Nykánen náði sér ekki á strik Sanchez skoraði tvö mörk úr aukaspyrnum Napoli að stinga af? - Lineker óvenjudaufur og skoraði ekki Enski landsliðsmaðurinn Gary Lineker kom niður á jörðina í leik Barcelona og baðstrandarliðsins Las Palmas í gærkvöldi. Leiknum lyktaði með markalausu jafhtefli og þótti Lineker daufur og rýr frammi fyrir marki andstæðinganna. Líklega hefur hann verið slitinn og þreyttur eftir landsleik Englendinga gegn Spán- verjum í vikunni sem leið en í þeirri viðureign skoraði hann 4 mörk. Erkiféndur Börsunga, piltarnir í Real Madrid, sigruðu hins vegar Cadiz á heimavelli sínum í gær með tveimur mörkum gegn engu. Mexíkanski landsliðsmaðurinn Hugo Sanchez gerði bæði mörk Madridbúa, beint úr aukaspymum. Sanchez var síðan rek- inn af leikvelli undir lokin en var engu að síður fagnað gífurlega á leið sinni til búningsherbergja. Mark Cadiz gerði miðjuleikmaðurinn Enrique Montero. Sanchez er nú markahæstur í spænsku deildinni. Hann hefur skorað 24 mörk á þessu tímabili. Espanol, sem er um þessar mundir í þriðja sæti spænsku deildarinnar, sigr- aði Real Mallorca mjög sannfærandi, 3-1, á laugardag. Mörk Espanol skor- uðu þeir Michel Pineda, Angel Alonso og Miguel Angel. Enrique Magdaleno gerði hins vegar mark Mallorca- manna. Önnur úrslit urðu sem hér segir: Athletic Bilbao - Sevilla.........0-1 Real Valldolid - Sabadell.........1-6 Real Murcia - Racing..............2-1 Sporting - Osasuna................3-0 Real Zaragoza - Real Sociedad.....1-0 Real Betis - Atletico Madrid......2-1 Staða efstu liða er nú þessi: 1. Barcelona..28 15 12 1 40 13 42 2. Real Madrid ...28 15 9 4 50 25 39 3. Espanol....28 14 8 6 45 26 36 -JÖG. • Mexikanska stjarnan, Hugo Sanchez, skoraði bæði mörk Real Madrid beint úr aukaspyrnum í viðureign liðsins við Cadiz. Madrid sigraði í leiknum með tveimur mörkum gegn einu. Madridbúar eru nú í öðru sæti spænsku fyrstu deildarinnar. Á myndinni reynir Sanchez að skora með hjólahestaspyrnu en varnarmaður Cadiz horfir skelfdur á tilþrif hans. Símamynd/Reuter Maradona og félagar hans í Napoli bættu enn stöðu sína með sætum sigri á Torino á útivelli nú um helgina, 1-0. Bruno Giordano, sem hefur átt við meiðsl að stríða að undanfömu, kom inn á undir lokin og skoraði eina mark leiksins. Þá vann Roma sigur á Inter Milan á heimavelli sínum með 1 marki gegn engu. Það var danski landsliðsmaður- inn Klaus Berggreen sem skoraði markið með skalla og var hann sjálfur nær því að bæta við mörkum en Inter að rétta við sinn hlut. Stjömustóðið í Juventus náði aðeins jafntefli gegn AC Milan, að vísu á útivelli. Hvort lið gerði eitt mark. Aldo Serena kom Juventus yfir en Sandro Altobelli jafnaði fyrir AC Milan og þar við sat. •Önnur úrslit urðu sem hér segir: Avellino-Ascoli Brescia - Como.................2-0 Empoli - Atalanta..............0-0 Sampdoria - Verona.............0-0 Udinese - Fiorentina...........1-1 • Staða efstu liða á Ítalíu er nú þessi: 1. Napoli..... 19 12 6 1 32 11 30 2. Inter...... 19 10 6 3 24 9 26 3. Roma....... 19 10 5 4 28 14 25 4. Juventus... 19 9 7 3 27 16 25 -JÖG. |hí wmmm mmmm mmmm mmmm mmmm ■n| i Valsmenn i j unnu j i Fram i I Einn leikur fór fram í úi-vals- I deildinni í gærkvöldi. Valsmenn sigmðu þá Framara, 76-69, í I spennandi leik. Framarar héldu I * lengst af í við Valsmenn og sýndu J I ótrúlega góðan leik þrátt fyrir | Islaka stöðu í deildinni. ■ -SMJ I I Daníelog J Guðrún i sigruðu j Þau Daníel Hilmarsson frá Dal- | í 26. sæti ■ vik og Guðrún Sverrisdóttir | sigmðu í stórsvigi í bikarkeppni I * Skíðasambands íslands á móti sem J I fór ffarn á Akureyii í gær. Þau | IDaníel og Guðrún em nú efst í - stigakeppninni. | | -SMJ | I I I I i í Oberstdorf s | - í 50 km göngu | • „Ég var ákaflega yfirvegaður á I I lokakaflanum þótt styrkur fötanna I j væri að bresta." IÞetta sagði ítalinn Maurilio De ■ Zolt eftir að hafa borið sigur úr I I býtum í 50 kílómetra skíðagöngu I ■ á HM í Oberstdorf á laugardag. ■ I Títni hans reyndist 2 klukkustund- I j ir 11 mínútur og 27,2 sekúndur. ^ II öðm sæti varð hinn snjalli > sænski göngumaður Thomas I IWassberg. Títni hans var 2 klukku- I stundir 11:49,5 mín. ■ J í þriðja sæti varð einnig Svíi, J I Torgny Mogren að nafni, en hann | gekk vegalengdina á 2 klukkust. | I I 12:51,1 mín. I Þess má geta að Einar okkar | Ólafsson varð tuttugasti og sjötti | _ í mark. Tími hans reyndist 2_ I klukkust. 22:16,6 mín. | I__________________________

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.