Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1987, Blaðsíða 4
22 MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1987. Iþróttir „Beint úr fjósinu í leiki í bænum“ - rættvið Eriu Rafnsdóttur, landsliðsmann í handknattleik og knattspymu „Ég var í kringum ellefu ára gömul þegar ég mætti á fyrstu æfinguna 1 knattspyrnu hjá Breiða- bliki. Það má segja að það hafi verið braeður mínir sem vöktu áhuga minn á knattspymunni. í byrjxm var ég alltaf sett í markið þegar við krakkamir lékum okkur saman en svo breyttist það þegar á leið og ég fór að spila úti á vellinum. Ég fór með vinkonu á fyrstu æfinguna og við fórum beint í meistaraflokk því á þessum árum var kvennaknatt- spyma fyrst almennilega að ryðja sér til rúms hér á landi,“ sagði hin kunna íþróttakona, Erla Rafiis- dóttir, sem undanfarin ár hefur verið okkar fremsta íþróttakona í handknattleik og knattspymu. Hún hefur leikið landsleiki í báðum þessum greinum og hefur staðið sig sérlega vel. Vegna alls þessa fannst D V tilvalið að fá Erlu í viðtal og fer það hér á eftir. „Ég byrjaði náttúrlega á því sama og flestir þurfa að fara í gegnum - að sitja á bekknum - en þegar á leið fór ég að spila einn og einn leik. Ég var nokkur sumur í sveit á bænum Efri- Reykjum í Biskupstungum. Ég hætti samt ekki að spila með stelpunum því ég fór nánast beint úr fjósinu í bæinn til að spila leiki og svo beint í sveitina aftur þegar leikimir fóm búnir. Þann- ig gekk þetta meðan ég var í sveit- inni.“ „Eftir að sveitavistinni lauk fór ég að vinna í bæjarvinnunni í Kópavogi, þá 16 ára gömul. Ég var auðvitað eina stelpan í hópnum innan um alla strák- ana. Þá fyrst gátu æfingar hafist á fullu og má segja að þá hafi alvaran fyrst komið í þetta." Byrjaði 14 ára að æfa handknattleik „Ég gat ekki setið auðum höndum yfir vetrartímann þegar knattspyman lá niðri. Þegar ég var fjórtán ára göm- ul fór ég að æfa handbolta með ÍR og fór á fyrstu æfinguna með Ástu B. Gunnlaugsdóttur. Við æfðum með 2. flokki en spiluðum samhliða því með meistaraflokki undir stjóm Sigurbergs Sigsteinssonar sem er mjög fær þjálf- ari. Við unnum 2. deild og unnum okkur sæti í 1. deild.“ „í 1. deild spilaði ég með ÍR-ingum í tvo vetur. Árin 84-85 gekk ég í raðir Framara en staldraði þar við aðeins einn vetur. Síðastliðna tvo vetur hef ég svo leikið með Stjömunni í Garðabæ og jafhframt því þjálfað þrjá yngri flokka sem er mjög skemmtilegt verkefiii því ég hef mjög gaman af að starfa með unglingum." - Er ekki erfitt að samræma bæði knattspymuna og handboltann? „Þetta var ekkert mál framan af. Ég hélt mér í góðri þjálfun nánast allt árið um kring. Svo fór handboltinn að fá verkefni yfir sumarmánuðina og þá með landsliðinu en þá var verið að æfa fyrir fyrirhuguð mót erlendis. Þessi æfingarprógrömm vom erfið en jafhframt skemmtileg, við hlupum mikið og einnig vom lyftingar sam- hliða þessu. Á tímabili minnkaði ég við mig fótboltann og tók handboltann fram yfir. í fyrra var svo heilmikið umstang hjá mér. 26. júlí giftist ég Magnúsi Teitssyni og við fórum í hálfs mánaðar brúðkaupsferðalag. Einnig varð ég fyrir því óláni að ég sneri mig á ökkla og gat af þeim sökum lítið æft knatt- spyrnu." „Magnús aðstoðar mig við þjálfunina“ „í sumar er ég hins vegar búin að ráða mig sem þjálfara hjá meistara- flokki kvenna í knattspymu hjá Stjömunni og verður Magnús eins konar aðstoðarþjálfari minn. Ég var nokkum veginn búin að taka þá á- kvörðun að hætta þessu öllu saman en bakkaði svo með það allt og sló til. Það ýtti talsvert undir þessa á- kvörðun mína að stjómun mála hjá Stjömunni er til fyrirmyndar. Þar er unnið mikið starf sem ömgglega á eft- ir að skila sér í framtíðinni." „Þurfum að æfa miklu meira“ - Hvert er álit þitt á stöðu kvenna- handknattleiks almennt á íslandi? „Islenskar kvennaíþróttir finnst mér yfirhöfuð fá litla umfjöllun í fjölmiðl- um almennt. Ég er í íþróttum fyrir sjálfa mig en ekki til að sækjast eftir umfjöllun í fjölmiðlum. Við stelpumar í íslenska landsliðinu fórum á C- heimsmeistarakeppnina á Spáni sl. haust og var það góður undirbúningur fyrir keppnina þó alltaf megi gera bet- ur. Ég er samt á því að aldrei hafi verið eins vel æft og einmitt fyrir þessa keppni. Fyrir keppnina lékum við tvo æfing- arleiki gegn Spánveijum og unnum annan leikinn en í sjálfri keppninni • Eria Rafnsdóttir og eiginmaður hennar, Magnús TeHsson, handknattleiksmaður i Stjömunni. Eria mun þjóHa meist- araflokkslið Stjömunnar i kvennaknattspymu i sumar, ósamt þvf að leika með liðinu, en Magnús verður aðstoðarmaöur hennar. DV-mynd S • Erla Rafnsdóttir er fjölhæf í íþróttunum. Hún er í landsliðinu f handknatt- leik og knattspyrnu og er í fremstu röð í báðum greinunum. DV-mynd S gekk okkur ekki sérlega vel. Síðan er komið heim og ekkert æft meir. Þetta finnst mér ekki boða gott því að ég tel nauðsynlegt að halda hópnum áfram saman og æfa að minnsta kosti einu sinni í viku. Ástæðumar fyrir þessu eru þær að allir kraftar HSÍ fara í karlalandsliðið sem er kannski að einhverju leyti skiljanlegt því þeir hafa staðið sig frá- bærlega vel. Það má samt koma meira til móts við okkur stelpumar og ég er þess fullviss að það myndi skila sér í betri árangri." „Þrátt fyrir ekki sérlegan góðan ár- angur á Spáni var ferðin eftir á að hyggja mjög lærdómsrík fyrir okkur. Eftir keppnina fékk HSÍ boð um að taka þátt í nokkrum mótum en vegna fjárskorts er það ekki í stakk búið til að senda lið á þessi mót. Þátttaka á mótum sem þessum er nauðsynleg og er vonandi að hægt verði að taka þátt í þeim í ríkari mæli í framtíðinni.“ „Alltaf verið að spila við sama fólkið" „Hér heima er deildin lítil og alltaf er verið að spila við sama fólkið. Ef til vill mætti breyta fyrirkomulagi deildarinnar til að fjölga leikjum. Til dæmis hefur norska kvennalandsliðið náð frábærum árangri sem er ömgg- lega því að þakka að þar er breiddin miklu meiri. Þá æfir liðið einnig miklu meira en við gerum. Þegar deilda- keppnin liggur niðri hjá þeim í hálfan mánuð æfa stelpumar þar upp á eigin spýtur og halda sér þannig alltaf í toppformi. Norski landsliðsþjálfarinn frétti einu sinni af því að á íslandi stunduðu stelpumar bæði handknatt- leik og knattspymu. Hann hristi þá bara höfuðið og taldi það ekki kunna góðri lukku að stýra.“ „Stóra stundin virkar mjög hvetjandi fyrir krakkana" - Nú ertu umsjónarmaður Stóm stundarinnar í sjónvarpinu? „Já, og það er virkilega gaman að starfa við þá þætti þó að ég hafi mjög takmarkaðan tíma fyrir hvem þátt. Ég er með þessa þætti hálfsmánaðar- lega, 25 mínútna langa, og það segir sig alveg sjálft að ég verð að stikla á stóm en ég geri mitt besta hverju sinni. Þættir sem þessir em nauðsyn- legir og eiga fullan rétt á sér. Þeir virka mjög hvetjandi á krakkana. Þættir af þessu tagi þyrftu að vera vikulega og þá lengri ef vel ætti að vera. Þá væri hægt að fara yfir miklu meira efhi því að af nógu er að taka.“ „Ég var hræðilega stressuð í vítaspyrnukeppninni“ „Bikarúrslitaleikurinn gegn Val fyr- ir nokkrum árum er tvímælalaust minnisstæðasti leikurinn fram að þessu. Eftir venjulegan leiktíma var jafht og leikurinn því framlengdur. En framlengingin dugði ekki heldur til og því þurfti vítaspymukeppni til að knýja fram úrslit. Ég man það enn þann dag í dag hvað ég var hræðilega stressuð á þessari stundu en sem betur fer fór allt vel í lokin og við urðum bikarmeistarar." „Seldum rækjur og rifum utan af húsi“ „Einn atburður er mér afar minnis- stæður. Það var þegar ákveðið var að taka þátt í móti á Spáni fyrir nokkrum árum. HSÍ hafði ekki efni á að borga ferðina fyrir okkur og því urðum við stelpumar að taka höndum saman og safna sjálfar fyrir ferðinni. Við höfðum nánast öll spjót úti í þeim efhum, seld- um rækjur, rifum utan af húsi í Skerjafirðinum, seldum lukkumiða og gáfum út blað sem við söfnuðum aug- lýsingum í. Það var allt gert svo við kæmumst í þessa umræddu ferð. Og að lokum náðust endar saman og við gátum haldið á þetta mót. Að safria fyrir hverri einustu krónu, eins og við stelpumar gerðum, geri ég aldrei aflur. Þetta var ofboðslega erf- itt en hafðist að lokum. Annars var árangurinn á mótinu á Spáni nokkuð góður, við unnum meðal annars ítali og Vestur-Þjóðverja sem em sterkar þjóðir í handknattleik kvenna," sagði Erla Rafnsdóttir. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.